Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021
14.6.2021 | 22:31
Hvernig græða má peninga í heimsfaraldri með réttum fjárfestingum!
Faraldrar eru raunverulegir tímar tækifæra sagði ákveðinn maður á ráðstefnu árið 2018.
"While speaking at a conference in 2018, Wuhan Institute of Virology and collaborator and gain-of-function advocate Dr. Ralph Baric advised attendees on how to make money in the next pandemic."
Í ræðu sinni árið 2018 "Imagining the Next Flu Pandemic - and Preventing it!" sýndi hann meðal annars glæru með yfirskriftinni "Global Catastrophe: Opportunities Exist".
Þar útskýrði hann hvaða tegund hlutabréfa, og hvaða atvinnugreinar blómstruðu í Ebólu faraldrinum, og notar það sem dæmi um hvernig hægt sé að græða peninga í næsta heimsfaraldri.
Sumar vörur seljist vel í faröldrum, eins og t.d. grímur gerðu í faraldrinum árið 1918.
Aðrar vörur séu líka gróðavænlegar og góðir fjárfestingarkostir, eins og í fyrirtækjum sem framleiða varnarbúninga (hazmat suits), bóluefni, lyf og annan varnarbúnað.
Hann sagði líka að í faröldrum finnist tækifæri fyrir fólk að hagnast fjárhagslega, á pólitíska sviðinu og því persónulega.
Hér má sjá vídeó með lengri upptöku af þessari ráðstefnu.
Það vill reyndar svo til að hann hefur miklar tengingar niður í Wuhan, þaðan sem faraldurinn er upprunninn.
Það væri fróðlegt að vita hvað hann sjálfur er búinn að græða í þessum faraldri!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2021 | 11:21
Tilkynningum um aukaverkanir fjölgaði um 49 um helgina, þar af 3 alvarlegum, og glænýtt viðtal við Eric Clapton
Í dag, mánudaginn 14. júní eru tilkynntar aukaverkanir komnar upp í 1.621, voru 1.572 á föstudaginn, svo þetta er fjölgun um 49.
Pfizer var með 590 tilkynningar, þar af 20 andlát og 30 aðrar alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 611. Fjölgun um 21.
Moderna var með 285, þar af 12 alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 293. Fjölgun um 8.
AstraZeneka var með 595, þar af 3 andlát og 42 aðrar alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 603. Fjölgun um 8.
Janssen var með 102, þar af 2 alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 114. Fjölgun um 12.
Alvarlegar aukaverkanir eru nú 109, fjölgun um 3 síðan á föstudaginn, þar af 23 tilkynnt andlát, og alvarlegum aukaverkunum fjölgaði um 68 frá 30. apríl. (30. apríl voru þær 41), og heildarfjölgun tilkynninga er 808 á aðeins þessum tæplega eina og hálfa mánuði.
Ég get ekki hlaðið inn myndum lengur, er víst búin með leyfilegt gagnamagn hérna, og það breyttist ekkert þótt ég færi inn í eldri færslur og eyddi út myndum.
En þessi súlurit með nýjustu tölunum má sjá inni á vef Lyfjastofnunar. Mig langar að benda ykkur á nýjung hjá stofnuninni, ef þið flettið niður síðuna, þá sjáið þið nýjan lið, Tilkynningar sendar í EudraVigilance, sem eru uppfærðar alla mánudaga.
Þar má sjá tvenns konar flokkanir, eftir líffærakerfi, og eftir MedDRA kjörheitum, hvað sem það nú er.
Heitin eru öll á ensku en það er hægt að þýða þau í Google translate. Þegar maður rennir yfir þessar upplýsingar, þá blasir það við að forstjóri Lyfjastofnunar, sóttvarnarlæknir og aðrir læknar sem opinberlega hafa afneitað alvarlegum aukaverkunum eru hreinlega að segja ósatt!
Eric Clapton
Einhverjir muna kannski að Eric Clapton steig fram á sjónarsviðið nýlega og sagði frá skelfilegri reynslu sinni af AstraZeneka sprautunum. Þar sagði hann meðal annars að hann hefði aldrei átt að fá þessar bólusetningar út af taugasjúkdómi sem hann hefur.
Í glænýju og einlægu einkaviðtali segir hann meðal annars frá því hvernig hann féll fyrir áróðrinum, og áhyggjunum sem hann hefur af börnunum sínum, og hann vonist til þess að með því að veita þetta viðtal geti hann opnað augu fólks gagnvart öllum blekkingunum sem eru í gangi núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2021 | 21:21
Bresk heilbrigðisyfirvöld breyta allt í einu núna skilgreiningunni á hvað teljast Covid tilfelli!
Allt frá byrjun þessa faraldurs hafa bresk heilbrigðisyfirvöld (NHS) alveg eins og aðrar þjóðir skilgreint alla "smitaða" sem greindust jákvæðir með þessum meingölluðu PCR prófum.
Ég tók þau fyrir í nýlegu bloggi, þar sem jafnvel Dr. Fauci viðurkennir að séu þau notuð á of mörgum snúningum, þá séu þau marklaus.
Nú allt í einu hefur NHS fengið ný fyrirmæli frá bresku ríkisstjórninni um hvernig eigi að skrá Covid tilfelli, og að nú eigi að aðgreina þá sem eru raunverulega veikir, frá þeim sem greinast "jákvæðir".
Hingað til hefur allt verið sett undir sama hatt, bæði þeir sem veikjast, og þeir sem "greinst jákvæðir" án þess að sýna nokkur einkenni, og þetta hefur valdið því að faraldurinn hefur verið blásinn upp úr öllu valdi.
"NHS England has instructed hospitals to make the change to the daily flow of data sent by NHS trusts [ ] Hospitals have been told to change the way they collect data on patients infected with coronavirus to differentiate between those actually sick with symptoms and those who test positive while seeking treatment for something else."
Margir sem hafa haft efasemdir um þennan faraldur allt frá byrjun hafa gagnrýnt þetta. Dánarorsakir voru í stórum stíl skráðar á Covid, hvort sem viðkomandi lést beint úr sjúkdómnum, eða hafði einhvern tímann áður verið "greindur jákvæður".
"One NHS source said the new data would be "more realistic" as not all patients were sick with the virus, adding: "But it will make figures look better as there have always been some, for example stroke [patients], who also had Covid as an incidental finding".
Spurningin er þá, hvers vegna eru þeir að breyta þessu núna? Þeir segja að það sé gert til að auðvelda greiningu á bólusetningaráætluninni, og hvort það hafi tekist að draga úr Covid veikindum með bólusetningunum.
Það má alveg velta fyrir sér hvort þetta sé raunverulega ástæðan, eða hvort þessar breytingar á skilgreiningunum verði til þess að greindum Covid tilfellum fækki, svo bólusetningarnar líti út fyrir að vera vel heppnaðar?
Þessi breyting tók gildi 7. júní s.l. og á aðeins að taka til nýrra tilfella.
Í þessari grein sem ég er að vitna í, segir meðal annars að hvaða góður vísindamaður sem er myndi segja að maður breyti ekki rannsóknaraðferðum í miðri tilraun, og ekki sé hægt að bera saman gögn sem safnað hefur verið saman á ákveðinn hátt, við gögn sem aflað er með öðrum aðferðum.
Þetta er bara í takt við annað í þessum faraldri, og "vísindin" hafa breyst ótal sinnum til þess að hægt væri að viðhalda þessu sífellda "hættuástandi".
Svo hvaða ástæður skyldu liggja að baki þessum sinnaskiptum allt í einu núna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.6.2021 | 14:04
Er VAERS farið að hreinsa til í gögnum sínum og falsa dánartölur eftir sprauturnar?
VAERS, eða Vaccine Adverse Event Reporting System var sett á laggirnar árið 1990, og tilgangur þess er eins og hér segir:
"Established in 1990, the Vaccine Adverse Event Reporting System (VAERS) is a national early warning system to detect possible safety problems in U.S.-licensed vaccines. VAERS is co-managed by the Centers for Disease Control and Prevention (CDC) and the U.S.
Food and Drug Administration (FDA). VAERS accepts and analyzes reports of adverse events (possible side effects) after a person has received a vaccination. Anyone can report an adverse event to VAERS. Healthcare professionals are required to report certain adverse events and vaccine manufacturers are required to report all adverse events that come to their attention." (Áherslubreytingin er mín).
Þeir sem hafa fylgst með öllu leikritinu í þessum heimsfaraldri eru löngu búnir að sjá að FDA og CDC eru gjörspilltar stofnanir og fullir þátttakendur í þessu.
Hér segir jafnframt á heimasíðu þeirra:
"As of March 24, 2021, there are three COVID-19 vaccines available for use in the United States under Emergency Use Authorization (EUA). These vaccines are monitored by VAERS and several other vaccine safety monitoring systems as part of the most intensive vaccine safety monitoring effort in U.S. history. This continuous, robust safety monitoring helps keep COVID-19 vaccines safe and helps ensure the benefits of vaccination continue to outweigh any risks."
Það eru löngu komið fram og má finna með leit á netinu, að andlátstölur vegna Covid voru falsaðar og ýktar víða um heim, og að til eru hræódýr lyf eins og Ivermectin og Hydroxychloroquin sem hafa reynst mjög vel fyrir Covid sjúklinga.
Þessum lyfjum og öðrum var læknum skyndilega bannað að ávísa í fyrra, og þessum tilraunaefnum veitt neyðarleyfi á grunni þess að ekkert annað gæti kveðið þennan faraldur niður. Það má lesa meira um það hér.
Það er að koma betur og betur fram í dagsljósið að þetta snérist aldrei um baráttu gegn einhverri veiru, heldur að bólusetja helst allt mannkynið!
Þess vegna kemur það hreint ekkert á óvart að verið sé núna að falsa tölur um andlát eftir bólusetningarnar hjá VAERS.
Í þessu vídeói sjáið þið mann sem hefur birt mörg vídeó um gögnin úr VAERS undanfarna mánuði, sýna að færslum um andlát hefur verið eytt út og jafnvel skipt úr fyrir aðrar skrár.
Góðu fréttirnar eru þó að spilaborgin er að byrja að hrynja núna í kjölfar uppljóstrananna um Dr. Fauci, og lögsóknirnar sem eru að fara í gang vegna stærstu glæpa sem framdir hafa verið gagnvart mannkyninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2021 | 19:22
Covid snérist aldrei um neina veiru, heldur bóluefnin segir sérfræðingur í hjartalækningum og prófessor í læknisfræði!
Dr. Peter McCullough heldur fram að allur þessi heimsfaraldur hafi frá upphafi snúist um bóluefnin, þar sem hagsmunaaðilar séu að hagnast gríðarlega á þessum vanprófuðu bóluefnum sínum. "Þeir vilja nál í hvern handlegg" segir hann.
Undir venjulegum kringumstæðum myndu 50 dauðsföll sem tilkynnt væru til VAERS leiða til þess að lyf yrðu tekin strax af markaði. Þegar um Covid bóluefnin er að ræða hefur þegar verið tilkynnt um þúsundir dauðsfalla og samt er haldið áfram að þrýsta á fjöldabólusetningar. Hvers vegna er ekki löngu búið að stoppa þær?
Horfið á frábært viðtal við hann hér!
Við sjáum nú hamaganginn hér á landi í að moka fólki í þúsundavís í Höllina, það mætti halda að yfirvöld hérna væru undir einhverri tímapressu! Það skyldi þó ekki vera? Og skipta þessar 1.572 þegar tilkynntu aukaverkanir engu máli?
Hvers vegna hefur verið svona linnulaus áhersla á fjöldabólusetningar sem einu leiðina tilbaka til eðlilegs lífs? Það hlýtur hver maður að sjá að það er engin glóra í þessu!
Skv. Covid.is eru samtals af mannfjöldanum 16 ára og eldri 29,2% hálfbólusettir, 43,6% fullbólusettir, og 2,2% hafa fengið Covid og/eða mótefni til staðar.
Þetta eru alveg skelfilegar tölur! Sóttvarnarlæknir okkar varar okkur við of mikilli bjartsýni því hjarðónæmi sé ekki náð, sérstaklega meðal yngri einstaklinganna (sem eru ekki í NEINNI hættu!).
Og hvers vegna er WHO alltaf að breyta skilgreiningunni á hjarðónæmi?
Nú er stefnt að því að bólusetja 12-16 ára börn með undirliggjandi sjúkdóma, en það bara má aldrei leyfa því að gerast!
Ég veit um marga hér á landi sem hafa fengið miklar aukaverkanir, ég hef það frá vinum og kunningjum, og eins hef ég séð það í spjallgrúppum á Facebook.
Einn vinur minn sagði mér þetta um þrítugan samstarfsfélaga sinn:
"Vinnufélagi minn er ekki samur eftir sprautu. Hefur alltaf verið sterkur og duglegur til vinnu. Hefur lítið mætt eftir sprautu. Situr bara og er mjög daufur. Hann hefur reynt að gera einhvað í vinnunni en fer bara heim og segist ekki geta þetta".
Skyldi þessum unga manni eiga eftir batna, og ef ekki, hvernig mun líf hans verða það sem eftir er?
Bloggar | Breytt 3.7.2021 kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.6.2021 | 11:32
Bréf til formanns Velferðarnefndar, Helgu Völu Helgadóttur og annarra nefndarmanna vegna tilraunabólusetninganna!
Mannréttindasamtökin MÍN LEIÐ - MITT VAL sendu þessu embættisfólki sem fær laun sín greidd frá okkur bréf, þar sem það er upplýst um staðreyndir varðandi Pfizer bóluefnið, og öll mannréttindabrotin sem búið er að fremja undanfarna mánuði.
Jafnframt er farið fram á að öllum þessum tilraunabólusetningum verði hætt þegar í stað.
Ég hvet alla að lesa þetta bréf, því þetta er stærsta mál sem þjóðin hefur nokkurn tíma staðið frammi fyrir á okkar líftíma.
"Ágæti formaður Helga Vala,
Við sem stöndum að mannréttindasamtökunum MÍN LEIÐ MITT VAL viljum vekja athygli Velferðarnefndar Alþingis á að hér á landi fara fram gróf brot á mannréttindum í tengslum við þær tilraunabólusetningar sem fólk er boðað í með boðhætti og sem allir eru hvattir til að taka þátt í.
Í kynningum til landsmanna um bólusetningar með þessum bóluefnum sem eru ekki bóluefni í eiginlegum skilningi og eru öll á undanþáguleyfum, kemur hvergi fram, að um tilraun sé að ræða eða að fólk hafi VAL um það hvort það þiggur efnin eða ekki, nema leitað sé vandlega á vef landlæknis.
Við teljum jafnframt að verið sé að brjóta á mannréttindum fólks samkvæmt eftirfarandi atriðum, þar sem upplýsingar úr Risk Management Plan 2.0 frá 29. apríl 2021 með einhverjum breytingum frá Risk Management Plan 1.0 frá 20. desember 2020, fyrir Comirnaty efnið frá Pfizer/BioNTech hafa ekki verið kynntar almenningi. Þar kemur eftirfarandi fram:
ENGAR TILRAUNIR Á FÓLKI MEÐ UNDIRLIGGJANDI SJÚKDÓMA
1 Fyrir skömmu kynnti sóttvarnalæknir að fyrirhugað væri að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára, sem væru með undirliggjandi sjúkdóma. Á bls. 72 í Risk Management Plan 2.0 skýrslunni, kemur fram að ónæmisbæklaðir einstaklingar, en þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eru það, hafi ekki verið hafðir með í tilraunum með bóluefnin hingað til, þar sem þeir eru með skert ónæmiskerfi. Þeir hefðu því takmarkað ónæmisviðbragð gagnvart bóluefnunum og því væri talið að myndu ekki sýna fullt viðbragð við efnunum.
Börn með undirliggjandi sjúkdóma eru með skert ónæmiskerfi eða ónæmisbækluð og því ætti ekki að nota bóluefnið á þau. Að auki eru börn á þessum aldri ekki sjálfráða, hér er ekki skyldubólusetning og því hefur sóttvarnalæknir að okkar mati ekki heimild til að boða þessi börn í bólusetningu, án þess að leggja það undir foreldra þeirra fyrst og kynna þeim jafnframt að börn með undirliggjandi sjúkdóma hafi ekki tekið þátt í tilraunum með efnin. Við teljum þessa fyrirætlun sóttvarnalæknis því brot á mannréttindum þessa hóps."
EFNIN EKKI PRÓFUÐ Á ÞUNGUÐUM KONUM
2 Í sömu Risk Management Plan 2.0 skýrslu á bls. 72 stendur að konur sem eru þungaðar eða með barn á brjósti hafi ekki verið með í tilraunum með bóluefnið. Þar stendur jafnframt að engar upplýsingar séu til um áhrif efnisins á þær, svo og að ekki sé vitað hvort efnið myndi hafa óvæntar neikvæðar afleiðingar fyrir fósturvísinn eða fóstrið.
Því teljum við það mannréttindabrot að verið sé að bólusetja þungaðar konur með þessum efnum þvert á þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir, landlæknir, hjúkrunarfólk og læknar sem að þessum bólusetningum koma, ættu að hafa kynnt sér í Risk Management Plan 1.0 skýrslunni um Comirnaty, svo og í 2.0 útgáfu hennar.
UPPLÝSINGAR SKORTIR FYRIR EFTIRTALDA HÓPA
3 Jafnframt teljum við það mannréttindabrot að þær upplýsingar sem hægt er að finna í töflu 44 á bls. 114 í Risk Management Plan 2.0 hafi ekki verið kynntar fólki, en þar kemur fram að engar upplýsingar sé að finna um mikilvæga áhættuþætti á notkun Comirnaty fyrir:
a) Konur á meðgöngu eða meðan þær eru með barn á brjósti.
b) Þá sem eru ónæmisbæklaðir.
c) Þá er sem eru veikburða eða með undirliggjandi sjúkdóma. (Allt eldra fólkið okkar.)
d) Þá sem eru með sjálfsónæmissjúkdóma eða bólgusjúkdóma.
e) Notkun á Comirnaty með öðrum bóluefnum. (Planar sóttvarnalæknir ekki að bjóða þeim sem fengu AstraZenece að fá annan skammt af öðru bóluefn?)
f) Engar upplýsingar eru til um langtímaáhrif þessara bóluefna. (Ekki nema von þar sem þau eru í tilraunum til 2023.)
EKKERT HÆGT AÐ GERA
4 Í töflum 45-52 á bls. 114-117 í Risk Management Plan 2.0 kemur fram að EKKI sé hægt að bregðast á neinn hátt (til bata) við þeim aukaverkunum sem þar eru upp taldar og geta verið afleiðingar af bólusetningu með Comirnaty (Pfizer/BioNTech).
Við teljum það því alvarlegt brot á mannréttindum að fólki hafi ekki verið kynntar þessar upplýsingar áður en það rétti fram handlegginn til að fá í sig þetta efni, svo og önnur bóluefni sem verið er að nota.
Jafnframt teljum við það því brot á mannréttindum að leyfa notkun á þessum efnum hér á landi, án þess að gera fólki grein fyrir því að það sé að taka þátt í tilraun og fræða það um þær ólæknandi aukaverkanir sem þeim geta fylgt, en ein af þeim er andlát, þrátt fyrir yfirlýsingar heilbrigðisyfirvalda um að þau sé alls ótengd bóluefnunum.
Við hjá samtökunum MÍN LEIÐ MITT VAL förum því fram á að Velferðarnefnd taki þessi atriði til umfjöllunar og leiðrétti þessi mannréttindabrot nú þegar með því að stöðva allar bólusetningar í landinu.
Með vinsemd og virðingu
Kópavogi 11. júní 2021
Sigurlaug Þuríður Ragnarsdóttir
formaður MÍN LEIÐ MITT VAL
Afritað að fengnu leyfi frá vefsíðu Guðrúnar Bergmann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2021 | 18:15
Ár hinna mörgu tilviljana, óháðir sérfræðingar finna sjaldnast tengsl milli bólusetninga og andláta!
Alveg er magnað að lesa hverja fréttina af annarri, bæði innlendar og erlendar um andlát í kjölfar þessara svokölluðu bólusetninga.
Það skiptir engu máli hvort um kornungar manneskjur er að ræða, eða háaldraðar það finnast víst nánast aldrei nein tengsl þarna á milli.
Í þessari frétt sem birtist á RÚV.is í dag segir:
"Óháðir sérfræðingar í lyflækningum telja ólíklegt að rekja megi fjögur af þeim dauðsföllum sem þeir skoðuðu til bólusetningar. Eitt andlát er flokkað sem ólíklegt til mögulegt. Í nær öllum þeim tilvikum sem skoðuð voru var hægt að tengja andlát eða blóðtappa undirliggjandi sjúkdómi eða áhættuþáttum. Einn greindist með svokallaðan VITT-sjúkdóm sem átti stóran þátt í því að Norðmenn og Danir hættu að nota bóluefni AstraZeneca."
Í þessari frétt frá Írlandi er fjallað um andlát 12 eldri sjúklinga eftir sprauturnar, þau voru að sjálfsögðu öldruð og með alls konar undirliggjandi sjúkdóma (sem var aldrei minnst á þegar gamla fólkið dó hér í fyrra!)
"The regulator said that in all these deaths, the patients had underlying conditions and/or concurrent illness with a small number having tested positive for Covid-19.
Reports of the deaths have been carefully reviewed and based on the information provided it is not considered that the vaccine played a contributory role in these events, the HPRA said in its latest safety update on Covid-19 vaccines.
It can be expected that fatalities due to progression of underlying disease or natural causes will continue to occur, including following vaccination. However, this does not meant that the deaths were caused by the vaccine.
39 ára maður lést sex dögum eftir sprautuna, og að sjálfsögðu engin tengsl þar á milli að mati írskra heilbrigðisyfirvalda og þessara keyptu og spilltu "fact checkers".
"However, any link between his death and the injection was debunked by Irish health authorities and the Journal Fact Checker."
41 árs portúgölsk kona var látin tveim dögum eftir Pfizer sprautuna.
"But no cause of death has yet been determined and the authorities said they will follow the usual procedures to work out what happened.
An autopsy is expected to take place imminently and there is currently no evidence to suggest her death is linked to the vaccine."
Ég er búin að lesa gríðarlega margar svona fréttir undanfarna mánuði, og nánast alltaf er tekið fram að líklega séu engin tengsl þarna á milli.
Ég fjallaði aðeins um þessa óháðu sérfræðinga í gær og í öðru bloggi um tilkynntar aukaverkanir og andlát í Evrópu.
Eru öll þessi 13.867 andlát í Evrópu bara tómar tilviljanir líka?
Bloggar | Breytt 7.9.2021 kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2021 | 12:54
Tilkynntum aukaverkunum fjölgaði um 29 síðan í gær - og uppljóstrari sem flettir ofan af WHO!
Í dag, föstudaginn 11. júní eru tilkynntar aukaverkanir komnar upp í 1.572, voru 1.543 í gær, svo þetta er fjölgun um 29.
Pfizer var með 578 tilkynningar, þar af 20 andlát og 28 aðrar alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 590. Fjölgun um 12.
Moderna var með 282, þar af 12 alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 285. Fjölgun um 3.
AstraZeneka var með 588, þar af 3 andlát og 41 önnur alvarleg.
Nú eru þær orðnar 595. Fjölgun um 7.
Janssen var með 95, þar af 2 alvarlegar.
Nú eru þær orðnar 102. Fjölgun um 7.
Alvarlegar aukaverkanir eru nú 106, fjölgun um 3 síðan í gær, þar af 23 tilkynnt andlát, og alvarlegum aukaverkunum fjölgaði um 65 frá 30. apríl. (30. apríl voru þær 41), og heildarfjölgun tilkynninga er 759 á aðeins þessum rúmlega eina mánuði.
Endalaus hræðsluáróður!
"WHO segir að deltaafbrigði kórónuveirunnar sé í sókn í Evrópu og ekki hægt að slaka á", er fyrirsögn nýrrar fréttar á DV.is.
"Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af sókn deltaafbrigðis kórónuveirunnar í Evrópu. Þetta er afbrigðið sem áður var kallað indverska afbrigðið."
Hvað erum við búin að sjá margar álíka fréttir undanfarið ár? Það eru víst endalaust að skjóta upp kollinum ný og hættuleg afbrigði, stundum tví- eða þríklofin, hvað sem það nú þýðir. Og munið eftir H&M afbrigðinu sem spratt upp í lok maí á Hafnartorginu? Uppáhaldið mitt er tvíklofna Yorkshire Pudding afbrigðið.
Muniði ekki eftir breska afbrigðinu sem þríeykið hafði svo miklar áhyggjur af í mars? Þá átti kaðallinn í brekkunni við eldstöðvarnar að geta verið alveg stórhættulegur smitberi, og allir áttu helst að vera með grímur og forðast nálægð við aðra þarna á leiðinni.
Þetta var eiginlega bara alveg bráðfyndið, enda hlógu margir, og ekki minnist ég þess að það hafi gosið upp nein hópsmit sem hægt væri að tengja við blessaðan kaðalinn.
Þeir sem hafa kynnt sér allt varðandi þennan meinta heimsfaraldur vita að WHO er glæpastofnun, að miklu leyti fjármögnuð af Bill Gates, og stýrt af manni sem er ekki læknismenntaður frekar en Bill, og situr undir ákærum um þjóðarmorð í eigin landi. Og sóttvarnarlæknir okkar hefur margsagt að hann fylgi tilmælum þessarar stofnunar!
Niðurlag fréttarinnar á DV.is er:
"Þrátt fyrir að við séum langt komin þá erum við ekki komin nægilega langt. Verndin sem bólusetning veitir er víðs fjarri því að vera nægilega mikil til að vernda álfuna gegn því að faraldurinn blossi upp á nýjan leik. Það er enn langt í land með að 80% fullorðinna séu bólusettir eða hafi myndað ónæmi, sagði Kruge."
Uppljóstrari sem flettir ofan af WHO
Astrid Stickelberger er hámenntaður vísindamaður sem hefur starfað fyrir WHO, fletti nýlega ofan af þeim og þeim sem hafa verið meðal stærstu "leikenda" í þessum meinta faraldri.
Allir ættu að horfa á viðtalið við hana sem finna má hér!
Það er alltaf að verða augljósara að það sem er búið að ganga á í heiminum í rúmt ár núna hefur aldrei nokkurn tímann snúist um baráttu gegn einhverri veiru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2021 | 21:53
Nú hló ég upphátt! Og hverjir eru þessir óháðu aðilar sem framkvæmdu þessa sérstöku rannsókn?
Nei að sjálfsögðu er ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetninganna og þessara alvarlegu atvika!
Í ljósi þess að um ný bóluefni er að ræða hafa landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar, ákveðið að fá óháða aðila til að fara gaumgæfilega yfir þessi tíu alvarlegu atvik. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort líklegt sé að þessi alvarlegu atvik tengist bólusetningunni eða hvort líklegra sé þau tengist undirliggjandi áhættuþáttum eða sjúkdómum. Eins og sakir standa bendir ekkert til þess að beint orsakasamhengi sé á milli bólusetningar og þessara alvarlegu atvika. Rannsóknin verður gerð af tveimur óháðum sérfræðingum í lyflækningum og verður henni hraðað eins og kostur er. Hér er um að ræða samskonar athugun og gripið var til í upphafi ársins þegar fimm alvarlegar tilkynningar í hópi aldraðra einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem dvöldust á hjúkrunarheimilum voru teknar til sérstakrar skoðunar. (áherslubreytingin er mín.)
Og hvers vegna er landlæknir bara að skoða 10 alvarleg tilvik?
23 eru látnir og 80 aðrir hafa orðið fyrir aukaverkunum sem lýst er svona á vef Lyfjastofnunar:
"Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum."
Það eru bara tómar tilviljanir að þegar er búið að tilkynna 1.543 aukaverkanir, er það ekki? Og hverjir eru þessir óháðu aðilar sem komust að þessari niðurstöðu?
Sérstök rannsókn kynnt bráðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.6.2021 kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2021 | 19:37
Tilkynntum aukaverkunum í Evrópu hefur fjölgað um hátt í milljón á aðeins einum mánuði!
Fyrir nokkrum vikum síðan bloggaði ég um tilkynntar aukaverkanir og andlát í Evrópu eftir þessar tilraunabólusetningar, og eins og sjá má á samanburðinum hér fyrir neðan, hafa þessar tölur hækkað skelfilega mikið!
Hér fyrir neðan sjáið þið að 50% tilkynntra aukaverkana flokkast sem alvarlegar!
Og hér getið þið séð lista yfir þekktar aukaverkanir, þýddar yfir á íslensku.
Það er kominn tími til að fólk fari að vakna!
Fólk sem ver þessar yfirstandandi bólusetningar segir gjarnan, já en það hefði ekki verið hægt að útrýma lömunarveiki, kíghósta (og öllum þessum sjúkdómum sem við erum flest bólusett gegn í æsku), nema vegna bólusetninganna.
Gott og vel, staðreyndin er bara sú að þetta eru ekki bóluefni eins og við höfum þekkt þau hingað til!
Hér sjáið þið bréf sem samtökin Mín leið - Mitt val sendu nokkrum alþingismönnum og umboðsmanni Alþingis í lok maí.
"Efni: Glæpur gegn íslensku þjóðinni á vegum ESB sbr. Comirnaty Epar Risk Management Plan
Komið þið sæl.
Í tilefni umræðunnar þá langar okkur til að benda ykkur á að þetta eru
tilraunarbóluefni á neyðarleyfi til ársins 2023 og aðgerðirnar eru unnar
út frá ESB aðgerðaráætluninni," Comirnaty Epar Risk Management Plan" sem
öll heilbrigðisyfirvöld í Evrópu eru að vinna eftir.
Andstætt gömlu bóluefnunum, sem mörg hver var hægt að hreinsa úr líkamanum eftir bólusetningu með afeitrunaraðferðum, lifa mRNA COVID-19
tilraunabóluefnin endalaust í líkamanum.Sú eyðilegging sem þau valda,
varir með öðrum orðum að eilífu. Fólk þarf að lifa með afleiðingunum
vegna þess að það er ekki hægt að lækna það einfaldlega með því að
hreinsa eiturefnin úr líkamanum.
Sjá nánar:
https://www.ema.europa.eu/en/documents/rmp-summary/comirnaty-epar-risk-management-plan_en.pdf
mRNA virkar nánast eins og stöðug "bólusetningarvél", sem bólusetur fólk
aftur og aftur það sem eftir er ævinnar. Þess vegna er engin leið til að
laga eða lækna þau vandamál sem upp kunna að koma. Þetta þýðir
einfaldlega að ef einhverjar aukaverkanir koma upp eftir mRNA
bólusetningu, get ekki nokkur meðferðaraðili hjálpað fólki, þar sem sá
skaði sem bólusetningin veldur er erfðafræðilega óafturkræfur. Þetta
stendur líka skýrum stöfum á blaðsíðum 90 -115 í ESB aðgerðar
áætluninni sem heilbrigðisyfirvöld í Evrópu vinna eftir.
Við mótmælum því harkalega þeim ómannúðlegu, ólögmætu, graf alvarlegu og
lífshættulegu aðgerðum sem íslensk yfirvöld eru að beita íslenkskum
almenningi. Í því tilefni krefjumst við þess að þær verði stöðvaðar
samstundis og það algerlega undantekningarlaust."
Ekki vakti þetta meiri viðbrögð en svo að nú er keyrt á bólusetningarnar sem aldrei fyrr, vegna sjúkdóms sem 99,7% fólks lifir veikindi af.
Athugið að þessi tilraunabóluefni fengu "neyðarleyfi" á grunni þess að ekki væru til neinar gagnlegar meðferðir gegn Covid-19, en allt bendir til þess að þau hafi fengist samþykkt með sviksamlegum hætti.
Við skulum ekki láta okkur detta í hug að lyfjarisarnir beri hag okkar fyrir brjósti, enda búnir að gulltryggja sig gegn málsóknum vegna hugsanlegra aukaverkana.
Hafið þið kynnt ykkur svarta sögu þeirra?
Miðað við mannfjöldann sem enn streymir í þúsundavís þessa dagana í Höllina, þá er hætt við að fólk vakni ekki fyrr enn allt of seint, fullbólusett í bak og fyrir.
Og já, svo er gert ráð fyrir að það "þurfi" að endurtaka þessar sprautur með reglulegu millibili. Til hvers eiginlega, veita þau ekki næga "vernd" þegar upp er staðið?
Viðbót: Nú segir Þórólfur í viðtali í dag:
"Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir í samtali við fréttastofu að hér á landi sé verið að skipuleggja að bjóða 12 til 15 ára gömlum börnum, sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, í bólusetningu."
Þetta má bara aldrei gerast, látið börnin í friði, enda hefur ekkert barn dáið hér úr pestinni, og flestir sem dóu voru yfir áttræðu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)