Hundruðir þúsunda mótmæltu í London, en ekki orð um það í íslenskum fjölmiðlum, en afsögn breska heilbrigðisráðherrans þótti fréttnæm!

Einn óvinsælasti maður Bretlands fyrr og síðar, heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði af sér í gær eftir meint framhjáhald og brot á sóttvarnarreglunum sem hann setti á þjóð sína.

Ég fjallaði um það nýlega að fréttamennskan virtist dauð starfsgrein, og eins og ég sagði þar, þá er það því miður bara staðreynd að fjölmiðlar ljúga, eða segja ekki frá öllum hliðum mála, líka þeir íslensku.

Fólk hvaðanæva að úr Bretlandi kom þarna saman til að láta heyra í sér, mótmæla ofríkinu sem búið er að beita það í meira en ár, bólusetningum á börnum, bólusetningarpössunum og fleiru.

Og í burtu með Boris Johnson og hans meðreiðarsveina!

Kallast það ekki fréttnæmt hér á landi að svona mikill mannfjöldi safnist saman til mótmæla "the New World Order", sem búið er að ákveða fyrir okkar hönd að okkur forspurðum?

Hinn breski Hugo er með tilgátu um hvers vegna afsögn ráðherrans var tilkynnt akkúrat í gær, og miðað við allt leikritið sem er búið að standa yfir í meira en heilt ár, er hún hreint ekkert svo galin.

Hér á landi virðist það greinilega meira "fréttaefni" að Kamilla Einars ætli í sleik í kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband