10.12.2021 | 18:35
Fjórða valdið - fjölmiðlarnir.
Ég var að renna yfir netmiðlana í gær og smellti fyrir rælni á frétt, sem reyndist nú frekar vera hálfgerð "ekkifrétt".
Það sem hins vegar vakti athygli mína þarna er eftirfarandi:
Á þessum síðustu og verstu tímum er blaðamannsstarfið orðið hálfgert kyrrsetustarf. Flestar nauðsynlegar upplýsingar eru aðgengilegar á internetinu og síðan hjálpar yfirleitt símtækið til þess að ná viðbrögðum eða viðtölum við einstaklinga. Á fjölmiðlum dagsins í dag eru það helst ljósmyndararnir sem eru á ferð og flugi um alla borg en blaðamennirnir matreiða svo fréttirnar fyrir framan tölvuskjá. Það er því frekar ólíklegt að rekast á blaðamann á vappi á vinnutíma.
Vissulega koma af og til upp mál þar sem nauðsynlegt er að mæta á staðinn en þó geta liðið heilu vikurnar án þess að blaðamenn fari út úr húsi í fréttaleit. Helst er farið út undir bert loft til að kaupa sér eitthvað í svanginn.
Hvers vegna vakti þessi textabútur athygli mína?
Þið megið geta þrisvar!
Þótt DV teljist kannski ekki til vönduðustu miðla, þá á hann það sammerkt með nánast öllum, jafnvel þeim sem segja sig vera frjálsa, óhrædda og óháða fréttamiðla, að hafa brugðist stórkostlega í fréttaflutningi sínum um þennan faraldur.
Þessi frétt virðist skrifuð í frekar léttum dúr, en staðfestir í rauninni að rannsóknarblaðamennska er dautt fyrirbæri, ekki bara hér á landi, heldur um heim allan.
Fjórða valdið er hugtak sem vísar til fjölmiðla (á eftir löggjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmdavaldi). Hugtakið vísar til þess að fjölmiðlar geta oft, beint eða óbeint, stýrt atburðarás ákveðinna mála, með umfjöllun sinni. (Áherslan er mín)
Þarna mætti kannski bæta við aftast: Eða með því að sleppa eða smætta umfjöllun um atburðarásina.
Mér hefur verið þessi skilgreining ansi hugleikin í þessum faraldri, því umfjöllunin hefur verið alveg skelfilega einhliða og byggð að stórum hluta til á hræðsluáróðri.
Ég veit til þess að flestir, ef ekki allir þeirra hafa fengið sent mikið magn upplýsinga frá "hinni hliðinni" og þeir beðnir að skoða málin.
Viðbrögðin hafa verið í skötulíki og sárasjaldan sér maður nokkuð annað en "smittölur" gærdagsins, fréttir af nýjustu "afbrigðunum" og þess háttar.
Regluleg viðtöl við sóttvarnalækni eru birt þar sem hann segir eitthvað og vísar í einhverjar nýjar rannsóknir, en hann virðist aldrei vera beðinn um að sýna þær máli sínu til staðfestingar. Hann fær bara að tala algjörlega gagnrýnislaust.
Kári Stefánsson sem hefur aldrei verið kosinn til neinna embætta og er eins langt frá því að vera hlutlaus aðili og mögulegt er (follow the money!), fær reglulega sín drottningarviðtöl þar sem hann fær frjálslega að tjá sig.
Hann hefur meðal annars viðrað þá skoðun sína að senda eigi alla sem vilja ekki láta sprauta sig út í Grímsey, og að það sé drullusokksháttur gagnvart landi og þjóð að láta ekki sprauta sig.
Þetta sama á við um fleiri "sérfræðinga" sem reglulega fá sitt pláss í fjölmiðlunum, boðskapurinn er yfirleitt sá að sprauturnar bjargi öllu.
Helgi Sig
Hann á heiður skilinn fyrir margar af sínum stórkostlegu teikningum sem birtast reglulega í Mbl. Hann er bersýnilega ekki ritskoðaður út af borðinu þar á bæ!
Það sem var ekki í fréttum í dag (fengið af láni á Facebook)
Þetta er rétta fréttin!
Ef við fengjum svona fréttir á hverjum degi, þá myndum við sjá að þessi faraldur er byggður á stórkostlegum blekkingum, og keyrður upp af fjölmiðlum og samfélagsmiðlum!
Hér er ágætis upprifjun síðan í sumar, og hafið þið áður verið búin að hlusta á þennan frábæra og óspillta lækni, þá legg ég til að þið gerið það aftur, hvert orð sem hann segir er satt.
Og eina ferðina enn, í guðanna bænum farið að vakna kæru Íslendingar áður en það verður orðið allt of seint!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.