Að umbera allt er uppskrift að hörmungum - og ákall til foreldra skólabarna!

Að umbera allt er uppskrift að hörmungum sagði maður að nafni Stephen Hilton meðal annars í vídeói sem þið sjáið hér neðst.

Þessi orð hans urðu mér hugleikin, því erum orðin svo vön því að eiga að fagna fjölbreytileika mannlífsins og vera umburðarlynd gagnvart minnihlutahópum eins og t.d. samkynhneigðum, semsagt, að vera fordómalaus.

Það höfum við svo sannarlega verið og þykir flestum sem betur fer eðlilegt að styðja við mannréttindabaráttu samkynhneigðs fólks, sem hefur fært þeim sjálfsögð réttindi sem þau höfðu ekki áður.

0505cEn nú er okkur sagt að að kynin séu mörg og alls konar, líffræðileg og félagsleg og núna getur fólk einhvers staðar skilgreint sig sem einhver af tugum "kynja" eins og sjá má skjámynd af hér.

Reyndar virðist skilgreiningum á fjölda og kynja ekki bera saman á þessari síðu og þessari, og það vekur athygli mína hversu ólíkar "tegundir" kynjanna eru á milli þessara tveggja síðna.

Kannski má finna enn fleiri "kyn" og enn meiri fjölbreytileika annars staðar. Reyndar veit ég ekki hvað mörg "kyn" fyrirfinnast hér á landi.

Foreldrar, nú er mikil hætta á ferðum!

Á þessum skjámyndum má sjá sláandi ummæli foreldra og einnar ömmu um reynslu og upplifun barna þeirra af þessari "fræðslu".

Þið verðið að smella á myndirnar til að sjá þær betur.

0508j

0508k

 

 

 

 

 

 

Nú er þessi vægast sagt vafasama "kyn- og kynjafræðsla" komin inn í að minnsta kosti í einhverja skóla hér á Íslandi, og hefur valdið sumum börnum angist og vanlíðan.

Ég er ekki viss um að margir foreldrar hafi hugmynd um hvers konar "kynfræðslu" börn þeirra eru að fá, allt niður í leikskólabörn, hvað þá hverjir sjái hugsanlega um þessa "fræðslu".

Margir foreldrar hafa orðið fyrir áfalli við að komast að hverju verið er að troða inn í kollana á börnunum þeirra, eins og sjá má á þessum myndum.

Ég þekki eina konu sem á barn í Smáraskóla sem bað um að barn hennar þyrfti ekki að sitja undir þessari "fræðslu", en var synjað um það.

Sjáið hlekki á skrif mín um þessi mál og önnur nátengd hér neðst á síðunni.

Ég skora á alla foreldra og/eða foreldrafélög að spyrja skólastjórnendur sinna barna um hverjir séu að veita börnunum þeirra kynfræðslu, og krefjast að fá að sjá námsefnið ef það eru Samtökin 78 sem sjá um hana - og fá fyrir það háar fjárhæðir.

Þið verðið að gera þetta sjálf því engir aðrir munu gera þetta fyrir ykkur!

Ég er ein fjögurra kvenna sem fóru á dögunum upp í Smáraskóla til að spyrjast fyrir um plaköt með kynfræðslu fyrir börn sem héngu þar á veggjum skólans, og hverjir sæju um kynfræðslu þar. Reyndust það vera Samtökin 78.

Arndís Hauksdóttir prestur er ein okkar og var hún í frábæru og  fróðlegu útvarpsviðtali í gær um kynfræðslu barna sem gengur of langt. Þið þurfið að hlusta á það og skoða plakötin sem eru sýnd þar með gagnrýnum augum.

Prófið jafnvel að ímynda ykkur hvernig þessi plaköt litu út ef raunveruleg börn og fólk hefðu verið notuð sem fyrirsætur.

Uppfærsla:

Til áréttingar, þá eru þessi plaköt á vegum Reykjavíkurborgar, en ekki Samtakanna 78 (eins og ég fjallaði um í eldra bloggi um kynfræðslu barna).

Þau segjast ekki sjá um almenna kynfræðslu í skólum, heldur aðeins hinseginfræðslu. Þetta segja þau meðal annars í athugasemd við útvarpsviðtalið sem ég vitnaði í hér ofar.

En hér má sjá fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ:

Fræðsla Samtakanna ’78 er vönduð hinseginfræðsla, byggir á gagnreyndum aðferðum, nýjustu rannsóknum, og fer fram í góðu samráði við hinsegin fólk. Samkvæmt samningi sveitarfélagsins við samtökin verður veitt fræðsla um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Markmið fræðslunnar er fyrst og fremst að veita þekkingu á hinsegin málefnum. (Áherslan er mín)

Nú virðast samtökin ekki segja alveg satt og rétt frá í athugasemdinni miðað við þessa fréttatilkynningu.

Það mætti spyrja hvort fræðsla um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks flokkist ekki undir kynfræðslu, sem færi betur í höndum fagfólks eins og skólahjúkrunarfræðinga?

Það virðist liggja einhver leyndarhjúpur yfir kennslugögnum samtakanna, og foreldri í Smáraskóla sem ég spurði, hefur ekki fengið að sjá þau.

Margir foreldrar eru afar ósáttir yfir því að hagsmunasamtök hafi verið fengin til að sjá um fræðslu fyrir börnin þeirra, og sum hafi komið heim með brenglaðar hugmyndir um eigin kyn, ótta og vanlíðan.

Svona "fræðsla" á ekkert erindi til ungra barna.

Endir uppfærslu.

Helga Dögg Sverrisdóttir kennari

Vil ég líka sérstaklega benda á blogg Helgu Daggar Sverrisdóttur kennara, sem var kölluð á teppið af rétttrúnaðar skólastjórnendum Akureyrarbæjar fyrir að fá birta grein í Morgunblaðinu þar sem hún spyr hvort Samtökin 78 gerist brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga með þessari "kynfræðslu" sinni.

Rekur hún þar þá sögu og birtir mikinn fróðleik, sérstaklega varðandi þennan stórskaðlega transaktívisma sem verið er að lauma inn námsefni barnanna okkar.

Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði flotta grein um tjáningarfrelsi kennara (Helgu Daggar). Undir henni má meðal annars sjá athugasemdir tveggja bálreiðra transkvenna sem því miður misskilja málið hrapallega, og ráðast með fordómafullum hætti að höfundinum.

Það mætti halda að sumum eigi að leyfast að "vera með fordóma", ekki öðrum.

Og það má greinilega ekki hafa skoðanir á eða áhyggjur af "kynfræðslu" Samtakanna 78, það teljast greinilega fordómar.

Þeim virtist fyrirmunað að skilja að þetta er umræða sem á fullkomlega rétt á sér, sérstaklega þar sem hún varðar börnin okkar! Og þessi frekja þeirra er málsstað transfólks svo sannarlega ekki til framdráttar.

Verður þetta nýja "normið" sem við eigum að umbera og sætta okkur við - í nafni "fjölbreytileikans"?

Svari hver fyrir sig, og ég segi nei, kynin eru bara tvö, karl er karlkyns og kona er kvenkyns, og það eru bara konur sem geta gengið með og fætt börn.

0415a

Eru réttindi transfólks meiri en foreldra?

Hvað eru margir trans einstaklingar hér á landi? Enginn amast við því að fullorðið fólk fari í kynleiðréttingu, en þessi svokallaða "kynja- og transfræðsla" Samtakanna 78 er ekki boðleg, hún er stórhættuleg ungum sálum!

Og eins og ég segi í titlinum, að umbera allt er uppskrift að hörmungum. Við eigum ekki að umbera þetta eða sýna því einhvern "skilning". Og það hefur ekkert að gera með að fagna einhverjum fjölbreytileika.

Þessi "kynfræðsla" sem er núna er verið að innleiða hér á landi er nátengd öðrum pervertisma, eða barnagirnd og barnaníði, en með þessari svokölluðu "kynfræðslu", að kenna börnum meðal annars að fróa sér og vera kynverur, er verið að undirbúa þau til þess að verða "móttækileg" fyrir barnaníðingum og öðrum óþverrum.

Þessi skelfilega þróun er komin lengra í Hollandi en hér á landi, eins og sjá má af því sem þessi hollenska móðir segir, en hún á dóttur í leikskóla.

Nú vilja SÞ og WHO lögleiða afglæpavæðingu kynlífs með börnum, enda sé annað brot á mannréttindum barnaníðinga, og segja meðal annars að börn eigi að eiga bólfélaga. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér hvaða hryllilegu afleiðingar geta orðið af þessu fyrir börn!

"Minor Attracted Persons" ?!?!?!! A Flag & Parade Now???

Athugið: YouTube er búið að fjarlægja þetta vídeó - sem betur fer, en hér er hlekkur á umfjöllun um það annars staðar frá, og hér er önnur.

Í þessu vídeói sjást meðal annars ummæli og réttlæting tveggja einstaklinga á barnagirnd og barnaníði, og útskýring á "The Pedo Flag", barnaníðsfánanum.

Annar þeirra er kona sem kynnir sig sem löggiltan fagráðgjafa og kynlífsráðgjafa og segist þarna vilja tala um fólk sem laðist að börnum, eða "Minor Attracted Persons" (MAP).

Að þeir séu líklega svívirtasta fólkið í menningu þeirra, og að flestir séu með rangar hugmyndir um þá - án þess að vita raunverulega mikið um þá.

Þessar hugmyndir valdi skaða hjá þessum þegar jaðarsetta hópi fólks. Hún vilji frekar tala um fólk sem laðist að börnum en "barnaníðinga" (gæsalappirnar eru hennar) því barnaníð hafi breyst frá því að vera einhver greining, í móðgun og dómharðar ásakanir gegn þessu fólki sem særi það og valdi því skaða.

Svo heldur hún áfram að verja þessar skoðanir sínar eitthvað lengur ...

Er þetta bara eitthvað fordómaraus í mér?

Klárlega að mati sums fólks, en í mínum huga er þetta allt annað en það,  andstyggð á hryllingi sem er að eiga sér stað núna og ég vil vara fólk við, og þá sérstaklega foreldra ungra barna.

Kæru foreldrar, þið getið - og verðið að stöðva þetta!

Nátengt efni:

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ofaná allt bætist að trannarnir virðast vera upp til hópa ofbeldishneigðir, jafnvel morðóðir. (Uvalde, til dæmis.)

Yrði ekkert hissa ef einn þeirra myndi setja rottueitur í allar skólamáltíðir.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.5.2023 kl. 20:20

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Ásgrímur,

Það er kannski erfitt að alhæfa, en ofbeldi næst oft í mynd, ég er búin að sjá nokkur vídeó þar sem transkonur veitast að fólki fyrir hinar ýmsustu "sakir", eins og til dæmis að tala gegn því að transkonur séu teknar inn í keppnisíþróttir kvenna.

Kristín Inga Þormar, 9.5.2023 kl. 20:47

3 Smámynd: Loncexter

Það eru líklega sálfræðingar sem hafa tekið höndum saman, og hvatt kennara og samtökin 78 til að bulla svona í krökkonum.

Þið sjáið líklega hagsmunatengslin, ekki satt ?

Loncexter, 9.5.2023 kl. 21:47

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er verið að fremja glæp á börnum okkar og það af fólki sem vill hafa sérréttindi, fólk sem fær sitt fram vegna þess að það má ekki "fordæma" það, það á svo bágt. Þvílíkar blekkingar og lygar sem almenningi er beittur. Og stjórnvöld taka fullan þátt í glæpnum með aðgerðarleysi og þöggun.

Þakka þér Kristín fyrir að vekja máls á þessum hræðilegu aðförum að börnum okkar og barnabörnum.

Um ár þúsundir hefur ekki þurft að hafa sérstaka "fræðslu" til að fólk geti fundið sér bólfélaga og/eða til að búa til börn. En að koma í skólana til að innræta börnum sem eiga enn langt í að ná kynþroska er glæpsamlegt. Þetta lið veit nákvæmlega hvað það er að gera, það er að eyðileggja sköpun Guðs með sínum viðbjóðslegu aðferðum.

Biblían segir okkur að "djöfullinn er kominn til að stela, slátra (deyða) og eyða" og það er nákvæmlega það sem er að gerast með þessum aðgerðum. Ég get ekki vorkennt fólki sem stendur að þessum illsku verkum, nú eða stjórnvöldum sem láta þetta viðgangast.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.5.2023 kl. 23:07

5 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Loncexter,

Það mætti kannski spyrja hvers vegna einhverjum hagsmunasamtökum séu greiddar háar fjárhæðir fyrir að sjá um hinsegin fræðslu í skólum, sem þegar allt kemur til alls er ekki bara hinsegin fræðsla, heldur líka um fleira sem lýtur að einhverju sem hefur formerkið "kyn", eins og sjá má hér ofar.

Einhverju sem faglærðar manneskjur ættu að sjá um en ekki samtök sem eru búin að kljúfa sig í tvennt, meðal annars vegna inntöku BDSM áhugafólks inn í samtökin, og þeirra sem boða að kynin séu mörg og allskonar, og að vera hugsanlega ekki í "réttu kyni" sé bara eðlilegt og í lagi.

Hvernig ætli litlu barni líði þegar ímynd þess um lífið er kannski snúið á hvolf með því að fara að efast um að pabbi sé karl og mamma kona - og/eða að eldra systkinið sé kannski "stálp"?

Í mínum huga er það kristaltært að kynin séu bara tvö, og þótt einhverjir örfáir einstaklingar af öllu mannkyninu telji sig vera trans eða eitthvað annað kyn, þá hafa þeir engan rétt á að koma inn einhverjum hugmyndum sem veldur óþroskuðum hugum þeirra vanlíðan.

Við vitum mörg um WEF sem er búið að þjálfa marga framtíðarleiðtoga í sínum skóla og búið er að koma fyrir í mörgum ríkisstjórnum, og þá sem vita ekki ennþá hvað WEF er og hvað það stendur fyrir er bara vorkunn.

Og hvað eru WEF, SF, UN, WHO og fleiri að gera "fyrir" mannkynið í dag?

Þessi svokallaða "kynfræðsla" barnanna okkar, útskúfun konunnar og talið um leghafa í staðinn fyrir konur á Alþingi er eitthvað sem "kemur að utan" - frá illum öflum, svo ekki er hægt að afneita því þegar við sjáum með eigin augum að íslensk yfirvöld taka fullan þátt í þessum viðbjóði.

En ég er alveg klár á því að þeir íslensku sérfræðingar sem hafa hugsanlega verið kallaðir til leiksins hafi verið blekktir til þátttöku undir yfirskyninu um betri heim fyrir okkur öll, sem þegar kafað er dýpra í sannar að er akkúrat hið gagnstæða.

Ætli það hristi ekkert upp í íslenskum foreldrum að börnin þeirra séu að fá svona "kynfræðslu"?

Kristín Inga Þormar, 9.5.2023 kl. 23:22

6 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Tómas og þakka þér kærlega fyrir.

Ég hef bara engu að bæta við þetta sem þú segir, svo þakka þér kærlega sömuleiðis!

Kristín Inga Þormar, 9.5.2023 kl. 23:26

7 Smámynd: Loncexter

Kynruglunarárátta satans á sér engin takmörk !

Loncexter, 10.5.2023 kl. 16:25

8 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll aftur Loncexter,

Satt segirðu, það er alltaf að koma betur og betur í ljós með hverjum deginum!

Kristín Inga Þormar, 10.5.2023 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband