2.10.2021 | 17:56
Hvaða rugl er þetta, er gamla fólkið ekki löngu komið með vernd?
... og starfsfólkið líka, flestir eða allir tví- eða þrísprautaðir?
Þetta segir í nýrri frétt á RÚV:
"Íbúar á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri eru komnir ýmist í sóttkví eða smitgát, vegna starfsmanns á heimilinu sem greindist smitaður af COVID-19 í gær. Að auki þurfa nokkrir starfsmenn að fara í sóttkví vegna smitsins. Um er að ræða heimilin Víði- og Furuhlíð. Lokað verður fyrir allar heimsóknir á þau heimili til og með 4. október, en þá er gert ráð fyrir niðurstöðum úr sýnatökum þeirra sem urðu útsettir fyrir smiti.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef hjúkrunarheimilisins. Viðbragðsáætlun var virkjuð í gærkvöld og segja stjórnendur að fyrirmælum rakningarteymis sé fylgt í hvívetna."
Og meira að segja búið að virkja viðbragðsáætlun! Sóttkví, smitgát, smitrakning, og heimsóknir bannaðar. Varúð það er mikil hætta á ferðum, pestin lævísa laumaði sér inn á elliheimili fyrir norðan hjá líklega mest sprautaða fólkinu á landinu, blessuðu gamla fólkinu.
Þetta er nákvæmlega eins frétt og maður sá í fjölmiðlunum fyrir ári síðan, áður en "bólusetningarhátíðin" byrjaði!
Hver var eiginlega tilgangurinn með þessari stærstu lyfjatilraun sem gerð hefur verið hér á landi og í heiminum öllum?
Það er löngu komið í ljós í Ísrael að þessi tilraun mistókst herfilega, og hér má sjá vitnisburði tuga skaðaðra Ísraela eftir sprauturnar.
Its a disaster, an international disaster. Were lab rats. Thats the truth.
Nú er nóg komið!
Er ekki bara komið nóg af þessari veiruhræðslu, eða eigum við að þurfa að þola þetta út í það óendanlega? Einhver "greinist jákvæður" með fölsku 40 snúninga prófi og öllu er skellt í lás.
Ég og margir aðrir erum löngu komin með upp í kok af þessu öllu. Og eyðilögð yfir skaðanum sem milljónir manns, allt niður í kornabörn og ófædd börn hafa orðið fyrir um allan heim út af þessu eitursulli.
Maður er enn að sjá fólk með grímur og jafnvel hanska í búðum, fylgist það ekkert með því sem er að gerast í heiminum í kringum okkur?
Hvað haldiði, ætli Svandís sem skrifaði undir þessa leynilegu bóluefnasamninga haldi stólnum sínum?
Svo legg ég til að Þórólfur fari að láta sig hverfa, hann er búinn að valda nógu miklum skaða hérna!
Athugasemdir
þríbólusettir í sóttkví út af tví bólusettum starfsmanni! Bara hlægilegt.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 2.10.2021 kl. 18:29
Já! Hverju má svo eiga von á, að fjórbólusettir þurfi að fara í sóttkví út af þríbólusettum? Og svo framvegis.....
Það hlýtur að vera miðað við alla "örvunar"skammtana sem þarf víst að gefa í framtíðinni!
Kristín Inga Þormar, 2.10.2021 kl. 18:47
Þegar menn eru farnir að tala um þrí-bólusetningar, þá er augljóst að þetta er svikamilla til að skara peningum til lyfjafyrirtækja.
Svo er ljóst mál að bóluefnið er jafn effectíft og vatn.
Manstu hvað Íslenska ríkið keypti narga sakmmta? 1.400.000. Þar er nægt eftir til að múta rétta fólkinu. Allir hinir fylgja svo hugsunarlaust með.
Geri bara ráð fyrir að svona bull færist í aukana með nýrri stjórn.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.10.2021 kl. 19:51
Sæll Ásgrímur,
Að sjálfsögðu er þetta ekkert annað en svikamylla, það blasir við öllum sem neita ekki að horfast í augu við það.
Mætti ég frekar biðja um skot af Gvendarbrunnavatni í upphandlegginn heldur en þennan óþverra!
Það er löngu ljóst að það stendur ekkert til að hætta að sprauta fólk, einhvern veginn verður að koma öllum þessum skömmtum út.
Ef sama fólkið verður áfram við völd, þá er nokkuð víst að hlutirnir eigi að minnsta kosti ekkert eftir að skána.
Ætla Íslendingar virkilega ekkert að fara að vakna eins og fólk í löndunum í kringum okkur sem er löngu farið að mótmæla þessum stærstu glæpum sem framdir hafa verið gagnvart mannkyninu?
Kristín Inga Þormar, 2.10.2021 kl. 20:19
Byrjað er að gefa lyfjagjöf til 12. ára og eldri og núna erum við að sjá smit meðal 12. ára og eldri ... Þarf ég að segja eitthvað meira??
Þröstur R., 2.10.2021 kl. 20:39
Sæll Þröstur,
Nei í rauninni ekki, og svo á líklega að fara að sprauta enn yngri börn!
Kristín Inga Þormar, 2.10.2021 kl. 21:01
Ég mæli ekki með Gvendarbrunnavatni till innsprautunar, það þarf að vera saltlausn með 0,9% styrk eins og er í líkamanum. Einnig er nauðsynlegt að vatnið sé eimað og sótthreinsað. Annars er voðinn vís.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2021 kl. 21:44
Sæll Guðmundur,
Já ég veit það alveg, tók bara svona til orða í svari mínu, en ég myndi samt frekar vilja það en einhverja af þessum eitursprautum, væri þá allavegana með innihaldið á hreinu!
Ekki það, fæ mér aldrei flensusprautur og fæ aldrei flensur svo það hefur aldrei hvarflað að mér að að fá mér þessi svokölluðu bóluefni.
Ekki einu sinni áður en ég vissi um þessa hroðalegu skaðsemi þeirra.
Kristín Inga Þormar, 2.10.2021 kl. 22:01
Talandi um flensur:
Samkvæmt því sem ég hef lesið þá er flensusprautur byggðar á algengasta flensu vírusar stofni síðast ár. Hann er sem sagt einagraður og búið til bóluefni - samkvæmt bóluefna skilgreiningu þá er væklæaður vírus tekin ásamt helling af aukaefnum og einstaklingar bólusettir. Líkurnar á að sami vírus herjar á mannfólkið ári seinna er um 35-40%. Líklega er þetta miklu minni líkur en lyfjafyrirtækin þurfa jú að fá peninga í kassann.
Þröstur R., 2.10.2021 kl. 22:43
Sæll Þröstur,
Já ég hef lesið um þetta líka, og hugsaðu þér hvað lyfjafyrirtækin græða núna á lyfjum til þeirra sem hafa skaðast af þessum svokölluðu "bóluefnum" þeirra.
Algjört win-win fyrir þessi glæpafyrirtæki sem hafa þurft í gegnum tíðina að greiða milljarða dollara fyrir markaðs- og lyfjasvik.
Og Þórólfur, Kári, Ingileif, Ragna og fleiri láta eins og þau hafi ekki hugmynd um þetta, og hvetja alla í þessar eitursprautur.
Ég get ekki með nokkru móti skilið það að fagfólk sem margt hvert hefur svarið eið um að "fyrst, ekki skaða" sé að blekkja þjóðina sína svona.
Ætli það hafi einhverra fjárhagslegra hagsmuna að gæta? Nóg hefur maður séð um það erlendis frá!
Kristín Inga Þormar, 2.10.2021 kl. 23:04
Algjört win win dæmi engin spurning. Að fólk trúi því til hlýtar að lyfjafyrirtækin séu virkilega að hugsa um heilsu fólks er mér hulin ráðgáta. Hlutaeigendur hugsa einungis um hag sinna hlutabréfa. Vert er að benda venjulegu fólki að skoða Vanguard og Black Rock þegar kemur að skoða þá stærstu einstaka hlutahafa í öllum þessum lyfjafyrirtækjum. U must be special kind of stupid að sjá ekki í gegnum þetta nú þegar.
Þröstur R., 3.10.2021 kl. 00:29
Sæll Þröstur,
Algjörlega sammála þér, ég botna heldur ekkert í þessu. Eru Íslendingar að verða heimskari og heimskari eins og Kári heldur fram?
Kristín Inga Þormar, 3.10.2021 kl. 08:33
Sael Kristín.
Hér er smá frétt í Hollandi í dag..
More than 10,000 people have reported irregularities in their menstrual cycle after the coronavirus vaccination, according to an expert centre. The Netherlands Pharmacovigilance Centre Lareb, which studies adverse drug reactions, is investigating whether the reports are indeed connected with the workings of different jabs. Some women have reported missed periods, more heavy periods and bleeding in between periods, the centre says. There have also been reports of women who have gone through the menopause starting to bleed again
Read more at DutchNews.nl:
Algjor tilviljun og ekki sprautum ad kenna.
Thad tharf ad setja thetta fólk í grjótid sem er ad hvetja fólk
í thessar sprautur. Ekkert annad en glaepamenn.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 3.10.2021 kl. 10:19
Sæll Sigurður,
Á þriðja þúsund konur sem hafa fengið svona aukaverkanir, allt niður í 12-15 ára stúlkur eru í Facebook hóp hér á landi, og búið er að tilkynna um 8 fósturskaða minnir mig.
En að sjálfsögðu er ekkert sem bendir til tenginga við eitursprauturnar, allt tómar tilviljanir bara!
Já ég er sammála þér, þetta fólk sem er búið að narra nánast alla þjóðina í þessar sprautur er ekkert annað en glæpamenn sem hafa mörg líf á samviskunni, og vonandi fær það viðeigandi dóma fyrir þessi illverk sín.
Kristín Inga Þormar, 3.10.2021 kl. 11:47
Já, þetta með smitin er farið að minna á Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn o.s.frv.
Hlægilegt!
Einbólusettur smitar Tvibólusettan og Tvíbólusettur smitar Þríbólusettan og Þríbólusettur smitar Fjórbólusettan. En hvað skeður svo?
Jú, Sprautólfur taldi að sá Fjórbólusetti myndi smita Óbólusettan en þar skjátlaðist honum því sá Óbólusetti hafði myndað varanlegt náttúrulegt ónæmi gegn Covid og þar með Sóttólfi líka.
Daníel Sigurðsson, 3.10.2021 kl. 12:14
Sæll Daníel,
Já þetta verður bara farsakenndara með hverjum deginum, og ótrúlegt að fólk virðist almennt ekkert vera farið að kveikja á perunni.
Kristín Inga Þormar, 3.10.2021 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.