Við erum öll í þessu saman – eða hvað?

Ung vinkona mín sem heitir Tara Sverrisdóttir er með Facebook síðuna TArt, þar sem hún birtir stundum snilldar skopmyndir sem hún hefur teiknað af líðandi stund.

Hæfileikana á hún ekki langt að sækja, en hún er dóttir Helgu Birgisdóttur listakonu með meiru, sem heldur úti síðunum Smiler.is og Gegga.is, þar sem hún sýnir verk sín.

Ég var búin að fá leyfi hjá Töru að birta myndirnar í bloggfærslu, þegar sá færslu á Facebook vegg hennar í gær um geðheilbrigðismál, sem snart mig mikið. Þessi mál eru henni mjög hugleikin, en lítið er fjallað um þau í fjölmiðlunum.

Við fáum lítið annað að heyra en smittölur gærdagsins, hversu margir liggi á sjúkrahúsum, og nú síðast hvatningu til að fara í "örvunarsprautuna". Gaf hún mér góðfúslegt leyfi til að birta færsluna sína hér.

Myndirnar set ég fyrir neðan færsluna.

Við erum öll í þessu saman - eða hvað?

Nú þegar covid bylgja númer við vitum ekki hvað gengur yfir er fjöldi fólks að kljást við kvíða, þunglyndi og leiða. Fólk er hrætt við mismunandi hliðar faraldursins – sumir við veiruna sjálfa og aðrir við breytingar sem hafa orðið í samfélaginu. Það er nokkuð ljóst að geðheilbrigðismál hafa mætt miklum afgangi í þessum faraldri.
 
Um daginn var t.a.m heilli geðdeild lokað vegna covid smita þar. Aldrei kom þó fram hvort smitin væru alvarleg eða einkennalaus. Enda virðist það mæta afgangi í æsifréttamennsku fjölmiðla. Aldrei var fjallað um hvaða alvarlegar afleiðingar sú lokun gæti haft í för með sér. Hvað er annars eitt mannslíf til eða frá þar?
 
Slagorðin "Við erum öll í þessu saman" og ítarlegar sóttvarnarleiðbeiningar hafa dunið á þjóðinni bæði í ræðu og riti í að verða 2 ár. Óttafréttirnir verða sífellt ágengari þar sem áherslan eykst á sundrung hópa og paranoiu við næsta mann. Ertu bólusett/ur eða ekki?! Það þykir orðið samfélagslega viðurkennt að vera sýklahræddur og helst æpa það yfir næsta mann ef hann er það ekki.
 
Sýndu samfélagslega ábyrgð og vertu hræddur! Það skal enginn voga sér að benda á þá skaðsemi sem sóttvarnaraðgerðir gætu valdið - þá má viðkomandi eiga von á útskúfun eða dónaskap í einhverri mynd. Ég tek það fram að sjálf skil ég hvernig er að vera þjökuð af kvíða og ótta við sýkla, sem þótti á þeim tíma óeðlilegur og ekki samfélagslega viðurkenndur vandi 😉
 
Frægustu tilraunir sálfræðinnar geta varpað ljósi á hegðun fólks á þessum sögulegu tímum og sem útskrifuð með gráðu í sálfræði er þetta mér hugleikið efni.
 
Nú loga miðlar þar sem forsvarsmenn fyrirtækja, ritstjórar eða pólitíkusar dreifa út villandi upplýsingum, finna blóraböggla og lýsa yfir stuðningi um aðskilnaðarstefnu milli hinna bólusettu og óbólusettu.
 
Hvar eru fræðingarnir sem myndu skoða þessa einkennilegu hegðun í ljósi sögunnar og frægra sálfræðitilrauna líkt og Milgram (hlýðni við yfirvöld), Stanford (hlutverkaskipan) og Asch experiment (félagslegur þrýstingur). Eða þykir kannski ekki ástæða til þar sem þetta er hið nýja “norm” sem maðurinn hefur verið aðlagaður hægt og rólega að í 2 ár?
 
Þykir engum fræðingi ástæða til að stöðva slíkar rangfærslur og ofstækisyfirlýsingar hjá valdamiklum mönnum opinberlega? Er ekki betra að gera það strax heldur en hugsa ef skaðinn er skeður "ég hefði nú kannski átt að segja eitthvað"…
 
Það er dapurlegt að sjá hve lítil áhersla hefur verið hjá geðheilbrigðiskerfinu að stíga fram opinberlega og tala um afleiðingarnar á andlega heilsu þjóðarinnar. Barna- og unglingageðdeild og Píeta samtökin hafa þó vakið athygli á aukinni eftirspurn þjónustu sinnar.
 
Ég rakst á tilkynningu frá geðheilbrigðisþjónustu sem ítrekaði fyrir skjólstæðingum sínum að gæta sóttvarna og fara í bólusetningu – ekki var minnst orði á ráð við bættri geðheilsu eða lýðheilsu. Sem er jú ein grunnundirstaða góðs ónæmiskerfis í baráttu við veiru. Eru þetta orðnar áherslur geðheilbrigðiskerfisins?
 
Ég á erfitt með að trúa því að starfsfólks geðheilbrigðiskerfis sitji bara heima hjá sér og fylgist spennt með nýjustu smittölum og bólusetningaskömmtum. Þeir hljóta að velta fyrir sér hve alvarleg staðan er orðin? En kannski er viðkvæmt að rugga bátnum í umræðunni og enn aðrir kannski sammála því að veiran sé aðeins okkar helsta ógn. Hver sem ástæðan er fyrir lítilli umræðu þá er hún engu að síður mjög mikilvæg okkur öllum, það hljóta flestir að vera sammála um það.
 
Undanfarin ár hefur orðin gríðarleg aukning fólks á örorku vegna andlegrar heilsu, hvernig mun þróunin verða með þessu áframhaldi? Hversu mörg börn t.d munu þróa með sér áráttu- og þráhyggjusýki varðandi sýkla? Hvaða áhrif hefur sundrungin sem fjölmiðlar reyna að skapa með tölum sínum um bólusetningaástand einstaklinga?
 
Hvaða afleiðingar hefur stöðug grímunotkun á þroska ungbarna? Hvernig áhrif hafa stöðugar sóttvarnaraðgerðir á félagslegan þroska unglinga? Hvernig sálræn áhrif hefur atvinnuleysi og peningaskortur á heilu fjölskyldunnar? Hvaða áhrif hefur það á þjóðina að vera haldið í stöðugri óvissu og frelsisskerðingum undir þeim formerkjum að verið sé að bjarga öllum mannslífum? Hversu mikið munu biðlistar aukast í geðheilbrigðisþjónustu með alvarlegum afleiðingum og tilheyrandi kostnaði?
 
Eitt slagorðið í faraldrinum hefur verið "að vernda viðkvæma hópa" þessum viðkvæmu hópum hefur fjölgað síðustu 2 ár – og það er mikilvægt að hver og einn einasti fái sína umræðu.
 
Við erum jú öll í þessu saman, er það ekki?
 
Höfundur er með BA gráðu í sálfræði
 

Myndirnar hennar, smellið á þær til að stækka þær

Þessi mynd er af jólatónleikum Kórólfs, og athugasemdir tónleikagesta þarna undir eru alveg stórkostlegar!

1111m

 

Þessi skjólstæðingur er búinn að vera í þrem meðferðum við sýklafóbíu, og þá væntanlega kvíða líka. Sáli fær nett áfall þegar hann uppgötvar að skjólstæðingurinn sé líklega óbólusettur.

1111l

 

Nú er hætt að bjóða upp á sálfræðimeðferðir við heilsukvíða, því hann er orðnn samfélagslega viðurkenndur.

Tara

 

Lesið þennan pistil, og svo aftur, því hann kemur gríðarlega vel inn á núverandi - og framtíðarvanda sem aldrei er talað um.

Og við megum ekki vera svo hrædd við að deyja, að við leyfum okkur ekki að lifa eðlilegu lífi. Það er því miður búið að prógrammera okkur til að lifa í svo stöðugri hræðslu við veiru sem 98-99% fólks lifir veikindi af, að fólk hleypur af fúsum og frjálsum vilja í hverja sprautuna á fætur annarri, því okkur er alltaf sagt að "lækningin" sé rétt hinum megin við hornið, að við séum alveeeeg að ná þessu.

Svo kemur kallið í fjórðu sprautuna, sanniði til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband