13.7.2021 | 13:11
Tilkynntum alvarlegum aukaverkunum fjölgaði um 6 frá í gær, og blekkingarnar um öryggi og ágæti þessara tilraunaefna!
Í dag, þriðjudaginn 13. júlí eru tilkynntar aukaverkanir komnar upp í 2.147, voru 2.123 í gær, svo þetta er fjölgun um 24.
Pfizer var með 865 tilkynningar, þar af 21 andlát og 40 aðrar alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 879. Fjölgun um 14.
AstraZeneka var með 661, þar af 4 andlát og 52 aðra alvarlega.
Nú eru þær orðnar 666. Fjölgun um 5.
Janssen var með 238, þar af 1 andlát og 6 alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 243. Fjölgun um 5.
Moderna var með 359, þar af 15 alvarlegar.
Óbreytt staða.
Alvarlegar aukaverkanir eru nú 139, þar af 26 tilkynnt andlát.
Ég hvet ykkur til að smella á myndina hér fyrir neðan til að skoða sundurliðaðar tilkynningar aukaverkana sem eru uppfærðar á hverjum mánudegi.
Eru þetta merki um að þessi tilraunaefni séu bara svona svakalega góð og örugg?
Smá upprifjun
Sjáið forleikinn að bólusetningarhátíðinni sem staðið hefur yfir í meira en hálft ár núna!
"Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti.
Þá virðist Moderna-efnið vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar en litið var sérstaklega til þess við rannsóknina.
Moderna tilkynnti í dag að bóluefni sem það hefur verið með í þróun veiti 94,5 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn."
Sjá framhaldið hér.
Þetta kom fram í tilkynningu frá Pfizer. Þar segir að niðurstöður þriðja stigs prófana sýni að efnið komi í veg fyrir mild og alvarleg einkenni COVID-19 í 95% tilfella og í 94% tilfella hjá eldri einstaklingum, sem eru í meiri hættu á að þróa með sér alvarleg einkenni og önnur bóluefni sem eru í þróun hafa ekki reynst þeim hópi jafn vel."
Sjá framhaldið hér.
"Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur gefið út frekari niðurstöður úr tilraunum sínum á COVID-19 bóluefninu sem þróað var í samstarfi við þýska fyrirtækið BioNTech og mun sækja um leyfi til þess að hefja dreifingu á því á allra næstu dögum.
Bóluefnið er nú sagt hafa 95 prósent virkni og engar alvarlegar aukaverkanir, en 2 prósent þátttakenda kvörtuðu undan smávægilegum hausverk og 3,7 prósent þeirra sögðust hafa fundið fyrir þreytu eftir að hafa fengið skammtinn. Alls tóku nærri 44 þúsund manns þátt í tilraun Pfizer og BioNTech."
Sjá framhaldið hér.
"Nú er það staðreynd að á Íslandi getum við hafið bólusetningu hér á landi um áramót. Við þurfum þó að vera viðbúin því að bóluefnið berist til landsins í einhverjum skömmtum og að bólusetningin eigi sér stað í skrefum á næsta ári, sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar flutti hún munnlega skýrslu um horfur um afhendingu bóluefnis vegna Covid-19.
Evrópusambandið hefur gert samning við sex lyfjafyrirtæki sem hafa unnið að þróun bóluefnis. Af þessum sex eru tvö fyrirtæki komin lengst sem eru þau AstraZeneca og Pfizer. Það þýðir að þau hafa lokið þriðja fasa rannsókna og samningur er undirritaður við Ísland um afhendingu bólefnis og umfang samningsins, sagði Svandís. Búist er síðan við að samningur við Moderna verði undirritaður fyrir áramót."
Sjá framhaldið hér.
"Alvarlegar aukaverkanir af völdum bóluefna við kórónuveirunni sem Íslendingar hafa samið um skammta af eða eru að semja um skammta af eru sjaldgæfar. Þó er ekki hægt að fyrirbyggja alvarlegar aukaverkanir algjörlega, hvorki í tilfellum bóluefna né lyfja.
Þetta kom fram í máli Ingileifar Jónsdóttur, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu, á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Ingileif fór yfir það hvað gerist þegar fólk er bólusett.
Þá er venjulega sprautað í það dauðum eða veikluðum sýklum, sem sagt skaðlausum bakteríum eða veirum, eða einstökum sameindum frá sýklunum, svo sem próteinum, rna eða dna, sagði Ingileif."
Sjá framhaldið hér.
"Það er stórkostlegur árangur að tvö bóluefni hafi þegar fengið leyfi til notkunar í mönnum í Bandaríkjunum og eitt í Evrópu, innan við ári frá því að SARS-CoV-2-veiran fannst. Áhættan af því að fá COVID-19 er mikil, alvarleg veikindi og há dánartíðni, einkum hjá öldruðum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma, og einnig langvinn veikindi sem gera marga jafnvel óvinnufæra vikum og mánuðum saman, þar á meðal ungt fólk sem áður var hraust.
Verndarmáttur þeirra bóluefna sem lengst eru komin í þróun og prófunum er mjög mikill. Öryggi þeirra og hverfandi áhætta, sem rannsóknir sýna að er sambærileg við bóluefni sem þegar eru notuð, ættu að auðvelda öllum að vega og meta ávinning og áhættu af bólusetningu miðað við áhættuna sem fylgir því að fá COVID-19. Það er líka gríðarlegur árangur að innviðir til framleiðslu á nýjum gerðum bóluefna (mRNA- og veiruferjubóluefni) hafi verið byggðir upp til að framleiða 5,8-6,3 milljarða skammta af þeim 4 bóluefnum sem eru komin lengst í þróun auk mikillar framleiðslugetu annara bóluefna sem munu fylgja í kjölfarið.
Vonandi gengur það eftir að aðgangur að bóluefnum gegn COVID-19 á heimsvísu verði sanngjarn og öll lönd fái sem fyrst bóluefni fyrir þá sem eru í mestri áhættu á að fara illa út úr sjúkdómnum. Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar.
Sjá Spurt & Svarað á Vísindavefnum hér.
Lygar, lygar, og ennþá meiri lygar!
Takið þið eftir því að undantekningarlaust er verið að lofa fyrirfram og hreinlega að ljúga um ágæti, öryggi og virkni þessara tilraunaefna?
Þessi áróður um að allir verði að láta sprauta sig svo þeir veikist ekki eða deyi úr einhverri pest (sem fáa drepur) hefur gengið svo vel, að nú eru 228.843 einstaklingar fullsprautaðir hér á landi.
En napur sannleikurinn er sá að þúsundir Íslendinga sem létu blekkjast, þjást núna af afleiðingum þeirra, og enginn veit hvort eða hvaða aukaverkanir muni koma fram mánuðum eða árum eftir tilraunasprauturnar.
Í síðustu viku bauð ég fólki að hafa samband við mig í einkaskilaboðum á Facebook ef það vildi tjá sig, og hafði maður samband við mig og sagði mér sögu aldraðra foreldra sinna með Alzheimers sem voru sprautaðir gegn upplýstu samþykki þeirra.
Ég fjallaði meira um þvingaðar bólusetningar sem því miður viðgangast hér á landi.
Í gær hafði kona samband við mig, og sagði mér frá hvað hún hefur heyrt og séð í kringum sig um eftirköst bólusetninganna hjá mörgum, og mun ég blogga um það seinna í dag.
Hinar hliðarnar á þessum bólusetningum verða að fá að sjást og heyrast líka, sérstaklega núna þegar það á að fara að sprauta börnin okkar með þessum tilraunaefnum!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.