Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2023
26.11.2023 | 22:36
Er þetta samsæriskenning eða sannleikur?
Í nýlegum pistli skrifaði Björn Bjarnason sjálfstæðismaður og fyrrverandi ráðherra um það sem hann telur trúnaðarbrest gagnvart WHO, og í stórum dráttum var þar gefið í skyn að ótti við væntanlega samþykkt á farsóttasáttmála þeirra væri óþarfur, og frekar í ætt við samsæriskenningu. Pistilinn má finna í viðhengi hér neðar.
Skoðum þetta aðeins nánar.
Ótti viðmælandans vakti áhuga á að kanna málið. Reyndist auðvelt að afla upplýsinga um stöðu þess á vefsíðu WHO og í samtali við spjallmenni. Tímalínan er nefnd hér að ofan til að sýna að textagerðin hefur þróast fyrir opnum tjöldum hjá WHO. Niðurstaðan er að íslenska ríkið afsalar sér engum rétti með því að tilkynna ekki fyrirvara vegna umræðuskjalsins fyrir 1. desember 2023.
Hér dettur skrifari í þá gryfju að trúa og treysta upplýsingunum sem fram koma á þeirra eigin vefsíðu, og frá einhverjum hugbúnaði keyrðum af gervigreind sem gera má ráð fyrir að búið sé að forrita fyrirfram til að gefa aðeins ákveðnar upplýsingar.
Þær upplýsingar eru alveg jafn "áreiðanlegar og sannar" og t.d. fullyrðingar lyfjarisanna, stjórnvalda, lækna og vísindamanna um "öryggi og virkni" þessara svokölluðu "bóluefna", sem löngu er búið að sanna að hafa valdið ómældum skaða og dauða um heim allan.
Sóttvarnalæknir okkar er jafn trúverðugur og WHO (og spjallmenni), eða þannig, og lýgur áreynslulaust í fjölmiðlum um "öryggi og virkni" þessara eiturefna.
Sannleikann er oftast að finna allt annars staðar, hafi maður fyrir því að leita hans.
Sá sem fullyrti þetta við Björn sagði satt
Við þann sem þetta ritar var fullyrt að umræðulaust og með leynd væri unnið að því að lauma í gegn alþjóðasáttmála þar sem WHO yrði í raun veitt umboð til að ráðskast með líf okkar og líkama kæmi til nýs heimsfaraldurs.
Í stuttu vídeói á þessari síðu má sjá Dr. Abdullah Assiri segja:
"Forgangsröðun aðgerða sem geta takmarkað frelsi einstaklinga ... eru ... nauðsynlegar meðan á heimsfaraldri stendur".
Svo þar höfum við það!
Við erum mörg hér á landi sem tökum undir þessa ósk, en við vitum að hún mun ólíklega rætast:
Var þess eindregið farið á leit að stuðlað yrði að opinberum umræðum um málið áður en það yrði um seinan og við yrðum ofurseld WHO.
Í þessum skrifum mínum frá 10. ágúst s.l. má lesa um hvernig WHO er þegar farið að herða krumlurnar, og hlekki á eldri skrif mín um stofnunina, meðal annars hvernig Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands tengist henni og er í sendiherraembætti fyrir.
Brynjar Níelsson
Ég var að hlusta á áhugavert viðtal sem Frosti Logason á Brotkast.is tók við Brynjar Níelsson flokksbróður Björns og fyrrverandi þingmann nú á dögunum.
Í lok viðtalsins spurði Frosti Brynjar út í þennan heimsfaraldurssáttmála, og hvort hann þekkti til hans. Brynjar svaraði því játandi og sagði jafnframt að lýðræðið væri í hættu því við værum búin að færa völdin til umboðslauss fólks sem er ekki kjörið, t.d. ýmissa alþjóðastofnana. Að lýðræðið sé á undanhaldi.
Aðspurður sagði hann líka þekkja til lokafrestsins 1. desember um að segja sig frá eða samþykkja sáttmálann. Honum hugnast ekki að færa þetta vald í annarra hendur, og að sífellt sé verið að þrengja meira og meira að einstaklingnum.
Áskrifendur Brotkasts geta hlustað á þetta hér, og þessi hluti byrjar á c.a. mínútu 67.
Jaðarsvæðin
Að því er virðist fullur yfirlætis og vandlætingar segist Björn hafa þurft að fara út á jaðarsvæði til að finna upplýsingar um farsóttarsáttmálann á heimamiðum. Það er ekki skrítið, því litlar eða engar upplýsingar er að finna um hann á þessum helstu meginstraumsfjölmiðlum, ekki einu sinni RÚV.
Undir þessi jaðarsvæði falla að hans mati Útvarp Saga, sjónvarpstöðin Kla.TV, og undirskriftasíðan gegn yfirtöku WHO á Mittval.is.
Af þeirri síðu les hann upp ýmsa efnisliði, en segir ekki skýrt hverjar þessar breytingar eru. Samt eru u.þ.b. 40 greinar á síðunni sem hann hefði getað lesið, hefði hann nennt því.
Það eru akkúrat svona "jaðarmiðlar" sem fjalla um mikilvæg málefni eins og WHO og blekkingarnar í kringum Covid og "bóluefnin", sem ríkisstyrktu fjölmiðlarnir þora - eða mega ekki að snerta á.
Hvað eru vandaðar upplýsingar að mati Björns?
Vegna skorts á vönduðum upplýsingum magnast ranghugmyndir sem sumar minna á samsæriskenningar.
Samflokksmenn ósammála Birni
Þarna segir meðal annars:
Samþykki Ísland aðild að sáttmálanum gengur hann í gildi þegar nægilega mörg ríki hafa fullgilt hann. Sáttmálinn skuldbindur ekki íslenska ríkið nema alþingi samþykki og það samræmist stjórnarskrá Íslands.
Jón Steinar Gunnlausson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari er ekki á sama máli, frekar en Brynjar.
Fyrir hverja vinna íslensk stjórnvöld?
Þau virðast tilbúin að veita ókjörinni og ólýðræðislegri stofnun sem stýrt er af hryðjuverkamanni og fjármögnuð að stórum hluta til af Bill & Melinda Gates Foundation, þetta ægivald yfir heilbrigðismálum okkar og heimsins alls.
Fyrir utan það að hafa hagnast óhemju mikið á Covid "bóluefnunum", þá hefur Bill Gates lagt það til við heimsleiðtoga að byrja að tala um "dauðanefndir", sem dæmi venjulegt fólk til dauða fyrir það eitt að vera einskis nýtt elítunni. Hér má líka lesa sitthvað um svarta sögu hans.
Því miður er fyrirhuguð valdayfirtaka WHO á heilbrigðismálum heimsins allt annað en samsæriskenning, heldur sannleikur.
Til eru víðtækar heimildir um það, bæði hér og víðar, síst þó á meginstraumsmiðlunum, reynsla undanfarinna ára hefur kennt manni það.
Dagar samsæriskenninganna eru löngu liðnir, enda hafa þær flestar, ef ekki allar ræst.
Hlustið á ESB-þingkonuna Christine Anderson:
The Fight Is On! - EUROPEAN CITIZENS INITIATIVE against WHO Power Grab
Umfjallanir á "jaðarsvæðum" um fyrirætlanir WHO
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.11.2023 | 16:28
Getur lesbía ekki bara áfram verið amma og hommi afi?
Ég er sem betur fer ekki ein um að blöskra frekjan í þessum háværa minnihlutahópi hér á landi sem virðist fá öllu sínu framgengt, í góðri samvinnu við íslensk yfirvöld.
Hvers vegna þarf að búa til kynhlutlaust orð yfir foreldri foreldris, hvaða rugl er þetta? Eigi samkynhneigt fólk börn, þá voru þau getin með eggi konu og sæði karlmanns, þeirra einu tveggja kynja sem til eru og geta getið af sér afkvæmi saman.
Hvernig í ósköpunum er hægt að gera það kynhlutlaust? Er það til að móðga ekki öll þessi 100 kyn sem núna er búið að "skilgreina"?
Ég sjálf er amma, og frábið mér þann möguleika að vera kannski kölluð stórforeldri.
Stórforeldri er kynhlutlaust orð yfir foreldri foreldris. Það sem flestir þekkja sem ömmu eða afa.
Þetta er alveg stórkostlegt!
Aðkynhneigð er svo þýðing á orðinu allosexual. Allosexual er fólk sem finnur fyrir kynferðislegri hrifningu á öðru fólki. Kynhneigð þeirra getur verið hver sem er.
Það hljóta þá líka að vera til einhver nýyrði yfir þá sem hneigjast kynferðislega að t.d. sokkum, geitum eða snjóblásurum, annað væri bara móðgun við það fólk.
Það þyrfti að gefa út orðabók með þessu:
Önnur orð sem hafa verið valin í samkeppninni fyrri ár eru kvár, stálp, mágkvár, svilkvár og eikynhneigð. Í fyrra voru í keppninni valin hýr tákn í táknmál.
Hrífst fólk sem er mágkvár og svilkvár kynferðislega að mágum sínum og svilum? Spyr sú sem ekki veit!
Það hlýtur að fara að koma að aðför gegn fallega starfsheitinu ljósmóðir og gera það líka kynhlutlaust, væri t.d. fæðingatæknir ekki fínt og nógu hlutlaust?
Ég, um mig, frá mér, til mín
Það er mikilvægt fyrir hinsegin fólk og sjálfsákvörðunarrétt þess að geta talað um tilfinningar sínar, sjálfsmynd og samfélagsformgerðir á íslensku og það er enn fremur forsenda fyrir því að samfélagið sé í stakk búið að ræða málin, segir í tilkynningunni.
Getur þetta blessaða fólk ekki bara talað um þetta sín á milli, gæti aldrei hvarflað að því að það t.d. særði tilfinningar okkar sem eigum barnabörn að vera kölluð orðskrípinu stórforeldri en ekki amma eða afi, gæti það ekki skemmt sjálfsmynd okkar?
Hvers eigum við að gjalda sem viljum ekki sjá þetta í íslensku samfélagi og íslensku máli, en viljum að sjálfsögðu að allir hafi sömu mannréttindi, ekki að sumir hafi meiri en aðrir?
Ég hef persónulega engan áhuga á eða þörf fyrir að vita nokkuð um kynhneigðir eða kynhvatir annarra, hvað þá að sjá einhver íslensk nýyrði yfir þetta allt saman.
Eru kynhlutlausir foreldrar næstir?
Verður bannað að tala um foreldra sem móður og föður, svona til að móðga engan af öllum hinum kynjunum og kynhneigðunum, eins og lagt var til í Frakklandi?
Fólk verður að fara að átta sig á að þessi trans, hinsegin og LGBTQ áróður og réttindabarátta er hreint engin tilviljun, og ekkert eðlilegt við það hvað þessir hópar fá mikið pláss í fréttum og samfélagsmiðlum, og (fjárhagslegan) stuðning frá stjórnvöldum.
Hér á landi eins og víðast hvar annars staðar er unnið eftir þessum skelfilegu Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og þetta er innifalið í því fjórða, sjá blogg mitt um það hér.
Að umbera allt er uppskrift að hörmungum - og ákall til foreldra skólabarna!
Að umbera allt er uppskrift að hörmungum sagði maður að nafni Stephen Hilton meðal annars í vídeói sem þið sjáið hér neðst.
Þessi orð hans urðu mér hugleikin, því erum orðin svo vön því að eiga að fagna fjölbreytileika mannlífsins og vera umburðarlynd gagnvart minnihlutahópum eins og t.d. samkynhneigðum, semsagt, að vera fordómalaus.
Það höfum við svo sannarlega verið og þykir flestum sem betur fer eðlilegt að styðja við mannréttindabaráttu samkynhneigðs fólks, sem hefur fært þeim sjálfsögð réttindi sem þau höfðu ekki áður.
Þetta hér að ofan er yfirskriftin á bloggi sem ég skrifaði 9. maí 2023, lesið það endilega!
Þessi hópur fólks er búinn að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum í áratugi og hefur sem betur fer unnið marga sigra, en þetta bakslag og hatursorðræða sem það kvartar hástöfum yfir núna á það sjálft algjörlega skuldlaust.
Ég hef aldrei áður séð jafn mikið hatur og núna gegn fólki, sérstaklega öðru samkynhneigðu fólki sem frábiður sér þennan fordæmalausa áróður þeirra.
Bara ein skoðun er leyfð, og það er þessa freka og háværa hóps.
Umburðarlyndið getur verið stórhættulegt!
Að umbera allt sem rétttrúnaðurinn, samfélagsmiðlarnir, fjölmiðlarnir - og stjórnvöld segja okkur að fagna og umbera getur svo sannarlega verið uppskrift að hörmungum.
Áður en við vitum af verðum við komin í 15 mínútna borgir, étum pöddur til að "bjarga lofslaginu", og verðum neydd í sprautur, jafnvel með lögregluvaldi þegar hryðjuverkamaðurinn Tedros forstjóri WHO verður kominn með einræði yfir heilbrigðismálum okkar og heimsins alls.
Ekki spyrja þá: Ha, hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?
Spyrjið heldur: Hvers vegna gerði ég ekki allt sem í mínu valdi stóð til að koma í veg fyrir að þetta gæti gerst?
Bloggar | Breytt 24.8.2024 kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.11.2023 | 21:48
Dauðaskotin
Nýlega kom út heimildarmyndin Shot Dead, en þar er talað við foreldra tveggja ungmenna sem dóu eftir sprautur með "bóluefnunum" frá glæpafyrirtækinu Pfizer, og móður sem neyddist til að fara tvisvar í sprautur með þessu sama efni á meðgöngu til þess að halda vinnunni.
Hún fæddi barn með það mikla fæðingargalla að það lifði aðeins í einn sólarhring eftir fæðingu.
Einnig eru þar viðtöl við virtan hjartalækni, fæðingalækni og hjúkrunarfræðing um það sem þau hafa séð og upplifað í sínum störfum síðan byrjað var að "bólusetja" heimsbyggðina. Þarna má líka sjá glæpsamlegan sprautuáróður í Bandaríkjunum.
Þarna kemur fram að Danmörk hafi síðla árs 2022 - að gefnu tilefni stöðvað þessar sprautur fyrir fólk undir fimmtugu, og Bretland fyrir fólk undir tólf ára, kannski vegna þessa faraldurs meintra óútskýrðra andláta unglinga þar í landi, sjá færslu mína frá 2021.
En hér á Íslandi?
Hér hafa verið slegin met í umframdauðsföllum, og hvorki landlæknir né sóttvarnalæknir kannast við að sprautunum geti verið um að kenna, og Guðrún Aspelund sló líklega met í lygum og þvættingi í nýlegu viðtali.
Enn er verið að bjóða viðkvæmum hópum, allt niður í börn í enn eitt Covid bústið, plús flensu sprautu. Hér má sjá að það er kannski ekki svo góð hugmynd.
Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við Covid-19:
- Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
- Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.
- Barnshafandi konur.
- Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
Læknastéttinni er að sjálfsögðu fullkunnugt um skaðann sem hlaust af því að gefa barnshafandi konum lyfið Thalidomide við morgunógleði, en það hefur aldrei stöðvað hana í að hvetja barnshafandi konur hér á landi í þessar mRNA sprautur.
Hér á landi er eftir því sem ég best veit núorðið eingöngu notast við Pfizer "bóluefnið", sem kallast í dag Comirnaty, einmitt það sem olli dauða þessara ungmenna og nýbura.
Hverjir eru að ljúga?
Opinberar tölur yfir andvana fæðingar Kaliforníu í Bandaríkjunum 2017-2022:
Þetta má hinsvegar finna á fylgiseðli Comirnaty (Pfizer) í tilkynningu frá landlækni um bólusetningu gegn COVID-19 veturinn 2023-2024:
Meðganga
Umtalsverðar upplýsingar úr áhorfsrannsóknum (observational data) frá þunguðum konum sem bólusettar voru með Comirnaty á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu hafa ekki sýnt aukningu á óæskilegum útkomum meðgangna. Þrátt fyrir að upplýsingar um útkomur úr meðgöngum eftir bólusetningu á fyrsta þriðjungi meðgöngu séu enn takmarkaðar, hefur ekki sést aukin hætta á fósturláti.
Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, þroska fósturvísis/fósturs, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Nota má Comirnaty á meðgöngu.
Ég held að spurningunni hér að ofan sé auðsvarað!
Eitt af fórnarlömbum Pfizer sem fjallað er um í myndinni er hin átján ára Trista Martin, sem fór í sprautu án þess að láta foreldra sína vita, og þurftu þau að bíða í á annað ár eftir niðurstöðum krufningar á henni.
Þetta kemur fram í lok myndarinnar:
Þann 4. ágúst 2022 skilaði Oklahoma Medical Examiners Office skýrslu sinni til Martin fjölskyldunnar, þar sem fram kom að Trista hefði verið með með bráða öndunarbilun, bráðan lungnabjúg, lítið lungnasegarek, bráða nýrnabilun, bráðan heilakvilla, hjartabilun í hægri slegli, blóðrásarbilun, blóðsýring, storkukvilla, bráða blóðleysi, blóðþurrð í þörmum, hækkuð skjaldkirtilsörvandi hormón, blóðpróteinhækkun, blóðkalíumlækkun, blóðnatríumhækkun, hækkuð lifrarensím, og blóðsykurshækkun.
Frekari greining leiddi einnig í ljós heilabjúg, þung lungu, byrjun á hjartadrepi og blæðingar í meltingarvegi.
... Niðurstaða krufningarinnar var, að opinber dánarorsök sé "óútskýranleg."
Þetta er dauðans alvara!
Það er sorglegt að vita til þess hversu lengi íslensk heilbrigðisyfirvöld og læknastéttin hafa fengið að komast upp með að ljúga að okkur um allt sem varðar "heimsfaraldurinn" og þessi svokölluðu "bóluefni" - og eru enn að.
Enginn ætti að fara í fleiri Covid sprautur segir Dr. Peter McCullough hjartalæknir!
Horfið á myndina, þetta er umfjöllun sem getur ekki skilið neinn eftir ósnortinn og vekur vonandi marga til umhugsunar, sérstaklega þá sem hafa treyst og trúað stjórnvöldum, læknastéttinni og heilbrigðiskerfinu hingað til.
Þetta fólk er búið að ljúga að okkur í tæplega fjögur ár núna, og það sama hefur átt sér stað um heim allan - með skelfilegum afleiðingum fyrir tugi eða hundruðir milljóna manna, kvenna og barna.
Og bíðið bara, okkur eru ætlaðar enn meiri "bólusetningar" ef/þegar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin verður komin með alræði yfir heilbrigðismálum okkar og heimsins alls, og þá verður hægt að neyða okkur í þær með lögregluvaldi.
Allar líkur eru á því að íslensk stjórnvöld samþykki þetta þegjandi og hljóðalaust!
Hvaða "herrum" er allt þetta fólk að þjóna?
Bloggar | Breytt 12.11.2023 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)