Sveltistefna innleidd í Kanada fyrir þá sem eru ekki með bóluefnapassa.

1208jÍ New Brunswick sem er hérað austarlega í Kanada er hljóðlega verið að innleiða nýjar sóttvarnarreglur.

Frá og með sunnudeginum 4. desember er íbúunum skylt að sýna fram á sönnun fyrir fullri bólusetningu til þess að fá að fara inn í matvörubúðir, og að fyrirtæki megi neita fólki um þjónustu geti það ekki sýnt fram á slíkt.

Þetta nýja ákvæði hefur vakið upp spurningar frá heilbrigðissérfræðingum um nauðsyn þess að setja slíka áætlun í gang þar sem daglegur smitfjöldi í héraðinu sé lágur, en þann 7. desember var tilkynnt um 69 ný smit í héraði þar sem tæplega 800.000 manns búa.

Ástæðurnar sem voru gefnar fyrir þessum reglum eru áhyggjur heilbrigðisyfirvalda vegna "fjölgunar smita" tvær vikurnar á undan, og sérstaklega meðal þeirra ósprautuðu. (Já er það ekki?)

Þessar nýju reglur eru fyrsta stigið í þriggja stiga stigvaxandi viðvörunarkerfi, og ekkert voðalega íþyngjandi að sögn heilbrigðisráðherrans.

Fyrsta stigið er svona:

Passa verður upp á 2ja metra fjarlægð milli manna, eða krefjast sönnunar fyrir fullri bólusetningu 12 ára og eldri.

Annað stigið:

Hægt að hafa opið með fjöldatakmörkunum, til viðbótar við kröfur fyrsta stigs.

Þriðja stigið:

Aðeins nauðsynleg smásala leyfð. Ónauðsynleg smásala skal eingöngu vera snertilaus afhending eða eingöngu afhending. Öll fyrirtæki sem teljast ekki "nauðsynleg" verða neydd til að loka.

Hugo Talks

1209e1

Hinn breski Hugo fer vel yfir þetta í þessu stutta vídeói. Það er heillaráð að svelta fólk í þágu heilsu þess, er það ekki?

Alles für Ihre Sicherheit!

1208r

Bóluefnapassarnir

Maður þarf að hafa verið undir einhverri þúfu síðastliðin tvö ár til að sjá ekki að verið er að svipta mannkynið öllu, eða hafa verið "gaslýstur" af yfirvöldum, eins og búið er að gera um allan heim.

Þetta hefur verið keyrt gengdarlaust áfram af spilltum fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, augljóslega samkvæmt fyrirfram ákveðnu plani.

Sér fólk ekkert athugavert við að þurfa að sýna einhverja bóluefnapassa til þess að geta sótt sér nauðsynlega þjónustu, ferðast, eða bara fá að lifa sem frjáls manneskja?

Þessir bóluefnapassar hafa nákvæmlega ekkert með lýðheilsu að gera, heldur til að þvinga fólk til að láta sprauta sig.

Þegar allir verða sprautaðir og komnir með passann, þá verða þeir að láta sprauta sig á nokkurra mánaða fresti, annars fellur passinn úr gildi, og þeir teljast aftur ósprautaðir.

Með þessu er verið að koma á "social credit system" að fyrirmynd Kínverja, og það er örugglega hægt að finna nóg efni á netinu um hvernig það virkar, og nú er verið að nota íbúa New Brunswick til að prufukeyra þetta kerfi.

Það má lesa meira um þetta og sambærilegar aðgerðir í Austurríki og Þýskalandi í þessari grein hér.

Eins og þið sjáið, þá er ég með nokkrar myndir/tilvitnanir í nasismann sem kominn er í gang af fullum krafti, svona rétt til að minna ykkur á söguna sem aldrei átti að fá að endurtaka sig.

1209xx

Vissuð þið þetta:

The EU Digital COVID Certificate serves as proof of vaccination, testing and recovery, which can be used across EU Member States, and the EEA countries Iceland, Norway, Liechtenstein, as well as Switzerland. When travelling, every EU Digital COVID Certificate holder will have the same rights as citizens of the visited Member State who were vaccinated, tested or recovered from COVID-19.

1209f

Hélduð þið virkilega að það sem er að eiga sér stað í heiminum myndi ekki líka eiga sér stað hér á landi?

Enn og aftur, í guðanna bænum farið að vakna kæra fólk!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er magnað. Ég mæli með því að skoða fjésbókarsíðu sér Jakobs Valssonar sem er prestur í kirkju í norðvestur Kanada. Hann er ósprautaður og búinn að eiga við hrædda safnaðarmeðlimi og ættingja látinna allan faraldurinn en stendur fastur á sínu, með rök og trú að vopni. 

https://www.facebook.com/jakob.valsson

Geir Ágústsson, 10.12.2021 kl. 18:07

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Geir,

Já skelfilegir hlutir eru að eiga sér stað í Kanada og víðar í heiminum, og við vitum að það sem er að gerast annars staðar kemur hingað á endanum, enda unnið alls staðar eftir sama handritinu.

Ég hef aldrei heyrt um séra Jakob, takk fyrir að benda á síðuna hans, ég er spennt að kíkja á hana!

Kristín Inga Þormar, 10.12.2021 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband