Barátta tveggja íslenskra mæðra gegn þessari svokölluðu "kynfræðslu" í skólunum!

MenntaspjalliðTvær mæður, þær Linda Grétarsdóttir og Linda Magnúsdóttir lýstu í dag í þættinum Menntaspjallið baráttu sinni fyrir því að börn þeirra þyrftu ekki að sitja undir þessari "kynfræðslu" í skólum sínum, en hún brýtur gegn ýmsum lögum og sáttmálum sem hafa verið sett til að tryggja réttindi barna, fyrir utan það að særa blygðunarkennd þeirra.

Aðrir þátttakendur voru sú sem þetta skrifar, Leifur Árnason, og Valgerður Snæland Jónsdóttir stjórnandi þáttarins.

Reynsla mæðranna er sú að þær mæti litlum sem engum skilningi í skólum barna sinna, og fara þær yfir það í þættinum.

Einnig var farið aðeins yfir UNICEF, og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sem svipar mjög til þessara 17 heimsmarkmiða SÞ, afskaplega falleg markmið sem segja eitt en þýða akkúrat hið gagnstæða, eins og augljóst er ef kafað er djúpt ofan í þau.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

  • Barnasáttmálinn er sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum.
  • Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi; þau eigi sín eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna.
  • Barnasáttmálinn hefur að geyma víðtæk réttindi og kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, svo sem réttinn til lífs, friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Jafnframt leggur hann skyldur á aðildarríkin til að grípa til aðgerða til að tryggja þau réttindi. Ákvæði samningsins skal skoða heildstætt og ber að lesa og túlka efnisreglur hans með þeim hætti.
  • Samkvæmt Barnasáttmálanum ber aðildarríkjunum að kynna efni hans með virkum hætti fyrir börnum sem og fullorðnum sem er mikilvæg forsenda þess að börn og aðrir í samfélaginu geti fylgst með því að stjórnvöld uppfylli skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum.

Allan barnasáttmálann má finna hér.

Linda Magnúsdóttir kom til viðtals í Menntaspjallið fyrir síðustu jól til að ræða þessi mál.

Linda bendir á að þarna sé verið að fara með ákveðna hugmyndafræði sem deildar meiningar væri um. Ekki væru allir sammála því að kynin séu fleiri en tvö enda sé það kennt í líffræði að kynin séu tvö. Móðirin bað Lindu að spyrja sína stráka, sem væru í fimmta bekk, út í kennsluhættina og segir Linda að þeir hafi tjáð henni að það væru kennarar í skólanum sem héldu því fram að sumir strákar væru kannski ekki strákar, heldur eitthvað annað kyn og hægt væri að breyta því með aðgerð. Linda segist í framhaldinu spurt annan drenginn sinn hvernig honum liði þegar verið væri að tala um þetta og þá tjáði hann henni að honum liði illa með það.

Þáttinn má finna hér.

Í þættinum í dag minntist ég á blogg sem ég skrifaði í fyrra eftir að ég hafði farið með henni og tveim öðrum konum í heimsókn í Smáraskóla til að mótmæla "kynfræðslu" plakötunum sem héngu þar um alla veggi.

Þar segir meðal annars:

Lesið allt um þennan óhugnað hérna, og horfið á vídeó á vegum WHO þar sem litlum krökkum er kennt hvernig best sé að fróa sér kynferðislega þannig að þau finni fyrir sem mestum unaði.

Og hér má sjá leikföng úr kynfærum og teiknaða mynd af því hvernig eigi að sleikja typpi, ásamt annarri "kynfræðslu" fyrir börn.

Og nú vilja SÞ og fleiri lögleiða afglæpavæðingu kynlífs með börnum, enda sé annað brot á mannréttindum. Með þessu er verið að lögleiða barnaníð og annan hrylling gagnvart börnum.

Og þess má líka geta að Bill & Melinda Gates Foundation hefur gefið milljónir dollara til frjálsra félagasamtaka sem leitast við að normalísera vændi og kynvæðingu barna yngri en 10 ára.

UNICEF er hryllingur í fallegum umbúðum

Þátturinn er kominn í loftið, og þetta er efni sem allir verða að hlusta á því þetta er málefni sem kemur okkur öllum við!

Í þættinum var meðal annars sagt frá því að nú séu haldin svokölluð UNICEF vika og segja skólarnir að henni sé ætlað að vekja athygli á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í þættinum kom fram fyrir það fyrsta að UNICEF og aðrir sjóðir sem tengdir eru SÞ styðji til dæmis fóstureyðingar með áherslu á þróunarlöndin í því sambandi. Þá styðji UNICEF til að mynda svokallaða mannfjöldastjórnun Mannfjöldasjóðs sem felst í því að hafa einhvers konar hemil á fjölgun mannkynsins og er tengslanet þess notað til þess að styðja við fóstureyðingar, kaupum á lyfjum og tækjum til fóstureyðinga sem og ófrjósemisaðgerðir.

Umfjöllun um fyrri þætti okkar um Sameinuðu þjóðirnar og þessi skelfilegu 17 heimsmarkmið þeirra má finna hér.

Svona umfjöllun finnið þið hvergi nema á Útvarpi Sögu, aðrir útvarpsmiðlar hafa engan áhuga á - eða mega ekki fjalla um fyrir hvað Sameinuðu þjóðirnar og þeirra undirstofnanir raunverulega standa á bak við fagra framhlið þeirra.

 


Flett ofan af þessum skelfilegu 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna!

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa samið, og þegar hafið í aðildarlöndum sínum innleiðingu 17 heimsmarkmiða með 169 undirmarkmiðum um það sem kallað er sjálfbær þróun.

Við hér á Íslandi tökum þessu verkefni alvarlega, erum með okkar eigin stofnun (Festu) í kringum heimsmarkmiðin, og 182 framúrskarandi fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir mynda samfélag Festu, eins og segir á heimasíðunni.

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan, þá eru þau afskaplega heillandi, og sett upp í fallegum og líflegum litum.

Búið verður bókstaflega að leysa öll vandamál heimsins og mannkynsins þegar þessu metnaðarfulla verkefni verður lokið.

Eða hvað?

Skyldi allt vera eins og sýnist, ætli það sé raunverulegur vilji ókjörinna alþjóðastofnana og margra samstarfsaðila þeirra að bókstaflega leysa öll vandamál heimsins fyrir okkur, og skapa frið á jörð?

Trúið þið því?

ollheimsmarkmid

 

Staðreyndin er sú að þessu er því miður alveg öfugt farið, endatakmarkið með þessum heimsmarkmiðum er að svipta okkur öllu og koma á einni alheimsstjórn.

Eldri skrif mín um heimsmarkmiðin

Mér hefur gefist einstakt tækifæri til taka þátt í útvarpsþættinum Menntaspjallið á Útvarpi Sögu til að ræða um SÞ, undirstofnanirnar, og heimsmarkmiðin 17. Í þessum þætti fjallaði ég stuttlega um hvert þessara 17 heimsmarkmiða, hvað þau eru sögð eiga að gera, og hvað þau þýða í raun, og er það vægast sagt hrollvekjandi!

Í þættinum kom meðal annars fram að heimsmarkmiðin fjalli í raun um að stýra mannkyninu í ákveðna átt og breyta verulega lífsháttum manna að öllu leyti. Framsetningin á heimsmarkmiðunum sé sakleysisleg en að baki býr mikil grimmd sem fólk getur ekki séð í fyrstu.

Undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru meðal annars World ecconomic Forum og WHO alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og er þeim ætlað það hlutverk að framfylgja heimsmarkmiðum SÞ.

Bloggfærslur sem ég nefndi í þættinum:

Umfjöllun okkar byrjaði viku fyrr þar sem við fórum m.a. yfir stofnun SÞ, WHO, WEF, fasisma og margt fleira, og þarna kom gríðarlega margt fram sem okkur er aldrei sagt frá eða kennt í skóla.

Þennan þátt má finna hér.

Tekið verði upp félagslegt stjórnunarkerfi þar sem fólki sem er undirgefið valdaöflunum sé umbunað. Þá sé stefnt að því að alþjóðastofnanir eins og WHO hafi völd yfir farsóttarmálum landa og geti teygt hugtakið faraldur út í hið óendanlega til þess að geta nýtt það til hræðslustjórnunar. Að öllu ógleymdu er einnig stefnt að því að koma á einni heimsstjórn.

Ekki er ólíklegt að við munum útvarpa fleiri þáttum um þessi mál.

Athugið, svona umfjöllun fengist aldrei birt í neinum af meginstraumsfjölmiðlunum, og á Útvarp Saga miklar þakkir skildar fyrir að halda vörð um málfrelsið, því það er því miður á hröðu undanhaldi, bæði hér og annars staðar í heiminum.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að vita hvað verið að, og búið er að gera okkur og öllu mannkyninu á bak við tjöldin, því framtíð okkar allra er í húfi!

Atburðir undanfarinna fjögurra ára eru bara forsmekkurinn að örlögunum sem okkar bíða - ef við spyrnum ekki á móti.

 

 

 

 


Hvers konar manneskja getur haft svona skelfilega skoðun?

Nýfætt barnHvernig getur henni sem þriggja barna móður þótt í lagi að drepa barn sem jafnvel komið er að fæðingu, og hver er munurinn á því að drepa fullburða barn í móðurkviði, eða þegar það er nýfætt?

Ég ætla að leyfa mér að stórefast um að flestar konur, kannski sérstaklega þær sem hafa reynsluna af því að ganga með og fæða börn séu sammála þessu, og ekki karlmenn heldur.

Og myndu íslenskir læknar vilja taka að sér að fremja drápin á fullburða börnum?

En hvað með rétt barnsins til að fæðast og lifa?

Þá lýsti Katrín því yfir að hún teldi rétt að kon­ur hefðu rétt til þess að eyða fóstr­um allt fram að fæðingu, en hefðbund­in meðganga er tal­in 37 til 42 vik­ur. Seg­ist hún treysta kon­um til að taka rétt­ar ákv­arðanir um lík­ama sinn og að engri konu sé það létt­bært að láta eyða fóstri.

Það eru konur sem ganga með börn, ekki "fólk"!

En lög­in eru upp­full af laga­bálk­um þar sem við treyst­um ekki fólki. Þetta er vænt­an­lega ekki eina málið þar sem við treyst­um fólki ekki. Fólk get­ur líka tekið hræðileg­ar og sví­v­irðileg­ar ákv­arðanir og ríkið bregst við eða reyn­ir að koma í veg fyr­ir slíkt.

„Ja, það er eins og ég segi með þess­ar ákv­arðanir að þær eru ekki tekn­ar af léttúð, þegar fólk ákveður að fara í þung­un­ar­rof. Þess vegna vil ég ekki tala um slík­ar ákv­arðanir sem sví­v­irðileg­ar, eins og að ráðast í glæpi eða eitt­hvað slíkt.“

En mörg­um þætti það sví­v­irðilegt að deyða barn degi fyr­ir fæðingu.

„Ég held líka að það sé ekki raun­in og bendi á reynsl­una af lög­un­um,“ svar­ar Katrín.

Manneskja sem hefur svona ógeðfellt viðhorf til lífsins á ekkert erindi á Bessastaði að mínu mati, og örugglega margra annarra líka, svo það er gott að hún skyldi vera spurð að þessu svona í byrjun kosningabaráttunnar.

Ef henni þykir ekkert tiltökumál að láta drepa ungabörn, hverju öðru getum við þá búist við af henni?

Sagt er að hún hafi mikið fylgi meðal eldri borgara, en ég á bágt með að trúa því.

Rifjum aðeins upp orð hennar frá 2017:

„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Hún sagði núverandi ríkisstjórn gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Á sama tíma dygðu lægstu laun ekki til framfærslu og fólk á lægstu launum væri beðið um að vera þakklátt fyrir 20 þúsund krónur því hlutfallslega væri það ekki lítið.

Restina af froðunni má lesa hér.

Það voru til nægir peningar í ríkiskassanum til að verja 5-6 milljörðum í þessi "bóluefni", álíka upphæð til að senda til stríðsreksturs í öðru landi, og gleymum ekki montráðstefnunni í Hörpu í fyrra sem kostaði eitthvað álíka.

Hvað þá milljarðatugirnir sem fara á ári hverju í flóttamannahítina. Allt hefur þetta gerst í forsætisráðherratíð hennar!

Og gamla fólkið og fátækir bíða enn, sjö árum síðar ...

Nýleg skrif mín þar sem Katrín kemur við sögu:

Margir halda því fram að búið sé að ákveða að hún verði næsti forseti Íslands, og kæmi það mér hreint ekkert á óvart, enda fáum við ekkert að vita um hvað fram fer bak við tjöldin í þessu blessaða gjörspillta landi okkar.

En kjósum einhverja allt aðra en fólk sem er að vinna fyrir ókjörnar alþjóðastofnanir sem þykjast "ætla að bjarga heiminum fyrir okkur", en eru í raun að koma á einni alheimsstjórn.

 

 

 

 


mbl.is Vill engin tímamörk á fóstureyðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinuðu þjóðirnar og heimsmarkmiðin 17

Mig langar að benda fólki á útvarpsþátt sem Valgerður Snæland Jónsdóttir stjórnandi þáttanna Menntaspjallið bauð mér og Leifi Árnasyni að taka þátt í.

Umræðuefnið var Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), undirstofnanir þeirra, og svo heimsmarkmiðin 17.

Efnið er svo viðamikið að ákveðið var að þetta yrði tveggja tíma þáttur.

Leifur byrjaði á ítarlegri yfirferð yfir SÞ, fasisma og fleira, og þar kom ýmislegt fram sem fæstir hafa hugmynd um, og í seinni hlutanum byrjaði ég á að fara yfir þessi skelfilegu heimsmarkmið sem verið er að innleiða af fullum krafti hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur.

Þar sem tími vannst ekki til að klára að fara yfir þau öll, mun það verða gert í Menntaspjallinu næstkomandi miðvikudag.

Valgerður

Það er gríðarlega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvað er að eiga sér stað fyrir framan nefið á okkur án þess að við höfum hugmynd um!

Ég vil því hvetja sem flesta að að gefa sér tíma til að hlusta á þennan þátt sem þið getið fundið hér.

 

 

 

 


Viljum við fulltrúa WEF og Davos klíkunnar á Bessastaði?

Ég óttast að fólk sé grunlaust um hættuna af því að fá fólk sem er tengt WEF og Davos klíkunni inn á Bessastaði, enda hafa fæstir líklega heyrt um hana.

En hvað er þessi Davos klíka?

Í örstuttu máli sagt, þá er þetta hópur forríkra elítuglóbalista úr fjármála-, viðskipta- og fjárfestingageiranum, sem hittast í janúar á hverju ári í Davos í Sviss, og þangað kemur líka fólk úr ríkisstjórnum og stórfyrirtækjum víðsvegar að úr heiminum, ásamt frægum poppstjörnum, leikurum, og jafnvel kóngafólki.

Greta Thunberg er þar líka tíður gestur, eins og "mannvinurinn mikli", Bill Gates, og þar hefur sést til forstjóra lyfjafyrirtækjanna sem bjuggu Covid "bóluefnin" til á undraverðum hraða, og að sjálfsögðu mæta þangað líka fulltrúar Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar (WHO), Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Nato og sjálfsagt fleiri.

Al GoreOg ekki má gleyma Al Gore, sem er búinn að reyna að hræða úr okkur líftóruna með alls kyns dómsdagsspádómum um bráðnun íss og jökla, útdauða ísbjarna, að hafið sé að suðu komið og fleira í þeim dúr.

Þrátt fyrir stjarnfræðilegar greiðslur til hans hafa engir spádómar hans ræst, og hér má sjá 50 ára yfirlit yfir dómsdagsspár sem hafa að sjálfsögðu ekki ræst heldur.

Þessar Davos ráðstefnur eru haldnar að undirlagi Alþjóðaefnahagsráðsins/The World Economic Forum (WEF), sem var stofnað árið 1971 af Klaus Schwab, en lærimeistari hans var Henry Kissinger (horfið á þetta!)

Þar tekur þetta fólk ákvarðanir um framtíð mannkynsins, ræðir næstu "heimsfaraldra", og hefur sagt að Covid hafi veitt (þeim) einstakt tækifæri til að endurræsa heiminn (The Great Reset), og vinna að því að koma á einni alheimsstjórn, að sjálfsögðu til að "bjarga heiminum".

Bak við tjöldin er endatakmarkið þó að fækka mannkyninu niður í "ásættanlegan fjölda".

Þetta fólk flýgur til Davos í einkaþotum sínum, á meðan það prédikar um hamfarahlýnun af völdum okkar hinna, og að við verðum að fara að venja okkur á að éta pöddur.

Ég er búin að skrifa 20 blogg síðan árið 2021 þar sem WEF kemur við sögu, yfirlit yfir þau má finna hér.

Ógnin af "The Great Reset"

Hér er frábær yfirferð yfir hrollvekjandi plön þeirra um örlög okkar hinna, og hvernig Kína er mikil fyrirmynd þeirra.

Það er líka fróðlegt að lesa ummælin undir vídeóinu.

Forsetakosningarnar

Eins og staðan er í dag, þá eru þrjár konur í framboði til embættis forseta Íslands sem hafa tengingar við, og/eða eru að vinna fyrir WEF, Katrín Jakobsdóttir, Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir.

Ég hef nýlega skrifað tvær færslur um Katrínu Jakobsdóttur, þá fyrri um störf hennar "í þágu" Íslands fyrir WEF, WHO og SÞ, og í þeirri síðari spyr ég hvort forseti Íslands eigi að verja hagsmuni Íslendinga, eða ókjörinna erlendra alþjóðastofnana.

Hallur Hallsson skrifaði nýlega beinskeytta grein um kolsvart elítu-framboð Höllu Tómasdóttur, sem lesa má hér.

Halla Hrund Logadóttir er "Agenda Contributor" hjá WEF, og ég var að komast að því að hún var tilnefnd Young Global Leader hjá þeim árið 2019!

Nái einhver þessara þriggja kvenna kjöri, sérstaklega Katrín, þá óttast ég að það muni hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þjóðina, miðað við hversu mikið hún hefur þjónað þessum erlendu glóbalista öflum í forsætisráðherratíð sinni, í stað þjóðar sinnar.

Þess má líka geta að sökum starfa sinna hefur hún hitt og fundað með mörgum þjóðarleiðtogum sem hafa útskrifast úr "The Young Global Leaders" skóla Klaus Schwab, t.d. Emmanuel Macron, Jacinda Ardern, Angela Merkel og Justin Trudeau.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að hún, og ríkisstjórn hennar hafa sent háar fjárhæðir (milljarða!) til Úkraínu, og nú síðast til vopnakaupa í vonlausu stríði þar, svo hægt sé að drepa fleira fólk.

Heimurinn stendur á stórhættulegum tímamótum núna, við virðumst vera á barmi heimsstyrjaldar, og þessi illu öfl eru á góðri leið með að koma á einni alheimsstjórn, WHO reynir lævíst valdarán í 194 aðildarlöndum sínum (líka á Íslandi), og SÞ vinnur að innleiðingu þessara skelfilegu 17 heimsmarkmiða sinna (líka á Íslandi).

Ég er búin að skrifa mörg blogg síðan árið 2021 þar sem WHO kemur við sögu, yfirlit yfir þau má finna hér.

Aldrei í fréttum á RÚV "okkar allra" né öðrum meginstraumsfjölmiðlum:

Svo hvað segir íslenska þjóðin?

Er hún sátt við að fulltrúi WEF og Davos klíkunnar verði næsti forseti Íslands, eða ætlar hún að hafna því?

Það kemur í ljós 1. júní 2024.

The Great Resist

 


Á forseti Íslands að verja hagsmuni Íslendinga, eða ókjörinna erlendra alþjóðastofnana?

Alltaf fjölgar þeim sem bætast í baráttuna um sætið á Bessastöðum í sumar.

Nokkrir hafa þegar náð tilskildum meðmælendafjölda, svo baráttan mun standa á milli þeirra sem hafa náð þeim fjölda þegar framboðsfrestur rennur út þann 24. apríl n.k.

Hættan er því á að sá eða sú sem nær kjöri muni því ekki hafa stóran hluta atkvæða á bak við sig, ef þau dreifast jafnt.

Vöndum því valið þegar í kjörklefann er komið!

Í mínum huga á næsti forseti Íslands ekki að vera fyrrverandi forsætisráðherra sem segist ætla að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi, en hefur verið að gera akkúrat hið gagnstæða, eins og þið getið séð hér.

Hér ætla ég að fjalla nánar um djöfullegar áætlanir um örlög mannkynsins sem koma frá ókjörnum erlendum stofnunum og milljarðamæringum, og verið er að innleiða af fullum krafti undir hennar stjórn hér á landi, eða ...

Agenda 2030

Þessi orð hér fyrir neðan eru hluti af opnunarávarpi Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra á velsældarþingi í Hörpu 14. júní 2023, sem haldið var í tilefni þess að framkvæmdastjóri WHO í Evrópu afhenti henni skýrslu um velsældarhagkerfið á Íslandi.

Við sama tilefni var hún skipuð sendiherra stofnunarinnar fyrir þetta verkefni til næstu tveggja ára.

Við erum nú hálfnuð með dagskrá 2030 (Agenda 2030, innsk. mitt) og þurfum að sýna fordæmalausa einbeitni í því að hraða aðgerðum á heimsmarkmiðunum.

Á heimsvísu eru aðeins 12% tilkynntra sjálfbærra þróunarmarkmiða (SDG) á réttri leið og fjöldi fólks sem býr við mikla fátækt hefur aukist síðan 2019, sem er mjög mikið áhyggjuefni.

Við á Íslandi erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum. Ísland er tiltölulega ofarlega í innleiðingu SDG (17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, innsk. mitt), en það er pláss fyrir umbætur á mörgum sviðum, sérstaklega hvað varðar skilning og stjórnun á skaðlegum áhrifum okkar.

En hvað er Agenda 2030?

Oft er sagt að ein mynd segi meira en þúsund orð, og hér má sjá raunverulegar fyrirætlanir um afdrif mannkynsins (reyndar að því forspurðu), teknar saman á einni mynd.

Agenda 2030

Er það svona heimur sem við viljum fyrir börnin okkar, og myndum við samþykkja innleiðingu heimsmarkmiðanna ef við gerðum okkur grein fyrir því hvað raunverulega býr að baki þeirra?

Við erum nú hálfnuð með dagskrá 2030 og þurfum að sýna fordæmalausa einbeitni í því að hraða aðgerðum á heimsmarkmiðunum.

Það vantar ekki að þau er sett fram á afskaplega fallegan hátt, þar sem nánast á að gera allt fyrir alla og skapa himnaríki á jörð, en hvert "göfugt" markmið þeirra þýðir akkúrat hið gagnstæða, ef grannt er skoðað.

Hér eru heimsmarkmiðin 17 í átt að þrældómi okkar þýdd á mannamál í stuttu máli.

Við ættum ekki að trúa því að ýmsar ókjörnar alþjóðastofnanir eða gráðugir milljarðamæringar hafi einhverjar hugsjónir um eða áhuga á að útrýma fátækt og hungri, stuðla að menntun fyrir alla, koma á friði í heiminum, "bjarga loftslaginu" (sem er enn ein blekkingin) eða neitt slíkt.

Þá væru þeir löngu búnir að gera eitthvað í því, það hljóta allir að sjá það.

Ég skrifaði fyrir rúmu ári síðan um hvað býr að baki heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og ég mæli sterklega með því að allir horfi þar á vídeó þar sem Rosa Koire fer yfir þessi heimsmarkmið, sem áður voru þekkt sem Agenda 21.

Síðar fjallaði ég um hvað býr að baki fjórða heimsmarkmiðinu, og er það raunverulega eitthvað allt annað en um menntun og jöfn tækifæri fyrir alla.

Við erum nú hálfnuð með dagskrá 2030 og þurfum að sýna fordæmalausa einbeitni í því að hraða aðgerðum á heimsmarkmiðunum.

Það er búið að koma þessum heimsmarkmiðum inn í borgarstjórnir, bæjarstjórnir, skóla, og jafnvel kirkjurnar, og má víða sjá merki um það, þ.e.a.s. ef maður veit hvað býr að baki þeirra.

Því miður óttast ég að margir þeirra sem vinna að innleiðingu þeirra hér á landi geri það í góðri trú, og geri sér enga grein fyrir hvaða djöfullegu aðgerðir þetta í raun eru.

Það sem við þurfum að vita um Agenda 2030, en hefur "gleymst" að segja okkur:

Hér má sjá hluta af því sem Katrínu Jakobsdóttur liggur svo á að hraða hér á landi.

Ný frétt frá Bretlandi:

Öllum flugvöllum í Bretlandi fyrir utan þá allra stærstu verður búið að loka árið 2029 og nautakjöt og lambakjöt til manneldis verður bannað til að ná markmiðum um loftslagsmálin samkvæmt skýrslu bresku ríkisstjórnarinnar.

... eða öllu heldur loftslagssvindlinu, en þetta er partur af Agenda 2030, The Great Reset, New World Order, eða hvað sem við viljum kalla það.

Það sama má segja um 15-mínútna borgirnar og pödduátið sem við eigum að fara að venja okkur við.

Við erum nú hálfnuð með dagskrá 2030 og þurfum að sýna fordæmalausa einbeitni í því að hraða aðgerðum á heimsmarkmiðunum.

Fólk þarf að gefa sér tíma til að kynna sér sjálft þessar aðgerðir sem Katrín  Jakobsdóttir er löngu byrjuð á að innleiða, og vill hraða hér á landi.

Þetta eru engar samsæriskenningar, eins og fólk ætti að gera sér grein fyrir núna, heldur napur sannleikur um áætlanir illra afla um örlög okkar og okkar afkomenda.

Frændur okkar, Svíar, eru farnir að bakka út úr Agenda 2030, og ég tek hattinn ofan fyrir þeim að sýna það hugrekki.

Mun ný ríkisstjórn Íslands líka sýna slíkt hugrekki? Ég stórefast um það.

 

 

 

 


Nei takk, ég vil ekki svona manneskju í embætti forseta Íslands!

Þetta eru stór og fögur orð og fyrirheit hjá fráfarandi forsætisráðherra Íslands, sem bætist nú í stóran hóp umsækjanda um embætti forseta Íslands.

„Þetta er mik­il­vægt embætti. For­set­inn þarf að skilja gang­verk stjórn­mála og sam­fé­lags. Þarf að geta sýnt for­ystu og auðmýkt. Að gæta hags­muna Íslands á alþjóðavett­vangi. Hann þarf að geta tekið erfiðar ákv­arðanir óháð stund­ar­vin­sæld­um,“ seg­ir Katrín m.a.

Reyndar er langt síðan ég hef séð forystu og auðmýkt hjá þessari manneskju, og ég velti fyrir mér hvað hún meinar með því að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi, þegar hún hefur ekki einu sinni gætt hagsmuna okkar hér innanlands, að minnsta kosti lengi vel að mínu mati, og margra annarra.

Og hvers vegna ekki? - Nokkrar ástæður:

Katrín Jakobsdóttir WEF Agenda ContributorFyrir það fyrsta, þá kæri ég mig ekki um útjaskaðan pólítíkus í þetta embætti, og hún er orðin það umdeild að hún mun aldrei geta orðið sameiningartákn þjóðarinnar.

Alþjóðaefnahagsráðið (WEF)

Svo er hún s.k. Agenda Contributor hjá The World Economic Forum (WEF).

Fyrir þá sem enn ekki vita hvað WEF er, þá eru það í stuttu máli samtök ókjörinna milljarðamæringa og annarra sem eru að reyna að koma á alræðisvaldi (Global Governance) yfir heiminum með því sem þeir kalla The Great Reset.

Þessi samtök stæra sig af því að hafa komið ungum heimsleiðtogum fyrir í stjórnum margra ríkja, ég skal játa að ég veit ekki hvort hún sjálf sé útskrifuð úr heimsleiðtogaskóla WHO, en hún er í góðu vinfengi við marga þeirra, eins og t.d. Emanuel Macron, Justin Trudeau, Boris Johnson og Jacinda Ardern.

Þess má líka geta að annar forsetaframbjóðandi, Halla Tómasdóttir er forstjóri B Team, sem er í samstarfi við WEF.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO)

Svo má líka nefna það að árið 2023 hélt Katrín velsældarþing í Hörpu fyrir ókjörnu stofnunina WHO, þar sem hún fékk afhenta skýrslu þeirra um "velsældarhagkerfið" á Íslandi. Það verður að segja að sú lesning er vægast sagt hrollvekjandi.

Af því tilefni var hún skipuð sendiherra þessa velsældarverkefnis WHO á Íslandi til tveggja ára.

WHO vinnur nú að því markmiði að ná einræði yfir heilbrigðis- og farsóttamálum heimsins, eins og ég hef skrifað margoft um, sjá t.d. hér og hér.

Sameinuðu þjóðirnar (UN)

Ríkisstjórnin undir forystu Katrínar hefur tengt hin skelfilegu 17 heimsmarkmið þeirra inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030, ársins þegar við munum ekkert eiga, og vera hamingjusöm.

Eitt af þessum heimsmarkmiðum, það fjórða, gengur út á innrætingu LGBT stefnunnar, þótt opinber skýring á þeim sé hið fallega markmið um að tryggja sanngjarna gæðamenntun og símenntunartækifæri fyrir alla.

Kynvæðing barnanna okkar

Ekki má gleyma þessari skelfilegu kyn, kynlífs - og transvæðingu íslenskra skólabarna, allt niður í leikskólaaldur, en það er komið beint frá UN, WEF, WHO og öðrum slíkum stofnunum og aðilum.

Sex education for childrenHér getið þið sjálf náð ykkur í skjal sem sýnir "Standards for Sexuality Education in Europe".

Á myndinni hér til vinstri sjáið þið leiðbeiningar um "kynfræðslu" fyrir 0-4 ára börn, sem hafa engar hugmyndir ennþá um kynlíf, kynferðislega ánægju, hvernig börn verða til eða neitt slíkt.

Lítil börn eru ekki kynverur, og það er stórskaðlegt fyrir þau að fá svona "fræðslu" svona ung!

Í sama skjali má sjá sambærilegar "leiðbeiningar" fyrir aðra aldurshópa.

Ég vísa svo í önnur skrif mín um kynvæðingu íslenskra barna, sem er í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar finnið þið líka hlekki á önnur blogg og vefsíður um skyld efni.

Covid

Ég ætla ekki að fjalla hérna um bóluefnakaup ríkisstjórnar Katrínar upp á marga milljarða, eða leynilegu bóluefnasamningana sem eiga að vera læstir inni í 70 ár eða svo.

Ekki heldur um þennan svokallaða "heimsfaraldur", nógu mikið hafa ég og margir aðrir fjallað um þetta tímabil undanfarin ár.

Við ættum öll að vera búin að gera okkur grein fyrir blekkingunum sem við höfum verið beitt síðan árið 2020, og skaðanum sem þessi "bóluefni" hafa valdið þjóðinni, en er haldið tryggilega leyndum fyrir okkur.

Svo þá er það spurningin

Fellur allt sem hér hefur verið ritað undir það að gæta hagsmuna Íslendinga á alþjóðavettvangi, þegar búið að innleiða erlendar tilskipanir, - margar frá ókjörnum alþjóðastofnunum, og þar af margar sem vinna gróflega gegn hagsmunum og velferð þjóðarinnar?

Er manneskju með þennan bakgrunn og stjórnmálaferil treystandi til þess að gegna æðsta embætti þjóðarinnar með velferð hennar í huga?

Svar mitt er einfaldlega, nei.

 


mbl.is Katrín býður sig fram til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband