Mér finnst Halla ekki hafa alveg sagt okkur sannleikann um tengsl sín við World Economic Forum (WEF), því ef grannt er skoðað, þá má segja að fyrirtækið sem hún stjórnar, B Team, sé alveg "löðrandi" í WEF.
Þótt hún sjálf hafi að eigin sögn engin persónuleg tengsl við þessa ókjörnu alþjóðastofnun, þá er Richard Branson stofnandi B Team, Young Global Leader (eins og Halla Hrund Logadóttir!) frá WEF síðan 1993, og lunginn af stuðningsaðilum fyrirtækisins er með tengingar við WEF og/eða þessi skelfilegu heimsmarkmið SÞ.
Ég fjallaði ítarlega um þetta í bloggi í gær.
Ekki þykir mér Katrín alveg vera heiðarleg heldur við okkur, og svaraði t.d. ekki almennilega í sjónvarpskappræðum spurningum um stöðu sína sem velferðarsendiherra WHO. Og hvað túlkar hún sem hollustu við þjóðina?
Hér er flott aðsend grein um hvers vegna á ekki að kjósa hana sem forseta Íslands. Og hvað með tengsl hennar við Gallup?
Og það sem meira er, hún hefur ekki viljað koma í viðtöl nema á þessum helstu meginstraumsfjölmiðlum! Er hún hrædd við óþægilegar spurningar?
Arnar Þór Jónsson
Brot úr viðtali við hann 22. maí s.l.
Íslenskir dómstólar víkja stjórnarskrárákvæðum til hliðar og þjóna valdinu og pólitíkin og embættismannakerfið þjóna sjálfum sér en ekki þjóðinni. Arnar Þór Jónsson segir Alþingi Íslendinga illa mannað; nafnlausir þingmenn þrammi á sinni flokkslínu og hugsi um eigin hag en ekki þjóðarinnar.
...
Hann segir framkvæmdavaldið vera of sterkt gagnvart þinginu. Þetta innstreymi erlendra reglna og áhrif erlendra stofnana á þingið eru yfirþyrmandi. Gagnvart þessu stendur þingheimur mjög veikum fótum og staðreyndin er sú að viðnámið sem við eigum að sýna og þetta synjunarvald sem við eigum að eiga, sem okkur er tryggt samkvæmt EES, því hefur aldrei verið beitt.
Takið eftir því sem hann segir um innstreymi erlendra reglna og áhrif erlendra stofnana á þingið!
Hér er glænýtt viðtal við Arnar Þór sem ég mæli með að allir hlusti á.
Klaus Schwab hreykir sér stoltur af því að vera búinn að troða fulltrúum sínum í ríkisstjórnir víða um heim, svo það hefur vakið athygli og áhyggjur margra hversu margir sem hafa sannanlega beinar tengingar við WEF (og heimsmarkmiðin), eru núna í framboði til embættis forseta Íslands.
Svo hvað vill þjóðin, alþjóðavæðingarsinna með vafasamar tengingar við alþjóðlega erlenda ókjörna stofnun, eða forseta sem vill verja þjóðarhag og stjórnarskrá Íslands?
Í mínum huga er valið einfalt, ég treysti Arnari Þór Jónssyni best til að standa vörð um okkar hag, og vil sjá hann sem næsta forseta Íslands.
Og að lokum, tökum ekki allt of mikið mark á skoðanakönnunum, kjósum heldur með hjartanu!
Katrín og Halla Tómasdóttir hnífjafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)