12 ástæður til þess að þegja bara.

Stundum geta kómedía og háð sýnt hlutina í réttu ljósi ef það er vel gert. Einn almesti snillingurinn til þess í heiminum í dag er hann JP.

Hann hefur einstakt lag á því taka fyrir líðandi stund og sýna okkur sturlunina í því sem er í gangi, með því að snúa öllu á hvolf.

Í þessu vídeói útskýrir hann fyrir okkur hvernig best og öruggast sé bara að fylgjast með því sem er að gerast í heiminum í dag og bara steinþegja, vegna þess að:

  1. Þú gætir tapað vinsældum
  2. Að þegja krefst hugrekkis
  3. Þú gætir misst eitthvað
  4. Tapað málfrelsinu
  5. Þetta er allt gert þér til verndar
  6. Yfirvöld vilja ekki að þú tjáir þig
  7. Gætir aflað þér góðs "social credit score"
  8. Það er miklu betra að trúa meginstraumsfjölmiðlunum
  9. Annars gætirðu misst einhver lífsþægindi
  10. Þá gæti einhver haldið að þú aðhyllist aðskilnaðarstefnunni
  11. Það gæti komið niður á börnum þínum og barnabörnum
  12. Einhver annar mun bara gera það fyrir þig

Hlustið líka á það sem hann segir í lokin þegar gríninu sleppir, um þá sem eru að svipta okkur öllum mannréttindum núna, og að þora að segja eitthvað geti verið skelfilega óþægilegt.

En núna sé tíminn kominn fyrir ljónin að vakna, frábær lokaorð hjá honum!

Hvers vegna gera eigi björgunarvestanotkun að skyldu!

Ég get ekki sleppt því að láta þetta vídeó fylgja með, og við ættum öll að fatta hvað hann er raunverulega að tæta í sundur hér af sinni alkunnu snilld.

Ég ætla sko að panta mér björgunarvesti á Amazon núna!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur R.

JP algjör snillingur.. 

Þröstur R., 14.10.2021 kl. 21:51

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Þröstur,

Já hvort hann er, ég dýrka hann alveg.

Kristín Inga Þormar, 14.10.2021 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband