Tilkynningum fjölgaði um 98 frá í gær, og þar af 2 alvarlegum, og eru komnar upp í 1.870!!!!

Lyfjastofnun var sein að senda út nýjustu tölur um aukaverkanir, en sjáiði fjölgunina, hvað er eiginlega í gangi?!! 

Í dag, föstudaginn 25. júní eru tilkynntar aukaverkanir komnar upp í 1.870, voru 1.772 í gær, svo þetta er fjölgun um 98 frá í gær!!!

Pfizer var með 667 tilkynningar, þar af 21 andlát og 36 aðrar alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 725. Fjölgun um 48.

Moderna var með 314, þar af 13 alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 332. Fjölgun um 18.

AstraZeneka var með 625, þar af 4 andlát og 46 aðrar alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 633. Fjölgun um 8.

Janssen var með 156, þar af 4 alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 180. Fjölgun um 24.

Alvarlegar aukaverkanir eru nú 124, þar af 25 tilkynnt andlát, og alvarlegum aukaverkunum fjölgaði um 83 frá 30. apríl. (30. apríl voru þær 41), og heildarfjölgun tilkynninga er 934 síðan þá.

Pressa á unga fólkið

Það er mikil pressa í gangi í heiminum í dag að fá unga fólkið sem er ekki í neinni hættu vegna Covid í sprauturnar.

Til dæmis kom tilkynning frá Bandaríkjaforseta lesin upp af Dr. Fauci sem búið er að standa að ótal lygum varðandi faraldurinn, um að "Delta afbrigðið" væri meira smitandi, banvænna og sé að breiðast hratt um heiminn, svo að unga fólkið sé í enn meiri hættu en fyrr.

Svo kemur ákall til unga fólksins að bólusetja sig ef það sé ekki þegar búið að gera það. Verum á undan afbrigðinu áður en það verður of seint segir "meistarinn".

"Deadly Variants or Political Scariants"

Ivor Cummins er írskur efnaverkfræðingur sem hefur mikið fjallað um þennan faraldur, og allt sem hann hefur sagt hingað til er byggt á raunverulegum opinberum gögnum og staðreyndum, en ekki lygum úr meginstraumsfjölmiðlunum.

Hér hrekur hann fullkomlega þessar lygar um þetta Delta afbrigði sem fjölmiðlar blása upp sem eitthvað svakalega hættulegt!

Íslensku lygarnar

Á visir.is birtist innlend frétt í gær um breyttan tíðahring kvenna eftir bólusetningar, og að 78 tilkynningar um það hafi borist til Lyfjastofnunar. Að sjálfsögðu er eins og alltaf tekið fram að ekki sé vitað um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra aukaverkana.

Sérlegur útvörður bólusetninganna, læknirinn Jón Magnús Jóhannesson segir í fréttinni: "Ó­reglu­legar blæðingar eftir bólu­setningu or­sakast lík­lega af hita". Svo fór hann nú sem oftar á kostum í athugasemdakerfinu, og ver þessi tilraunaefni af mikilli ástríðu, og segir meðal annars:

"Enginn langtímafylgikvilli bólusetninga hefur komið fyrst fram 3 mánuðum eða síðar frá gjöf bóluefnis. Allir helstu sérfræðingar í þessum efnum telja ekki þörf á lengri eftirfylgdartíma en 3 mánuði vegna þessa."

Eru þá til dæmis 25 andlát ekki óafturkræfur langtimafylgikvilli bólusetninga? 

Þetta svar við þvaðrinu í honum er snilld:

"Þeir geta ekki gert rannsókn á langtíma áhrifum nema þeir eigi tímavél."

Kona ein segir í athugasemd:

"Ég fékk Moderna og á rúmum mánuði fór ég 4 sinnum á blæðingar, hófst 2 dögum eftir fyrri sprautu og mér var ráðlagt að tilkynna þetta til Lyfjastofnunar enda engin önnur breyting í mínu lífi nema ég fór í bólusetningu. Þetta er mjög svo óvenjulegt fyrir mig og ég hef aldrei nokkurn tímann fyrr lent í einhverju álíka áður í tengslum við minn tíðahring".

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir gerði þessu frábær skil í nýlegu bloggi sínu þar sem hún birtir skjáskot úr innlendum Facebook grúppum þar sem tugir kvenna tjá sig um aukaverkanir eftir sprauturnar.

Þessi síða heldur utanum tilkynntar aukaverkanir í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar getið þið séð umfjallanir um skelfilegar aukaverkanir og andlát, eitthvað sem er skipulega þrætt fyrir og þaggað niður hér á landi.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir að öll bóluefni séu góð og að það sé hættulegra að fara út í búð en láta sprauta sig, og Þórólfur segir að aukaverkanir séu mjög sjaldgæfar, og miklu sjaldgæfari en af Covid sýkingu.

Hverjir eru eiginlega að ljúga, og hvers vegna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Lyfjastofnun var að svara áðan, eldri pósti. Hún hunsar alveg a.m.k. 3 fyrirspurnir um hvort tilkynnt hafi verið um hjartavöðvabólgu. Þá vitum við reyndar svarið enda erum við ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir, það sem gerist annars staðar, gerist líka hér.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 25.6.2021 kl. 18:46

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Að sjálfsögðu svarar hún bara "þægilegum" spurningum. Það er alveg sama hvert litið er, það er reynt að þagga allt niður hérna og beinlínis logið upp í opið geðið á okkur.

Auðvitað fær fólk hér á landi samskonar aukaverkanir og annars staðar, og allt of margir deyja eftir sprauturnar, og ég veit um fólk á besta aldri sem hefur orðið bráðkvatt stuttu eftir þær.

Verst bara hvað margir virðast ekki tengja andlát og alls konar veikindi og kvilla eftirá við "bólusetningarnar", kannski er fólk ennþá í afneitun, ég bara veit það ekki.

Kristín Inga Þormar, 25.6.2021 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband