17.6.2022 | 18:08
Er þetta ekki falleinkunn fyrir þessi svokölluðu "bóluefni"?
Nú birtast hver fréttin á fætur annarri um sjúklinga sem liggja inni á Landspítalanum með eða vegna veirunnar sem okkur hefur verið kennt að óttast meira en lífið sjálft, og að alvarleg veikindi séu að aukast.
Nei takk, engar sprautur í minn handlegg
Á vef landlæknis kemur fram að flestir þeirra sem hafa verið að greinast síðustu daga hafi ekki fengið Covid áður, en endursmit eru undir tíu prósent af daglegum smitum.
Flestir þeirra sem liggja inni eru eldri en sjötíu ára en alvarleg einkenni sjást aðallega hjá þeim sem hafa fengið þrjár eða færri bólusetningar.
Almenningur, sérstaklega þeir sem eru áttatíu ára eða eldri eða með undirliggjandi sjúkdóma, er hvattur til þess að gæta að sínum sóttvörnum. Þeir sem ekki eru bólusettir eru þá hvattir til þess að þiggja bólusetningu og þeir sem eru yfir áttatíu ára eða á hjúkrunarheimili til þess að þiggja fjórða skammt bólusetningarinnar. (Áherslan er mín)
Glórulaus hræðsluáróður Þórólfs
Sóttvarnalæknir segir að margir þeirra sem nú greinist með kórónuveiruna hafi ekki fengið fjórða skammt bóluefnis og það kunni að vera orsök fjölgunar sjúklinga með alvarleg veikindi. Hann sér ekki fyrir sér að koma aftur á takmörkunum vegna fjölgunar smitaðra. (Áherslan er mín)
Ef ein, tvær, eða þrjár sprautur dugðu ekki, hvers vegna er þá verið að hvetja fólk í þá fjórðu?
Sjáiði lygina hjá honum frá því fyrir ári síðan, dettur engum fréttamanni í hug að bera þetta upp á hann og spyrja hann hvernig á því standi að nú sé aukning á alvarlegum veikindum vegna Covid - þrátt fyrir allar sprauturnar?
Þórólfur Guðnason í viðtali við Fréttablaðið 21. júní
Það geta verið aukaverkanir með þessum bóluefnum, þær eru mjög sjaldgæfar og miklu sjaldgæfari heldur en af Covid-sýkingu, útskýrir Þórólfur. Og það eru bara tveir kostir í boði, annaðhvort að fá Covid eða að fá bólusetningu, bætir hann við. (Áherslan er mín)
Ekki dugðu "bólusetningarnar" þessum tveim ungu konum
Bólusett Inga með Covid í þriðja skiptið
Inga finnur fyrir kvefeinkennum og er hennar upplifun svipuð því þegar hún veiktist af Covid-19 í annað skiptið. Í fyrsta skiptið var hún ekki bólusett og því voru þau veikindi talsvert meira íþyngjandi.
Mbl.is 16. júní 2022
Bólusett Ingibjörg Dögg með Covid í annað sinn: Hélt í vonina um að þetta væri misskilningur
Ég get víst ekki afneitað þessu lengur, ég er komin með Covid í annað sinn, skrifar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, sem sýktist af kórónuveirunni í annað sinn. Ingibjörg skrifar langan pistil um málið og útskýrir það hvernig það gat gerst að hún hefði veikst í annað sinn og það meira að segja tvíbólusett.
Mannlif.is 18. desember 2021
Lygar á lygar ofan um gæði, virkni og öryggi "bóluefnanna" - örfá dæmi
Virkt og öruggt bóluefni - Björn Rúnar á Bylgjunni
Læknafélag Íslands 1. desember 2020
Ingileif: Bóluefni Astra Zeneka veitir mjög góða vernd
Rúv.is 25. febrúar 2021
Ingileif prófessor í ónæmisfræði: "Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram í rannsóknum" (um bólusetningar á börnum)
Mannlif.is 5. janúar 2022
Bóluefni Janssen með 66% virkni
Fréttablaðið 29. janúar 2021
Þórólfur: Samfélagslegt ónæmi að nást með bólusetningum
Fréttablaðið 21. júní 2021
Öll bóluefnin eru góð, segir Ragnheiður. Við erum að tala um aukaverkanir sem eru svo örlitlar að það er örugglega meiri hætta af því að bara fara út í búð, bætir hún við.
Fréttablaðið 21. júní 2021
Það mikilvægasta sem við getum gert til að halda samfélaginu gangandi og lágmarka veikindi sé það sé góð þátttaka í þessum bólusetningum sem nú eru í fullum gangi, að mati Magnúsar Gottfreðssonar læknis.
Bloggfærsla mín 17. desember 2021
Never forget they are safe and effective.
Vídeó með rödd Anthony Fauci undir
Skoðum aukaverkanirnar eftir þessi "góðu og öruggu bóluefni"
Hvað er alvarleg aukaverkun?
Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum. Einnig eru þær tilkynningar sem taldar eru klínískt mikilvægar flokkaðar sem alvarlegar.
Eins og sjá má af myndunum hér að ofan er búið að tilkynna um 6.173 aukaverkanir sem er fjölgun um fjórar á þrettán daga tímabili, og þar af eru þrjár alvarlegar!
Hvar eru rannsóknarblaðamenn þessa lands? Eru þeir múlbundnir?
Ekki hafa birst mörg viðtöl við eða margar frásagnir um fólk sem hefur misst heilsuna eða látist eftir sprauturnar hér á landi, en hér eru nokkrar erlendar.
Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að það sem hefur komið fyrir "bólusett" fólk í öðrum löndum, hefur líka komið fyrir Íslendinga.
- https://www.c19vaxreactions.com/real-video-stories.html
- https://covidvaccinereactions.com
- https://childrenshealthdefense.org/defender/sarah-green-16-year-old-neurological-symptoms-pfizer-vaccine
- https://1000covidstories.com
- https://www.vaxtestimonies.org/en
Hér má finna röð vídeóa undir heitinu Young Hearts, sem fjallar um ungt fólk sem hefur dáið skyndilega eða veikst alvarlega eftir sprauturnar.
Engir íslenskir meginstraumsfjölmiðlar fjalla um þetta
En margir erlendir fjölmiðlar sem falla ekki undir þá skilgreiningu gera það af mikilli eljusemi og vandvirkni.
Staðreyndirnar um þessi svokölluðu bóluefni eru skelfilegar, þær valda ótímabærum andlátum, krabbameinum, fósturlátum, andvana fæðingum, og mörgum öðrum óvæntum sjúkdómum hjá áður heilbrigðu fólki.
Ég veit um fjórar konur sem glíma núna við illvíg krabbamein, tvær ungar manneskjur undir þrítugu sem eru allt í einu komnar með MS sjúkdóminn, og um nokkra á besta aldri, jafnvel ungt fólk, sem hefur dáið skyndidauða án nokkurs undanfara, og að minnsta kosti fjórar andvana fæðingar á örfáum mánuðum.
Það er ekkert normalt við þetta!
Það eru líka merki um að sprauturnar skaði ónæmiskerfi fólks (sjá neðsta vídeóið), því fleiri sem eru sprautaðir, því fleiri eru Covid tilfellin.
Gæti það verið skýringin á þessari "bylgju" sem hugsanlega er að koma núna, hjá þjóð sem hefur eitt hæsta bólusetningarhlutfall í heiminum?
Gefið ykkur endilega tíma til að lesa þessar greinar:
- https://healthimpactnews.com/2022/45316-dead-4416778-injured-following-covid-19-vaccines-in-european-database-of-adverse-reactions-sudden-adult-death-syndrome-sads-is-new-category-to-deny-vaccine-deaths
- https://healthimpactnews.com/2022/based-on-vaers-data-for-children-aged-5-to-15-injected-with-covid-19-shots-will-1-million-babies-be-injured-and-killed-if-authorized-for-6-months-to-5-year-olds
- https://healthimpactnews.com/2022/doctors-baffled-by-sudden-increase-in-sudden-adult-death-syndrome-despite-government-data-linking-increased-deaths-to-covid-19-vaccines
- https://expose-news.com/2022/06/11/77k-dead-7million-injured-covid-vaccine-us-uk-eu
- https://expose-news.com/2022/06/16/australia-proves-covid-vaccines-dont-work
- https://expose-news.com/2022/06/15/vaccinated-4-in-5-covid-deaths-canada-since-feb
- https://healthimpactnews.com/2021/covid-shots-are-killing-and-crippling-teens-in-record-numbers-young-children-are-next
- https://www.theepochtimes.com/menstrual-irregularities-uterus-shedding-cases-spike-after-covid-vaccine-rollout-peer-reviewed-study_4462786.html
- https://expose-news.com/2022/06/10/consequences-covid-vaccination-monkeypox-coverup
- https://stevekirsch.substack.com/p/the-more-we-vaccinate-the-higher
Nennið þið þessu eina ferðina enn?
Grímuskyldu, sóttkvíum, einangrunum, félagsforðunum, spritti, lokunum fyrirtækja, bönnum á ferðalögum, aflýsingu hátíða þar sem fólk kemur saman, og guð má vita hverju fleiru. Meira að segja hér er verið að segja okkur að ganga hægt um gleðinnar dyr í dag, 17. júní!
Og nú er búið að setja á grímuskyldu á Landspítalanum og takmarka heimsóknir.
Ætli næsta skrefið verði ekki að loka gamla þrí- eða fjórsprautaða fólkið inni í enn eitt skiptið?
... og svo koll af kolli, við þekkjum þetta öll.
Ballið er byrjað aftur gott fólk, spurningin er því hvort þið ætlið að falla fyrir þessu eina ferðina enn - og fara í fleiri sprautur?
Gerið samt eitt áður, kynnið ykkur hvað skaða og hörmungum þessi svokölluðu "bóluefni" hafa valdið um allan heim.
Athugasemdir
Þetta rugl er með ólíkindum. Svo mætir yfirmaður landsspítalans í
viðtal í blíðskaparveðri með "andlitsbleyju" til þess eins
undirstrika óttan enn eina ferðina.
Allar líkur eru því miður á því, að "hjarðheimskan" haldi áfram
vegna þess að það náðist aldrei "hjarðónæmi"
Ótrúlegt og sorglega satt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.6.2022 kl. 19:15
Sæl Kristín og þakka þér enn og aftur fyrir þína miklu vinnu í að taka saman og upplýsa þá sem vilja heyra um alvarleika "bóluefnanna" og lygina sem á borð er borin og fólk tekur við hugsunarlaust.
Landlæknir og sóttvarnarlæknir geta ekki annað en vitað um afleiðingar þessara efna sem verið er að dæla í fólk, þau geta ekki verið svo blind að þau sjái ekki hvað er að gerast. En hvað veldur að þau sí og æ feta í fótspor Fauci og hvetja fólk í sprautur og ekki bara eina eða tvær heldur þrjár og nú fjórar?
Allt sem Fauci sagði í upphafi og Þórólfur bergmálaði hefur ekki staðist. Virkni og örruggleiki sprautana hafa ekki staðist það sem lofað var. En af hverju sér fólk ekki í gegnum lygarnar, en trúir hverri nýrri lygi sem að þeim er rétt?
Hvað fréttamenn varðar þá eru það bleyður sem ættu að finna sér eitthvað annað að gera, þau eru ekki starfi sínu vaxin.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.6.2022 kl. 22:45
Enginn er að falla fyrir Apabólu-panikkinu, svo þeir reyna bara gamalreynda Kína-Kvefið aftur.
Ef það bregst, þá veit ég ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.6.2022 kl. 23:16
Sæll Sigurður,
Já satt segirðu, þetta rugl er alveg með ólíkindum, og því miður standa Íslendingar nágrannaþjóðum sínum langt að baki hvað varðar rænu og vitund um það sem er að eiga sér stað í heiminum í dag.
Er þjóðin svona löt að hún nenni ekki að lesa sér til gagns annars staðar en á RÚV og flestum hinna fjölmiðlanna, sem fjalla akkúrat ekkert um þessi mál?
Hvað þarf að gerast til að þjóðin vakni? Þegar fleiri skaðast og/eða deyja eftir eitursprauturnar, og búið er að svipta okkur öllu eins og búið er að ákveða fyrir okkar hönd að okkur forspurðum?
Kristín Inga Þormar, 17.6.2022 kl. 23:44
Sæll Tómas,
Þakka þér kærlega fyrir, já þetta er gríðarleg vinna en ef skrif mín vekja einhverja, þá er ég þakklát.
Í vel á annað ár er ég búin að verja örugglega einhverjum þúsundum klukkutíma í að lesa og horfa á efni eftir hámenntað og heiðarlegt vísindafólk sem hefur engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta vegna þessara "bóluefna".
Margt þetta fólk hefur þurft að upplifa útskúfun, smánun, ritskoðun og atvinnumissi fyrir að dirfast að tala gegn þessari einu leyfðu umræðu - eða lofræðu um þessi eiturefni sem eru þegar búin að valda milljónum ólýsanlegum skaða - og á sama tíma gefa mörgum stjarnfræðilegan auð.
Auðvitað vita landlæknir, sóttvarnalæknir, stjórnvöld, blaðamenn, Kári og margir læknar allt um skaðsemi þessara efna, nógu margar sannanir er búið að senda öllu þessu fólki!
Það má spyrja sig hvort allt þetta fólk sé að vinna í þágu einhverra annarra en þjóðar sinnar?
Kristín Inga Þormar, 17.6.2022 kl. 23:46
Sæll Ásgrímur,
Er WHO ekki búið að boða röð faraldra næstu 10 árin eða svo? Blessaður vertu, það verður ekkert vandamál hjá þeim að finna einhverja nýja "ógn", eða enn "skæðara afbrigði" af Kínakvefinu.
Og þeir hafa alltaf "einu lausnirnar sem virka", fleiri eitursprautur!
Kristín Inga Þormar, 17.6.2022 kl. 23:47
Svo má pæla rækilega í öflunum sem vilja afkristna ísland, og hafa hér ,,unlimited race mix" ásamt yfirþyrmandi fjölda kyna og hneigða.
Halda mætti að íslendingar vilji endilega sjá hvernig Guð eyddi sódómu.
Loncexter, 19.6.2022 kl. 18:09
Sæll Loncexter,
Sama þróun á sér stað í öðrum löndum, og hefurðu sérð dragdrottningarnar sem eru sendar í bandaríska skóla? Yfir tvö hundruð þúsundum dollara hefur verið varið í dragdrottningasýningar þar í landi til að rugla kynvitund barna.
Sjá dæmi hér: https://hugotalks.com/2022/06/13/is-life-a-drag-hugo-talks/
Er þetta einhver tilviljun? Ónei, ekki frekar en allar þessar skelfilegu afleiðingar eitursprautanna!
Ég hef ekkert á móti dragdrottningum, en þær eiga ekkert erindi í barnaskólum.
Kristín Inga Þormar, 19.6.2022 kl. 23:04
Margir sögðu það algjört bull, þegar biblían talaði um að satann væri höfðingi þessa heims. Og að á síðustu tímum mundi hann ganga um sem ,,öskrandi ljón"
Ef við horfum á ofsann og bræðina í þeim sem vilja ótakmarkaðar fóstureyðingar og ,,nútímalegri siðvæðingu" er nokkuð ljóst að ,,ljónið" öskrar hátt þessi misserin.
Loncexter, 20.6.2022 kl. 11:48
Sæll aftur Loncexter,
Ég sá nýverið nokkrar tilvísanir í Biblíuna, eða spádóma sem virðast heldur betur vera að koma fram núna.
Og það var ekki uppörvandi lesning.
Kristín Inga Þormar, 20.6.2022 kl. 19:50
Auðvitað er það ekki uppörvandi lesning. En aðal ástæðan fyrir hörmungum heimsins, er ,,ávöxtur" trúlausa fólksins sem hugsar bara um sig og sína.
Loncexter, 21.6.2022 kl. 15:47
Hvernig stendur á því að hvergi er fjallað um dauðsföll og alvarlegar aukaverkanir af "bólusetningunum"? Ég ætla að deila með ykkur því að ég er ekki í minnsta vafa um að systir mín DÓ VEGNA BÓLUSETNINGANNA. Hún var 51 árs og hafði aldrei kennt sér meins. Hún dó í heimahúsi, hafði verið að þrífa og féll framfyrir sig, það var komið að henni daginn eftir. Að sjálfsögðu fór fram krufning og þar kom fram að DÁNARORSÖKIN VAR BLÓÐTAPPI SEM FÓR Í HJARTAÐ. Þegar ég sagði frá þessu og sagði að ég væri þess fullviss að þarna hefði "bóluefnunum" um að kenna, þá sagði einn "bólusetningaþrællinn" (kannski skammast menn sín innst inni fyrir að hafa látið "spila" með sig og það komi út með þessum hætti hjá þeim): ÞAÐ ER ALGJÖRLEGA ÓSANNAÐ. ÞAÐ ER EINMITT MÁLIÐ, ÞETTA OG MÖRG ÖNNUR ATVIK VERÐA ALDREI VIÐURKENNT, EN Í MÍNUM HUGA ER DÁNARORSÖKIN ALVEG Á HREINU....
Jóhann Elíasson, 26.6.2022 kl. 08:49
Sæll Jóhann,
Ég votta þér mína innilegustu samúð vegna dauða systur þinnar. Þetta er því miður ekki fyrsta frásögnin sem ég hef séð undanfarið ár um fullkomlega heilbrigt fólk hér á Íslandi sem deyr skyndilega án nokkurs undanfara eða veikinda, jafnvel kornungt fólk.
Fyrir utan alla þá sem þjást af jafnvel óafturkræfum aukaverkunum eftir þær.
Ég hef líka séð þúsundir slíkra frásagna erlendis frá, og allt fólkið sem lést hafði fengið bölvaðar eitursprauturnar.
Það er ekkert eðlilegt við það að ekkert sé fjallað um dauðsföll og aukaverkanir eftir sprauturnar, ég bloggaði einmitt um það í fyrra hvers vegna Þórólfur væri aldrei spurður út í þetta.
Eina umfjöllunin um þessi svokölluðu "bóluefni" er hversu góð og örugg þau séu og veiti mikla vernd, og að allir eigi að fara í sprautur, og nú þá fjórðu!
Ég get ekki með nokkru móti skilið hvers vegna fólk hleypur endalaust í þessar sprautur þrátt fyrir að öllum ætti að vera löngu orðið ljóst að þær veita svo sannarlega ekki þá vernd sem lofað var, heldur þvert á móti.
Svo var verið að verðlauna fólk eins og Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur og Má Kristjánsson með heiðursorðum fyrir störf sín í þágu þjóðarinnar í "heimsfaraldrinum". Fyrir utan auðvitað þríeykið sem var skreytt með orðum í fyrra!
Og þjóðin elskar enn Þórólf sinn....
Kristín Inga Þormar, 26.6.2022 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.