19.5.2024 | 10:46
Þrír forsetaframbjóðendanna eru með tengsl við WEF og heimsmarkmið SÞ!
Stöð 2 bauð upp á kappræður sex frambjóðenda til forsetaembættisins þann 16. maí s.l.
Mín persónulega skoðun er að öllum frambjóðendunum hefði átt að vera boðið, ekki bara þeim sem einhverjar (óáreiðanlegar?) skoðanakannanir segja efsta.
Svona á bara ekki að gerast í lýðræðisríki!
Þarna er kjósendum ekki gefið færi á að kynnast öllum frambjóðendunum og því sem þeir hafa fram að færa.
En þrír frambjóðendur sem sagðir eru vera efstir í skoðanakönnunum hafa bein tengsl við WEF og SÞ, eins og sjá má í þessari umfjöllun.
Halla Hrund Logadóttir
Ég heyrði Höllu Hrund segja á einhverjum tímapunkti í þættinum að hún væri meðstofnandi og Evrópustjóri samtaka sem kallast Girls for Girls. Það vakti forvitni mína svo ég fór að leita nánari upplýsinga um þessi samtök.
Uppsetningin og orðfærið á síðunni þótti mér ansi kunnuglegt, en það hef ég séð á ótal vefsíðum stofnana og fyrirtækja sem vinna eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Og viti menn, eftir smá leit fann ég tenginguna.
"VIÐ ERUM BREYTINGIN" VERKEFNI
Á leiðtogafundum um Goals for Girls Leadership og í gegnum Young Leader Academy, læra þátttakendur um hin sjálfbæru þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna (áherslan er mín) (UNSDG) og takast á við Goals for Girls Challenge, sem er að: finna leið til að hafa áhrif í samfélaginu þínu með stofnun "Við erum breytingin" verkefnisins.
Stelpur fyrir stelpur .. í samvinnu við "kvennamenningasjóð" Kuwait
Seðlabankinn [í Kuwait] hefur stefnumótandi áætlun sem tengist sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, (áherslan er mín) þjóðarþróunaráætluninni og alþjóðlegum skýrslugerðarstöðlum með það að markmiði að mæla hver þróunin verður og bera hana saman við sett markmið.
Halla Hrund var valin Young Global Leader hjá WEF árið 2019. Hallur Hallsson blaðamaður fjallaði um það hér, og samkvæmt þessari vefsíðu, þá takast þeir ábyrgu leiðtogar sem eru valdir inn á við umbreytandi þriggja ára ferð, takast á við alþjóðlegar áskoranir og knýja fram jákvæðar breytingar.
Má því álykta að hún hafi byrjað sína "ferð" þar árið 2016.
Halla Tómasdóttir
Ég skrifaði blogg um hana þann 9. maí s.l. undir yfirskriftinni Þarna fara ekki alveg saman hljóð og mynd.
Þar kemur fram að hún segist aðeins vera á hliðarlínunni hjá WEF fyrir B Team, sem hún er forstjóri fyrir.
Kannski er hún það persónulega, en ekki fyrirtækið sem hún starfar hjá.
Stutt yfirferð yfir vefsíðu B Team sýnir að árið 2015 var kallað eftir því að alþjóðlegir leiðtogar stefni á "net-zero", eða núll kolefnislosun fyrir árið 2050, og að það sé ekki bara æskilegt, heldur nauðsynlegt.
Samhliða kynningu á heimsmarkmiðum SÞ í september 2015 stóð B Team fyrir umræðu um nauðsyn viðskiptaaðgerða til að ná markmiðunum.
Í janúar 2018 gekk B Team til liðs við viðskiptaleiðtoga á ársfundi WEF, þar sem meðal annars var rætt um hvernig fyrirtæki gætu brugðist við vaxandi ógnum vegna minnkandi borgaralegra réttinda fólks um heim allan.
En hvað erum við að sjá í dag, hafa borgaraleg réttindi okkar aukist eitthvað síðustu ár? Nei öðru nær, það er smátt og smátt verið að taka þau af okkur, enda er takmarkið að koma okkur öllum undir eina alheimsstjórn.
Sama ár gaf B Team út nýjar leiðbeiningar til að styðja forstjóra sem vinna að því að uppræta nútíma þrælahald, sérstaklega innan einkageirans.
Það væri fróðlegt að vita hver árangurinn sé af upprætingunni nú sex árum síðar.
Þarna má svo líka sjá gamalkunnu orðin í heimsmarkmiðunum, eins og sustainable, equitable, race, gender, og að sjálfsögðu climate change, en loftslagsmálin og orkuskiptin eru ein stærsta svikamyllan og peningaþvottavélin í gangi í heiminum í dag.
Eins og sjá má á þessari skjámynd, þá setti ég fram tvær spurningar til Höllu á framboðssíðu hennar á Facebook sem greinilega hafa vakið kátínu einhverra.
Degi síðar svaraði hún, en bara annarri þeirra. Átján tímum síðar hefur hún ekki svarað mér aftur.
Uppfærsla 20. maí
Hún er búin að svara:
Katrín Jakobsdóttir
Um hana skrifaði ég 5. apríl s.l. undir yfirskriftinni Nei takk, ég vil okki svona manneskju í embætti forseta Íslands!
Þar vitnaði ég m.a. í orð hennar um að þetta sé mikilvægt embætti, forsetinn þurfi að skilja gangverk stjórnmála og samfélags, geta sýnt forystu og auðmýkt, og gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi.
Þar rakti ég líka tengingu hennar við WEF og WHO, og að hún og hennar ríkisstjórn hafi tengt þessi skelfilegu heimsmarkmið SÞ inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030.
Áður hef ég fjallað um vinfengi hennar við þjóðarleiðtoga sem hafa útskrifast sem "Young Global Leaders", eins og Emmanuel Macron, Justin Trudeau og Jacinda Ardern.
Er þetta fyrirfram ákveðið eða bara einskær tilviljun?
Í þessu vídeói lýsir Klaus Schwab stofnandi WEF hvernig þeir hafi "laumað" sínum leiðtogum inn í ríkisstjórnir um allan heim.
Og nú höfum við hvorki meira né minna en þrjá frambjóðendur til embættis forseta Íslands sem eru sannanlega með tengingar við WEF og heimsmarkmið SÞ!
Hvað segir það okkur?
Kjósum ekki fulltrúa Klaus Schwab inn á Bessastaði!
Þessi 17 heimsmarkmið SÞ eru bara eins og flagð undir fögru skinni, afskaplega aðlaðandi hvert og eitt, en þýða akkúrat hið gagnstæða eins og sjá má þegar kafað er ofan í þau.
Það vantar ekkert upp á mælgi og orðskrúð þessara forsetaframbjóðenda um hve mikið þær vilji standa vörð um hagsmuni þjóðar sinnar, en einhverra hluta vegna spyr enginn fjölmiðill þær krefjandi spurninga um WEF og heimsmarkmiðin, og hvers vegna þær hafi verið að vinna eftir þeim í störfum sínum hingað til.
Eru blaðamenn meginstraumsfjölmiðlanna í dag fáfróðir upp til hópa, eða mega þeir aðeins fylgja ákveðinni línu í störfum sínum?
Ítarefni og skylt efni
- Á forseti Íslands að verja hagsmuni Íslendinga, eða ókjörinna erlendra alþjóðastofnana?
- Viljum við fulltrúa WEF og Davos klíkunnar á Bessastaði?
- Hvers konar manneskja getur haft svona skelfilega skoðun?
- Kafað ofan í 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
- 15 mínútna borgir í Kanada - tilraun hafin á eyjaklasa og QR kóða og skílríkja krafist ef yfirgefa þarf eyjarnar!
- Nú er komið að "hættulegu kolefnisloppuspori" katta og annarra gæludýra!
- Hvers vegna fjallar RÚV aldrei um þessi grafalvarlegu mál?
- Digital Tyranny and the QR code
Hin raunverulegu markmið 17 heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna!
Ég ætla ekkert að efast um að þessir þrír frambjóðendur vilji standa sig vel í embætti sem forseti Íslands, en, og það er stórt EN, manneskjur sem hafa tengingar við WEF og eru að vinna við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eiga ekkert erindi á Bessastaði sem forseti Íslands.
Og ég veit að margir eru mér sammála um það.
Athugasemdir
Frábær pistill að venju hjá þér Kristín.
Þegar maður horfir yfir þessar kosningar, þá er áberandi hvernig
fjölmiðla elítan hampar ákveðnum frambjóðendu og passar sem mest
að fjalla ekki um þann frambjóðenda sem er hæfastur. Komist hann að
er forsetaembættið ekki lengur strengjabrúðu embætti og það óttast
elítan mest. Ég tek mér bessa leyfi og birti samantekt sem hún
Stefanía Jónasdóttir birti á dögunum undir Nei og aftur nei. Hörkugóður
pistill enda góður penni.....
Þarna er bara hreinn og beinn sannleikur eins og þú líka hefur marg
bent á.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.5.2024 kl. 11:36
Er landanum virkilega alls varnað og hversu oft þarf að sýna fólki þetta áður en það rankar við sér? Eða er fólki kannski alveg sama, er það svo upptekið að vinna fyrir afborgununum af verðtryggðu lánunum, upptekið af að vinna fyrir Tenefferðinni fyrir fjölskyldufríið í sumar og fleira að það hefur ekki tíma til að vera að spá í þetta???????? Ef ekki er tími til að hugsa um þetta núna verður of seint að hugsa um þessa hluti þegar við höfum "gloprað" fullveldinu úr höndunum á okkur..................
Jóhann Elíasson, 19.5.2024 kl. 11:46
Sæll Sigurður og kærar þakkir.
Stefanía er frábær penni, og ég setti einmitt þennan pistil hennar inn á FB síðu mína.
Elítan er skíthrædd við að Arnar Þór verði kjörinn, enda er hann eini frambjóðandinn sem virðist vera óhræddur við að standa í lappirnar gegn þessum illu öflum sem þessir þrír frambjóðendur hafa sannanlega tengsl við.
Kristín Inga Þormar, 19.5.2024 kl. 12:07
Sæll Jóhann,
Það hafa verið mér mikil vonbrigði að sjá hversu ómóttækilegir Íslendingar eru fyrir einhverju sem er aldrei fjallað um á RÚV eða hinum meginstraumsmiðlunum.
Það þýðir ekkert að skunda niður á Austurvöll til að mótmæla þegar búið verður að svipta okkur öllu, eins og í búsáhaldabyltingunni þegar skaðinn var þegar skeður!
Kristín Inga Þormar, 19.5.2024 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.