Þórólfur hangir eins og hundur á roði á þessum endalausu skerðingum á frelsi okkar og mannréttindum.

Hann lætur eins og við séum enn í hættulegum faraldri og mótmælir því að veiran sé orðin hættulaus.

Annar læknir virðist ekki mega segja sitt álit á "stöðu faraldursins" án þess að heiðursorðuhafinn móðgist.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir af­stöðu fyrr­ver­andi yf­ir­manns Covid-göngu­deild­ar Land­spít­ala gagn­vart ástand­inu á spít­al­an­um koma sér á óvart. Hann seg­ir ekki nóg að ein­blína á inn­lagn­ir á gjör­gæslu þegar staða far­ald­urs­ins sé met­in og að taka þurfi mið af fleiri þátt­um, meðal ann­ars víðtækra veik­inda í sam­fé­lag­inu. 

Eiga þessi orð annars læknis ekki fyllilega rétt á sér?

Er kannski ekkert að marka lækninn sem var í eldlínunni sem yfirmaður Covid-göngudeildarinnar?

Ragn­ar Freyr Ingvars­son, sér­fræðing­ur í lyf- og gigt­ar­lækn­ing­um og fyrr­ver­andi yf­ir­maður Covid-göngu­deild­ar Land­spít­ala, hef­ur kallað eft­ir umræðu um hvenær neyðarástandi verði af­lýst vegna veirunn­ar þar sem svo fáir séu að veikj­ast al­var­lega. 

Takið eftir þessu, Ragnar kallar eftir umræðu, og þetta er að ég held í fyrsta skipti sem ég sé lækni kalla eftir slíku undanfarin tvö ár.

Hvað hefur Þórólfur að fela, mega ekki loksins fara fram umræður frá fleiri hliðum um þetta stærsta mál sem þjóðin hefur nokkurn tímann staðið frammi fyrir og þurft að ganga í gegnum?

Hann ætti kannski líka að hlusta á Runólf Pálsson kollega sinn:

„Ég held að við á Covid-göngudeildinni þurfum til dæmis að draga úr þjónustu við þá sem finna ekki fyrir neinum veikindum svo við getum einbeitt okkur að þeim sem eru veikastir.

Pælingar þess sem tók viðtalið við Runólf:

Það er áhugavert að stjórnendur á Landspítalanum telja mikilvægt að starfsfólk hans hætti að lækna og hjúkra fólki sem ekki er veikt áður en ráðist er í afléttingar. Þetta veitir ákveðna innsýn í hvernig heilbrigðisyfirvöld hafa nálgast úrlausnarefni faraldursins til þessa.

Önnur umræða sem þarf líka að eiga sér stað

Hún varðar þessar "bólusetningar" sem búið er að narra yfir 90% þjóðarinnar í, og þann skaða sem þær hafa valdið þúsundum, bara hér á landi og milljónum um heim allan.

Engin umræða hefur farið fram um þessi efni, mantran hefur stöðugt verið að þau séu góð, örugg, og verji fólk gegn smiti og veikindum, og að aukaverkanir séu litlar sem engar, þótt sannleikurinn um allt annað blasi við þeim sem vilja sjá það.

Ég er margoft búin að fjalla um þessar "bólusetningar", áhugasamir geta skoðað eldri blogg mín.

Þetta er sannleikur sem landlækni, sóttvarnalækni og Lyfjastofnun er fullkunnugt um, en þöggun þeirra um (hugsanlega?) skaðsemi þessara efna er vítaverð.

Og afleiðingarnar fyrir marga eru hroðalegar, og jafnvel óafturkræfar.

Rennið niður þessa síðu til að sjá sundurliðun tilkynntra aukaverkana sem sendar eru vikulega í evrópskan grunn.

Þrefalt fleiri dóu eftir sprauturnar en "úr" Covid 2021!

Í síðustu viku fjallaði ég um misræmi hjá Lyfjastofnun í uppgefnum fjölda andláta eftir þessar sprautur.

Óhugnanleg staðreynd sem lesa má út úr opinberum gögnum:

  • Árið 2021 létust 11 manns "úr" Covid.
  • Árið 2021 létust 34 manns í kjölfar sprautanna.

Nú ættuð þið að spyrja ykkur hvers vegna þessar "bólusetningar" voru ekki stöðvaðar um leið og fólk fór að deyja eftir þær?

Og athugið, fólk er ekkert endilega að veikjast eða deyja daginn eftir sprautu, skyndileg andlát og nýtilkomin óútskýrð veikindi og jafnvel krabbamein geta orðið/komið fram töluvert síðar.

Þess vegna er fólk að öllum líkindum ekki að tengja neitt við sprauturnar.

Þyrfti þjóðin ekki að kalla eftir umræðu um þetta?

Ég spyr í veikri von því þjóðin mun aldrei gera það eða ekki fyrr en sannleikurinn mun koma upp á yfirborðið.

Þangað til mun sofandi tví- og þrísprautuð þjóðin hlýða Víði og Þórólfi, halda áfram að fara í sýnatökur - með bölvuðu grímurnar framan í sér, og það sem verra er, hlaupa með litlu börnin sín í þessar sprautur.

Af því að Þórólfur, sem ætlar að $prauta okkur öll, segir henni að gera það.

Hann er samt að missa tökin og veit það vel.

En hjarðhegðun og þrælsótti Íslendinga hlýtur að vera heimsmet.


mbl.is Orð Ragnars koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sammála.....

Sigurður Kristján Hjaltested, 31.1.2022 kl. 21:51

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Sigurður,

Þórólfur er kominn í bullandi vörn núna því að hann veit að fjaðrirnar eru að reytast af honum og hann að falla af þessum goðastalli sem hann er búinn að vera á í nánast tvö ár núna.

Það hlýtur að vera erfitt fyrir egóið að falla úr guðatölu....

Kristín Inga Þormar, 31.1.2022 kl. 22:08

3 Smámynd: Jón Magnússon

Við erum á ótrúlega furðulegum stað í tilverunni, þar sem ríkisstjórn,veirutríóið og fréttaelítan talar einum rómi og hefur gert um tveggja ára skeið í því skyni að hræða fólk til að samþykkja frelsisskerðingar og bólusetningar með tilraunalyfi. Maður veltir fyrir sér hvernig á því stendur, að vítt og breitt um veröldina skuli vera vanhæfir stjórnmálamenn, sem þora ekki að treysta fólki og grípa til frelsisskerðinga.

Jón Magnússon, 31.1.2022 kl. 22:22

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Jón,

Já maður hefur oft furðað sig á "tilviljununum" í þessum "heimsfaraldri". Víðir hefur sent okkur í páska- og jólakúlur á sama tíma og enskumælandi þjóðir sem ég fylgist helst með hafa sent sínar þjóðir í Easter og Christmas bubbles.

Og frasarnir hans um að við séum öll í þessu saman og berum öll ábyrgð eru furðulega líkir samsvarandi frösum í öðrum löndum, en örugglega bara "tómar tilviljanir".

Og þetta með allar aukaverkanirnar og öll andlátin eftir sprauturnar, þetta eru víst allt bara tómar tilviljanir og hafa ekkert með þær að gera.

Íslensk stjórnvöld eru þó ennþá ekki farin að skerða mannréttindi ósprautaðra með því að senda þá í einangrunarbúðir eða skikka þá til að vinna heima og mega ekkert fara nema í matvörubúð og apótek, og/eða beita þá háum sektum fyrir að láta ekki sprauta sig, eins og sum lönd eru þegar búin að innleiða hjá sér.

Er eitthvað eðlilegt við það að svona margar þjóðir skuli beita nánast sömu taktík í þessari "baráttu við veiruna"?

Svari hver fyrir sig!

Kristín Inga Þormar, 31.1.2022 kl. 23:03

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það er þetta með umræðuna sem fær ekki að verða til. Hvað þarf eiginlega til að vekja fólk?

Rúnar Már Bragason, 1.2.2022 kl. 15:09

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæl Kristín,

Fyrirmælin sem þetta fólk fær kemur úr einni átt og orðalagið flutt yfir á tungumál þjóðanna, sömu frasarnir.

Ég hef oft orðið var við það þegar ég tala um kóvidið, þá er eins og um guðlast sé að ræða.

Hver skyldi vera ástæða þess að forustufólk þjóða skuli öll sína sama offorsann í tali um að ALLIR verði að hlýða og láta "bólusetja" sig. Athyglisvert er þó að sjá að mér sýnist allt þetta fólk vera hluti af Davos-klíkunni. Meira að segja þá er Kata Kobba hátt skrifuð á þeim bæ, sósíalistinn í hópi ofurauðugra :(

Ég held við vitum hvaðan þetta kemur og hver stefna þessarar klíku er.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.2.2022 kl. 16:05

7 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Rúnar,

Því miður er ég ekkert viss um að það gerist fyrr en fólk fer í alvöru að tengja aukaverkanir og/eða andlát við sprauturnar.

Þá verður fólk vonandi ofboðslega reitt yfir því að hafa verið svona stórkostlega blekkt, og að hafa trúað öllu sem því hefur verið sagt í heil tvö ár, og fer að krefjast réttmætra svara.

Kristín Inga Þormar, 1.2.2022 kl. 17:12

8 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Tómas,

Já það er langt síðan ég sá þessa frasa og að það gæti ekki verið nein tilviljun að þeir væru notaðir svona víða. Víðir fann þá ekkert bara upp hjá sjálfum sér!

Og já, það hefur þótt guðlasti næst að setja eitthvað út á þennan lygavaðal sem hefur dunið á okkur í allan þennan tíma, en við erum ekki komin lengra en það að hafa kosið Þórólf og Ragnheiði sem fólk ársins 2021!

Katrín er "Agenda Contributor" hjá Davos klíkunni, sjá: https://www.weforum.org/agenda/authors/katrin-jakobsdottir.

Þar má líka sjá Björgólf Þór Björgólfsson nefndan, sjá: https://www.weforum.org/people/thor-bjorgolfsson.

Þar má líka finna Bill Gates, Emanuel Macron, Angelu Merkel, Justin Trudeau, Jacindu Ardern og fleiri sem eru útskrifaðir úr leiðtogaskóla World Economic Forum.

Fólk þarf að fara að kynna sér hvaða skelfilegu áætlanir þessi klíka vitfirringa hefur fyrir hönd mannkynsins - að því forspurðu.

Kristín Inga Þormar, 1.2.2022 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband