Ég hef skilning á skoðun hennar, en sé hana frá öðrum sjónarhóli.

Í dag birtist frétt á Vísi sem unnin var upp úr Facebook stöðufærslu konu sem glímir við langvarandi og hættuleg veikindi.

Kona, sem er með tvo taugasjúkdóma og á ónæmisbælandi krabbameinslyfjum, segist vera komin með nóg af því að hagsmunir fólks í áhættuhópum séu hundsaðir. Hún óttast að smitist hún af kórónuveirunni muni hún deyja.

Þessu get ég ekki verið sammála, að hagsmunir fólks í áhættuhópum séu hundsaðir.

Fengu þeir ekki forgang í sprauturnar? Og eru ekki ALLIR búnir að þurfa að hlýða félagsforðunum, fara í einangranir, sóttkvíar, smitgátir og hvað þetta nú allt heitir í tæp tvö ár núna - meðal annars til þess að vernda þennan hóp?

Er þetta sanngjörn krafa hjá henni?

„Ég vissi alltaf að það væri viðbúið að fara í afléttingar en ekki þegar smitin eru í methæðum. Við höfum aldrei séð þessa tölu á Íslandi áður. Það sem mig langar að heyra er: Við ætlum að halda grímuskyldunni, við ætlum að halda þessum fjarlægðarmörkum og verðum með algerar takmarkanir á landamærum. Ég vil sjá nýsjálensku leiðina á landamærunum allavega í fjóra til fimm mánuði. Ég veit að ferðamálageirinn á eftir að væla eins og stunginn grís en bara því miður,“ segir hún.

Reiði hennar ætti frekar að beinast að þeim sem hafa beitt sömu aðferðunum aftur og aftur þrátt fyrir að þær hafi aldrei virkað.

Og hún ætti frekar að verða reið út í þá sem lofuðu því að sprauturnar væru eina leiðin tilbaka til eðlilegs lífs, þegar það er löngu komið í ljós að þau loforð stóðust engan veginn.

Ef hún hefði kynnt sér hvernig nýsjálenska leiðin raunverulega er, þar sem þegnarnir eru beittir hryllilegu ofbeldi og skerðingum á sjálfsögðum mannréttindum og frelsi, þá myndi henni væntanlega snúast hugur.

Og ef hún hefði lesið sér til gagns um grímur, þá vissi hún að þær gerðu ekkert gagn gegn örsmáum veirum. Að þær séu bara stjórntæki til að viðhalda ótta á sýnilegan máta.

Ferðamálageirinn er sú grein sem færir hvað sem mestan gjaldeyri inn í landið, en aðgerðir undanfarinna tveggja ára hafa sent mörg fyrirtæki í greininni í gjaldþrot, og þúsundir starfsmanna í langvarandi atvinnuleysi.

Hvað með þeirra líðan?

Hvers eiga hinir að gjalda?

„Við verðum að hætta með þetta „Ég vil“ og fara að hugsa: Hvað með hina? Hvað erum við að gera fyrir þau? Mig langar alveg jafn mikið og þig að geta labbað út, knúsað ættingja og farið í búðir og gert allt þetta. Af hverju á ég og fjölskyldan mín ekki rétt á því að fara inn í eins eðlilegt líf og hægt er eins og staðan er?“

Það mætti alveg snúa þessu við og spyrja:

Hvað með þá sem líka langar sem fullkomlega heilbrigðu fólki að geta lifað eðlilegu lífi án þess að þurfa að fara í sýnatökur til að sanna að það sé ekki veikt, og þurfa að nota einhverjar súrefnisheftandi grímur?

Kannski er hún bara sjálf með lausnina

„Lausnin er kannski að halda áfram með sóttvarnahótel fyrir svona vandræðapésa eins og mig, sem geta kannski verið þar í sátt og samlyndi með öðrum vandræðapésum svo að börnin okkar fái að lifa.“

Það er sjálfsagt og mjög skiljanlegt að þeir sem eru veikir og með veiklað ónæmiskerfi þurfi að passa vel upp á sig, enginn getur sett út á það.

En það á ekki endalaust að bitna á þeim sem þurfa þess ekki.

Þessi ágæta kona ætti kannski að kynna sér "Great Barrington Declaration".

En að vilja færa svona íþyngjandi byrðar endlaust líka á fullkomlega heilbrigt fólk er ekki boðlegt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég vil kalla viðhorf eins og hennar eigingirni og heimtufrekju. Nú á ég góðan vin sem er á ónæmisbælandi lyfjum og passar sig auðvitað aðeins meira en aðrir en hann er líka faðir, vinur, samstarfsfélagi og maki og hefur ekki í eina nanósekúndu ætlast til að samfélagið snúist í kringum hans aðstæður. 

Og já, kannski það sé öllum og þar á meðal börnum þessarar konu fyrir bestu að hún búi á sóttvarnarhóteli. Kannski, ef marka má hennar eigin lýsingar á kvíðanum sem er búið að innræta í börn hennar.

Geir Ágústsson, 7.2.2022 kl. 09:20

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Geir,

Eins og ég sagði þarna, þá skil ég að hún sé hrædd, enda er búið að heilaþvo hana með skefjalausum óttaáróðri í heil tvö ár núna.

En þessi krafa hennar er að sjálfsögðu glórulaus og ég finn virkilega til með börnunum hennar sem lifa í þessum skelfilega ótta um að "drepa" mömmu sína.

Það er löngu kominn tími til að létta öllum hömlum hér á landi eins og verið er að gera í löndunum í kringum okkur.

En Þórólfur getur ekki hugsað til þess, veiran er greinilega svo spes hér á landi.....

Kristín Inga Þormar, 7.2.2022 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband