Opinber áskorun til sóttvarnalæknis um svör vegna 89 tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir!

Vilborg Hjaltested á miklar þakkir skildar fyrir að kosta tvær heilsíðubirtingar í Morgunblaðinu um aukaverkanir eftir bólusetningarnar.

Sú fyrri birtist 13. maí og olli að sjálfsögðu miklum úlfaþyt með tilheyrandi vandlætingu lækna, samfélagsins og Lyfjastofnunar, og hún vænd um lygar og óttaáróður.

Sú síðari var birt núna í dag, og mun væntanlega aftur vekja svipuð viðbrögð.

En staðreyndirnar blasa við öllum þeim sem afla sér upplýsinga um þessi bóluefni og hugsanlegar aukaverkanir vegna þeirra!

Ég blogga daglega um tilkynntar aukaverkanir, og nú síðast áðan þar sem ég segi frá konu sem er varanlega blind eftir blóðtappa sem hún fékk daginn eftir sprautu með AstraZeneka.

Öllu er sópað undir teppið hér á landi og upplýsingagjöf er í skötulíki. Það eina sem Lyfjastofnun birtir er súlurit með tölum sem segja ekki neitt til um hverjar þessar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru.

Öll umræða gegn þessum tilraunabólusetningum er nánast bönnuð hér á landi, og mikið kapp lagt á að sprauta alla.

Líka fólk sem búið er að láta taka sig af bólusetningarlistanum! Ég fékk t.d. skipun í fyrradag um að koma í Höllina í Pfizer sprautu, og ég yrði að drífa mig því þau gætu ekki lofað skammti!

Eitthvað lá þeim mikið á, því skipunin kom tveim mínútum eftir að ég "átti" að vera mætt.

Hvaða leyfi hefur sóttvarnarlæknir til að boða mig í bólusetningu sem ég er sannanlega búin að hafna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er með ólíkindum hvað fólk lætur heilaþvo sig og er tilbúið að láta teyma sig í sprautu sem enginn veit hvaða afleiðingar munu hafa til lengri eða skemmri tíma.

Fullyrt er að áhættan sé minni ef þú sért bólusett(ur) en ef þú ert það ekki. Þessar fullyrðingar standast ekki þar sem aldrei hefur verið rannsakað hvað sullið muni valda fólki þó síðar yrði.

Hvaða tök hafa WHO, WEF, BG eða aðrir aðilar á stjórnvöldum??? Ef stjórnvöldum er virkilega annt um fólkið í landinu myndi það ekki hlaupa til handa og fóta að láta sprauta einhverju gutli í landsmenn og sjá svo til hvað muni gerast. Hafa stjórnvöld verið beitt þrýstingi eða hefur þeim verið mútað?????????????

Fróðlegt er að sjá þegar Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna fékk sína sprautu. Þú sérð aldrei sprautuna fara inn í handlegg hennar, en fróðlegt að sjá hjúkrunarfræðinginn rétta nálina eftir að bólusetningin hafi átt að hafa farið fram.  Sjá myndband á meðfylgjandi vefslóð.

https://www.youtube.com/watch?v=zhr956rFF64

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.5.2021 kl. 15:45

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Já segðu, þessi heilaþvottur er alveg skelfilegur, og þöggunin varðandi aukaverkanirnar líka.

Ef allt væri eðlilegt, þá væri löngu búið að stöðva þessar tilraunabólusetningar og það er löngu orðið ljóst að eitthvað stærra býr að baki en heilsa þjóðarinnar.

Þessi "bólusetning" á henni er alveg dæmigerð, ég er búin að sjá fjöldamörg vídeó af fyrirfólki sem fer í svona platsprautur!

Kristín Inga Þormar, 28.5.2021 kl. 16:05

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Alvarleg veikindatilfelli í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 eru nú 89 talsins eins og þú segir og þar af dauðsföll 20,  skv. upplýsingum Lyfjastofnunar  (28.05.21).

Rúmlega 171 þúsund einstaklingar hafa nú fengið a.m.k. eina sprautu skv. covid.is.

Ef gert er ráð fyrir að bóluefnin séu orsakavaldurinn í öllum tilfellunum þá lítur tölfræðin svona út:

Líkurnar á því að veikjast alvarlega eða deyja eru 89 : 171000 = 1 : 1921.

Líkurnar á því að láta lífið komið í  20 : 171000 = 1 : 8550.

 

Alvarleg veikindatilfelli vegna Covid-19 munu eru 55 talsins, þar af dauðsföll 30, skv. covid.is.

Heildartala Íslendinga mun vera um 370.000.

Ef gert er ráð fyrir að Covid-19 sé orsakavaldurinn í öllum tilfellunum þá lítur tölfræðin svona út:

líkurnar fyrir hvert mannsbarn á Íslandi að hafa átt á hættu að veikjast alvarlega af Covid-19 og jafnvel deyja eru þar með 55 : 370000 = 1 : 6727.

Líkurnar á að láta lífið  30 : 370000 = 1 : 12333.

 

Líkurnar á að veikjast alvarlega í kjölfar bólusetningar eru sem sé næstum 3,5 sinnum meiri en að veikjast alvarlega af Covid-19.  Jú, 6727 / 1921 = 3,5.

Likurnar á því að deyja í kjölfar bólusetningar eru hátt í tvöfalt meiri heldur en að deyja af völdum Covid-19.  Jú,  12333  / 6727 = 1,83.

 

Í þessum útreikningum er ekki tekið tillit til þess að elsti hópurinn og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, koma langverst út. Það breytir hins vegar líkast til engu í samanburðinum í lokin.

Daníel Sigurðsson, 28.5.2021 kl. 19:29

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Takk fyrir þetta Daníel, það er sláandi að sjá þessar tölur, og sýnir að við sem erum að vara fólk við þessum bóluefnum höfum á réttu að standa.

Fólk getur orðið sárlasið af veirusýkingum eins og þessari, og einhverjir deyja á hverju ári úr flensunni sem ákvað víst að taka sér frí, og hefur ekki greinst síðan í viku 7 árið 2020.

Flestir ná þó sem betur fer heilsu aftur, en ef þú lætur sprauta þessum efnum í þig, þá verður það aldrei aftur tekið!

Kristín Inga Þormar, 28.5.2021 kl. 20:36

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Mér varð á að slá inn rangri tölu í lok útreikninganna hér að framan. Hið rétta er:

Líkurnar á því að deyja í kjölfar bólusetningar eru tæplega 1,5 sinnum meiri heldur en að deyja af völdum Covid-19.   Jú, 12333 / 8555 = 1,44

Daníel Sigurðsson, 28.5.2021 kl. 20:43

6 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Allt í góðu, það breytir ekki því að áhættan af því að láta sprauta þessum tilraunaefnum í sig er allt of mikil.

Ég skil ekki hvernig hægt er að lofa fyrirfram um öryggi og vörn einhvers efnis sem verður í tilraunafasa til 2023.

Gerir fólk sér enga grein fyrir því að það sjálft er tilraunadýr fyrir lyfjarisana?

Kristín Inga Þormar, 28.5.2021 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband