Nú virðast spár margra því miður vera að rætast.

Sláandi frétt birtist í fjölmiðlunum í dag um að óvenjumikið hafi verið um andlát fyrstu þrjá mánuði ársins, eða 50 á mánuði umfram það sem "eðlilegt" er, og að ekki hafi jafn margir látist á einum ársfjórðungi frá því Hagstofan byrjaði að birta tölur um andlát árið 2010.

Þórólfur

Embættið fylgist vel með dánartölum. Við samanburð á tölum frá árinu 2012 til 2019 annars vegar og hinsvegar við tölur árin 2020 til 2022 hafi komið í ljós að andlátum fjölgaði í marsmánuði í ár meðal fólks hjá einstaklingum 70 ára og eldri en ekki í febrúar.

Í þessari ómíkron bylgju sem við höfum séð núna á þessu ári og sérstaklega í febrúar og mars. Þá eins og við höfum áður verið að benda á virðist covid hafa verið meðvirkandi þáttur í andláti hjá mjög mörgum eldri borgurum og fólki sem er með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Þórólfur. 

RÚV

Þessi útskýring hans að faraldurinn gæti haft áhrif á fjölda andláta heldur ekki vatni. Hvar er verndin í öllum sprautunum sem hann og fleiri blekktu stærstan hluta þjóðarinnar í, og suma jafnvel þrisvar eða fjórum sinnum?

Gleymum aldrei orðum hans sjálfs

„Og það eru bara tveir kostir í boði, annaðhvort að fá Covid eða að fá bólusetningu,“ bætir hann við." 

Því miður er það að rætast sem margir óttuðust að myndi gerast. Sumt fólk sem hefur fengið þessar sprautur er ekki aðeins að deyja, heldur er líka mikill fjöldi fólks sem þjáist illa af aukaverkunum, sem sumar eru óafturkræfar.

Ég búin að heyra og sjá frásagnir fjölda Íslendinga - allt niður í börn sem eru sködduð, fyrir utan allt fólkið sem hefur orðið bráðkvatt, eða komið með sjúkdóma eða krabbamein sem hafa blossað upp (aftur).

Ég veit líka um fjöldann allan af fólki sem hefur veikst af "drápsveirunni ógurlegu", þrátt fyrir allar sprauturnar, og sumir illa.

Ég veit líka um fólk sem hefur ekki veikst, þrátt fyrir að hafa ekki látið sprauta sig og aldrei notað grímur.

Upptaka með forstjóra AstraZeneca frá desember 2020 sem lak út

Hér má meðal annars heyra hann segja að ekki megi bólusetja milljónir manns sem hafa ónæmissjúkdóma eins og rauða úlfa, MS eða aðra ónæmissjúkdóma, fólk verði að fá vernd annars staðar frá, eins og með "monoclonal antibody treatment", sem ég kann ekki að útskýra nánar.

Samt voru þessar meðferðir sem höfðu fengið viðurkenningu og samþykki hjá hinu bandaríska FDA bannaðar, í þágu nýju "bóluefnanna".

Rétt eins og Nóbelsverðlaunalyfið Ivermectin sem búið er að gefa í milljarðaskömmtum í áratugi.

Það var víst ekki nógu vel rannsakað....

Gleymum heldur aldrei orðum Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur

„Öll bóluefnin eru góð,“ segir Ragnheiður. „Við erum að tala um aukaverkanir sem eru svo örlitlar að það er örugglega meiri hætta af því að bara fara út í búð,“ bætir hún við.

Ég er ekki viss um að þessir 6.160 einstaklingar séu sammála henni.

Fólk sem er örugglega ekki heldur sammála Þórólfi og Ragnheiði

Fólk ársins 2021

0425

Þau voru kosin fólk ársins 2021, fólkið sem hefur verið andlit bólusetningarherferðarinnar útávið. Þau hafa aldrei talað um aukaverkanirnar né þá sem létust strax í kjölfar sprautanna, en þeir eru vel á fjórða tug núna skv. síðustu tölum.

Þau, Kári og fleiri hafa aldrei gert annað en að dásama þessi "bóluefni", sem eru ekki bóluefni eins og við höfum þekkt hingað til, og hafa valdið skelfilegum skaða og dauðsföllum hér á landi og á heimsvísu.

Það er löngu kominn tími til að þjóðin fari að horfast í augu við það hún hefur verið stórkostlega blekkt í yfir tvö ár núna.

Stóra spurningin er hins vegar hvort það sé ekki orðið of seint - fyrir marga?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Getur verið að þessi "óþekkta" lifrarbólga í börnum sé ein af aukaverkununum vegna "bólusetninganna"???????????  Um þetta þyrfti að fræða fólk.......

Jóhann Elíasson, 25.4.2022 kl. 23:27

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Jóhann,

Það var einmitt frétt um það í Mogganum um daginn: https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/24/sjaldgaef_lifrarbolga_i_bornum_veldur_ahyggjum/.

Ég hef líka séð nokkrar erlendar greinar um þetta, eins og þessa:
https://healthimpactnews.com/2022/w-h-o-issues-global-alert-about-new-form-of-severe-hepatitis-affecting-children-pfizer-study-suggests-covid-vaccine-to-blame/.

Erum við ekki bara rétt að byrja að sjá afleiðingarnar af þessum eitursprautum, sem að sjálfsögðu er aldrei kennt um neitt?

Kristín Inga Þormar, 26.4.2022 kl. 07:59

3 Smámynd: Loncexter

Eg held að helförin eigi eftir að blikna í samanburði við sprautuglæpin sem hefur herjað á heimsbyggðina. En hvort að ,,sprautuglæpurinn" rati í sögubækurnar með eins miklu kryddi og helförin er önnur saga.

Loncexter, 26.4.2022 kl. 18:39

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Satt að segja er þetta meira og róttækara en ég bjóst við.
Þó ég hafi búist við einhverju svons - ég meina, sjáðu bara línuritið hérna: https://hagstofa.is/utgafur/tilraunatolfraedi/danir-tt/ 22-43 vika.  Lítur út eins og fjall, ekki satt?

Þetta er eftir sprautur 1 & 2.  Þetta munu vera ~70 auka dauðsföll, í heildina.  Yfir árið.  Öll þarna, á sama tímabili.
Hélt það kæmi annað svona, svipað stórt.

En nei...

Þeir breyttu skalanum seinast, úr 1 fyrir 1 í hlutfall af 100K, til að fegra þetta.  Það mun ekki hjálpa þeim núna.

Taktu eftir að grafið er enn á uppleið.  Hápúnturinn verður í *næsta mánuði.*  Samkvæmt minni spá.

https://i0.wp.com/frettin.is/wp-content/uploads/2022/04/hagstofatolur.jpg?w=833&ssl=1

Upp, upp, upp...

Það var önnur spá, eftir einhvern lærðari mann en mig, sem sagði að 10% allra sem hefðu fengið allr 3 yrðu dauðir innan 5 ára.  Svona 6-7K á ári þá.

Fólki bíður sumar dauðans með þessu áframhaldi.

En athugið:

Næstum allir fullorðnir hafa fengið sér sprautu, og margir hafa látið sprauta börnin sín.
Hvað heldur þú að það fólk vilji eitthvað vita um eitthvað svona?
Nei, það lokar sko augunum, og það verður reitt ef þú bryddar eitthvað uppá því.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.4.2022 kl. 20:04

5 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Loncexter,

Það er alveg orðið ljóst að helförin bliknar í samanburði við þennan eiturhernað, en hvernig þetta fer í sögubækurnar hlýtur að velta á því hverjir sigra að lokum.

Ef endurræsingin mikla fær að halda áfram, þá er ekki langt þangað til við verðum öll komin undir þetta "social credit score system" þar sem okkur verður úthlutað einhverjum punktum sem hægt er að svipta okkur ef við hegðum okkur ekki "rétt".

Það er framtíð sem ég get ekki hugsað mér fyrir mannkynið.

Kristín Inga Þormar, 26.4.2022 kl. 21:41

6 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Ásgrímur,

Ég óttast það líka að við eigum eftir að sjá miklu fleiri andlát á næstunni sem fólk kannski tengir ekki við sprauturnar, og sorglegast er að vita af ungu fólki og fólki á besta aldri sem deyr skyndilega án nokkurs undanfara, t.d. úr hjartaáföllum eða heilablóðföllum.

Fólki virðist enn vera hlýtt í faðmi Þórólfs og trúir öllu sem hann segir, jafnvel þegar hann kennir faraldrinum um þessi mörgu andlát undanfarið, og það eru klárlega margir sem virðast enn ekki tilbúnir til að viðurkenna að þeir hafi verið stórkostlega blekktir.

Þessi "árangur" heiðursorðuhafans hlýtur að teljast skandall ef allar þessar sprautur hans virkuðu greinilega ekki betur en þetta.

Svo er hann farinn af stað með fjórðu sprautuna fyrir þá sem vilja.....

Kristín Inga Þormar, 26.4.2022 kl. 21:43

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Kristín,ég hef ekkert heyrt af fjórðu sprautu,hélt að ekkert væri í gangi,nema kvef jú sem fylgir mikill hósti en flestir ná sér eins og forðum.

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2022 kl. 23:59

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvenær gefur landlæknir út dánarmeinaskrá fyrir 2021? 

Geir Ágústsson, 27.4.2022 kl. 07:08

9 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæl Helga,

Fyrir viku síðan birtist þessi forkastanlega tilkynning á vef Embættis landlæknis:

"Fjórði skammtur COVID-19 bóluefna fyrir 80 ára og eldri

Vegna áframhaldandi COVID-19 faraldurs og nýtilkominnar reynslu erlendis frá af gagnsemi fjórða skammts fyrir aldraða, sérstaklega 80 ára og eldri, og þá sem einnig hafa sjúkdóma sem auka hættu á alvarlegum COVID-19 veikindum, hefur sóttvarnalæknir ákveðið að 80 ára og eldri bjóðist fjórði skammtur af bóluefni ef a.m.k. 4 mánuðir eru liðnir frá þriðja skammti."

Svo er gamla góða flensan komin aftur eftir tveggja ára langþráð frí....

Kristín Inga Þormar, 27.4.2022 kl. 14:05

10 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Geir,

Ja það er góð spurning, það verður fróðlegt að bera hana saman við fyrri ár.

Öndunarfærasjúkdómar eru að jafnaði orsök 7-8% andláta hér á landi, hvernig ætli sú prósenta muni breytast?

Kristín Inga Þormar, 27.4.2022 kl. 14:06

11 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sael Kritín.

Thví midur erum vid rétt ad byrja ad sjá alvarleikan

sem thessar sprautur eru ad valda. Hér í Hollandi er komid

fram hjá morgum, ad ónaemiskerfid er stór laskad og their sem aldrei

kenndu sér mein fyrir spruturnar eru nú meira og minna veikr

og taka hverri flensunni af annari. Hjón sem ég thekki, madurinn neitadi

ad fara en konan hans fór, hún sem vard aldrei veik er núna alltaf

med flensu og frá vinnu en hann slapp med vaegt covid og einu eftirkostin

eru ad hann var fyrr threyttar en venjulega. Thad stód í 2 mánudi og í

dag er hann eins og hann á ad vera ad sér. Sama henti mig og konuna,

fundum baedi fyrir threytu fyrstu 1-2 mánudina og sídan ekkert meir.

Manni finnst ótrúlegt ad sjá thennan fjolda af fólki sem er nú ad upplifa

svikin og lygina á bak vid thetta sull sem í thad var sprautad.

En hvenaer munu stjórnvold eda allt thetta fólk sem thaggadi nidur skodanir

theirra sem reyndu ad benda á thessa haettu axla ábyrgd..??

Vid vitum ad thad verdur thví midur aldrei. En nofnum theirra verdur

ekki gleymt. Svíthjód er besta daemid í Evrópu um thad sem átti ad gera.

Halda ollu opnu og láta fólk bera ábyrd á sjálfu sér.

Thar er dánartídni sú sama og verid hefur sl. 5 ár. Engin aukning nema

bara í fréttum annarra landa. Spaelandi fyrir alla thá sem vildu ollum

illt med thessu sprautu ógedi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 28.4.2022 kl. 09:04

12 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Sigurður,

Já ég er ansi hrædd um að þú hafir rétt fyrir þér. Ég er búin að heyra um mikinn fjölda fólks sem er komið með laskað ónæmiskerfi eftir þessar sprautur en það er engin umræða komin í gang hér á landi um þá sem þjást núna af ýmsum aukaverkunum.

Kannski veit fólk ekki hvert af öðru og er ekki að tengja nýtilkomin veikindi eða skyndileg andlát við sprauturnar, og svo virðast margir enn hafa Þórólf á einhverjum guðastalli.

Tíminn verður að leiða í ljós hvort allt fólkið sem ber ábyrgð á þessu verði einhvern tímann látið axla ábyrgð, en miðað við alla skandalana sem fólk kemst upp með hér á landi, er kannski lítil von til þess.

Kristín Inga Þormar, 28.4.2022 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband