VIÐ eigum vísindin, og okkur finnst að heimurinn þurfi að vita það!

Á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF) í september 2022 var meðal annars fjallað um stjórnun á upplýsingaóreiðu, og þar tilkynnti Melissa Fleming sem er aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fyrir alþjóðleg samskipti, að þær (SÞ) "eigi vísindin".

Þarna var hún sérstaklega að vísa til nýrra áætlana þeirra um aðgerðir í loftslagsmálum. Hún minntist á samstarf SÞ við tæknirisana eins og TikTok og Google sem eiga sinn þátt í að stjórna bæði umræðunni og upplýsingum um loftslagsbreytingarnar.

Þessi fundur um stjórnun á "upplýsingaóreiðu" var haldinn vegna mats þeirra á að "falsfréttir" um alvarleg mál eins og loftslagsbreytingar og "heimsfaraldurinn" væru orðnar nánast stjórnlausar.

Hún sagði einnig að þau hafi hafið samstarf við Google eftir að hafa gúgglað loftslagsbreytingar (climate change), og orðið sjokkeruð á að sjá ótrúlega "brenglaðar niðurstöður" efst í leitinni.

Semsagt, SÞ gekk til samstarfs við Google um að auka ritskoðunina, sem ærin er þó fyrir!

Og þetta sagði hún rétt áður en hún sagði að SÞ ættu vísindin.

UN Owns the Science

Sjá hana segja það hér

En hver ákveður hvað eru falsfréttir og hvað ekki?

Svarið er: Þeir sem vilja halda einum ("leyfilegum") málstað að fólki og útiloka önnur sjónarmið, skoðanir, jafnvel aðrar rannsóknir, og í krafti fjármagns síns og valda geta keypt lækna og vísindamenn, háskóla, fjölmiðla, samfélagsmiðla og leitarvélar.

Má til dæmis nefna Bill Gates, lyfjarisana, og nú Sameinuðu þjóðirnar.

Hver kannast ekki til dæmis við þessa meldingu "staðreyndapostulanna" (Fact Checkers) á Facebook þegar "bóluefnin" eru til umfjöllunar?

1016a

Hvað eru vísindi?

Eru þau eitthvað sem einn einstaklingur eða hópur einstaklinga (sem mögulega eru hlutdrægir) ákveða að séu það eina rétta?

Svarið er nei, heldur eru vísindi:

Science is a systematic and logical approach to discovering how things in the universe work. It is also the body of knowledge accumulated through the discoveries about all the things in the universe. 

Sience and the scientific method

Science is ongoing. Science is continually refining and expanding our knowledge of the universe, and as it does, it leads to new questions for future investigation. Science will never be “finished.”

Understanding science 101

Vísindi er vitneskja og það að vita. Vísindalegrar þekkingar afla menn með rannsóknum, það er með kerfisbundinni leit að þekkingu.

Wikipedia

Science will never be “finished.”

Í ljósi þessara skilgreininga á vísindum, hvers vegna eru réttmætar athugasemdir um einhver "ný vísindi" hvergi leyfðar í dag, og þeim sem þær gera jafnvel reknir úr störfum sínu, hæddir og smánaðir og úthýst af öllum miðlum og leitarvélum?

Dæmin um það eru ótal mörg síðan "heimsfaraldurinn" skall á, enginn mátti koma með efasemdir um hann, og hvað þá um "bóluefnin", sem átti að sprauta allt mannkynið með.

Engar spurningar eða efasemdir voru leyfðar, og umfjöllun í nánast öllum (keyptum?) fjölmiðlum var algjörlega einhliða, líka hér á Íslandi.

Og ekkert hefur breyst, nú eigum við að trúa "loftslagsvísindum" með upplýsingum sem við fáum úr fyrirfram matreiddum leitarvélum og fleiri miðlum um að heimurinn sé nánast að farast, og það er gert með þrautreyndum aðferðum sem ég minntist á í þessu bloggi.

Það hefur alltaf verið einhver hræðsluáróður í gangi gagnvart mannkyninu, einungis til þess að hafa stjórn á því, og það má best sjá núna á því sem gengið hefur á undanfarin ár.

Við vorum hrædd upp úr skónum við einhverja utanaðkomandi "ógn", og gáfum fúslega frá okkur sjálfsögð mannréttindi okkar hvað eftir annað, vegna þess að verið var bara að "vernda okkur".

Viljið þið endurtaka leikinn eina ferðina enn eða segja stopp, hingað og ekki lengra?

Hvernig ætlið þið að bregðast við þegar næstu faraldrar sem WHO er búið að boða næstu 10 ár verða kynntir til sögunnar?

Leyfa enn og aftur að öllu sé skellt í lás og láta sprauta ykkur með einhverjum "bóluefnum"?

"Bóluefnum" sem framleiðendurnir vissu fyrirfram að myndu gera lítið annað en valda skelfilegum skaða og dauða - en færa þeim óheyrilegan auð?

Ykkar er valið! Haldið áfram að trúa og treysta RÚV og Google, eða farið að kynna ykkur annars staðar hvað raunverulega er að eiga sér stað í heiminum í dag.

Fearmongering

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ef Galíleó kæmi aftur, yrði honum umsvifalaust stúngið á geðsjúkrahús.

Guðjón E. Hreinberg, 17.10.2022 kl. 00:11

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir allt hér ad ofan.

En thví midur er fólk ennthá hálf sofandi og dofid.

Thessi óútskýrdu andlát hjá ungu fólki sem ekkert var ad fyrir

sprautur er ekki skodad og enn les madur um fólk á besta aldri

sem allt í einu er brádkvatt. Af hverju er thetta ekki skodad.??

Er ollum thessum embaettum sem eiga ad standa vord um okkar heilbrigdi

og velferd drullu sama.??

Ég hef sagt thad ádur og segi aftur. Thad sem nádist med thessum

"tilbúna faraldri" var HJARDHEIMSKA á haesta stigi hjá thjód sem telur sig

vera svo vel lesna og upplýsta en sýndi svo framm á ad svo er

heldur betur ekki. Enda er sama hvert litid er á Íslandi, thad er

allt í klessu og skiptir engvu máli hvada málaflokk thú tekur fyrir.

Hvernig skyldi nú standa á thví.??

Er thad vegna thess ad flestir ef ekki meirihuti stjórnmálamanna og

embaettismanna hafa aldrei unnid handtak sem gefur eitthvad til baka

í thjódarbúid.?? Koma oftast beint úr skólum og

búa jafnvel ennthá í foreldrahúsum..?? Hreidrid svo gott og aldrei

thurft ad bera ábyrgd á einu né neinu..??

Held thad thví midur og vegna thess er ástandid eins og thad er í

stjórnun thessa lands.Allt í molum og rétttrúnadurinn látinn ráda 

heldur en gód skynsemi, stadreyndir og sjálfsogd gagnrýni og spurningar. 

Átti ekki "mennt er máttur" ad standa fyrir einhverju..??

Hef thví midur ekki séd thad undanfarin ár.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.10.2022 kl. 06:03

3 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Guðjón,

Já ætli það ekki bara, og myndi aldrei losna út aftur?

Kristín Inga Þormar, 17.10.2022 kl. 09:54

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Sigurður,

Já því miður virðist það vera þannig, allt of margir virðast ekki hafa hugmynd um hvað raunverulega er í gangi í heiminum í dag, og eru kannski ekki enn farnir að tengja sprauturnar við öll þessi óútskýrðu andlát og skyndileg túrbó krabbamein og alls konar nýja sjúkdóma og heilsubresti.

Kannski megna þeir það ekki, því sannleikurinn væri allt of sár, og því sé betra að ríghalda í blekkingarnar sem þeir trúðu svo heitt og innilega.

Hverjir stjórna Íslandi, koma flestar eða allar skipanir erlendis frá? Það er svo augljóst að aðgerðirnar í "heimsfaraldrinum" voru svo samræmdar aðgerðum í öðrum löndum, að það er hreint engin tilviljun.

Enda er verið að eyðileggja heilu samfélögin núna vegna aðgerða sem eru mannanna verk og engra annarra, nærtækasta dæmið er Holland þar sem verið er að neyða bændur til að leggja af búskap sinn til að "bjarga loftslaginu".

Þeir sem eru að fækka mannkyninu núna með eitursprautunum fara hreint ekkert leynt með áætlanir sínar, þær eru allar fyrir opnum tjöldum ef fólk nennir að leita þeirra.

Árið 2030 munum við ekkert eiga og vera hamingjusöm segir WEF. Fólk þarf að kynna sér þessi plön þeirra um örlög mannkynsins, að því forspurðu.

Það er ekki endalaust hægt að skýla sér á bak við að hafa ekki hugmynd um neitt því maður hafi ekki lesið um það á RÚV eða öðrum sambærilegum miðlum.

Kristín Inga Þormar, 17.10.2022 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband