1.2.2022 | 23:53
Og hvað með það, hvers vegna er það fréttnæmt að barn verði lasið?
Börnin mín urðu öll reglulega lasin, sérstaklega eftir að þau byrjuðu í leikskóla og komust í kast við veirur og bakteríur sem gerðu ekkert annað en að byggja upp ónæmiskerfi þeirra.
Enda komust þau öll vel í gegnum æskuna með tilheyrandi umgangspestum og kvefi, án þess að það rataði í fréttirnar.
Við verðum að gera okkur grein fyrir að við erum öll stútfull af veirum og bakteríum og án þeirra getum við ekki lifað.
Ég hef engar áhyggjur af því að sonur Katrínar muni ekki jafna sig fljótt, enda hefur ekkert barn dáið úr þessum vírusi hér á landi.
Ekkert frekar en heilbrigt fólk með enga undirliggjandi sjúkdóma. Samt þykir "nauðsynlegt" að sprauta börn núna með einhverjum dularfullum efnum sem okkur kemur víst ekkert við hvað innihalda.
Þessari skipulögðu veiruhræðslu i boði þríeykisins og stjórnvalda með tveggja ára hræðsluáróðri verður að linna núna.
Það er löngu kominn tími til að þjóðin átti sig á að aðgerðirnar undanfarin tvö ár hafa aldrei snúist um að að vernda heilbrigðiskerfið og ömmu gömlu sem er (núna væntanlega þrísprautuð) að byrja sitt þriðja ár einangruð frá ástvinum sínum.
Og það er líka löngu kominn tími til að fólk átti sig á því að fólk ársins 2021, þau Þórólfur og Ragnheiður er að vinna fyrir lyfjarisana sem eru að moka inn stjarnfræðilegum upphæðum núna, ekki þjóð sína.
Það er enn verið að draga ykkur á asnaeyrunum og þið látið ykkur það vel líka.
Einangranir, sóttkvíar, "jákvæðar greiningar" á einkennalausu fólki - og hvað þá grímunotkun eru bara eitt stórt leikrit til að halda ykkur við efnið og trúa því að einhver ægilegur drápsfaraldur sé í gangi.
En þið heilaþvegnu og sofandi flónin neitið að opna augun.
Það mun verða ykkar sök sem trúið og treystið athugasemdalaust öllu sem ykkur er sagt, að við munum verða endanlega svipt sjálfsögðum mannréttindum og frelsi sem smátt og smátt er búið að plokka af okkur í tvö ár.
Ekki þeirra sem eru búin að vara ykkur við allan tímann.
Uppfærsla 2. febrúar, frábær grein sem birtist í Mbl. í dag.
Smit á heimili Katrínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að þetta skuli vera frétt sýnir vel innihald íslenskra fjölmiðla. Að klikka á svona frétt er glæpur nema til að benda á vitleysuna eins og þú gerir. Miðað við tíð smit á hjúkrunarheimilum undanfarnar vikur og lítið um alvarleg veikindi þá eru forsendur sóttvarna foknar út í buskann.
Rúnar Már Bragason, 2.2.2022 kl. 10:35
Sæll Rúnar,
Já einmitt, dag eftir dag eru birtar nýjustu "smittölurnar", og smit hér og þar í samfélaginu, og svo er það forsíðufrétt að manneskja á hjúkrunarheimili, sem er væntanlega þar vegna aldurs eða veikinda, deyi.
Eða manneskjur á ní- eða tíræðisaldri deyi á sjúkrahúsi, eins og það hafi aldrei gerst áður.
Hver er tilgangurinn með þessum endalausa "fréttaflutningi"? Einungis til að halda fólki á tánum og minna það á að við séum enn að glíma við "faraldur".
Nú er upplýsingafundi almannavarna nýlokið og til skoðunar víst að aflétta meira og hraðar. Í fljótu bragði sýnast mér niðurstöðurnar helst eiga að vera varðandi einföldun á einangrun og sóttkví.
Hvenær ætli bölvuðu grímuskyldunni verði aflétt? Hafi maður lesið sér eitthvað til ætti maður að vita að þær gera ekkert gagn gegn örsmárri veiru, en eru bara sýnilegt tákn um einhverja "ógn" og undirgefni við yfirvaldið.
Mín vegna má veiruhrædda fólkið nota grímur það sem eftir er ævinnar, ég vil fá að geta andað að mér súrefni, ekki úrganginum sem lungun mín þurfa að losa sig við.
Kristín Inga Þormar, 2.2.2022 kl. 12:09
Grímuskyldan er alveg sér kapitúli í þessu öllu. Þótt Norðmenn ætli að létta þá eru þeir pikkfastir í grímnum í bili. Þórólfur getur ekki sleppt henni enda farið að mynda hann með eina slíka.
Fjármálastjóri Ryanair imprar að því að grímuskylda í flugi verði áfram eftir afléttingar. Eina sem mér datt í hug er maðurinn að setja fyrirtækið á hausinn.
Loks sendi John Hopkins háskóli frá sér rannsókn sem gaf lokunum, grímum og öllu þessu algera falleinkun. Niðurstaðan var að það ætti að forðast að fara aftur þessa leið sem var farin. Vona heitt og innilega að þetta verði til þess að einhver vakning verði.
Rúnar Már Bragason, 2.2.2022 kl. 17:07
Sæll aftur Rúnar,
Ætla Norðmenn í alvöru að viðhalda grímuskyldunni? Þvílík della, en einhvern veginn verður að minna okkur stöðugt - og sýnilega, á að það sé einver ógnandi "vá" í kringum okkur.
Jæja, þá flýgur maður aldrei með Ryanair aftur!
Það er sannarlega ánægjulegt ef John Hopkins háskóli hafi sent frá sér svona rannsókn, það þyrfti að dreifa henni sem víðast. Áttu hlekk á hana?
Kristín Inga Þormar, 2.2.2022 kl. 17:53
Hér er einn linkur á frétt um þetta
https://www.wndnewscenter.org/massive-johns-hopkins-study-lockdowns-masks-closures-did-not-reduce-death/
Rúnar Már Bragason, 2.2.2022 kl. 18:41
Sæll aftur, kærar þakkir fyrir þetta.
Kristín Inga Þormar, 2.2.2022 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.