30 nýjar og drepfyndnar orsakir hjartaáfalla samkvæmt "sérfræðingum".

Ég er búin að vera í hláturskasti síðan ég las snilldar samantekt á 30 nýjum mögulegum orsökum hjartaáfalla samkvæmt því sem víst einhverjir "sérfræðingar" segja í erlendum fjölmiðlum.

Að sjálfsögðu tengjast engar þeirra eitursprautunum, heldur eru það "loftslagbreytingarnar", hiti, kuldi, snjómokstur, sólstormar, hækkandi orkureikningar, og jafnvel hamingja sem geta verið alveg stórhættuleg fyrir hjartað.

Að sögn "sérfræðinganna" ...

Kíkjum hérna á nokkrar:

0203i

Ha, geta konur á virðulegum aldri eins og ég fengið hjartaáfall vegna einmanaleika?

Úffff, best að fara að skella sér á Tinder ....

0203a

Nei hættið nú alveg, hvers á ég að gjalda? Ég er hundrað áttatíu og þrír sentimetrar á hæð, er ég þá núna í áhættuhópi fyrir tauga- húð, og hjartasjúkdóma?

0203b

En jæja, nú get ég með góðri samvisku hætt í þessari bannsettu líkamsrækt, ég ætla sko ekkert að fara að detta dauð niður á hlaupabrettinu!

0203c

Og ég sem ætlaði að skella mér á Avatar um helgina! Hjúkk, eins gott að ég sá þessa viðvörun, það gæti bara hafa bjargað lífi mínu!

0203e

Að sjálfsögðu vita allir sem hafa eitthvað á milli eyrnanna að eggin geta verið stórhættuleg, við erum nú búin að sjá það í fjölmiðlunum í áratugi, þau eru jafn stórhættuleg og hreint smjör og rjómi!

0203f

Æi, núna þarf ég greinilega að fara að láta símann pípa á fimm mínútna fresti svo ég fari ekki að dotta yfir kvöldfréttunum á RÚV!

0203h

Það væri nú bara mátulegt á þessa snarklikkuðu álhattaberandi bólusetningarandstæðinga að fá hjartaáföll. Halló, treystir þetta fólk ekki vísindunum?

Þetta fólk er búið að vera að reyna að telja okkur trú um að þessi frábæru Covid bóluefni geti verið eitthvað hættuleg, hlustaði það ekkert á það sem Þórólfur, Kári og Ragnheiður sögðu?

Maður hristir bara hausinn yfir svona fólki og vorkennir því fyrir heimskuna.

0203g

Haha, gott á þetta kaldhæðna fólk sem gerir grín að öllum sköpuðum hlutum, auðvitað getur svona hegðun leitt til hjartaáfalls, það gefur augaleið!

Að lokum

Ég vona að það hafi ekki farið framhjá neinum að ég skrifaði þetta blogg í kaldhæðnistóni - sem getur víst leitt til hjartaáfalla að mati einhverra "sérfræðinga" sem aldrei eru nefndir á nafn.

Það sem ég veit um lífið fyrir víst er að ég mun ekki sleppa lifandi frá því, en skal þó deyja þegar minn tími er kominn án þess að hafa látið blekkja mig í einhverjar eitursprautur sem eru búnar að skaða og/eða drepa milljónir manna, kvenna og barna um allan heim.

Restina af þessum stórkostlega fáránlegu 30 hugsanlegu orsökum hjartaáfalla má lesa hér, og blogg á aðeins alvarlegri nótum sem ég skrifaði síðasta sumar má sjá hér.

Vonandi fer fólk loksins að sjá í gegnum blekkingarnar sem skipulega er búið að beita okkur síðastliðin þrjú ár.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Skyndidauðsföll eftir Covid sprauturnar eru í engu samræmi við það sem þau voru áður. Stálhraustur ungur maður lét lífið í fyrra sem ég kannaðist við eftir sprauturnar rétt rúmlega þrítugur. Lisa Marie Presley hefur sennilega verið búin að þiggja bólusetningu, og samkvæmt Guðmundi Karli Snæbjörnssyni hefur orðið margföldun á þessum skyndidauðsföllum eftir Covid-19 sprauturnar. Fjölmiðlar þagga allt niður sem hann segir, nema Útvarp Saga. Vantar alveg að RÚV fjalli um þetta hlutlaust og af ábyrgð.

Gott að til er fólk sem heldur umræðunni lifandi. Þetta skiptir svo miklu máli, að mannkynið losni undan ofurvaldi Bill Gates og fleiri af því taginu, ef almenningur áttar sig.

Ingólfur Sigurðsson, 4.2.2023 kl. 03:32

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Ingólfur,

Hárrétt hjá þér, það er ekkert eðlilegt við öll þessi skyndilegu dauðsföll, sérstaklega alls unga fólksins og barnanna, þau skipta líklega milljónum á heimsvísu núna. Ég sé tugi frásagna um það á erlendum miðlum á hverjum einasta degi, og er búin að gera það vel á annað ár núna.

En að sjálfsögðu er aldrei stafkrókur um þetta á RÚV eða öllum hinum spilltu miðlunum, einu miðlarnir sem fjalla um þetta eru einmitt Útvarp Saga og Fréttin, enda ekki á ríkisspenanum.

Kalli Snæ á mikið hrós skilið fyrir að vera eini íslenski læknirinn sem þorir opinberlega að tjá sig óhræddur um skaðsemina af þessu eiturglundri.

Það virðist vera erfitt að fá fólk til að hreinlega vilja skoða hvað Bill Gates, WEF, WHO, SÞ og fleiri eru búin að ákveða um örlög mannkynsins að því forspurðu, en ekki er erfitt að finna staðreyndir um það ef maður nennir að leita þeirra.

Ég er búin að blogga um þetta reglulega hér á þessum vettvangi í tæp tvö ár núna, og stundum er bara gott að gera grín að þessu eins og ég gerði núna til að sýna fáránleikann í öllum þessum lygum sem eru bornar á borð fyrir okkur alla daga af fólki og fjölmiðlum sem við héldum að við gætum treyst.

Við getum bara látið okkur dreyma um að RÚV muni nokkurn tímann fjalla um þetta, eina hliðin sem þetta apparat er hliðhollt, er hlið glóbalistanna.

Kristín Inga Þormar, 4.2.2023 kl. 09:53

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er alveg ótrúleg lesning og ég er alveg "kjaftbit" á því að nokkur skuli láta svona bull frá sér og bíta svo hausinn af skömminni með því að kalla sig sérfræðing.  Eins og þú bentir á í færslunni, er það  eina sem við getum gengið út frá vísu er að það endar með því að við deyjum og maður tekur því að sjálfsögðu þegjandi og hljóðalaust,  En það er eitthvað mikið að hjá aðila sem kemur með svona vitleysu, í nafni "SÉRFRÆÐIÞEKKINGAR"..... cool undecided

Jóhann Elíasson, 4.2.2023 kl. 10:21

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Jóhann,

Já þetta er svo ótrúleg lesning að mér fannst best að draga þetta bull fram með gríni og kaldhæðni, (sem getur víst leitt til hjartaáfalla að mati "sérfræðinga"), svona til að sýna fáránleikann í þessu.

Nú bíð ég bara spennt eftir nýjustu viðvörunum "sérfræðinganna" um hvað við þurfum að varast til að fá ekki hjartaáföll. tongue-out

Kristín Inga Þormar, 4.2.2023 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband