13.11.2021 | 15:56
Nei Sigmundur, það er akkúrat fólk eins og þú sem heldur okkur í herkví!
Ég held ég hafi sjaldan lesið jafn rakalausan þvætting og Sigmundur Ernir Rúnarsson lætur frá sér í Fréttablaðinu í dag.
Hann er greinilega kominn með "grunnbólusetningu", og kannski fyrsta "örvunar"skotið (af mörgum?), og ennþá skíthræddur, aumingja maðurinn. Vonandi á hann góðan lager af munnbleyjum og spritti.
Líklega eru um þrjátíu þúsund fullorðnir Íslendingar enn þá óbólusettir, af ástæðum sem rekja má til menningarmunar, trúarskoðana, kvíða, frelsisþrár, hugsjóna, svo og forherðingar, ofstækis og þvermóðsku, fyrir nú utan almennt barlómskrækuvæl.
Nei Sigmundur, líklega eru þessir þrjátíu þúsund fullorðnu Íslendingar bara betur lesnir en þú. Og hvað er barlómskrækuvæl?
Núna þegar heimsfaraldur kórónuveiruplágunnar hefur þjakað samfélagið um bráðum tveggja ára skeið, alla innviði þess, atvinnulíf, menningu, félagslíf, samkomuhald, svo og lýðheilsu aldraðra og ungmenna í skólum landsins, er eðlilegt að velta fyrir sér rétti óbólusettra í samfélaginu til að haga sér eins og þeim sýnist.
Bíddu, ertu að kenna okkur um að bóluefnin hafi ekki virkað nógu vel til að kveða pestina niður? Ertu ekki að beina pirringnum að röngum aðilum?
Og meginspurningin er þessi; er fullt frelsi óbólusettra verjanlegt á tímum alls konar takmarkana á háttum þeirra sem hafa valið að láta bólusetja sig af fúsum og frjálsum vilja og hafa einsett sér að fara að tilmælum sóttvarnaryfirvalda?
Undir hvaða þúfu ert þú búinn að hírast í tæp tvö ár núna, ertu ekki fjölmiðlamaður? Hvers vegna kynnirðu þér ekki allar hliðar þessa "faraldurs"?
Víða í löndunum í kringum okkur liggur svarið við þessari spurningu fyrir. Og það er bæði einart og afdráttarlaust. Nei. Hreint og klárt nei.
Skoðum okkur um.Í Singapúr ganga yfirvöld einna lengst, en þar mæta óbólusettir afgangi í heilbrigðisþjónustu og rætt af alvöru um að þeir fái ekki inngöngu á spítala á meðan að spítalarnir í landinu glíma við álagið af völdum farsóttarinnar.
Er þér full alvara með þessu? Hefurðu kannað hversu margir þjást af aukaverkunum eftir þessi tilraunalyf, gæti ekki verið að akkúrat það fólk sé að valda álaginu?
Rökin eru þessi: Um 95 prósent þeirra sem liggja inni á sjúkrahúsum landsins, þjakaðir af einkennum kórónuveirunnar eru óbólusettir. Þeir eru klafi á kerfinu. Þeir halda því í herkví.
Þú lýsir hér með harmrænum hætti hvernig 95% inniliggjandi sjúklinga þjakaðra af einkennum veirunnar séu óbólusettir, og klafi á kerfinu. Þú hefur greinilega ekki haft fyrir því að afla þér upplýsinga áður en þú skrifaðir þessa dómadags þvælu. Að jafnaði eru fleiri sprautaðir en ósprautaðir inniliggjandi á hverjum tíma hér á landi!
Þú hefur líklega ekki hugmynd um að þú ert tilraunarotta fyrir lyfjarisana með því að láta sprauta þig með einhverju glundri sem er enn á tilraunastigi.
Þykir þér virkilega eðlilegt að skipta fólki upp í tvo misréttháa hópa eftir því hvort það hafi látið narra sig í þessar sprautur eða ekki?
Þú ert samnefnari fólksins sem viðheldur þessu ástandi, og haldið okkur í herkví, með því að kynna ykkur ekki hvað raunverulega er í gangi í heiminum í dag, heldur trúið gagnrýnislaust öllu sem Þórólfur og Kári segja.
Að bera svona á borð fyrir lesendur þessa blaðs er bara óboðlegt!
Athugasemdir
Svei mér þá, hér er engu við að bæta.
Frábær pistill hjá þér Kristín.
Aldeilis makleg ofanígjöf !!!
Daníel Sigurðsson, 13.11.2021 kl. 16:44
Þessi skrif Sigmundar Ernis eru hreinn viðbjóður. Hann er greinilega ólmur í að taka upp aðskilnaðarstefnu á Íslandi, því hann lét svona líka í þættinum Fréttavaktin á Hringbraut í vikunni.
Víðir Reynisson hafnaði slíkum hugmyndum í útvarpsviðtali í gær eða fyrradag. Spurður hvort það hefði komið til tals að taka upp mismunun milli sprautaðra og ósprautaðra hér landi, svaraði hann á þá leið að slíkt hefði lítið komið til tals, enda væri það tilgangslaust þar sem núverandi smitbylgja er fyrst og fremst borin uppi af hinum "bólusettu".
Takk fyrir að staðfesta það Víðir.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2021 kl. 17:05
Sæll Daníel,
Gaman að sjá þig hér aftur! Og takk kærlega fyrir, það verður að fara að stoppa þetta vaxandi ofstæki gegn fólki sem velur að taka sjálft ábyrgð á eigin heilsu, frekar en að setja hana í hendur lyfjarisanna.
Kristín Inga Þormar, 13.11.2021 kl. 17:05
Hann hlýtur ad hafa dottid í raudvínsglasid aftur..
Frábaer pistill og engvu vid ad baeta.
Sigurður Kristján Hjaltested, 13.11.2021 kl. 17:15
Sæll Guðmundur,
Mikið er ég sammála þér, þessi grein er óþverraskapur, og Fréttablaðinu til skammar. Ég er hætt að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp, svo ég sá ekki Fréttavaktina með honum, né heyrði í Víði.
Frábært að hann skyldi þó staðfesta þetta!
Kristín Inga Þormar, 13.11.2021 kl. 17:23
Sæll Sigurður,
Þakka þér kærlega fyrir, ég skal alveg viðurkenna að eitthvað svipað flögraði í gegn um hugann á mér líka.
Dómgreindarbresturinn er algjör hjá honum í þessum leiðara.
Kristín Inga Þormar, 13.11.2021 kl. 17:26
Einhver tilviljun að þessi pistill Sigmundar birtist á nánast sama degi og seinasti forseti Suður-Afríku undir aðskilnaðarstefnu hvítra og svartra deyr? Var það kannski innblástur höfundar?
Annars skil ég ekki af hverju illa launaðir blaðamenn á fjölmiðlum sífellt á leið á hausinn í samkeppni við ríkið fá sig til að vinna ókeypis fyrir RÚV og ríkisstjórnina. Eru blaðamenn ekki alltaf að monta sig af því að vera fjórða valdið og aðhald að yfirvöldum? Eða er draumurinn að hita sig upp í þægilega örugga vinnu sem fjölmiðlafulltrúi einhvers ráðuneytisins?
Geir Ágústsson, 13.11.2021 kl. 17:27
Sæll Geir,
Ja þú segir nokkuð, við lifum jú á ári hinna mörgu tilviljana, ekki satt?
Blaðamannastéttin er eitt stórt djók, verst bara hvað flestir trúa blindandi öllu því sem hún matreiðir ofan í okkur.
Og kannski er draumurinn að verða "blaðurfulltrúi" einhvers ráðuneytisins ekki langt undan!
Kristín Inga Þormar, 13.11.2021 kl. 17:48
Enda eru ekki til bladamenn á Íslandi í dag.
En, vid hofum nóg af "BLADURSMONNUM"
Sigurður Kristján Hjaltested, 13.11.2021 kl. 18:09
Sæll aftur Sigurður,
Akkúrat, blaðurmönnum og froðusnökkum!
Kristín Inga Þormar, 13.11.2021 kl. 18:17
Marxistar átta sig ekki á - eða er sléttsama - að orðræða sem umsnýr almennu velsæmi (og þeirri frumspeki sem velsæmi þjóðarinnar miðar við) er brot á stjórnarskrá.
Guðjón E. Hreinberg, 13.11.2021 kl. 21:30
Sæll Guðjón,
Eru þeir ekki bara illa læsir á lög, mannréttindi og stjórnarskrár, en fá samt að vaða hindrunarlaust uppi?
Kristín Inga Þormar, 13.11.2021 kl. 23:42
Það finnst mér eins og viss hluti bólusettra hafi í leiðinni gengið í eitthvert dómsdagskölt, sem mér lýst heldur illa á.
Kannski verður það vandamál leyst eftir 5-10 ár, af sjálfu sér. Hver veit?
Ásgrímur Hartmannsson, 13.11.2021 kl. 23:54
Sæll Ásgrímur,
Ég hef sömu tilfinniningu og þú með það, og kannski verður það vandamál leyst eftir 5-10 ár, en enginn getur sagt til um það ennþá, það verður bara að koma í ljós.
Kristín Inga Þormar, 13.11.2021 kl. 23:58
Kæra frænka!
Ekki er ég nú að öllu leyti sammála þér, en mér sýnist þú vera svo "grimm" að ég þori ekki að andmæla þér.
En eitt vildi ég samt segja. Ísraelsmenn hafa haft forgöngu um bólusetningu við Covid og hafa bólusett þorra þjóðarinnar, þ.á m. börn. Ég trúi því ekki að tilgangur þeirra með því sé að útrýma sjálfum sér.
Kær kveðja.
Hörður Þormar, 14.11.2021 kl. 14:32
Sæll frændi!
Nei nei, uss, það er mikill misskilningur hjá þér að ég sé eitthvað grimm, ég er afskaplega ljúf manneskja!
Ég get ekki svarað því hver tilgangur Ísraela sé, enda ekki innsti koppur í búri þar, en það eru ákveðnar aðgerðir í gangi í heiminum í dag, sem hafa ekkert með heill mannkyns að gera. Þær er auðvelt að finna á netinu ef menn leita.
Ég set hér nokkra hlekki á upplýsingar um Ísrael sem birtast að sjálfsögðu aldrei í fjölmiðlum hér á landi, enda er umræðan hér skelfilega einhliða og áróðurskennd.
Hér, hér, hér, hér og hér. Og tvö videó, hér og hér.
Svo mættirðu endilega kíkja á nýjasta bloggið mitt, því það sem er að gerast í Ástralíu, er líka að gerast í Ísrael, og víðar.
Kristín Inga Þormar, 14.11.2021 kl. 19:49
Takk, frænka.
Hörður Þormar, 14.11.2021 kl. 20:34
Ekki málið kæri frændi
Kristín Inga Þormar, 14.11.2021 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.