Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023
25.5.2023 | 14:21
Opið bréf til ráðamanna varðandi yfirvofandi valdatöku WHO á fullveldi Íslands í heilbrigðismálum
Allt of fáir gera sér grein fyrir því skaðræði sem íslensk stjórnvöld eru að öllum líkindum að leiða yfir þjóðina, en það er afsal á stjórn heilbrigðismála landsins til WHO, sem mun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir okkur og þær þjóðir sem munu líka skrifa undir.
Hér neðar má sjá mikið magn gagna því til sönnunar.
Viðbót:
Þess má geta að annar fundur aðildaþjóða WHO stendur yfir í Genf núna síðustu vikuna í maí, þar sem fáar þjóðir virðast andmæla ráðgerðu breytingunum, ekki íslensku fulltrúarnir frekar en aðrir.
Á þessari síðu má hala niður lista sem sýnir alla þátttakendurna þ.m.t. hverjir sitja þarna fyrir hönd Íslands.
Viðbót endar.
Í dag er þeim sent neðangreint opið bréf þar sem þau eru vöruð við að fremja slíkt landráð.
Ágætu ráðamenn,
Mannréttindasamtökin MÍN LEIÐ MITT VAL vilja ítreka áskorun sína sem send var til eftirtalinna aðila með stefnuvottum frá Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. maí 2022 varðandi yfirvofandi valdatöku einkahlutafélagsins WHO á fullveldi Íslands í heilbrigðismálum.
- Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands
- Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands
- Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
- Sigurður Ingi Jóhannsson innanríkisráðherra
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra
Sjá nánar:
Ykkur er hér með bent á að allar aðgerðir til að stuðla að stofnun, breytingum, framlagningu og/eða samþykktum samninga eða sáttmála, sem reyna að sniðganga, grafa undan og/eða skaða fullveldi Íslenska lýðveldisins, eins og sett er fram í stjórnarskránni, og/eða framselja þessa heimild, að öllu leyti eða að hluta, til erlendra ríkja eða annarra aðila, eru brot á stjórnarskrá Íslands.
Þátttaka í slíkum aðgerðum er talin landráð og einstaklingar sem fundnir eru sekir um brot geta átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi í samræmi við íslensk lög. Þið eruð eindregið hvött til að stöðva allar frekari tilraunir sem passa við þessa lýsingu með tilliti til breytinga á Alþjóða heilbrigðissáttmálanum skv. í 12. kafla, liðum 2., 3. og 5. sem lagðar voru til og/eða til skoðunar á 75. Alþjóðaþingi WHO í Genf dagana 22.-29. maí 2022.
VIÐAUKI I:
Bendum jafnframt á eftirfarandi greinar í almennum hegningarlögum:
- kafli. Landráð.
86. gr.
Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
XI kafli. Brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess.
98. gr.
Veki maður eða stýri uppreisn í þeim tilgangi að breyta stjórnskipun ríkisins, þá varðar það fangelsi, ekki skemur en 3 ár eða ævilangt.
Hver, sem tekur þátt í þess konar uppreisn, svo og hver sá, sem sekur gerist um verknað, er miðar að því að breyta stjórnskipuninni á ólögmætan hátt, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.
Genfarsáttmálinn
Að gefnu tilefni viljum við einnig minna ykkur á að Ísland hefur ávallt verið friðarríki og skal vera hlutlaus þjóð í hernaði, enda herlaus þjóð.
https://www.un.org/en/genocideprevention/documents/atrocity-crimes/Doc.33_GC-IV-EN.pdf
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands
Í viðtali 1. nóvember árið 2018 sagði forsætisráðherra eftirfarandi:
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé vilji til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og að hún sé á þeirri skoðun að Ísland eigi að ganga úr NATO samstarfinu. Þetta kemur fram í vefmiðlinum Expressen í dag en þar er vitnað í Katrínu það er álit mitt að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, þar ríkir ekki raunverulega miðlæg stefna um skatta og ríkisfjármál og þetta er frekar laust i reipunum, segir Katrín. Þá kemur fram í viðtalinu að Katrín vilji Ísland úr NATO ég myndi persónulega vilja sjá að Ísland tæki það skref að ganga úr NATO,segir Katrín.
https://utvarpsaga.is/segir-island-ekki-vilja-ganga-i-esb-og-vill-ad-island-gangi-ur-nato/
Það skýtur því skökku við að sama ár gengur hún til liðs við The World Economic Forum sem Agenda Contributor, sem eru meðal annars samstarfsaðilar NATO. Þetta sætir furðu og vekur upp spurningar um hvort það fallist undir 86. gr. X kafla um Landráð.
https://www.weforum.org/agenda/authors/katrin-jakobsdottir
Heimildir:
- Sex dagar í að WHO fái gríðarleg völd yfir heilbrigðismálum 194 landa Málið hefur ekki enn verið rætt á þingi
- Barist gegn valdatöku WHO á fullveldi Bandaríkjanna í heilbrigðismálum
- Öldungadeildarþingmaðurinn Rick Scott varar við því, að ríkisstjórn Bidens veiti Kína og WHO þjóðarfullveldi yfir heilbrigðismálum Bandaríkjanna
- WHO hefur áform um áframhaldandi faraldra smitsjúkdóma næstu 10 ár!
- Uppljóstrari sem flettir ofan af WHO!
- Fljótum við sofandi að feigðarósi?
- AÐVÖRUN! Stefnt að afnámi þjóðlegs fullveldis í heilbrigðismálum á komandi Alþjóðaheilbrigðisþingi WHO 22. 28. maí
- http://mittval.is/stodvum-sattmala-who-stefnt-ad-afnami-thjodlegs-fullveldis-i-heilbrigdismalum-a-komandi-althjodaheilbrigdisthingi-who-22-28-mai-nk/
- https://mittval.is/mannrettindasamtokin-min-leid-mitt-val-berjast-gegn-valdatoku-einkahlutafelagsins-who-a-fullveldi-islands-i-heilbrigdismalum
- http://mittval.is/nu-er-timinn-kominn-til-ad-verjast-gegn-who/
- http://mittval.is/log-um-refsingar-fyrir-hopmord-glaepi-gegn-mannud-stridsglaepi-og-glaepi-gegn-fridi-samthykkt-af-althingi-thann-18-desember-2018/
- http://mittval.is/skyrsla-undirbuningsnefndar-fyrir-alraediseftirlit-who-med-jardarbuum/
- https://rumble.com/v2103qw-uncensored-red-alert-who-has-written-a-removal-of-human-dignity-rights-and-.html
- https://revealedeye.substack.com/p/the-who-is-a-one-world-government
- https://jamesroguski.substack.com/p/right-now-would-be-a-very-good-time
- https://jamesroguski.substack.com/p/pandemic-treaty-update
- https://jamesroguski.substack.com/p/the-proposed-amendments-to-the-international
- https://jamesroguski.substack.com/p/the-whos-pandemic-treaty-just-broke
- https://jamesroguski.substack.com/p/100-reasons
- https://www.facebook.com/alekibon/videos/3358530177794855/
- https://utvarpsaga.is/sex-dagar-i-ad-who-fai-gridarleg-vold-yfir-heilbrigdismalum-194-landa-malid-hefur-ekki-enn-verid-raett-a-thingi/
- https://utvarpsaga.is/barist-gegn-valdatoku-who-a-fullveldi-bandarikjanna-i-heilbrigdismalum/
- https://utvarpsaga.is/oldungadeildarthingmadurinn-rick-scott-varar-vid-thvi-ad-rikisstjorn-bidens-veiti-kina-og-who-thjodarfullveldi-yfir-heilbrigdismalum-bandarikjanna/
- https://utvarpsaga.is/advorun-stefnt-ad-afnami-thjodlegs-fullveldis-i-heilbrigdismalum-a-komandi-althjodaheilbrigdisthingi-who-22-28-mai/
- https://utvarpsaga.is/oligarkar-vilja-ekki-frid-i-ukrainu-heldur-valda-usla-til-ad-na-voldum/
Virðingarfyllst,
Stjórn mannréttindasamtakanna MÍN LEIÐ MITT VAL
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2023 | 21:04
Út á hvað gengur fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna?
Það er meiri illska í gangi í heiminum í dag en flesta getur órað fyrir, enda er henni yfirleitt pakkað inn í afskaplega fallegar umbúðir.
Og þá aðallega þær að verið sé að bjarga heiminum, loftslaginu og mannkyninu.
Þannig er fjallað um "þessar umbúðir" í meginstraums ruslmiðlunum sem eru margir hverjir í eigu og/eða fjármagnaðir af sömu öflum og vilja restina af mannkyninu illt og eru að fækka því niður í "ásættanlegan fjölda".
Íslenskir fjölmiðlar eru þar ekki undanskildir, með örfáum undantekningum fjárhagslega óháðra fjölmiðla.
Það er spilað á okkur eins og fiðlur í gegnum tónlist, kvikmyndir, frægt fólk, stórstjörnur, samfélagsmiðla, leitarvélar, "fréttir" og annað slíkt, og það sem verra er, einnig í gegnum barnaefni.
"Réttu" hughrifin eru sköpuð með vísindalegri innrætingu og heilaþvotti, og okkur er sagt frá því sem koma skal í því sem við höldum vera afþreyingarefni, og við þannig smám saman vanin við það.
Og okkur er kennt að vera með opinn hug og vera umburðarlynd gagnvart ýmsum minnihlutahópum eins og samkynhneigðum og transfólki, annars erum við úthrópuð og kölluð öllum illum nöfnum.
Þessi illska á sér einnig stað hér á Íslandi, enda virðast ráðamenn hafa selt sjálfstæði og sjálfræði okkar úr landi.
Fyrir peninga, frama, aukin völd? Ég veit það ekki - og vil ekki vita, enda "skortir mig" siðferði landráðafólks.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
Hér á Íslandi er verið að innleiða þessi heimsmarkmið, sem ég hef fjallað um eða minnst á í nokkrum bloggum. Allt sem þar er lofað, þýðir akkúrat hið gagnstæða, sem sjá má ef kafað er ofan í þau.
Skjalið sem þessi skjámynd er af má hala niður hér, og meiri upplýsingar um þessi "LGBT Inclusion and the Sustainable Development Goals" má lesa á þessari síðu Stonewall.co.uk, sem rekin er af breskum hagsmunasamtökum, og hvernig þau skilgreina þessi markmið.
Stjórnarformaður þeirra er Iain Anderson, og hann er "Agenda contributor" hjá WEF, rétt eins og forsætisráðherra okkar, Katrín Jakobsdóttir.
Það skýrir að öllum líkindum hvers vegna þeir hafa meiri upplýsingar um heimsmarkmiðin en við hin, enda tengjast þessi illu öfl öll hvert öðru.
Eins og sjá má á myndinni, þá fjallar það um heimsmarkmið fjögur.
Það vekur óneitanlega athygli mína í hversu mörgum heimsmarkmiðum SÞ réttindi LGBT fólks eru nefnd í þessu skjali, eða í sjö af sautján.
Í heimsmarkmiði fjögur er meðal annars lögð rík áhersla á þjálfun kennara og ráðgjafa um hvernig bregðast eigi af næmni gagnvart LGBT nemendum og nemendum sem séu að efast um kynhneigð sína og/eða kynvitund.
Svipað og verið er að gera hér á landi með því að fela Samtökunum 78 að sjá um hinseginfræðslu skólabarna!
Það hlýtur - og ætti að vekja furðu og reiði fólks að SÞ leggi svona mikla áherslu á réttindi eins hóps fólks umfram aðra - svona bak við tjöldin, eins og mætti kannski ætla.
En þetta er allt með ráðum gert, ef fólk er ekki enn farið að átta sig á því, í samvinnu við WHO og ýmsa milljarðamæringa sem eru á bak við þetta LGBTQ og Transgender agenda og hafa gefið hundruðir milljóna US dollara til málefnisins.
Það er áhugavert að bera saman opinbera lýsingu SÞ á fjórða heimsmarkmiðinu og þessu hér fyrir ofan, þar sem LGBT sést ekki nefnt á nafn í fljótu bragði, heldur aðeins hin afskaplega fallegu og göfugu markmið um menntun fyrir alla.
Undarlegt, er það ekki? Nei í rauninni ekki, þetta er bara smá sýnidæmi af því hvað felst raunverulega í sérhverju þessara sautján heimsmarkmiða.
Þarna kemur Ísland við sögu!
Í Frakklandi
Í þessu vídeói sem er frá árinu 2021 segir meðal annars að orðin "móðir" og "faðir" verði bönnuð á eyðublöðum í skólum, því þeir eigi að vera kyn"hlutlausir" til að koma í veg fyrir mismunun gegn samkynhneigðum foreldrum.
Á eyðublöðum sem varði börn eigi þaðan í frá að vera talað um "foreldri 1" og "foreldri 2".
Athugið, og látið ykkur ekki bregða en þarna er líka fjallað um konur sem við höldum að séu konur en séu raunverulega karlmenn. Ég hef séð og lesið heilmikið efni um þetta en tek ekki afstöðu til þess hérna hvort þetta sé rétt eða ekki.
Vil þó benda á að transkonur séu miklu fjölmennari og hafa lengur verið til en okkur órar fyrir.
Sameinuðu þjóðirnar í verki
Hér má sjá mynd af japanskri dragdrottningu, og SÞ í verki eins og stendur á myndinni. Þykir ykkur hún aðlaðandi? Reyndar er búið að fjarlægja hana af vefsíðu þeirra, rétt eins og "leiðbeiningar" WHO um hvernig standa eigi að kynfræðslu ungra barna. Sjá meira um það hér.
Dragdrottningar hafa víða um heim verið notaðar til að lesa hinsegin sögur fyrir börn allt niður í þriggja ára, líka að minnsta kosti á einum stað á Íslandi, eða bókasafni Kópavogs.
Foreldrar í Kópavogi (og víðar?) mættu spyrja sig um tilganginn með því.
Hvers vegna er þessi ríka áhersla lögð á hinsegin málefni?
Þessi LGBTIQ innræting er partur af því sem kallað er Agenda 2030, hin nýja heimsskipan (New World Order), dulbúin sem göfug sjálfbærnimarkmið heiminum til bjargar.
Og hún er látin byrja strax á ungum börnum í gegnum skólana, samkvæmt skelfilegu plani.
Kynruglingur og kynjasnúningur er notaður til að splundra ímyndinni um karla og konur, þau einu tvö líffræðilegu kyn sem til eru og geta eignast börn saman. Dæmi um það er tilraun til "útþurrkunar konunnar".
Annað dæmi um það eru orð Willums heilbrigðisráðherra Íslands á dögunum þegar hann talaði um leghafa, ekki konur. Það er sorglegt að það hafi ekki vakið meiri viðbrögð og reiði á Alþingi en raun ber vitni, að minnsta kosti opinberlega. Eða þá í samfélaginu!
Sorgleg þróun á Íslandi
Erum við ekkert að hugsa?
Þess spyr Guðrún Bergmann í frábæru útvarpsviðtali sem tekið var við hana á dögunum, þar sem hún talar meðal annars um að lýðræðið á Íslandi sé að hverfa, þessi heimsmarkmið SÞ, og ýmis mál sem ég hef einmitt fjallað um í síðustu bloggunum mínum og reyndar undanfarin tvö ár líka.
Hún er einstaklega vel lesin og fróð um heimsmálin, og ég hvet alla að hlusta á þetta viðtal.
En hvert er endatakmarkið?
Það er "transhumanism", sú trú eða kenning að mannkynið geti þróast út fyrir núverandi líkamlegar og andlegar takmarkanir, sérstaklega með vísindum og tækni eins og erfðatækni, nanótækni og gervigreind.
Sem þýðir á einföldu máli að við munum ekki lengur verða til sem mennskar manneskjur, heldur sambland af manneskjum og tölvum.
Vantrúaðir geta fundið allt um þetta á vefsíðum The World Economic Forum (WEF), og á netinu, enda fara svona viti firrtir illvirkjar ekkert dult með fyrirætlanir sínar.
Ítarefni:
- The Transgender Agenda
- "Transgender" Toddlers as Young as 2 Transitioned by NC Medical System
- Yuval Noah Harari - Transhumanism and Eliminating Free Will
- Harari: What Do We Do With The Useless Eaters?
- Net Zero and the Transhuman Agenda: War Against Nature and Humanity
- Dr. John Coleman: The transhumanist agenda is Satanic
- WEF Leaders Want To Halve Worlds Population By 2050
- Global COVID tyranny has opened our eyes to the evil plans of the World Economic Forum
Nýtt - Sannleikurinn um Sameinuðu þjóðirnar:
Myrkraverk Sameinuðu þjóðanna Heimildarmynd um spillingu og glæpi í nafni mannúðar
Sameinuðu þjóðirnar útfæra Dagskrá 2030 með meintum sjálfbærnimarkmiðum sem fávísir stjórnmálamenn hafa kokgleypt víða um heim. Þetta alheimsverkefni miðar að því að gjörbreyta öllum þáttum mannlegs lífs: mataræði, kynhegðun, fjölskyldumálum, atvinnuháttum, efnahagsmálum, heilbrigðismálun, menntun
allt sem varðar líf venjulegs fólks!
Að eigin sögn mun þessi endurræsing lífsins binda endi á fátækt, hungur, ójöfnuð, veikindi og annað slæmt. Fyrrverandi framkvæmdastjóri sem starfaði hjá SÞ í tvo áratugi segir aðra sögu. Hann útskýrir, að Sameinuðu þjóðunum er í dag stjórnað af glæpamönnum sem nota stofnunina og völd hennar til að auðga sjálfa sig og hneppa mannkynið í þrældóm.
Sjá heimildarmyndina hér.
Bloggar | Breytt 12.6.2023 kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Að umbera allt er uppskrift að hörmungum sagði maður að nafni Stephen Hilton meðal annars í vídeói sem þið sjáið hér neðst.
Þessi orð hans urðu mér hugleikin, því erum orðin svo vön því að eiga að fagna fjölbreytileika mannlífsins og vera umburðarlynd gagnvart minnihlutahópum eins og t.d. samkynhneigðum, semsagt, að vera fordómalaus.
Það höfum við svo sannarlega verið og þykir flestum sem betur fer eðlilegt að styðja við mannréttindabaráttu samkynhneigðs fólks, sem hefur fært þeim sjálfsögð réttindi sem þau höfðu ekki áður.
En nú er okkur sagt að að kynin séu mörg og alls konar, líffræðileg og félagsleg og núna getur fólk einhvers staðar skilgreint sig sem einhver af tugum "kynja" eins og sjá má skjámynd af hér.
Reyndar virðist skilgreiningum á fjölda og kynja ekki bera saman á þessari síðu og þessari, og það vekur athygli mína hversu ólíkar "tegundir" kynjanna eru á milli þessara tveggja síðna.
Kannski má finna enn fleiri "kyn" og enn meiri fjölbreytileika annars staðar. Reyndar veit ég ekki hvað mörg "kyn" fyrirfinnast hér á landi.
Foreldrar, nú er mikil hætta á ferðum!
Á þessum skjámyndum má sjá sláandi ummæli foreldra og einnar ömmu um reynslu og upplifun barna þeirra af þessari "fræðslu".
Þið verðið að smella á myndirnar til að sjá þær betur.
Nú er þessi vægast sagt vafasama "kyn- og kynjafræðsla" komin inn í að minnsta kosti í einhverja skóla hér á Íslandi, og hefur valdið sumum börnum angist og vanlíðan.
Ég er ekki viss um að margir foreldrar hafi hugmynd um hvers konar "kynfræðslu" börn þeirra eru að fá, allt niður í leikskólabörn, hvað þá hverjir sjái hugsanlega um þessa "fræðslu".
Margir foreldrar hafa orðið fyrir áfalli við að komast að hverju verið er að troða inn í kollana á börnunum þeirra, eins og sjá má á þessum myndum.
Ég þekki eina konu sem á barn í Smáraskóla sem bað um að barn hennar þyrfti ekki að sitja undir þessari "fræðslu", en var synjað um það.
Sjáið hlekki á skrif mín um þessi mál og önnur nátengd hér neðst á síðunni.
Ég skora á alla foreldra og/eða foreldrafélög að spyrja skólastjórnendur sinna barna um hverjir séu að veita börnunum þeirra kynfræðslu, og krefjast að fá að sjá námsefnið ef það eru Samtökin 78 sem sjá um hana - og fá fyrir það háar fjárhæðir.
Þið verðið að gera þetta sjálf því engir aðrir munu gera þetta fyrir ykkur!
Ég er ein fjögurra kvenna sem fóru á dögunum upp í Smáraskóla til að spyrjast fyrir um plaköt með kynfræðslu fyrir börn sem héngu þar á veggjum skólans, og hverjir sæju um kynfræðslu þar. Reyndust það vera Samtökin 78.
Arndís Hauksdóttir prestur er ein okkar og var hún í frábæru og fróðlegu útvarpsviðtali í gær um kynfræðslu barna sem gengur of langt. Þið þurfið að hlusta á það og skoða plakötin sem eru sýnd þar með gagnrýnum augum.
Prófið jafnvel að ímynda ykkur hvernig þessi plaköt litu út ef raunveruleg börn og fólk hefðu verið notuð sem fyrirsætur.
Uppfærsla:
Til áréttingar, þá eru þessi plaköt á vegum Reykjavíkurborgar, en ekki Samtakanna 78 (eins og ég fjallaði um í eldra bloggi um kynfræðslu barna).
Þau segjast ekki sjá um almenna kynfræðslu í skólum, heldur aðeins hinseginfræðslu. Þetta segja þau meðal annars í athugasemd við útvarpsviðtalið sem ég vitnaði í hér ofar.
En hér má sjá fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ:
Fræðsla Samtakanna 78 er vönduð hinseginfræðsla, byggir á gagnreyndum aðferðum, nýjustu rannsóknum, og fer fram í góðu samráði við hinsegin fólk. Samkvæmt samningi sveitarfélagsins við samtökin verður veitt fræðsla um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Markmið fræðslunnar er fyrst og fremst að veita þekkingu á hinsegin málefnum. (Áherslan er mín)
Nú virðast samtökin ekki segja alveg satt og rétt frá í athugasemdinni miðað við þessa fréttatilkynningu.
Það mætti spyrja hvort fræðsla um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks flokkist ekki undir kynfræðslu, sem færi betur í höndum fagfólks eins og skólahjúkrunarfræðinga?
Það virðist liggja einhver leyndarhjúpur yfir kennslugögnum samtakanna, og foreldri í Smáraskóla sem ég spurði, hefur ekki fengið að sjá þau.
Margir foreldrar eru afar ósáttir yfir því að hagsmunasamtök hafi verið fengin til að sjá um fræðslu fyrir börnin þeirra, og sum hafi komið heim með brenglaðar hugmyndir um eigin kyn, ótta og vanlíðan.
Svona "fræðsla" á ekkert erindi til ungra barna.
Endir uppfærslu.
Helga Dögg Sverrisdóttir kennari
Vil ég líka sérstaklega benda á blogg Helgu Daggar Sverrisdóttur kennara, sem var kölluð á teppið af rétttrúnaðar skólastjórnendum Akureyrarbæjar fyrir að fá birta grein í Morgunblaðinu þar sem hún spyr hvort Samtökin 78 gerist brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga með þessari "kynfræðslu" sinni.
Rekur hún þar þá sögu og birtir mikinn fróðleik, sérstaklega varðandi þennan stórskaðlega transaktívisma sem verið er að lauma inn námsefni barnanna okkar.
Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði flotta grein um tjáningarfrelsi kennara (Helgu Daggar). Undir henni má meðal annars sjá athugasemdir tveggja bálreiðra transkvenna sem því miður misskilja málið hrapallega, og ráðast með fordómafullum hætti að höfundinum.
Það mætti halda að sumum eigi að leyfast að "vera með fordóma", ekki öðrum.
Og það má greinilega ekki hafa skoðanir á eða áhyggjur af "kynfræðslu" Samtakanna 78, það teljast greinilega fordómar.
Þeim virtist fyrirmunað að skilja að þetta er umræða sem á fullkomlega rétt á sér, sérstaklega þar sem hún varðar börnin okkar! Og þessi frekja þeirra er málsstað transfólks svo sannarlega ekki til framdráttar.
Verður þetta nýja "normið" sem við eigum að umbera og sætta okkur við - í nafni "fjölbreytileikans"?
Svari hver fyrir sig, og ég segi nei, kynin eru bara tvö, karl er karlkyns og kona er kvenkyns, og það eru bara konur sem geta gengið með og fætt börn.
Eru réttindi transfólks meiri en foreldra?
Hvað eru margir trans einstaklingar hér á landi? Enginn amast við því að fullorðið fólk fari í kynleiðréttingu, en þessi svokallaða "kynja- og transfræðsla" Samtakanna 78 er ekki boðleg, hún er stórhættuleg ungum sálum!
Og eins og ég segi í titlinum, að umbera allt er uppskrift að hörmungum. Við eigum ekki að umbera þetta eða sýna því einhvern "skilning". Og það hefur ekkert að gera með að fagna einhverjum fjölbreytileika.
Þessi "kynfræðsla" sem er núna er verið að innleiða hér á landi er nátengd öðrum pervertisma, eða barnagirnd og barnaníði, en með þessari svokölluðu "kynfræðslu", að kenna börnum meðal annars að fróa sér og vera kynverur, er verið að undirbúa þau til þess að verða "móttækileg" fyrir barnaníðingum og öðrum óþverrum.
Þessi skelfilega þróun er komin lengra í Hollandi en hér á landi, eins og sjá má af því sem þessi hollenska móðir segir, en hún á dóttur í leikskóla.
Nú vilja SÞ og WHO lögleiða afglæpavæðingu kynlífs með börnum, enda sé annað brot á mannréttindum barnaníðinga, og segja meðal annars að börn eigi að eiga bólfélaga. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér hvaða hryllilegu afleiðingar geta orðið af þessu fyrir börn!
"Minor Attracted Persons" ?!?!?!! A Flag & Parade Now???
Athugið: YouTube er búið að fjarlægja þetta vídeó - sem betur fer, en hér er hlekkur á umfjöllun um það annars staðar frá, og hér er önnur.
Í þessu vídeói sjást meðal annars ummæli og réttlæting tveggja einstaklinga á barnagirnd og barnaníði, og útskýring á "The Pedo Flag", barnaníðsfánanum.
Annar þeirra er kona sem kynnir sig sem löggiltan fagráðgjafa og kynlífsráðgjafa og segist þarna vilja tala um fólk sem laðist að börnum, eða "Minor Attracted Persons" (MAP).
Að þeir séu líklega svívirtasta fólkið í menningu þeirra, og að flestir séu með rangar hugmyndir um þá - án þess að vita raunverulega mikið um þá.
Þessar hugmyndir valdi skaða hjá þessum þegar jaðarsetta hópi fólks. Hún vilji frekar tala um fólk sem laðist að börnum en "barnaníðinga" (gæsalappirnar eru hennar) því barnaníð hafi breyst frá því að vera einhver greining, í móðgun og dómharðar ásakanir gegn þessu fólki sem særi það og valdi því skaða.
Svo heldur hún áfram að verja þessar skoðanir sínar eitthvað lengur ...
Er þetta bara eitthvað fordómaraus í mér?
Klárlega að mati sums fólks, en í mínum huga er þetta allt annað en það, andstyggð á hryllingi sem er að eiga sér stað núna og ég vil vara fólk við, og þá sérstaklega foreldra ungra barna.
Kæru foreldrar, þið getið - og verðið að stöðva þetta!
Nátengt efni:
- Er kynfræðsla barna á Íslandi á réttri vegferð?
- Útþurrkun konunnar, kynlífsvæðing ungra barna, barnaníð - og opið bréf til ráðherra Íslands og annarra er málið varðar
- Hæstvirtu leghafar og legleysingjar á Alþingi!
Bloggar | Breytt 19.11.2023 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)