Þarna fara ekki alveg saman hljóð og mynd.

Ég var að hlusta á viðtal við Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda þar sem hún sagði aðspurð að hún sé ekki tengd World Economic Forum (WEF) nema á þann hátt að hún hafi tekið þátt í hliðarfundum þeirra fyrir hönd B Team til þess að kalla eftir meiri ábyrgð WEF í viðskiptum, enda sitji þar ákveðin elíta sem eigi að geta tekið á sig ábyrgð í þeim efnum.

En hver hefur gefið einhverri sjálfskipaðri elítu völd til að ráðskast með hvernig viðskiptum í heiminum er háttað?

B Team séu góðgerðarsamtök í sjálfu sér sem voru stofnuð fyrir 10 árum síðan af fólki sem vill reyna að auka heiðarleika og siðferði í viðskiptum og í rauninni bæta efnahagslífið þannig að það endurspegli betur þarfir alls fólks.

En hvers vegna er milljarðamæringi eins og Sir Richard Branson stofnanda B Team, sem er "Agenda Contributor" hjá WEF, svona umhugað um þarfir okkar allra, og er B Team ekki útibú frá WEF?

Halla á hliðarfundi í Davos 2020

Þarna var hún meðal annars að ræða um sjálfbærni, mikilvægi kynjajafnréttis, að efla þyrfti konur og fleira í þeim dúr.

Ég hefði viljað sjá í viðtalinu spurningar til hennar um Festu, sem eru miðstöð um sjálfbærni, sem gengur út á innleiðingu þessara 17 heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (SÞ), og hvers vegna hún sé að vinna eftir þeim í störfum sínum fyrir B Team.

Halla var þátttakandi í janúarráðstefnu Festu árið 2021, þar sem gestir eins og t.d. Nicolo Schwab (dóttir Klaus Schwab stofnanda WEF) framkvæmdastjóri Nature Based Solutions hjá WEF, og John McArthur forstjóri miðstöðvar um sjálfbæra þróun hjá Brookings stofnuninni mættu.

Yf­ir­skrift hennar var The Great Re­set eða Nýtt upp­haf í anda áherslna hjá leið­andi stofn­un­um eins og Al­þjóða­efna­hags­ráðs­ins (e. World Economic For­um) og B Team sem eru leið­andi í þeim umbreyt­ing­um sem þurfa að verða á við­skipta- og stjórn­ar­hátt­um á heimsvísu.

Ég skrifaði blogg í ársbyrjun 2023 um þessi heimsmarkmið, þar sem ég fjallaði líka um þessa ráðstefnu. Síðar skoðaði ég hvað býr að baki fjórða heimsmarkmiðinu.

Viðtöl við og greinar um Höllu

Mér datt í hug að forvitnast meira um Höllu á netinu, ekki á hinu ritskoðaða Google, heldur leitarvél sem ég fann um daginn, Freespoke.com.

Ég setti inn nokkrar athugasemdir fyrir neðan hverja niðurstöðu.

1. I’ve just returned from Dubai, where the UN Climate Change Conference, COP28, is entering its final, tense moments. At present, the COP28 draft text remains insufficient. Those who are blocking a phase-out of fossil fuels are failing people and the planet.

2. These days, Iceland enjoys economic and social progress like few others. The World Economic Forum has ranked Iceland atop its Global Gender Gap Index for 14 years running. We’ve earned our reputation as the best place in the world to be a woman. And yet.

Heimsmarkmið 5. Jafnrétti kynjanna – Að ná kynjajafnrétti og styrkja allar stúlkur og konur. Pólitískt, efnahagslegt og félagslegt jafnrétti kvenna muna koma öllum jarðarbúum til góða.

Hið rétta er: Útrýma á kristni, jaðarsetja gagnkynhneigð, hampa feminisma, og innleiða LGBTQ stefnuna allsstaðar, og það erum við heldur betur að sjá núna, bæði hér á landi og annars staðar.

3. Leaders are awake to the interconnected crises of climate breakdown, nature loss and inequality. Backlash and intransigence abound, driven primarily by moneyed interests and those who cling to the old power playbook, but the reality of the challenges we face has fully sunk in. Responsible business leaders recognize the need to act boldly and collectively on behalf of the well-being of people and the planet. We must solve these crises together, or we will fail to solve each and every one of them.

Heimsmarkmið 13. Grípa þarf til brýnna aðgerða til að berjast gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Loftslagsbreytingar eru raunveruleg og óneitanlega ógn við alla siðmenningu okkar.

Hið rétta er: Þetta er eintómur og glórulaus hræðsluáróður alveg á pari við það sem við upplifðum í Covid, þegar mannkynið var gert sturlað af hræðslu við einhverja ósýnilega veiru.

Og ríkisstjórnin er búin að taka lán upp á 111 milljarða á 3.5% vöxtum til að “forða hamfarahlýnun”! Hvert fara allir þessir peningar í raun?

4. So to be honest, I think business leaders, as well as global government leaders, and citizens alike, are all sort of overwhelmed by this moment on the back of COVID. We’re now at war. We’re facing the sustainability, climate and nature crises. And we’re also facing unsustainable levels of inequality and division and polarizations in our societies. So none of us are doing enough is the short answer.

Stórfrétt! Þýska ríkisstjórnin viðurkennir núna að það var aldrei neinn raunverulegur heimsfaraldur í gangi!

Þarna eru gamalkunnir frasar úr heimsmarkmiðunum, eins og sustainability, unsustainable, crises, climate, inequality og division.

Thunderbird Presents: A Fireside Chat with Halla Tomasdottir on Business Leadership for the SDGs (heimsmarkmiðin). Vægast sagt fróðlegt vídeó!

Viljum við fulltrúa WEF og Davos klíkunnar á Bessastaði?

Innleiðingu heimsmarkmiða SÞ má sjá út um allt hér á landi, í fyrirtækjum, stofnunum, kirkjum, skólum, og jafnvel á Krakka-RÚV, og annar forsetaframbjóðandi, Katrín Jakobsdóttir sagði í forsætisráðherratíð sinni í fyrra að hraða þyrfti þessari innleiðingu.

Ég efa það ekki að Halla brenni fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar, en þykir henni innleiðing heimsmarkmiðanna þjóna best hagsmunum okkar?

Tengingar hennar við SÞ, WEF (sem voru frekar óljósar í svörum hennar) og jafnvel aðrar ókjörnar erlendar alþjóðastofnanir og milljarðamæringa sem eru að vinna að "nýju upphafi" (The Great Reset) og koma á einni alheimsstjórn, eru stórt hættumerki í mínum huga.

Ég hef það á tilfinningunni að hún sé ekki alveg heiðarleg við þjóðina í baráttunni um forsetaembættið.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: booboo

Neðra youtube-myndbandið, mínuta 52:33 segir Halla: "male, pale and stale is not going to make it", sem útleggst svona: Hvítrir myglaðir karlar, ganga ekki upp. 

Hvað er þetta annað en feminismi sem hatar karla?

booboo , 11.5.2024 kl. 01:10

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæl/l booboo,

Ég tók einmitt líka eftir þessu og þótti það svolítið spes, en samt ekki, því þetta er beint upp úr heimsmarkmiði 5.

Kristín Inga Þormar, 11.5.2024 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband