Tilkynntar aukaverkanir mánudaginn 17. maí 2021

1705aÞað er mjög áhugavert að fylgjast með nýjustu tölum um tilkynntar aukaverkanir eftir bólusetningarnar sem birtast á vefsíðu Lyfjastofnunar og hef ég um skeið birt þær alla virka daga á Facebook síðu minni.

Í dag, mánudaginn 17. maí eru tilkynntar aukaverkanir komnar upp í 1.182, voru 1.114 á föstudaginn, svo þetta er fjölgun um 68 á þrem dögum.

Pfizer var með 399 tilkynningar, þar af 15 andlát og 24 aðrar alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 423. Fjölgun um 24.

Moderna var með 202, þar af 7 alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 212. Fjölgun um 10.

AstraZeneka var með 459, þar af 1 andlát og 27 aðrar alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 488. Fjölgun um 29.

Janssen var með 54.
Nú eru þær orðnar 59. Fjölgun um 5.

Alvarlegar aukaverkanir eru nú 74 (69 á föstudaginn), þar af 16 tilkynnt andlát, og alvarlegum aukaverkunum fjölgaði um 17 frá mánudeginum 10. maí. Eins og sjá má á vefsíðu Lyfjastofnunar, þá er skilgreiningin á alvarlegum aukaverkunum vegna lyfja þessi:

Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum og jafnframt aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða eða veldur ólæknandi eða langvarandi sjúkdómseinkennum hjá dýrum.


Engar upplýsingar fást frá stofnuninni um í hverju þessar tilkynntu alvarlegu aukaverkanir felast þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir, en það virðist augljóst að 74 manneskjur hafi orðið alvarlega veikar í kjölfar bólusetninganna.

Og þrátt fyrir að tilkynningarnar séu nú orðnar 1.182, þá er því enn haldið fram að ávinningurinn af bólusetningunum með þessum mRNA líftæknilyfjum sé umtalsvert meiri en áhættan.

Það er erfitt að skilja hvernig hægt er að lofa fyrirfram öryggi og virkni lyfja sem verða í tilraunafasa allt til ársins 2023.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband