26.5.2021 | 19:27
Kona dó eftir gasleka á Indlandi 2020, og svo aftur ári seinna, en nú úr veirunni!
Hún var meira að segja í sömu fötunum í bæði skiptin, líka sú sem var að stumra yfir henni þarna.
Og sjáið fyrirsögnina í fréttinni, stór orð um faraldurinn og lík liggjandi á götunum.
Einhver glögg manneskja sá þessar tvær "fréttir" og skeytti þeim saman.
Þessi ágæti maður lá "dáinn" í sjúkrabíl á Indlandi í faraldrinum sem æðir víst um landið núna.
Hann opnaði augun, og lokaði þeim snarlega aftur þegar hann sá að hann var í mynd.
Verst að ég er ekki lengur með hlekk á vídeóið sjálft.
Fréttaflutningur í þessum faraldri hefur verið ákaflega einhliða og fullur af óttaáróðri, sjá má meira um áróður, falsfréttir og krísuleikara hér.
Hvað er raunverulega í gangi á Indlandi?
Getum við treyst öllu sem við sjáum í meginstraumsfjölmiðlunum? Eru allar fréttirnar sem við sjáum frá Indlandi (eða heiminum öllum) í dag endilega sannar?
Ég horfði nýlega á mjög áhugavert viðtal við mann að nafni William Tucker sem hefur helgað sig góðgerðarstörfum og hefur varið löngum tíma á Indlandi undanfarið. Hann hefur allt aðra sögu að segja en fjölmiðlarnir.
"WHATS REALLY GOING ON IN INDIA
As mainstream media proclaims a second huge surge of #Covid19 in India over a year into the pandemic, many are questioning these stories. Charity United president, William Tucker, spent the last year in the slums of Delhi and has the inside story you arent hearing about the devastating effects the initial lockdowns had on tens of millions in India and insight into hat is really happening there right now."
Þetta er mjög áhugavert viðtal, og hér er hlekkur á vídeóið.
Okkur er öllum er hollt að skoða mál frá fleiri hliðum en bara þeim sem birtast í fjölmiðlunum.
Athugasemdir
Það heyrist ekki hér á Íslandi, en í Noregi hefur Heilbrigðisráðherrann AFÞAKKAÐ bólusetningu, það hafa einnig gert tveir flokksformenn og varaformaður eins flokks. Þó svo að frekar stutt sé á milli Noregs og Íslands, virðast fjölmiðlar á Íslandi ekki hafa neinn áhuga á þessu máli en það er MIKILL áhugi á þessu máli í Noregi og þetta var fyrsta frétt í Norska sjónvarpinu. Er einhver þöggun í gangi hér varðandi bólusetningarnar???
Jóhann Elíasson, 27.5.2021 kl. 10:00
Ójá, þöggunin er skelfileg hér á landi varðandi "hugsanlega" neikvæðar afleiðingar af þessum svokölluðu bólusetningum. Ég er t.d. ekki búin að sjá í innlendum fjölmiðlum þessa frétt sem þú nefnir.
Allt er gert til að fegra þær með fréttum um gleði og fjör í Höllinni, og skipanir um mætingu sendar í gríð og erg til fólks, jafnvel þótt það sé búið að láta taka sig af bólusetningarlistanum.
Ég fékk t.d. "spennandi" SMS í gær um mætingu í Pfizer, það kom reyndar tveim mínútum eftir að ég átti að vera mætt, og sagt var að ekki væri hægt að lofa skammti, því þau væru að deila aukaskömmtum.
Ég lét taka mig af listanum fyrir mánuði síðan svo ég var allt annað en ánægð með skipunina í gær. Það virðist eiga að sprauta þessum efnum í okkur hverju sem tautar og raular!
Kristín Inga Þormar, 27.5.2021 kl. 10:49
Því miður þá er fréttaflutningur sem þú lýsir hér ekkert nýtt, en þetta hefur gengið svona lengi, og fólk trúir bara því sem að þeim er rétt. Skotárásir í skólum vestur í Bandaríkjunum, sprenging í maraþonhlaupi í Boston o.fl. koma sömu leikararnir ítrekað fram og lýsa hræðilegum atburði þar sem þeir misstu börn sín eða vissu af skólasystkinum barna sinna sem höfðu látist o.s.fr.
Sama er að segja um "Palestínu" þar sem menn eru í ofboði fluttir með sjúkrabíl og koma svo gangandi glaðhlakkalegir eftir góðan leik.
Fólk gleypir því miður við öllu sem að þeim er rétt og segja svo: "Ég treysti vísindamönnunum og/eða fréttamönnunum" sem gera bara það sem þeim er sagt.
Tómas Ibsen Halldórsson, 27.5.2021 kl. 11:16
Já blessaður vertu, ég er búin að sjá margar afhjúpanir á svona falsfréttum með "grátandi" krísuleikurum!
Ef maður hefur lært eitthvað í þessum meinta heimsfaraldri, þá er það að maður á aldrei að trúa fréttum eða "nýjum vísindum" í blindni.
Kristín Inga Þormar, 27.5.2021 kl. 12:39
Eflaust ekki eina líkið sem hefur dáið úr kóvít.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.5.2021 kl. 20:37
Nei alls ekki, mörg "lík" hafa það að atvinnu að deyja og/eða vera þátttakandur í sviðsettum atburðum til að vekja ótta fólks.
Einn "leikari" lék nokkur hlutverk til að sýna hversu hræðilegur þessi faraldur væri, grátandi aðstandanda dauðveiks Covid sjúklings, lækni að stumra yfir einhverjum í andarslitrunum, og líka sem fárveikan Covid sjúkling!
Margir hafa verið "bólusettir" með nálum sem ganga inn í sprautuna eins og gert er í bíómyndum, aðrir fengið snertilausar "bólusetningar", og svona mætti lengi telja.
Listinn yfir falsaðar fréttir í þessum "heimsfaraldri" er endalaus.....
Kristín Inga Þormar, 28.5.2021 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.