18.4.2024 | 14:44
Sameinuðu þjóðirnar og heimsmarkmiðin 17
Mig langar að benda fólki á útvarpsþátt sem Valgerður Snæland Jónsdóttir stjórnandi þáttanna Menntaspjallið bauð mér og Leifi Árnasyni að taka þátt í.
Umræðuefnið var Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), undirstofnanir þeirra, og svo heimsmarkmiðin 17.
Efnið er svo viðamikið að ákveðið var að þetta yrði tveggja tíma þáttur.
Leifur byrjaði á ítarlegri yfirferð yfir SÞ, fasisma og fleira, og þar kom ýmislegt fram sem fæstir hafa hugmynd um, og í seinni hlutanum byrjaði ég á að fara yfir þessi skelfilegu heimsmarkmið sem verið er að innleiða af fullum krafti hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur.
Þar sem tími vannst ekki til að klára að fara yfir þau öll, mun það verða gert í Menntaspjallinu næstkomandi miðvikudag.
Það er gríðarlega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvað er að eiga sér stað fyrir framan nefið á okkur án þess að við höfum hugmynd um!
Ég vil því hvetja sem flesta að að gefa sér tíma til að hlusta á þennan þátt sem þið getið fundið hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.