15.7.2021 | 21:49
Hvers vegna þarf alltaf að kalla sérstaklega eftir upplýsingum um afleiðingar tilraunabólusetninganna? Skipta "smittölur" gærdagsins meira máli?
Fréttaflutningur af þessum svokallaða heimsfaraldri hefur verið ákaflega einhliða, villandi, og gerður til að halda fólki í stöðugum ótta við einhverja ósýnilega ógn.
Tuttugu og átta Íslendingar, margir komnir á endastöð lífins sökum aldurs og undirliggjandi veikinda dóu víst "úr" veirunni í fyrra, og fjölmiðlar pössuðu upp á að það væri nánast þjóðarsorg í hvert skipti, og gott ef forsetinn sendi ekki líka frá sér samúðarkveðju einhvern tímann.
Á þessu ári hefur ein manneskja víst látist með veiruna í sér, og fékk andlátið eins og venjulega viðeigandi pláss í fjölmiðlunum.
Að allra minnsta kosti 26 manneskjur eru látnar eftir þessar sprautur en hvernig sem á því stendur, virðist það ekki snerta við fólki, og ekki var tilkynnt þar um hvert andlát.
Á þessu ári hófst "bólusetningarvertíð" eins og þetta var kallað í fjölmiðlum í vikunni. Einhvern veginn tengir maður alltaf orðið vertíð við mikla vinnu á stuttum tíma sem gefur mikið í aðra hönd, svo í mínum huga er þessi orðanotkun æði ósmekkleg.
Það er búið að smala fólki nánast með skipunum um að mæta á tilteknum tíma í Höllina í stuttermabol, og oft búin til spenna um að maður sé að missa af einhverju ef maður svíkist um að mæta.
Nú er stærstur hluti fullorðinna búinn að láta sprauta einhverjum efnum í líkama sína sem það hefur ekki hugmynd um hvað innihalda, það treysti bara Ölmu og Þórólfi, og hlýddi Víði.
Enda er það víst á ábyrgð okkar allra að hægt sé að ná niðurlögum faraldursins sem samt hefur engan "drepið" nema eina manneskju á árinu, með því að rétta fram handlegginn og þiggja sprautuna.
Þöggunin
Það er staðreynd að það hefur verið nánast algjör þöggun um aukaverkanir, sem ættu frekar að teljast afleiðingar inngjafa á þessum tilraunaefnum.
Það er jafnvel búið að standa sóttvarnarlækni, Ragnheiði yfirhjúkku í Höllinni og fleiri að hreinum lygum um ágæti og öryggi þessara efna, eins og ég hef sýnt framá í eldri bloggfærslum.
Ragnheiður lét meira að segja hafa eftir sér í viðtali nýlega að það væri hættulegra að fara út í búð en láta sprauta sig!
Ég bara get ekki verið sammála því, og mikið er ég fegin að hafa ekki tekið áhættuna á að fá einhverjar þessara afleiðinga, sem margar eru óafturkræfar.
Þegar er búið að tilkynna um 2.177 aukaverkanir á þessum sjö og hálfa mánuði síðan "bólusetningarnar" hófust. Hvers vegna voru þær ekki stöðvaðar strax og fólk fór að deyja?
Þið sjáið hluta þeirra á myndinni hér fyrir ofan, og að sjálfsögðu er alltaf sagt þegar Lyfjastofnun þarf að svara fyrirspurnum, að....
"Taka ber þó fram að þó að tilkynningar berist Lyfjastofnun er ekki þar með sagt að um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra atvika sé að ræða."
Eins og í þessari frétt þar sem sagt er að 250 konur hafi tilkynnt um breytingar á tíðahring sínum.
Þarna er ansi vel skautað í kringum sannleikann, konur hafa lent á spítala, lent í bráðaaðgerð(um), upplifað sára tíðaverki og miklar blæðingar, og jafnvel konum sem löngu eru búnar með breytingarskeiðið fer að fossblæða aftur.
Ef ekki eru orsakasamhengi þarna á milli, hvernig er þá hægt að útskýra þessar skyndilegu breytingar á æxlunarkfærum kvenna í kjölfar sprautanna?
Í hvert einasta skipti sem Lyfjastofnun hefur þurft að gefa upp upplýsingar um aukaverkanir og andlát í kjölfar sprautanna, er viðkvæðið alltaf að ekkert bendi til tengsla á milli.
Þegar hún þarf að segja frá andlátum, þá er alltaf gefið í skyn að viðkomandi hafi verið aldraður og með alls konar undirliggjandi sjúkdóma, sem var aldrei tekið fram í fyrra þegar allt gamla fólkið, sumt á níræðisaldri dó.
Það eru meira að segja til dæmi um að fólk hafi verið þvingað í sprauturnar eins og ég fjallaði nýlega um hér og hér, og fleira fólk, ungt að aldri er búið að stíga fram annars staðar með sínar sögur af miklum veikindum í kjölfarið. Enginn getur sagt til um það í dag hvort þau nái nokkurn tímann bata aftur.
Ég skrifaði fyrr í dag um níu ára gamla grein sem gæti alveg eins hafa verið skrifuð í dag. Bóluefnasvínaríið hefur alltaf verið slæmt, en nú er það komið upp á eitthvað enn skelfilegra og hættulegra stig.
Ég hvet ykkur til að lesa þessa bloggfærslu sem var birt í gær sem útskýrir mjög vel hvers eðlis þessi "bóluefni" eru, sem stefnt er á að sprauta í hverja einustu manneskju á jarðríki.
Sannleikurinn um þessi tilraunaefni og afleiðingar vegna þeirra eru ört að koma upp á yfirborðið núna, fólk virðist loksins vera farið að vakna.
Fólk sem búið er að missa heilsuna núna er eðlilega reitt, og það fær jafnvel litla sem enga hjálp í heilbrigðiskerfinu.
Ef þið viljið segja frá eigin reynslu eða ættingja eða vina, þá er ykkur hjartanlega velkomið að hafa samband við mig á Facebook síðu minni, og ég skal segja sögur ykkar, því blaðamenn hafa engan áhuga á þeim eða mega ekki fjalla um þær.
Yfir 250 tilkynnt um breytingar á tíðahring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér neðar er partur af bloggfærslunni sem Kristín bendir á, Sucharit Bhakdi sem vísað er í hefur sömuleiðis staðfest að það er enginn faraldur, því meirihluti mannkyns hefur byggt upp ónæmi fyrir Sars-Cov2 og öllum hans fylgifiskum. Veikindi í hans kjölfar eru hvorutveggja, fyrirbyggjanleg sem og læknanleg.... eftirfarandi er úr bloggfærslunni. KENNING UM VARANLEGA VEFJASKEMMDIR
Strax í febrúar á þessu ári varaði þýski örverufræðingurinn Dr. Sucharit Bhakdi við að gadda-próteinið mundi valda skemmdum og stíflum í háræða-kerfi líkamans. Í þessu myndskeiði lýsir hann myndrænt hvernig gadda-próteinið sem frumur í æðaveggjum eru neyddar til að framleiða orsaka blóðtappa í æðunum, og þá einkum þrengri æðum; háræðum (byrjar í ca. 18:40).
Sóttvarnalæknir hér á landi hefur margoft vitnað til þess að hausverkur, orkuleysi, svimi og aðrar álíka afleiðingar bólusetningarinnar væru góðar, því þær væru merki um að bóluefnið væri að virka.
Dr. Bhakdi benti hins vegar á að þessar afleiðingar væru merki um eyðileggingu í æðakerfi heila sem væri að stíflast af völdum gadda-próteinsins. Eyðileggingin er varanleg. Þó svo sá sem fyrir þessu verði virðist ná sér að fullu og hausverkurinn fari, þá situr eyðileggingin eftir. Sí-endurteknar bólusetningar með bóluefnum sem neyða líkamann til að framleiða gadda-prótein munu síðan valda meiri og meir varanlegum skemmdum í háræðakerfi líkamans, og þá ekki síst í heila.
Þegar myndskeiðið að ofan var gert var þetta bara vísindaleg kenning sem ekki hafði verið fylgt eftir með ítarlegum rannsóknum.
Gerður Pálma, 16.7.2021 kl. 11:14
Experts Warn of ‘Huge Risk’ as Moderna Launches COVID Vaccine Trials for Pregnant Women
By Megan Redshaw
The vaccine maker is launching a clinical trial to assess safety of its vaccine in pregnant women, despite 133,000 pregnant women having already received a COVID vaccine prior to trials
Gerður Pálma, 16.7.2021 kl. 11:17
Sæl Gerður,
Takk fyrir þetta, það er alltaf að koma betur og betur í ljós að við sem höfum lengi verið að reyna að vara fólk við þessum "bóluefnum", höfum haft á réttu að standa allan tímann.
Kristín Inga Þormar, 16.7.2021 kl. 12:03
En var ekkert hættulegt að hlaupa með afgangsbóluefnaskammta í Viking skemmtiferðaskipað og sprauta því í starfsfólk þar sem sagt er hafa verið háflbólusett. Trúlegt ekki satt,er ekki skylda að vera bólusettur um borð og er þá starfsfólk hálfbólusett? Og hvað nú, komið smit upp í skipunu, þarf þá ekki Ragnheiður eða hlaupahjúkkan að fara í sóttkví? eða kom starsfólkið út á höfnina?
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 16.7.2021 kl. 22:17
Sæl Þórdís,
Jesús minn, þú segir nokkuð! Er það ekki bara glæpsamlegt að rekstraraðilar þessa skips hafi lagt farþegana í stórkostlega hættu af því að veikjast eða deyja úr Delta plús með því að vera ekki búið að fullbólusetja starfsfólkið sitt?
Kristín Inga Þormar, 16.7.2021 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.