"Stóri bróðir" brýnir klærnar í Noregi og Bretlandi!

Nú vill Noregur fá að fylgjast með matarkaupum landa sinna, og hvað þýðir það? Það þýðir einfaldlega að "stóra bróður" samfélagið er sífellt að færast nær og nær.

1984

Þetta er raunverulega að gerast, Noregur stefnir núna í átt að algjöru stjórnunarsamfélagi þar sem ríkið vill vita allt sem þú gerir.

Noregur er leiðandi land þegar kemur að stafrænum skílríkjum, sem eru nánast nauðsynleg til þess að geta lifað og starfað, og til þess að geta skráð sig inn í netbanka og fleiri síður.

Nú er orðið ljóst að Noregur vill ennþá meiri stjórn yfir borgurum sínum. Hagstofan krefst þess núna að fá upplýsingar um matarinnkaup fólks og vill fá að fylgjast með öllum greiðslum með kortum.

Þeir komu á fót "þjóðskrá" í Noregi eftir seinni heimsstyrjöldina, þar sem fólk fékk einstaka kennitölu sem kallast "fæðingarnúmer".

Þessi skrifstofa veit nú þegar hvar fólk býr og hverjar tekjur þess eru, en núna vill hún fylgjast með hverju einasta matvæli sem það kaupir í matvöruversluninni.

Í raun vill norska ríkið núna vita hvað fólk fékk sér í hádegismat!

Þetta er of langt gengið!

Þessi nýjasta ráðstöfun gengur í raun ansi langt í að fara í áttina að stjórnunarsamfélagi. Þeir hafa krafist þess að nánast allar stóru matvöruverslanakeðjurnar í Noregi deili kvittunum viðskiptavina sinna með ríkinu.

Þá hafa þeir krafist þess að greiðslukortamiðlun sem heitir Nets deili ítarlegum upplýsingum til ríkisins um öll viðskipti. Um 80% kortagreiðslna í matvöruverslunum í Noregi fara í gegnum þetta fyrirtæki.

Þetta gerir Hagstofunni kleift að tengja saman greiðslur og kvittanir yfir 70% daglegra matarinnkaupa.

Gerið þið ykkur grein fyrir því að Noregur ætlar sér að tengja saman greiðslur með kortum og kvittunum úr matvöruverslunum til að finna nákvæmlega út úr því hvernig mat fólk kaupir, og hver kaupir hann?

Með öðrum orðum, Noregur ætlar að fylgjast nákvæmlega með hvers konar mat fólk kaupir, hér er um að ræða nýtt eftirlitsstig ríkisins á fólki!

Ríkið mun vita hvað Norðmenn fengu sér í morgunmat, hádegismat, kvöldmat, hvort þeir fengu sér gos með matnum, hvort þeir fengu sér svínakjöt, steik eða kjúkling - eða eitthvað annað, ríkið mun fylgjast með öllu sem þeir gera.

Ríkið ætlar sér að fylgjast með og rekja allar greiðslur í Noregi, og hér er um að ræða gríðarlegt magn af gögnum. Hagstofan ætlar að safna 2,4 milljónum kvittana á hverjum degi, og 1,6 milljörðum kortafærslna á hverju ári.

Hvers konar greiðslugögn er um að ræða hér?

Dagsetningu viðskipta
Stöðu tegundar færslu
Kortaþjónustu
Stofnunarnúmer fyrirtækisins þar sem kortið var notað
Nafn fyrirtækis þar sem kortið var notað
Nafn kortanotanda, og bankareikningsnúmer
Upphæð greidda fyrir hluti
Heildarupphæð greidda

Þessi gögn verða samkeyrð kvittunum frá versluninni og notuð til að finna nákvæmlega út hvað fólk keypti, sem er skelfileg tilhugsun!

Svo norska ríkið ætlar ekki bara að safna öllum upplýsingum um allar kortafærslur og para þær við kvittanir frá verslunum til að komast nákvæmlega að því hvað fólk kaupir, heldur mun það geyma þessi gögn um óákveðinn tíma.

Norska ríkið vill vita ALLT um þegna sína!

Heimild

Af sama meiði í Bretlandi

Verslunarkeðjan Tesco í Bretlandi hefur kynnt til leiks nýtt greiðslukerfi snemma á næsta ári, að hún muni ekki lengur taka á móti greiðslum með kortum eða peningum, heldur "Biometric payments", sem er skönnun lófa eða andlits, og sú skönnun er þá væntanlega tengd við bankareikninga fólks.

Gert er ráð fyrir að fleiri verslanakeðjur muni taka upp sams konar greiðslufyrirkomulag.

Þannig mun breska ríkið geta safnað persónugreinanlegum upplýsingum um þegna sína, rétt eins og það norska!

Við skulum ekki halda að atburðir síðustu rúmlega tveggja ára séu einhverjar tilviljanir.

Covid "heimsfaraldurinn" var bara byrjunin og eftirleikurinn ætlar að verða glóbalistunum auðveldur, nú þegar heimsbyggðin er búin að sýna þeim fram á að hversu auðvelt er að fá fólk til að trúa hverju sem er, og hlýða öllu því sem því er sagt að gera.

Það er búið að kenna okkur að vera sífellt hrædd við einhverjar utanaðkomandi ógnir, og nú er nýr sjúkdómur farinn að greinast í einhverjum löndum, líklega númer tvö af þeim faröldrum sem WHO er búið að boða næstu 10 ár.

Einu lausnirnar gegn nýjum "faröldrum" eru víst enn fleiri sprautur ....

Bókin 1984 eftir George Orwell

Hún gerist árið 1984 í Eyjaálfu, sem er eitt af þrem stöðugt stríðandi alræðisríkjum. Hin tvö eru Evrasía og Austur-Asía.

Eyjaálfu er stjórnað af allsráðandi flokki sem hefur heilaþvegið þjóð sína til algjörrar undirgefni og hlýðni gagnvart leiðtoga sínum, Stóra bróður.

Sífellt fleiri benda á að þessi bók sé i raun að lýsa því sem er að eiga sér stað í heiminum í dag, þar sem stefnt er að útrýmingu pappírspeninga og gera allt rafrænt, og að setja einhverja kubba í líkama okkar til að setja á alræðis eftirlit með okkur og í raun svipta okkur öllu, enda eigum við víst ekkert að eiga árið 2030, og vera hamingjusöm.

Þetta stutta vídeó er úrdráttur úr bókinni, sem mætti alveg endurskíra úr 1984, í 2020.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Flýið.

Lifið.

Einfalt.

Guðjón E. Hreinberg, 5.6.2022 kl. 17:10

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Guðjón,

Já, það verður ekki vært hér á landi og víðar, nái allt þetta ógeð fram að ganga.

Kristín Inga Þormar, 5.6.2022 kl. 17:25

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Biblían hefur sagt okkur frá þessu sem í vændum er. Í Opinberunarbókinni 13.kafla segir frá 14.versi og út kaflann, sjá hér fyrir neðan, takið eftir því sem stendur í versi 16 og 17.

14 Og það leiðir afvega þá, sem á jörðunni búa, með táknunum, sem því er lofað að gjöra í augsýn dýrsins. Það segir þeim, sem á jörðunni búa, að þeir skuli gjöra líkneski af dýrinu, sem sárið fékk undan sverðinu, en lifnaði við.

15 Og því var leyft að gefa líkneski dýrsins anda, til þess að líkneski dýrsins gæti einnig talað og komið því til leiðar, að allir yrðu þeir deyddir, sem ekki vildu tilbiðja líkneski dýrsins.

16 Og það lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa, setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín

17 og kemur því til leiðar, að enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess.

18 Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins, því að tala manns er það, og tala hans er sex hundruð sextíu og sex.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.6.2022 kl. 20:39

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Tómas,

Þetta er alveg magnað, og einmitt sérstaklega vers 16 og 17! Það er ótrúlega sorglegt að þessir gömlu spádómar biblíunnar skuli að vera að rætast svona beint fyrir framan augun á okkur.

Og rétt eins og aðgerðirnar í nýafstöðnum "heimsfaraldri" sem voru samræmdar um mest allan heim, þá hlýtur það að vera tímaspursmál hvenær svona eftirlit með okkur verði kynnt til leiks hér á landi.

Væntanlega undir því yfirskini að verið sé að vernda okkur á einhvern hátt, því þannig er svo auðvelt að klípa mannréttindin af okkur smátt og smátt.

Kristín Inga Þormar, 5.6.2022 kl. 22:16

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæl Kristín.

Mér kom annað vers í hug úr Opinberunarbókinni og það er í 6.kaflanum vers 1 og 2, en það hljóðar svona:

1Og ég sá, er lambið lauk upp einu af innsiglunum sjö, og ég heyrði eina af verunum fjórum segja eins og með þrumuraust: "Kom!" 2Og ég sá, og sjá: Hvítur hestur, og sá sem á honum sat hafði boga, og honum var fengin kóróna og hann fór út sigrandi og til þess að sigra.

Í mínum huga þýðir hvítur hestur og sá sem á honum sat sem hafði boga. Hvítur merkir þann sem fer um án þess að beita vopnavaldi, bogi er vopn en þar er ekki talað um ör, því hann hefur ekki þurft að fara um með vopnavaldi. Kórónan í þessu tilfelli er ekki eitthvað sem hann hefur á höfðinu, það kemur annarsstaðar fram í Op. þar sem talað er um Jesú að hann ber kórónu á höfði sínu og þar merkir það vald sem Honum er gefið, en í þessu tilfelli held ég að verið sé að tala um kórónu - veiruna, án þess að veiran sé sérstaklega nefnd á nafn hér. Hann fór út sigrandi og til þess að sigra, þannig fór kórónuveiru áróðurinn út um alla heimsbyggðina og lagði allar þjóðir undir sig eða öllu heldur undir WHO og BG.

Biblían er lifandi Orð Guðs sem er fullt af opinberunum og leiðsögn fyrir þá sem vilja ganga á Guðs vegum. Þar eru margir leyndardómar sem vert er að gefa gaum að.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.6.2022 kl. 22:53

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Sjáið þið þetta á - jonasg-egi.blog.is?  og  jonasg-eg.blog.is 

Ef eitthvað kemur fyrir þá vitum við hver það er. Hver hélt sýninguna. og hver sýndi mér? Voru félagarnir á námskeiði á meðan að haremið var í gangi? Í skáldsöguna mína. Sönn, auðvitað. Draumurinn The Harem. Sjá og sjá -

5.6.2022 | 21:22

Í skáldsöguna mína.

Ég sá að síðan mín var sögð hættuleg.

Auðvitað skiljum við það. 

Ef eitthvað kemur fyrir þá vitum við hver þar er að verki.

Er myndin í huga allra?

000

Sönn, auðvitað.

Draumurinn 

The Harem. 

Sjá og sjá - 

Dimmt og sést ekki eða illa þakið. 

Einhverjar vegg einingar á gólfi. 

Sést niður á svæðið. 

Mikið öskur hveður við. 

Konur í Evu klæðum hlaupa út úr einingunum. 

Þær virðast reyna að skyggnast um í áttina að öskrinu. 

Karlarnir eru dökk klæddir, einhverskonar smóking? 

Hugurinn er eitt spurningamerki. 

Þekki eina, fer niður til hennar og tjái mig. 

Konan verður vör við eitthvað og lítur til mín,

en virðist ekki sjá neitt. 

Hugsun, skrattinn, spurning? 

Færi mig nokkuð frá, og þar kemur maður. 

Hann lítur til mín, en virðist ekki sjá neitt. 

Sýnist sem ég hafi séð hann áður í draumi og í okkar heimi. 

Hugsa, sá einhver eiginmaðurinn konuna sína

og varð yfir sig hissa á sviðsetningunni?

Voru það félagarnir? 

Voru hinir félagarnir á námskeiði á meðan?

Muna, skáldsaga, hlítur það ekki að vera? 

000

 

MUNA,

Veröldin er orkuknippi, 

veröldin er heilmynd, 

það er þrívíð veröld, með snertingu. 

Þarna er hægt að hoppa á milli í fjölheimum, multiverse. 

Við getum verið að hluta í ýmsum heimum, 

og haft mismunandi skinjun. 

Hver hélt sýninguna?

Meira?

Egilsstaðir, 05.06.2022   Jónas Gunnlaugsson

000

5.6.2022 | 21:42

Ábending. Það hjálpar ekkert að drepa einhvern. Nú sjáum við að stríðið var eintóm vitleysa. Ekki ráðast á neinn fyrir að segja satt. Við höfum gert nóg illt af okkur. Við eigum að skammast okkar. Lögum allt. Stöðva stríðin strax

Ábending. Það hjálpar ekkert að drepa einhvern. Nú sjáum við að stríðið var eintóm vitleysa. Ekki ráðast á neinn fyrir að segja satt. Við höfum gert nóg illt af okkur. Við eigum að skammast okkar. Lögum allt. Stöðva stríðin strax

5.6.2022 | 20:48

Auðvitað er þetta ábending.

Það hjálpar ekkert að drepa einhvern.

Nú sjáum við að stríðið var eintóm vitleysa.

Ekki ráðast á neinn fyrir að segja satt. 

Við höfum gert nóg illt af okkur. 

Við eigum að skammast okkar. 

Lögum allt.

Stöðva stríðin strax 

Egilsstaðir, 05.06.2022    Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.6.2022 kl. 00:12

7 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll aftur Tómas,

Ég verð að játa að ég hef ekki mikið lesið í Biblíunni, en þetta er svo sannarlega athyglisvert sem þú ert að segja.

Kristín Inga Þormar, 6.6.2022 kl. 20:02

8 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Jónas,

Ertu að semja skáldsögu? Ég er alveg sammála þér með stríð, þau bitna alltaf mest og verst á blásaklausu fólki.

Kristín Inga Þormar, 6.6.2022 kl. 20:03

9 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég var að hugsa um hvort þið sæuð bloggin mín.  

Sjáið þið þetta á - jonasg-egi.blog.is?  og  jonasg-eg.blog.is 

Jónas Gunnlaugsson, 7.6.2022 kl. 07:05

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Norðmaðurinn Nonni feiti,
nammi vildi kaupa.
Sér þá löggumann á leiti,
í leiftri hóf að hlaupa.

Geir Ágústsson, 8.6.2022 kl. 11:59

11 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll aftur Jónas,

Ég sé alltaf bloggin þín ef þú ert búinn að setja inn nýjar færslur.

Kristín Inga Þormar, 9.6.2022 kl. 19:27

12 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Geir,

Ha ha, góður!

Kristín Inga Þormar, 9.6.2022 kl. 19:29

13 Smámynd: Loncexter

Segjum sem svo að norsk stjórnvöld vildu kortleggja alla þá sem aðhyllast gyðingdóm, er það orðið nokkuð auðvelt með þessu kerfi. Það þarf ekki margar kvittanir úr matvörubúðum til að sjá hverjir borða ekki svínakjöt.

Einnig gætu yfirvöld líka áttað sig á því, hverjir eru ólíklegir til að taka út viðbótarsparnaðin sökum þess hversu óhollan mat þeir kaupa.

Loncexter, 9.6.2022 kl. 21:56

14 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Loncexter,

Þetta eftirlitskerfi er bara byrjunin, það verður farið að fylgjast með hverju skrefi fólks og refsa því ef það "fer út af sporinu".

Fólk þyrfti að kynna sér hið kínverska Social Credit Score System sem glæpahyskið í WEF eru svo hrifið af og vill setja á mannkynið!

Kristín Inga Þormar, 10.6.2022 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband