12.6.2021 | 19:22
Covid snérist aldrei um neina veiru, heldur bóluefnin segir sérfræðingur í hjartalækningum og prófessor í læknisfræði!
Dr. Peter McCullough heldur fram að allur þessi heimsfaraldur hafi frá upphafi snúist um bóluefnin, þar sem hagsmunaaðilar séu að hagnast gríðarlega á þessum vanprófuðu bóluefnum sínum. "Þeir vilja nál í hvern handlegg" segir hann.
Undir venjulegum kringumstæðum myndu 50 dauðsföll sem tilkynnt væru til VAERS leiða til þess að lyf yrðu tekin strax af markaði. Þegar um Covid bóluefnin er að ræða hefur þegar verið tilkynnt um þúsundir dauðsfalla og samt er haldið áfram að þrýsta á fjöldabólusetningar. Hvers vegna er ekki löngu búið að stoppa þær?
Horfið á frábært viðtal við hann hér!
Við sjáum nú hamaganginn hér á landi í að moka fólki í þúsundavís í Höllina, það mætti halda að yfirvöld hérna væru undir einhverri tímapressu! Það skyldi þó ekki vera? Og skipta þessar 1.572 þegar tilkynntu aukaverkanir engu máli?
Hvers vegna hefur verið svona linnulaus áhersla á fjöldabólusetningar sem einu leiðina tilbaka til eðlilegs lífs? Það hlýtur hver maður að sjá að það er engin glóra í þessu!
Skv. Covid.is eru samtals af mannfjöldanum 16 ára og eldri 29,2% hálfbólusettir, 43,6% fullbólusettir, og 2,2% hafa fengið Covid og/eða mótefni til staðar.
Þetta eru alveg skelfilegar tölur! Sóttvarnarlæknir okkar varar okkur við of mikilli bjartsýni því hjarðónæmi sé ekki náð, sérstaklega meðal yngri einstaklinganna (sem eru ekki í NEINNI hættu!).
Og hvers vegna er WHO alltaf að breyta skilgreiningunni á hjarðónæmi?
Nú er stefnt að því að bólusetja 12-16 ára börn með undirliggjandi sjúkdóma, en það bara má aldrei leyfa því að gerast!
Ég veit um marga hér á landi sem hafa fengið miklar aukaverkanir, ég hef það frá vinum og kunningjum, og eins hef ég séð það í spjallgrúppum á Facebook.
Einn vinur minn sagði mér þetta um þrítugan samstarfsfélaga sinn:
"Vinnufélagi minn er ekki samur eftir sprautu. Hefur alltaf verið sterkur og duglegur til vinnu. Hefur lítið mætt eftir sprautu. Situr bara og er mjög daufur. Hann hefur reynt að gera einhvað í vinnunni en fer bara heim og segist ekki geta þetta".
Skyldi þessum unga manni eiga eftir batna, og ef ekki, hvernig mun líf hans verða það sem eftir er?
Athugasemdir
Það er með öllu ófært að það sé verið að sprauta unga fólkið, sem á í nær engri hættu á að veikjast ílla eða látast úr veikinni. Það eru meiri líkur á að þau látist úr öðru. Dauðsföllum fækkaði í Bandaríkjunum á síðasta ári hjá fólki undir 25 ára. Það er ekkert vitað um hvernig ungu fólki reiðir af eftir þessa lyfjagjöf, en þegar hefur komið í ljós að ungt fólk hefur farið verr út ur sprautunni en út úr veikinni og því þarf að stoppa.
Það er dáldið merkilegt að prófessor í læknisfræði Dr.Peter McCullugh sagði í ræðu sinni um meðhöndlun á Covid að það væri þegar um 80% hjarðónæmismyndun í samfélaginu. https://ingaghall.blog.is/blog/ingaghall/entry/2265551/
Inga G Halldórsdóttir, 12.6.2021 kl. 19:52
Já hugsaðu þér, það er reynt að telja okkur trú um að ekki sé hægt að ná góðu hjarðónæmi nema með þessum tilraunabólusetningum!
Og það er skelfilegt til þess að hugsa að nú eigi að sprauta þessum efnum í börnin líka.
Kristín Inga Þormar, 12.6.2021 kl. 20:12
Alvarleg veikindatilfelli í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 eru nú 106 talsins og þar af dauðsföll 23, skv. upplýsingum Lyfjastofnunar (12.06.21).
Um 215 þúsund einstaklingar hafa nú fengið a.m.k. eina sprautu skv. covid.is.
Ef gert er ráð fyrir að bóluefnin séu orsakavaldurinn í öllum tilfellunum þá lítur tölfræðin svona út:
Líkurnar á því að veikjast alvarlega eða deyja eru 106 : 215.000 = 1 : 2028.
Líkurnar á því að láta lífið komið í 23 : 215.000 = 1 : 9348.
Alvarleg veikindatilfelli vegna Covid-19 munu vera 55 talsins, þar af dauðsföll 30, skv. covid.is.
Heildartala Íslendinga mun vera um 370.000.
Ef gert er ráð fyrir að Covid-19 sé orsakavaldurinn í öllum tilfellunum þá lítur tölfræðin svona út:
líkurnar fyrir hvert mannsbarn á Íslandi að hafa átt á hættu að veikjast alvarlega af Covid-19 og jafnvel deyja eru þar með 55 : 370000 = 1 : 6727.
Líkurnar á að láta lífið 30 : 370000 = 1 : 12333.
Líkurnar á að veikjast alvarlega í kjölfar bólusetningar eru sem sé næstum 3,3 sinnum meiri en að veikjast alvarlega af Covid-19. Jú, 6727 / 2028 = 3,3.
Likurnar á því að deyja í kjölfar bólusetningar eru tæplega 1,3 sinnum meiri heldur en að deyja af völdum Covid-19. Jú, 12333 / 9348 = 1,3.
Það sem meira er þá hefur ekkert barn dáið úr Covid-19 og ekkert veikst alvarleg sem ekki var með undirliggjandi sjúkdóm. Samt er verið að skipuleggja að bólusetja þau! Slíka óhæfu ber að stöðva.
Í þessum útreikningum er ekki tekið tillit til þess að elsti hópurinn og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, koma langverst út. Það breytir hins vegar líkast til engu í samanburðinum í lokin.
Daníel Sigurðsson, 12.6.2021 kl. 21:08
Sæll Daníel,
Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar, þetta er flott viðbót við það sem ég er að blogga um alla daga.
Við getum verið nokkuð viss um að andlátin séu töluvert fleiri er tilkynnt er um, og ég veit um nokkur skyndileg andlát sem urðu stuttu eftir sprauturnar, jafnvel á fólki á besta aldri sem flestir ættingjar líta á sem harmleik, sem þetta vissulega er.
Varstu búinn að sjá þessa frábæru grein eftir Jóhannes Loftsson verkfræðing, Helga Örn Viggósson forritara og Guðmund Karl Snæbjörnsson lækni, þar sem þeir spyrja hvort við séum á réttri leið í þessum Covid málum?
Hún er afskaplega vel gerð og fróðleg, og byggð á tryggum heimildum.
Kristín Inga Þormar, 12.6.2021 kl. 21:42
Jú, þakka þér fyrir, ég var búinn að sjá þessa mögnuðu grein, þar sem þeir m.a. gera því skóna að mögulega fleiri séu látnir hér á landi vegna þessara bóluefna en vegna Covid. Það hlaðast upp vísbendingarnar ef ekki sönnunargögnin að lækningin kalli á fleiri dauðsföll en sjúkdómurinn.
Daníel Sigurðsson, 12.6.2021 kl. 22:34
Já það er alveg klárt í mínum huga að fleiri eru látnir hér á landi en okkur er sagt frá, og örugglega fleiri en úr Covid.
Þöggunin í kringum aukaverkanir og andlát eftir sprauturnar er alveg þrúgandi hér á landi, og það hefur verið mjög erfitt að fá upplýsingar frá Lyfjastofnun þótt ítrekað hafi verið leitað eftir þeim.
Það er löngu orðið ljóst að "lækningin" er orðin miklu verri en sjúkdómurinn.
Kristín Inga Þormar, 13.6.2021 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.