10.7.2021 | 11:16
Hinn skelfilegi máttur hræðslustjórnunar!
Ég hef nokkrum sinnum póstað texta frá Dr. Peter Breggin á Facebook vegg mínum um vísindin á bak við hræðslustjórnun, sem er ágætt að rifja reglulega upp, því hann lýsir svo vel hvernig búið er að leika okkur grátt í rúmt ár núna.
Það er búið að beita mannkynið þrautreyndum aðferðum sem hafa svínvirkað áður, (man einhver eftir Hitler & co?) og meira að segja lét breska ríkisstjórnin útbúa skjal þar sem kortlagt var hvernig á að fá fólk til að hlýða.
"The options set out below are not mutually exclusive. In fact, there is evidence that greatest behaviour change impact is achieved by interventions that operate at many levels simultaneously and consistently (1).
There are nine broad ways of achieving behaviour change: Education, Persuasion, Incentivisation, Coercion,Enablement, Training, Restriction, Environmental restructuring, and Modelling (2, 3). We have focused on
those that are most relevant for this task and where there is evidence to draw on."
Ég hafði hlekk sem sýndi skjáskotin af breskri service.gov.us vefsíðu hér fyrir neðan, en að sjálfsögðu er búið að taka síðuna niður núna, nema hvað.
Sjáið handritið hér fyrir neðan sem búið er að nota á alla heimsbyggðina, til að lama hana af ótta og halda í stöðugum ótta. Finnst ykkur þetta ekki eitthvað kunnuglegt?
Dr. Peter Breggin sem er geðlæknir í Bandaríkjunum sagði fyrr á árinu:
"STORY AT-A-GLANCE
Theres an entire school of research within public health on how to frighten people, known as fear appeal.
Fear appeal is based on the premise that to successfully implement a public health measure, you must first highlight a threat. And, to work, the threat must be made personal, so that people fear for their personal safety.
Next, you give people something immediate to do that will set them on the path of cooperating with the plan in its entirety.
Examples during the COVID-19 pandemic include not leaving your house, wearing a mask, staying 6 feet apart, closing certain businesses and keeping children home from school.
In the future, we can expect to be told we must get vaccinated and digitally tracked before we can resume life as normal.
By adding confusion to the mix, you can bring an individual from fear to anxiety a state of confusion in which you can no longer think logically. In this state, you are more easily manipulated.
Eventually, when the fear and anxiety are great enough, desperation sets in, at which point people are willing to do just about anything to get relief."
Þórólfur sóttvarnarlæknir okkar
Við munum öll hvernig það fór, nokkur íslensk ungmenni urðu öryrkjar fyrir lífstíð eftir þær sprautur.
Og enn lýgur maðurinn um aukaverkanir af bólusetningum, og lofar nú fyrirfram virkni og öryggi efna sem eru ekki einu sinni búin að fara í gegnum hefðbundinn tilraunafasa, enda stendur þessi lyfjatilraun til ársins 2023.
Tilkynntar aukaverkanir eru komnar upp í 2.100, og sjá má af myndinni hér fyrir neðan sundurliðun á þeim algengustu.
Ég fékk leyfi til að deila átakanlegri frásögn af því hvernig komið var fram við aldraða Alzheimers sjúklinga og þau sprautuð án upplýsts samþykkis, sjá hér.
Þórólfur, Víðir, Alma, Kári og fleiri eru búin að halda þjóðinni í greipum óttans við einhverja veiru í bráðum eitt og hálft ár núna.
Þið sjáið það svart á hvítu núna hvað svona þaulreynd hræðslustjórnun er öflug, þegar búið er að sprauta þessum eiturefnum í nánast alla fullorðna hér á landi.
Þeim verður ekki bjargað úr þessu, en Þórólfur og co skulu ekki voga sér að sprauta börnin okkar líka!
Ef fleinhverjir vilja segja segja sögu sína eða annarra, þá megið þið gjarnan senda mér einkaskilaboð á Facebook þá skal ég fúslega fjalla nafnlaust um það hér, því þetta er allt eitthvað sem kemur okkur öllum við sem þjóð.
Athugasemdir
Því miður er þegar búið að stinga tilrauna-nálinni í fullt af börnum á landinu og það liklega án leyfis foreldra þeirra.
Sú var tíð skv. íslenskum lögum að einstaklingar innan 16 ára aldurs voru skilgreindir sem börn. Þessari skilgeiningu var síðan breytt fyrir allnokkrum árum í 18 ár. Hins vegar ber svo við núna að valdstjórnin fullyrðir að ekki sé farið að bólusetja nein börn enn þá, þó svo að búið sé að bólusetja börn frá 16 tll 18 ára aldurs í stórum stíl. Skv. lögum þurfa foreldrar að gefa leyfi fyrir hönd barna sinna til að fara í þessar tilrunabólusetningar. Ég leyfi mér að efast um að yfirvöld hafi beðið um skíkt leyfi hvað þá fengið í þessa barnasmölun.
Daníel Sigurðsson, 10.7.2021 kl. 13:17
Sæll Daníel,
Alveg hárrétt hjá þér, og ég veit um slíkt dæmi í mínu nærumhverfi, og enn fleiri dæmi þess að börn hafi fengið boðanir í sprauturnar án vitneskju forráðamanna.
Þetta er bara enn einn glæpurinn sem verið er að fremja gagnvart þjóðinni núna.
Kristín Inga Þormar, 10.7.2021 kl. 16:01
Þessi blaðamennska hér er á heimsmælikvarða. Mundu að taka afrit ef ske kynni að Mogginn fari í hreinsanir. Sæmilega auðvelt af afrita allt hér á blog.is.
Geir Ágústsson, 10.7.2021 kl. 20:25
Sæll Geir,
Kærar þakkir fyrir þetta, og já maður veit aldrei hvort eða hvenær þessi skelfilega ritskoðun í heiminum nái hingað líka á þennan miðil.
Við erum nokkur sem erum algjörlega ólærð í blaðamennsku sem verjum gríðarlega miklu af okkar persónulega tíma í upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun, því okkur blöskrar hvað fréttaflutningurinn er einsleitur og leiðandi hér á landi.
Ég byrjaði til dæmis ekki að blogga hér á mbl.is fyrr en Facebook setti mig í viku bann í maí fyrir að ætla að pósta mynd af opinberum gögnum, sem braut víst gegn einhverjum "siðferðisstöðlum" þeirrar síðu.
Er orðið of seint að reyna að vekja fólk? Ég veit það hreinlega ekki, enda er langstærstur hluti fullorðinna þegar fullbólusettur.
En bólusetningar á börnunum okkar verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum!
Kristín Inga Þormar, 10.7.2021 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.