4.3.2023 | 19:49
Á að hætta að segja sannleikann til að hlífa viðkvæmum sálum sem vilja ekki sjá hann?
Þegar ég kveikti á tölvunni í morgun biðu mín áhugaverð skilaboð frá Facebook vini sem við skulum kalla Jón, sem urðu mér tilefni til þessara skrifa.
Hann er einn af "álhöttunum" eins og ég, flottur baráttumaður sem styður okkur hin 100% í okkar sameiginlegu baráttu, og er mjög duglegur sjálfur að setja inn fræðandi efni á Facebook síðu sína.
Hann sagðist hafa sent skeptískum (vel menntuðum) vini sínum bloggið mitt um drottningarviðtölin á RÚV, og sá hefði brugðist illa við og hreinlega fríkað út yfir þessari fullyrðingu minni:
Sannleikurinn um þessi "bóluefni" er að þau skaða og drepa, punktur. Enda var leikurinn til þess gerður. Verið er að fækka mannkyninu núna niður í "ásættanlegan fjölda", samkvæmt aðgerð viti firrtra auðkýfinga sem ætla sér að ná alræði yfir heimsbyggðinni.
Jón segist alveg geta skilið hans afstöðu, um að þessi fullyrðing fæli frá og dragi úr trúverðugleika okkar.
Ég skil vel að fyrir suma geti þetta verið sjokkerandi, en er ekki sammála því að þetta dragi úr trúverðugleika okkar.
Hvernig getur það að segja fólki sannleikann um eitursprauturnar og þessar aðgerðir gegn mannkyninu sem eru í gangi núna gert það?
Og ekki hvað síst um það að íslensk stjórnvöld, landlæknir, núverandi og fyrrverandi sóttvarnalæknar og fleiri séu séu fullir þátttakendur í þessum glæpum gegn okkur.
Fólki væri nær að gera sínar eigin rannsóknir ef það trúir ekki neinu af þessu, í stað þess að kalla okkur jafnvel vitleysinga og geðsjúklinga.
Og koma þá með sannanir fyrir því að þessar "samsæriskenningar" okkar séu bara samsæriskenningar.
Við Jón áttum fínar samræður í framhaldi af þessu, þar sem ég útskýrði afstöðu mína fyrir honum, og að þetta væri staðreynd en ekki fullyrðing, enda hef ég í ótal bloggum sett fram staðreyndir og sannanir máli mínu til stuðnings.
Svo spurði ég hann hvort vinurinn hefði lesið allt bloggið og smellt á hlekkina sem ég setti inn, en hann hélt að þarna hefði hann stoppað og ekki lesið lengra.
Einmitt, eins og mig grunaði svosem.
Ég sagði Jóni að ég væri fjúkandi reið yfir þessum "fréttaflutningi" og drottningarviðtölum á RÚV, sem eru einungis til þess að halda fólki áfram í þessum tilhæfulausa ótta, og að þess vegna hefði ég kannski verið aðeins beinskeyttari en venjulega.
Ég sagði líka við hann að þótt ég breytti þessari setningu þá myndi það ekki skipta neinu máli, því vinurinn vill ekki sjá sannleikann hvort eð er.
Nú hef ég ekki hugmynd um hvort þessi einstaklingur sé sprautaður eða ekki, en þykir það ekki ólíklegt miðað við viðbrögðin.
En ef svo er, er þá ekki tími kominn til þess að hann vakni upp við þá nöturlegu staðreynd að hann hafi verið stórkostlega blekktur eins og meiri hluti þjóðarinnar, og verði alveg brjálaður - og þá út í rétta aðila?
Jón sagði að fólk kaupi einfaldlega ekki rök okkar sem segi sannleikann, afgreiði okkur sem vitleysinga, og að við hefðum næg verkefni til að einbeita okkur að sem færu ekki svona þvert í mannskapinn og gæfi óþarfa höggstað á okkur.
Ég var ekki alveg sammála honum, mitt svar var að staðreyndir eyðileggi engan málstað, en lygar og falsfréttir geri það, og að meðvirkni með sofandi fólki hjálpi engum.
Og ég stend við það, það hjálpar engum að fara kringum hlutina, köllum skóflu bara skóflu.
Ég vil þó taka fram að þetta voru fínar samræður okkar á milli þar sem bara var skipst á skoðunum. Við vorum ekki endilega sammála um allt, en það er bara í góðu lagi.
RÚV í hnotskurn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)