Ánægjulegt að sífellt færri óttist að smitast, en áhyggjur af aukaverkunum virðast teknar við!

Það er gott að sífellt færri óttist að smitast af kórónaveirunni, er heimsfaraldurinn ekki bara löngu yfirstaðinn?

Hér hefur að minnsta kosti enginn látist í 7 mánuði vegna veikinda af hennar völdum og ekki heldur úr gömlu góðu flensunni, enda virðist hún hafa ákveðið að taka sér gott frí í ár. 

Hins vegar er greinilegt að margir hafa áhyggjur af aukaverkununum sem þeir hafa fengið eftir bólusetningarnar.

Það má sjá á mörgum færslum og umræðum í stórum Facebook hópi og þótt vissulega og sem betur fer hafi margir ekki fundið fyrir neinu, eru áhyggjurnar greinilega til staðar.

Nú eru þessi lyf enn í tilraunafasa, veit fólk almennt að það er að taka þátt í lyfjatilraunum sem lýkur ekki fyrr en 2023?

Eða veit það að lyfjarisarnir gulltryggðu sig gegn hugsanlegum skaðabótakröfum vegna aukaverkana og/eða andláta? Þeir eru bara algjörlega teflonhúðaðir!

Það ætti öllum að vera umhugsunarefni hversu margar aukaverkanir (1.217!) þegar er búið að tilkynna um á þessum fjórum og hálfa mánuði síðan bólusetningarnar byrjuðu, þar af 16 andlát.

Ef þetta væri ný bílategund á markaði sem væri sífellt að bila, og/eða hefði orðið völd að slysum og dauðsföllum í umferðinni, væri ekki löngu búið að kippa henni úr umferð?

 

 


mbl.is Sífellt færri óttast smit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband