24.1.2022 | 15:00
Er ekki bara best að sleppa þessum "örvunarbólusetningum"?
Þetta Omicron afbrigði virðist vera svo milt að margir finna lítið fyrir veikindum og hrista þetta af sér eins og hverja aðra pest í gegnum tíðina.
Nýtt "bóluefni" gegn þessu afbrigði verður hvort eð er ekki tilbúið fyrr en í mars samkvæmt þessari frétt.
Enn fjölgar aukaverkununum
Ég tek daglega skjáskot af nýjustu tilkynningunum um aukaverkanir, og þetta er staðan í dag:
Frá því að byrjað var að bústa fólk hefur tilkynningum um aukaverkanir fjölgað um 523 og þar af 47 alvarlegum, og það vakti athygli mína að þeim alvarlegu fjölgaði hvorki meira né minna en um 3, bara núna yfir helgina.
Og samtals fjölgun tilkynntra alvarlegra aukaverkana frá 12. janúar er 10, eða tæplega 1 á dag!
Svona lítur flokkun tilkynninganna sem Lyfjastofnun sendir vikulega til EuroVigilance.
Samkvæmt þessari frétt sem bloggað er við, er boðið upp á örvunarskammt með Moderna og Pfizer. Þann 12. janúar síðastliðinn gaf Lyfjastofnun út sundurliðun tilkynninga, og þann dag var búið að tilkynna um 131 alvarlega aukaverkun eftir Pfizer, en þær eru orðnar 138 í dag.
Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum. Einnig eru þær tilkynningar sem taldar eru klínískt mikilvægar flokkaðar sem alvarlegar.
Comirnaty (BioNTech/Pfizer):
131 alvarlegar tilkynningar hafa borist.
- 26 þeirra varða andlát. 18 andlát vörðuðu aldraða** einstaklinga, 15 þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Sex andlát vörðuðu eldri*** einstaklinga, fjórir þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Tvö andlát varða einstaklinga á aldursbilinu 55-64 ára, þar sem annar þeirra var með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
- 71 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af ellefu lífshættulegt ástand).
- 21 tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar****.
- Átta tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
- Fimm tilkynningar varða fósturmiska.
Er ekki bara öruggast að láta þetta gott heita og fara ekki í fleiri sprautur?
Uppfærsla, enn ein ástæðan til að sleppa þeim bara:
Tveir með örvunarskammt hafa þurft á gjörgæslu
Tveir einstaklingar með örvunarskammt þurftu á gjörgæslu fyrir áramót. Annar í byrjun desember og hinn í byrjun nóvember. Báðir lögðust á gjörgæslu þegar innan við fjórtán dagar voru liðnir frá þriðju bólusetningunni. Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar á Landspítala.
Senda ekki boð í örvunarskammt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.1.2022 | 23:17
Er þetta ekki bara komið gott af óskiljanlegum sóttvarnaraðgerðum?
Svona líður vesalings veiruhrædda fólkinu þrátt fyrir allt sprittið, grímurnar, PCR prófin, hraðprófin til að komast í jarðarfarir, allar sóttkvíarnar, smitgátirnar og einangranirnar - og þrátt fyrir sprauturnar sínar - plús bústin, og getur samt veikst!
Hér á landi, alveg eins og í löndunum sem fylgja sama handritinu er búið að mynda gjá milli þeirra sprautuðu, sem eru núna rúmlega 90% hér á landi, og þeirra sem hafa kosið að taka sjálfir ábyrgð á eigin heilsu og afþakkað að taka þátt í þessari lyfjatilraun glæpalyfjarisanna.
En þeim er núna kennt um að sprauturnar virki ekki eins og lofað var að þær myndu gera!
Reiði þeirra ætti frekar að beinast gegn þeim sem nörruðu þau í sprauturnar sem ekki virka, ekki þeim ósprautuðu sem eru 100% lausir við áhyggjur af að fá einhverjar aukaverkanir eftir þær, (jafnvel lífsógnandi og/eða banvænar), sem geta komið fram jafnvel mánuðum eða árum seinna.
Sprautaðir eru ekkert síður að smitast þessa dagana en ósprautaðir, en þeir ósprautuðu hafa bara útvegað sér áratuga gamalt Nóbelsverðlaunalyf sem sannað er að virki mjög vel, og dælt í sig góðum vítamínum.
Allir þeir sem ég þekki til hafa hrist þetta af sér á nokkrum dögum og komist sprelllifandi frá þessum meinta "drápsvírusi".
Þetta er nú öll drápspestin gott fólk!
Fullyrðingar framleiðenda bóluefnanna sjálfra - með dyggum stuðningi Þórólfs, Kára, Ragnheiðar og co um ágæti þeirra standast enga skoðun, heldur sýna þær fram á neikvæða virkni þessara "bóluefna" þeirra.
Ein mynd getur sagt meira en þúsund orð
Ítarefni:
- Ef 6 sjúklingar á gjörgæslu setja spítalana á hliðina, þá er vandinn heimatilbúinn, ekki þeir ósprautuðu.
- Þetta er löngu hætt að snúast um að verja líf og heilsu Willum ...
- Þórólfur sagði á sínum tíma að það væru bara tveir kostir í boði, að láta bólusetja sig, eða fá pestina
- Í júní sagði Þórólfur að samfélagslegt ónæmi væri að nást með bólusetningun ...
- Getur maður verið veikur án þess að finna fyrir einkennum?
- Nei Sigmundur, það er akkúrat fólk eins og þú sem heldur okkur í herkví!
- Drullusokkshátturinn
Ég vil ekki trúa því ekki að nokkur manneskja, sprautuð eða ósprautuð vilji lifa áfram í þessum sífelldum slökunum - og svo herðingum og skerðingum á mannréttindum okkar.
Lífið snýst um svo miklu meira en baráttu við einhvern vírus sem okkur hefur sagt að sé svo skelfilega hættulegur, þótt við ættum að vita betur í dag.
Það er kominn tími til að við segjum hingað og ekki lengra, annars mun þetta halda áfram að minnsta kosti þangað til búið verður að sprauta þjóðina með þessum 1.4 milljónum skömmtum af "bóluefnum" sem búið er að skuldbinda þjóðina til að nota.
Farið að lesa ykkur til um hvað raunverulega er í gangi í heiminum í dag, en ekki nota Google, Facebook, Twitter, YouTube eða þessa miðla sem ritskoða alla umræðu andstæða þeirri einu "leyfðu" í dag.
Ef fólk fer ekki að vakna og rísa upp og mótmæla því sem verið er að gera mannkyninu í dag, þá munum við endanlega verða svipt öllum okkar eigum, lífsgildum, sjálfstæði, og öllu því sem gefur lífi okkar gildi og gleði.
Stöldrum aðeins við, hvernig viljum við sjá framtíð okkar og afkomenda okkar?
Ég veit alveg hvað ég vil, hvað með þig?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2022 | 21:23
Þórólfur sagði á sínum tíma að það væru bara tveir kostir í boði, að láta bólusetja sig, eða fá pestina
Og ekki nóg með það, þá sagði hann í júní 2021 að samfélagslegt ónæmi væri að nást með bólusetningum.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu herfilega misráðnar þessar "bólusetningar" eru, þrátt fyrir allar yfirlýsingar og loforð sóttvarnalæknis í tvö ár núna.
Eftir því sem ég sé og heyri í mínum hópi virðist sprautaða fólkið í kringum hann hafa litla vörn gegn veirunni, og er að smitast í stórum stíl, alveg eins og þeir ósprautuðu.
Handboltamennirnir okkar
Mörgum til hrellingar hafa tví- og þrísprautaðir landsliðsmenn í handbolta greinst með veiruna núna, en sýna sem betur fer lítil einkenni og eru við góða heilsu.
Þeir eru búnir að vera í einangrun frá vinum og fjölskyldu nánast frá ársbyrjun, - en smituðust samt!
Við erum búin að vera með liðið í einangrun síðan 2. janúar. Og strákarnir búnir að leggja mikið á sig til að haldast hreinir. Þeir eru búnir að fórna félagsskap fjölskyldu og vina til að leggja allt undir í þetta.
Það var skylda að fara í sprauturnar
Yfirgnæfandi meirihluti er kominn með annað hvort tvær eða þrjár sprautur. Ég held það séu nánast allir með tvær og stór hluti með þrjár. Það eru þeir sem voru heima og höfðu aðgang að því, segir Róbert í samtali við fréttastofu.
Það var skylda að allir ættu að vera bólusettir og þegar fréttir komu um að biðja menn að fara í boozter óskuðum við eftir því við drengina sem tóku því mjög vel.
Tilgangslítið sóttvarnabrjálæði
Sóttvarnir á mótinu eru ekki nægilega góðar. Hótelin er ekki nægilega góð þegar kemur að sóttvörnum. Þú sérð þegar kemur að riðlakeppninni þá vorum við öðrum gestum á hóteli.
Mikill samgangur var í flestum rýmum hótelsins að sögn Róberts, í lyftum, matsölum og á göngum. Talsvert hefur verið um smit í öðrum liðum enda hafi þröng verið á þingi á hótelinu og mikill samgangur milli gesta. Það séu mikil vonbrigði að smit hafi komið upp.
Með slökkt á heilbrigðri skynsemi
Það sem fæstir virðast enn tilbúnir að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum er að ekkert af ekkert af þessum aðgerðum undanfarin tvö ár hefur virkað, þrátt fyrir að vera skellt á okkur aftur og aftur.
Grímurnar virka ekki, sprittið gerir lítið gagn, hvað þá þessar endalausu sóttkvíar og einangranir og glórulausu sýnatökur sem eru búnar að kosta þjóðfélagið milljarða króna.
Sagði ekki einhver einhvern tímann að það að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og búast alltaf við nýrri útkomu, væri merki um geðveiki?
Það er kannski ennþá meiri "geðveiki" að trúa öllu í blindni og leggja allt sitt traust á örfáa einstaklinga og gera ekki sínar eigin rannsóknir.
En hvað handboltamennina okkar varðar, þá ættu hraustir menn í góðri líkamlegri þjálfun að hrista þetta af sér eins og hverju öðru kvefi.
Enda er ungt fólk hreint ekkert að deyja úr veirunni, þetta er bara hystería sem búið er að heilaþvo þjóðina með.
Þjóðin mun í fyllingu tímans minnast Þórólfs sem mannsins sem lofaði betri tíð með blóm í haga - ef allir létu sprauta sig.
Með tilraunaefnum sem eru búin að valda andlátum að allra minnsta kosti 35 manneskja, skaða 240 aðra hugsanlega fyrir lífstíð, og valda hátt í 6.000 öðrum alls kyns heilsuskaða sem sumir hverjir munu kannski aldrei ná sér af.
Þegar - og ef hún loksins vaknar.
Hættum þessu!
Hættum að taka þátt í öllu þessu rugli, hendum grímunum og förum að lifa aftur eins og eðlilegt fólk. Man einhver lengur hvernig það var? Við munum aldrei lifa í veirufríu samfélagi, enda væri það bara útópía.
Gerum það sem okkur hefur aldrei verið ráðlagt af þeim sem þessu stjórna, og það er að byggja upp og efla okkar dásamlega meðfædda ónæmiskerfi, því það veitir okkur heilbrigða vörn gegn utanaðkomandi hættum, ekki einhver hraðsoðin efni sem eru búin til á tilraunastofum, sem þarf að sprauta okkur með á nokkurra mánaða fresti.
Og höfum í huga, að deyja ekki, er ekki það sama og lifa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
.... en hver er staðan núna? Það kom í ljós að þetta stóðst bara engan veginn, ný bylgja kom upp kortér í verslunarmannahelgi, svo það reyndist "nauðsynlegt" að fara í þessar svokölluðu örvunarsprautur.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir samfélagslegt ónæmi vera að myndast hér á landi í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19. Þessi smit sem eru að greinast bæði hér innanlands og á landamærunum eru ekki að dreifa úr sér, sem segir okkur að það er komið nokkuð gott samfélagslegt ónæmi, segir hann.
Athugið, þetta sagði hann í júní!
Staðan í dag
Nú er svo komið að 91% þjóðarinnar 12 ára og eldri er núna tví- eða þrísprautuð, en samt kom upp enn ein bylgjan í nóvember og settur var í gang enn einn skimunarfaraldurinn.
Hvar er samfélagslega ónæmið Þórólfur?
"Árangurinn" af skimunarfaraldrinum er sá að "smitfjöldi" er í hæstu hæðum núna, en brandarafréttin 17. janúar var sú að 98% á göngudeildinni voru einkennalitlir eða einkennalausir! (Getur maður verið veikur án þess að finna fyrir einkennum?)
Hvað með þessar 23.000 manneskjur sem eru núna í einangrun eða sóttkví, hvað ætli margar þeirra séu hreint ekkert lasnar, og hvað kosta þessar sífelldu einangranir og sóttkvíar samfélagið?
Og þá er ég ekki bara að tala um peninga því þetta verður að skoðast í miklu stærra samhengi.
Það kom fram í fréttum um daginn að kostnaður vegna skimana væri líklega 50-100 milljónir á dag, svo það blasir við að búið er að henda hundruðum milljóna út um gluggann til að finna einkennalítið eða einkennalaust fólk, á meðan fjársvelt heilbrigðiskerfið vælir og gólar.
Ætli það sé enn verið að nota PCR prófin á 40 snúningunum hér á landi? Sjáið meira um þessi fölsku próf hér.
Þetta sagði Þórólfur meðal annars 21. júní 2021:
Aspurður hvort fólk þyrfti að hræðast Janssen bóluefni umfram önnur sagði hann:
Það geta verið aukaverkanir með þessum bóluefnum, þær eru mjög sjaldgæfar og miklu sjaldgæfari heldur en af Covid-sýkingu, útskýrir Þórólfur. Og það eru bara tveir kostir í boði, annaðhvort að fá Covid eða að fá bólusetningu, bætir hann við.
Þannig að ungar konur ættu ekki að hræðast bólusetningu með Janssen?
Nei, nei, segir Þórólfur.
Eins og við vitum í dag, þá er þetta haugalygi, búið er að tilkynna um 6.037 aukaverkanir, þar af 240 alvarlegar og 35 andlát.
Andlátin eftir sprauturnar voru 34 á síðasta ári, sem er svipað og andlátin samtals "úr" Covid 2020-2021.
En það þykir ekki fréttnæmt.
Gleymum ekki heldur þessum hátt í 3.000 konum sem fengu ofsablæðingar, hættu á blæðingum, fór að blæða aftur eftir tíðahvörf, og ungu stúlkunum sem fór að blæða þrátt fyrir að vera ekki byrjaðar á reglulegum blæðingum.
Konan sem elskar bóluefnin
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tekur í sama streng og Þórólfur. Öll bóluefnin eru góð, segir Ragnheiður. Við erum að tala um aukaverkanir sem eru svo örlitlar að það er örugglega meiri hætta af því að bara fara út í búð, bætir hún við.
Það að þetta fólk hafi verið kosið fólk ársins 2021 er mér gjörsamlega fyrirmunað að skilja!
Vissulega er fullt af fólki lasið í dag, mismikið lasið þó sem betur fer, en hvernig stendur á því að hjá einni mest bólusettu þjóð í heimi séu svona mörg smit?
Það er búið að blekkja nánast alla þjóðina í tvær eða þrjár sprautur, en samt eru þeir sprautuðu að veikjast. Hvað varð um samfélagslega ónæmið Þórólfur?
Þetta er komið gott af sprautum sem virka ekki og síendurteknum skerðingum á mannréttindum, grímuskyldu og öðrum hömlum sem hafa ekki virkað í neinni af þessum bylgjum, en er samt skellt á okkur aftur og aftur.
Nú þarf fólk að spyrja sjálft sig, vill það virkilega fara inn í þriðja árið í þessari hringavitleysu - og láta jafnvel sprauta sig enn meira með líftæknilyfjum sem eru í tilraunafasa til ársins 2026?
Gleymum því ekki að íslensk stjórnvöld eru búin að skuldbinda sig til að kaupa 1.4 milljón bóluefnaskammta fyrir 370 þúsund manna þjóð, sem á að duga fyrir næstu tvö ár eða svo!
Þetta mun ekki enda nema fólk rísi upp og segi nei við hraðprófum, fleiri sprautum, fölskum PCR prófum, og neiti að fara sjálft eða setja börn sín í endalausar og tilgangslausar sóttkvíar og einangranir - eða láti sprauta þau líka!
Skyldulesning!
Ég las í dag alveg frábæra og vel rökstudda grein um afnám lýðræðis, sem varpar ljósi á hvað er á bak við þennan "heimsfaraldur".
Valdarán hefur átt sér stað fyrir opnum tjöldum. Ákvarðanir sem gilda fyrir alla heimsbyggðina eru í æ meira mæli teknar á samráðsfundum risafyrirtækja þar sem enginn fær að fara sem ekki hefur fengið boð.
Mikilvægasti samráðsvettvangurinn fyrir þessa nýju heimsstjórn er Alþjóðaefnahagsráðið, sem starfað hefur í hálfa öld og lengi unnið því markmiði að taka völdin úr höndum þjóðríkja og færa það stórfyrirtækjunum. Áætlanir sem unnar voru fyrir mörgum árum, og jafnvel áratugum, eru nú orðnar að veruleika. Covid-19 spilar þar lykilhlutverk.
Forsætisráðherra okkar
Hér er mynd af Katrínu Jakobsdóttur, sem er "Agenda Contributor" hjá The World Economic Forum, sem er að "endurræsa heiminn" núna fyrir okkar hönd, að okkur öllum forspurðum. Meltið það aðeins!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.1.2022 | 21:42
Þetta er löngu hætt að snúast um að verja líf og heilsu Willum ...
... ef það þá gerði það nokkurn tímann. Hvernig geturðu látið eins og svo sé, er það kannski vegna leynilegu bóluefnasamninganna sem búið er að skuldbinda þjóðina til að efna?
Þú veist það VEL að það er EKKERT sem réttlætir það að svipta þjóðina ítrekað sjálfsögðu frelsi og mannréttindum, og halda henni trylltri úr hræðslu við einhverja veiru sem margbúið er að sanna að það eru 98-99,98% líkur á að lifa veikindi af, og engin börn eða ungt og hraust fólk deyr vegna hennar!
En hræðsluáróðurinn hefur tekist fullkomlega hjá ykkur öllum, og tví- og þrísprautaðir Íslendingar virðast aldrei hafa verið veiruhræddari en núna, og tala um lítið annað en Covid þegar þeir koma saman.
Bergþór Ólason þingmaður sem hefur fengið mjög góðar og vel rökstuddar greinar birtar í fjölmiðlum undanfarið um heimsfaraldurinn, spurði í ræðustól á Alþingi í dag hvort ekki væri kominn tími til að líta á Covid-19 sem inflúensu.
Í liðinni viku lýstu forsætis- og heilbrigðisráðherrar Spánar því yfir að nú væri kominn sá tími að rétt væri að nálgast heimsfaraldur Covid-19 sem hverja aðra inflúensu. Ný nálgun væri nauðsynleg þar sem eiginlegum heimsfaraldri væri lokið í ljósi þess að hið svokallaða ómíkron-afbrigði veirunnar væri mun mildara en þau fyrri.
Hann benti jafnframt á efasemdir Ragnars Freys Ingvarssonar læknis sem sagði réttilega Íslendinga skima allt of marga við veirunni. (Loksins orð af viti frá læknastéttinni!)
Þegar við berum okkur saman við aðrar þjóðir verðum við að taka inn í myndina að við erum á ólíkum stað í bylgjunni, ef við tökum til að mynda Spán. Við erum mjög dugleg, í samráði við sóttvarnayfirvöld, sóttvarnalækni, að skoða hvað er að gerast annars staðar, sagði Willum.
Sóttvarnalækni sem er búinn að vera nánast alvaldur hérna (með dyggum stuðningi embættislauss Kára) frá upphafi þrátt fyrir að hafa mistekist herfilega hvað eftir annað að kveða faraldurinn niður?
Það er alltaf það sem okkur ber skylda til að gera. En frumskyldan verður alltaf sú sama, og við megum ekki láta reglurnar verða yfirsterkari markmiðunum að því leyti, þ.e. að verja líf og heilsu og sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé hvern dag í stakk búið til að takast á við ástandið.
Hvað eru margir heilbrigðisstarfsmenn í jafnvel óþörfum og vita gagnslausum sóttkvíum og einangrunum núna? Er þetta ekki frekar innanhússvandamál fjársvelts heilbrigðiskerfis?
Hvað með líf og heilsu þeirra sprautusködduðu?
Frá 3. - 17. janúar hefur tilkynningum um aukaverkanir fjölgað um hvorki meira eða minna en 95, og þar af alvarlegum aukaverkunum um 13, sem samsvarar tæplega einni á dag!
Hvers vegna hringir það ekki neinum viðvörunarbjöllum?
Af þessum 13 er 1 andlát, en það hefur líklegast "gleymst" að tilkynna um það í fjölmiðlunum, það er miklu meiri frétt að gamalmenni á ní- og tíræðisaldri sem eðli málsins samkvæmt hljóta flest að hafa nokkra undirliggjandi sjúkdóma, deyi víst "úr" Covid.
Ein sprautusködduð sem ég kannast við hefur þurft að greiða nokkur hundruð þúsund krónur fyrir læknishjálp úr eigin vasa, en er farin að fá einhvern kostnað endurgreiddan af ríkinu núna. Hún er samt enn að glíma við aukaverkanirnar.
Hún er langt í frá eina manneskjan, og vonandi munu fleiri sprautuskaddaðir leita sér sjálfsagðra bóta líka, því við vitum um að engir þeirra voru varaðir við hugsanlega slæmum aukaverkunum eða að þeir gætu hugsalega látist eftir sprauturnar.
Ekki endilega strax, heldur jafnvel vikum eða mánuðum seinna, og hvað þá eftir bústin!
Og ekki voru þeir beðnir um samþykki sitt fyrir því að taka viljugir þátt í lyfjatilraun sem mun standa yfir til 2026.
Látnir í kjölfar sprautanna eru (að ALLRA minnsta kosti) 35 núna, sem er töluvert fleiri en létust "úr Covid" á síðasta ári (miðað við að 29 hafi látist 2020).
Hvers vegna þykir það ekki fréttnæmt?
Furðulegar forgangsraðanir
Þetta endalausa væl um að verja þurfi fjársvelt heilbrigðiskerfið dettur steindautt um sjálft sig, á meðan hægt er að eyða daglega 50-100 milljónum í tilgangslitlar sýnatökur með fölskum PCR prófum, sem gera lítið annað en að magna upp og viðhalda hysteríunni hjá fólki.
Brandarafrétt dagsins!
98% "smitaðra" á göngudeild Landspítalans í dag eru einkennalitlir eða einkennalausir.
Þökk sé rándýrum og tilgangslitlum massasýnatökum hjá veiruhræddum og kannski tví- eða þrísprautuðum Íslendingum!
Þetta er orðin langþreytt langavitleysa, í guðanna bænum farið að hrista af ykkur doðann gott fólk, nennið þið virkilega að byrja þriðja árið í þessu dómadags rugli með ykkur?
Hvað er eiginlega að ykkur, ætlið þið að láta teyma ykkur endalaust á asnaeyrunum?
Ítarefni:
- Nú verðið þið hinir sofandi Íslendingar að vakna, annars munuð þið leyfa það að við verðum svipt öllu!
- Þetta er fjölmiðla- og samfélagsmiðladrifinn "heimsfaraldur".
- Sagan endalausa - þetta stoppar ekkert fyrr en við segjum hingað og ekki lengra!
- Allt er gert til að breiða yfir sannleikann.
- Þöggunin um aukaverkanirnar og andlátin hér á landi eftir sprauturnar er ekkert annað en glæpsamleg!
- Öllum ætti að vera löngu orðið ljóst að grímur gera ekkert gagn
- Lygin um "bóluefnin", elítan, og skyggnst á bakvið tjöldin
- Upp komast svik um síðir, og nú eru til beinharðar sannanir um þau!
- Svört saga "mannvinarins mikla" sem ætlar að fækka mannkyninu með bóluefnum.
- Hvort er þetta ormalyf fyrir hesta, eða lyf sem hefur fengið Nóbelsverðlaun? Svarið er, hvort tveggja!
- Undarlegt að mest bólusettu þjóðirnar séu með flestu smitin núna, meira að segja ein 100% sprautuð.
- Þetta eru sögurnar sem verða líka að fá að heyrast.
- Hvers vegna er Þórólfur ALDREI spurður út í aukaverkanirnar?
- Faraldur meintra óútskýrðra andláta unglinga heldur áfram að sjokkera okkur, segir breskur læknir
- Hjartabólga hefur verið staðfest hjá 5-11 ára börnum í USA eftir "bólusetningarnar".
Tími til að líta á Covid-19 sem inflúensu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
11.1.2022 | 22:13
Ef það væri raunverulegur heimsfaraldur í gangi, þá þyrfti fólk ekkert að rífast um það ...
... né þyrftum við að vera stöðugt áminnt um það með sífelldum hræðsluáróðri í fjölmiðlum nánast allan sólarhringinn, því það færi svo sannarlega ekki framhjá okkur ef svo væri.
Í alvöru heimsfaraldri myndum við öll þekkja fólk, jafnvel fjölskyldur allt niður í börn sem hefðu veikst og/eða dáið.
En er það raunin? Nei, og það vitum við öll, langflestir sem eiga að hafa látist úr Covid voru aldraðir eða eldri einstaklingar, en við fáum aldrei að vita hvort þeir hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma, því það er aldrei tekið fram.
Ólíkt því þegar sagt er frá andlátum eftir sprauturnar sem opinberar tölur segja að séu 35 núna, þá eru tilkynningarnar svona:
25 þeirra varða andlát. 18 andlát vörðuðu aldraða** einstaklinga, 15 þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Sex andlát vörðuðu eldri*** einstaklinga, fjórir þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði einstakling á aldursbilinu 60-64 ára.
Og umfjöllunin um andlátin er svona:
Rétt er að geta þess að flestar tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19 bárust í janúar 2021, þegar elsti og hrumasti hópurinn var bólusettur hérlendis. Sérstök rannsókn var framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fyrstu fimm alvarlegu tilkynninganna vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar síðar í mánuðinum.
Allir hljóta að sjá að þarna er verið að hagræða fréttaflutningi í þágu ákveðins málstaðar.
Sérhvert Covid andlát fær tilkynningu í fjölmiðlunum, en aldrei andlát fórnarlambs sprautanna.
Það er að mínu mati mikill dónaskapur og vanvirðing gagnvart ættingjum þeirra því þeir hljóta að eiga um jafn sárt að binda og hinir ættingjarnir, ekki satt?
En þetta er að sjálfsögðu gert af ásettu ráði, ekkert má hagga við ótta fólks við drápsveiruna miklu.
Sama handritið er notað um allan heim
Frá fyrsta degi þessa svokallaða "alheimsfaraldurs", hafa ríkisstjórnir og fjölmiðlar um heim allan haldið því á lofti þeir væru "leiddir áfram af vísindunum" og að fólkið ætti að treysta þeim til að lifa af það sem var haldið fram að væri stærsta plága mannkynssögunnar.
Áður en langt um leið soguðust heilu þjóðirnar og samfélögin inn í fjölmiðladrifna massahysteríu þar sem fáir þorðu að efast um ríkjandi rétttrúnað (enda var það bannað, allir að hlýða Víði!), eða settu spurnir við fjárausturinn í endalausar neyðarráðstafanir, aðeins einn málstað á meðan innviðirnir blæddu.
Kostnaðurinn hefur verið valdið skelfilegum og ómældum skaða á lífum, geðheilsu, atvinnu fólks, menntun, börnunum, hagkerfinu og lýðræðissamfélögum um heim allan.
Einungis hafa verið kallaðir til útvaldir "sérfræðingar" sem álitsgjafar, en þúsundir lækna og vísindafólks um heim allan hefur verið smánað, hrakið úr störfum sínum og útskúfað af samfélagsmiðlum.
Það má færa gild rök fyrir því að flestir ef ekki allir "leyfðu sérfræðingarnir" hafi gríðarlega fjárhagslega hagsmuni af því að viðhalda óttanum og pressa á fólk að fara í þessar "bólusetningar", enda er hagnaður lyfjafyrirtækjanna slíkur núna að ágóði þeirra getur orðið stjarnfræðilegur.
Er búið að dáleiða okkur?
Hvers vegna fólk gefur frá sér frelsið sitt af fúsum og frjálsum vilja.
Mattias Desmet er prófessor í klínískri sálfræði við Ghent háskólann í Belgíu, og er einnig með mastersgráðu í tölfræði. Hann hefur rannsakað sálfræði alræðishyggju (totaliarism), sem gengur út á það að fólk er dáleitt til hlýðni, og þessi fjöldadáleiðsla er þekkt sem "mass formation", sem má kannski þýða sem fjöldamótun.
Fljótlega eftir að "heimsfaraldurinn" skall á fór hann að sjá að spálíkön um þróun faraldursins sem sett voru fram um heim allan sem stóðust engan veginn.
Hann rekur síðan aðgerðirnar sem settar voru í gang, sem eru merkilega líkar því sem við hér á landi höfum þurft að upplifa.
Og nú er byrjað þriðja árið í massahysteríu sem ekki sér fyrir endanum á, og enn og aftur búið að lýsa yfir neyðarástandi og þjóðin afskaplega þakklát Þórólfi fyrir að setja okkur eina ferðina enn í fjötra.
Leitar klárinn ekki alltaf þangað sem hann er kvaldastur? Svo segir máltækið að minnsta kosti.
Öllum er hollt, og núna hreinlega nauðsynlegt að opna augun fyrir því að ekki sé allt sem sýnist í þessum "heimsfaraldri", og hlusta á aðra sérfræðinga en bara Þórólf og Kára.
Þið ættuð að horfa á þetta viðtal við hann með opnum huga.
ítarefni:
- Er þetta alþjóðlegur "geðfaraldur"?
- Hinn skelfilegi máttur hræðslustjórnunar
- Covid snérist aldrei um neina veiru, heldur bóluefnin segir sérfræðingur í hjartalækningum og prófessor í læknisfræði
- Þöggunin um aukaverkanirnar og andlátin hér á landi eftir sprauturnar er ekkert annað en glæpsamleg!
- Öllum ætti að vera löngu ljóst að grímur gera ekkert gagn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.1.2022 | 21:25
Þöggunin um aukaverkanirnar og andlátin hér á landi eftir sprauturnar er ekkert annað en glæpsamleg!
Metfjöldi tilkynntra alvarlegra aukaverkana á stuttu tímabili var birtur í dag, eða 4 yfir helgina!
Heildarfjöldi tilkynninga á því tímabili frá því að bústin byrjuðu er orðinn 420, þar af 35 alvarlegar.
Smá upprifjun á hvað alvarleg aukaverkun er:
Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.
Búið er að segja núna að 35 manneskjur séu látnar eftir þær, en það var falið í viðtali við forstjóra Lyfjastofnunar í síðustu viku.
Áður var búið að segja frá 32 andlátum, en ég minnist ekki að hafa séð sérstakar tilkynningar um þessi 3 nýjustu í fjölmiðlunum frekar en öll hin.
Það er greinilega meiri frétt að gamalmenni á níræðisaldri sem eru væntanlega tví- eða þrísprautuð deyi vegna veirunnar, að sögn.
Þessi þöggun um þessar þegar tilkynntu 5.960 aukaverkanir lýsir ekkert öðru en einbeittum brotavilja þeirra sem búin eru að narra 90% þjóðarinnar í þessar sprautur - í fullkomnu samstarfi við fjölmiðlana, og nú er byrjað á litlu krökkunum!
Hvað þarf til þess að fólk vakni, þurfa börn að veikjast og/eða deyja hér á landi eftir sprauturnar, rétt eins og er að gerast í öðrum löndum?
Búmm - Bóluefnin orðin gagnslaus gegn smiti!
Ég tek undir hvert orð sem Jóhannes skrifar í þessari vönduðu grein.
Umræður í spjallgrúppu á FB - íslenskur raunveruleiki
Ég á skjáskot af þessum umræðum og skrifa þær orðrétt hér fyrir neðan:
Hef aldrei verið jafn oft veik og eftir þessar bólusetningar. Leyfi mér að vera ósammála.
Ji hvað ég er sammála, ég er pínulítið farin að kenna bólusetningu um hversu veik ég er búin að vera.
Það er bara stór undantekning ef ég verð veik, hef orðið oftar veik eftir að ég fékk bólusetningu en fyrir hana.
Ég er bólusett og heilsuhraust en er fárveik af þessu covid núna og ég verð aldrei veik.
Ímyndaðu þér þá hversu veik þú værir ef þú værir ekki bólusett...
Ég gat ekki að því gert þegar sá síðasta kommentið hér að ofan að finna til vorkunnar gagnvart viðkomandi manneskju.
Búið að innprenta hjá fólki að allt sé betra en að fá Covid, svo kannski er viðkomandi að reyna þarna að finna einhverja "réttlætingu" á veikindunum.
Ítarefni
- Yfir 1.000 ritrýndar rannsóknir segja að bóluefnin séu hættuleg
- 36.257 andlát og 3.244.052 aukaverkanir tilkynnt í Evrópu
- Þessi bóluefni eru stórhættuleg, jafnvel banvæn
- Faraldur hinna sprautuðu
- Þetta stemmir ekki við opinber bresk gögn sem sýna fram á neikvæða virkni "bóluefnanna"
- Hvers vegna fólk gefur frá sér frelsi sitt af fúsum og frjálsum vilja
- Er þetta alþjóðlegur "geðfaraldur"?
Stórkostleg grein sem styður fullkomlega við fyrirsögn þessa pistils:
Fyrir löngu varð ljóst að aðgerðirnar gegn faraldrinum væru í hróplegu ósamræmi við alvarleika og stærð hans og er ég sannfærður um að afleiðingar þeirra - að meðtöldum bóluefnunum - munu þegar upp er staðið eyðileggja mun fleiri mannslíf en þær björguðu.
Markvisst var þaggað niður á samfélagsmiðlum í röddum allra þeirra fjölmörgu sérfræðinga sem ekki samrýmdust yfirlýstum aðgerðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og hræðsluáróður meginstraumsmiðlanna allra hefur dunið á okkur linnulaust síðustu 20 mánuðina og sér ekki fyrir endann á þeim sirkus.
Höfundur greinarinnar hefur rétt eins margir aðrir hér á landi skrifað bréf til yfirvalda, jafnvel ábyrgðarbréf, og sent þau öllum alþingismönnum, forseta Íslands, flestum starfandi blaðamönnum og miklum fjölda lækna og vísindamanna.
Viðbrögðin? Lítil sem engin, bara glæpsamleg þögn og þöggun!
Hvað ætti það að segja ykkur kæra þjóð?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2022 | 22:35
Öllum ætti að vera löngu orðið ljóst að grímur gera ekkert gagn!
Það er með ólíkindum að lögregla sé kölluð til vegna þess einhver geti ekki, eða vilji ekki nota þessar bakteríublautu súrefnisheftandi tuskur.
Sú var tíðin að löggan hefði verið kölluð til ef einhver hefði vogað sér grímuklæddur inn í búð eða banka, en í dag er það akkúrat á hinn veginn.
Veiruhræddir fasískir starfsmenn eða öryggisverðir sem eru kannski sjálfir orðnir sljóir í hausnum eftir margra tíma súrefnisskort, hika ekki við að sýna vald sitt ef viðskiptavinur vill einfaldlega njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að anda að sér súrefni.
Einu sinni sagði Þórólfur að grímur gerðu ekkert gagn, en svo skipti hann um skoðun á núll einni eftir að einhver ný "vísindi" (sem hann er nota bene aldrei beðinn um að sýna fram á) komu víst fram.
Ekkert frekar en í öll hin skiptin sem hann réttlætir einhverjar nýjar eða áframhaldandi skerðingar á frelsi okkar og mannréttindum.
Segir grímur gera lítið gagn fyrir almenning
Að almenningur gangi með grímur er mjög vafasamt. Það er engin stofnun eða ábyrgur aðili sem mælir með því. Ég veit að í Bandaríkjunum hafa þeir verið að tala um þetta en ég alla vega set spurningamerki við þetta, svaraði Þórólfur.
Viðtal við hann 03.04.2020
Þórólfur mælir ekki með notkun á andlitsgrímum
Engin ástæða er fyrir íslensk yfirvöld að fylgja ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunnarinnar (WHO) um að fólk noti andlitsgrímur í fjölmenni til að draga úr kórónaveirusmiti. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við fréttastofu. Rök skorti fyrir ákvörðuninni.
Raunveruleikinn í dag
Þrátt fyrir að búið sé að tví- eða þrísprauta 90% Íslendinga, og allir hafi þurft að nota munnbleyjurnar í marga mánuði, þá er mikið um smit og veikindi, og þar eru þeir sprautuðu ekkert undanskildir!
Þórólfur sagði í viðtali í fyrra að það væru bara tveir kostir í boði, annað hvort að fá Covid eða fara í bólusetningu.
90% þjóðarinnar hlýddi og er búin að láta sprauta sig - til að fá ekki Covid, en hefur samt fengið Covid!
Finnst fólki ekkert að það hafi verið blekkt? Okkur var sagt að sprauturnar væru eina leiðin út úr faraldrinum. Okkur var sagt að við værum öll í þessu saman og við bærum öll ábyrgð.
Margir fóru í sprauturnar til að geta ferðast, en hafa samt veikst og sitja kannski uppi með aukaverkanir í þokkabót.
Hver er ábyrgð þessa fólks sem lofaði okkur öllu fögru?
Myndir
Geðslegt, er það ekki?
Finnst fólki í lagi að gera börnunum þetta, fyrir utan það að sprauta þau með einhverjum tilraunaefnum sem foreldrarnir hafa enga hugmynd um hvað innihalda?
En við skiljum víst ekki vísindin....
Ef þetta er ekki klikkun, þá veit ég ekki hvað er!
Prófið að henda lúku af sandi á fótboltanet og gáið svo hvað mörg sandkorn sluppu í gegn. Þið munuð komast að því að nánast öll gerðu það.
Alveg eins og með grímurnar, möskvar þeirra eru "risastórir" miðað við veirur, sem smjúga auðveldlega í gegn.
Hefur einhver prófað að taka smók af sígarettu eða veipi og andað honum út í gegnum grímu? Fráblásturinn fer út um grímuna, upp í augun og út til hliðanna. Þetta er nú öll vörnin í grímunum gott fólk.
Það er búið að teyma ykkur á asnaeyrum í tæp tvö ár núna, og þið hafið leyft því að gerast athugasemdalaust og af fúsum og frjálsum vilja, í blindri trú á þríeykið og yfirvöld.
Farið að vakna, annars mun enn eitt "afbrigðið" skjóta upp kollinum sem mun kalla á enn fleiri test, enn meiri sóttkvíar og einangranir - og enn fleiri sprautur.
Prófið líka að hugsa um hvaða skelfilegu afleiðingar aðgerðir tveggja undanfarinna ára hafa haft á okkur.
Gjaldþrot, atvinnuleysi, heimilisofbeldi, þunglyndi og sjálfsvíg, svo fátt eitt sé nefnt.
Eitthvað sem lítið er fjallað um í fjölmiðlunum, allt snýst bara um smitfjölda gærdagsins til að halda okkur áfram í ótta.
Pælið í því! Vaknið!
Ítarefni:
- Hann sagði hlæjandi fyrir rúmum tveim árum síðan að grímur gerðu ekkert gagn!
- Grímur í máli og myndum
- Fauskurinn, grímurnar og vísindin
- Þetta stemmir ekki við opinber bresk gögn sem sýna fram á neikvæða virkni "bóluefnanna".
Sagðist undanþeginn grímuskyldu að læknisráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2022 | 22:20
Þetta stemmir ekki við opinber bresk gögn sem sýna fram á neikvæða virkni "bóluefnanna".
Enn og aftur hvetur sóttvarnalæknir landsmenn til að láta sprauta sig, þrátt fyrir að hann viti fullvel um raunverulega áhættu af því að fá þessum efnum sprautað í sig.
Margir þeirra sem hafa engan áhuga á að láta sprauta sig horfa núna upp á metfjölda smita, líka meðal þeirra sprautuðu. Ósprautaðir vita að þeir geti alveg eins og sprautaðir sýkst af veirunni, en hafa það framyfir þá sprautuðu að sleppa 100% við hugsanlegar aukaverkanir vegna þeirra.
Nýjustu tölur um tilkynntar aukaverkanir eru 5.947, þar af 262 alvarlegar, og það vekur sérstaka athygli mína að alvarlegum tilkynningum hefur fjölgað um 31 síðan byrjað var að "örva" fólk.
Hafiði tekið eftir öllum fréttunum og viðtölunum við Þórólf og Kára um aukaverkanirnar og/eða andlátin (35 skv. opinberum tölum) eftir sprauturnar?
Nei? Ekki ég heldur.
Eða vitiði um skyndiandlát sprautaðs fólks, oft á besta aldri? Ég er búin að heyra um 5 slík tilvik á undanförnum dögum, fyrir utan þau sem ég hef heyrt um síðan byrjað var að sprauta þessum efnum í fólk.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það alveg ljóst að staðan hér á landi vegna faraldursins, þá sérstaklega á Landspítalanum, væri margfalt verri ekki væri fyrir útbreidda bólusetningu. Þá skipti örvunarskammturinn sköpum í þeim efnum.
Hún væri mörgum sinnum verri, við værum í mjög slæmri stöðu ef við hefðum ekki þessa útbreiddu bólusetningu, þá sérstaklega örvunarskammtinn. Það er alveg á hreinu, segir Þórólfur. Þó fólk smitist vissulega þrátt fyrir örvunarskammtinn þá liggi það orðið ljóst fyrir að sá hópur veikist síður alvarlega og lendi síður á gjörgæslu. Þá séu þeir sem hafi fengið örvunarskammt fljótari að jafna sig af veikindunum.
Það er ástæðan fyrir því að við erum að hvetja fólk til að mæta í bólusetningu. Byrja á því að fá venjulega bólusetningu. Þú getur ekki fengið örvun fyrr en þú ert búin að fá grunnbólusetningu.
Þýðing: Þið vitleysingarnir sem hafið neitað sprautunum hingað til, látið samt sprauta ykkur, þótt sprautur eitt og tvö plús bústið hafi ekki virkað.
Nei takk, sama og þegið Þórólfur, við sem erum búin að kynna okkur innihald og skaðsemi þessara efna, og hvað býr að baki þessum fjöldaheilaþvotti á þjóðinni erum löngu búin að sjá í gegnum þig og þitt fólk.
Við vitum að þið eruð að vinna eftir handriti sem er búið að vera lengi í smíðum, og er unnið eftir á heimsvísu.
Tölur frá Bretlandi
Hér er "árangur" bólusetninganna skoðaður út frá fullyrðingum framleiðendanna um virkni þeirra, og eru niðurstöðurnar allt annað en þeim í hag, eins og allir ættu að vita núna, líka Þórólfur.
Ástralía og Ísrael
"Lek" bóluefni geta gefið af sér ný afbrigði sem þeim ósprautuðu er kennt um, og eru notuð til að réttlæta fleiri sprautur.
Svo endurtekur hringrásin sig aftur og aftur.
Þessi lönd hafa hátt bólusetningarhlutfall (rétt eins og við hér á landi), nú eru 95% þeirra sprautuðu í Ástralíu sýktir, og í Ísrael virðist ekki skipta neinu máli hversu oft fólk er sprautað, alltaf gýs pestin upp aftur.
Nú er fjórða bylgjan hafin af fullum þunga, og "lausnin" er enn sem áður fyrr að sprauta meira, enda byrjað á fjórðu sprautunni.
Svo mun bylgjan renna sitt skeið, síðan mun koma enn eitt "afbrigðið" sem mun kalla á fimmtu sprautuna og svo koll af kolli.
Þykir fólki í alvörunni ekkert skrítið að þrátt fyrir allar þessar sprautur, að þá skuli ekkert ganga í baráttunni við "heimsfaraldurinn"?
Hvernig stendur á því að fólk skuli endalaust trúa þeirri fáheyrðu dellu að þeir fáu ósprautuðu beri þar einhverja ábyrgð, en ekki gagnslaus bóluefni?
Þórólfur, sem narraði marga í svínaflensusprauturnar árið 2009 sem gerði nokkur ungmenni að öryrkjum, er enn og aftur að teyma þjóðina á asnaeyrum, og kannski stjórnvöld líka.
Viðbúnaður á Landspítalanum færður á virkjunarstig
"Á Landspítala lágu þrjátíu og níu inflúensusjúklingar um hádegi í gær, þar af níu á gjörgæsludeild. Tólf inflúensusjúklingar voru lagðir inn á einum sólarhring vegna inflúensunnar en tveir voru útskrifaðir á sama tíma. Meira reyndi í gær á starfsemi Landspítala vegna inflúensunnar en nokkru sinni fyrr frá því faraldurinn hófst.
Sjúklingar á gjörgæsludeildum spítalans eru á aldrinum tveggja ára til sjötíu og níu ára. Alls hafa 6.609 manns greinst með inflúensueinkenni hérlendis. Útbreiðsla faraldursins hefur ekki aukist á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið en veikin breiðist út á landsbyggðinni."
Þetta er frétt frá árinu 2009, samt var engu skellt í lás, engir neyddir til að nota grímur, hvað þá að tugþúsundir manns yrðu að dúsa í einangrun eða sóttkví um lengri eða skemmri tíma - eða fara í ítrekuð próf til að athuga hvort þeir væru veikir eða ekki.
Takið eftir því að þarna eru inniliggjandi sjúklingar allt niður í tveggja ára.
Núna er "váin" víst svo mikil að "nauðsynlegt" er að sprauta 5-11 ára börn með hættulegum efnum sem búið er að sýna margoft framá að geri ekkert gagn, en geti valdið þeim skórkostlegum skaða!
Þessi banvæna hringrás mun ekki enda fyrr en við segjum STOPP - HINGAÐ OG EKKI LENGRA!
Staðan væri margfalt verri án örvunarskammts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2021 | 23:21
Ef 6 sjúklingar á gjörgæslu setja spítalana á hliðina, þá er vandinn heimatilbúinn, ekki þeir ósprautuðu.
Þessi skrípaleikur í kringum þennan svokallaða "heimsfaraldur" er farinn að verða æði pínlegur. Er þetta í fyrsta skipti sem einhver veirupest hefur gengið yfir heiminn?
Nei, en þetta er í fyrsta skipti sem heiminum er skellt í lás, í samhæfðum aðgerðum sturlaðrar elítu sem er búin að lýsa því yfir í smáatriðum á netinu hver plön hennar eru fyrir hönd mannkynsins - að því forspurðu.
Meðal annars um það að fækka mannkyninu, og "mannvinurinn mikli" sjálfur Bill Gates, sem hefur sagt bóluefni vera sínar arðbærustu fjárfestingar, hefur opinberlega sagt að bólusetningar séu góð leið til þess.
Fólk getur bara leitað sér upplýsinga sjálft um það ef það nennir, sem flest gerir ekki.
Því líður svo einstaklega vel í faðmi Þórólfs sem er búið að mistakast herfilega hvað eftir annað að koma þjóðinni út úr "faraldrinum", eins og dæmi sanna.
Þessi dýrkun á einum manni er farin að minna á dýrkunina og hollustuna við Hitler á sínum tíma!
Enda er verið að innleiða hugmyndafræði hans í löndum eins og Austurríki, Þýskalandi, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og fleiri löndum.
Hver er ávinningurinn?
Getur einhver bent mér á ávinning þess að vera tilraunadýr lyfjarisanna - án þess að vera upplýst um það, og að láta sprauta í mig einhverju genabreytandi líftæknilyfi sem er í tilraunafasa til ársins 2026 og er sannanlega þegar búið að skaða og/eða drepa milljónir manns á heimsvísu?
Staðreyndir
- Sprautaðir og ósprautaðir geta smitast af Covid
- Sprautaðir og ósprautaðir geta smitað aðra af Covid
- Sprautaðir og ósprautaðir geta þurft að leggjast veikir inn á sjúkrahús
- En ósprautaðir geta aldrei fengið aukaverkanir eða dáið af þessu glundri
Grátkórinn
Starfsfólk Landspítala biðlar til þeirra sem valið hafa að láta ekki bólusetja sig að endurskoða þá ákvörðun hið fyrsta; þeirra vegna, spítalans vegna og í þágu samfélagsins alls, segir í tilkynningunni.
Nei takk, sama og þegið! Hvernig er hægt að kenna ósprautuðum um að sprautur eitt og tvö plús bústið virki ekki?
Er virkilega svona flókið að fatta þetta?
Fleiri eru farnir að vakna, sem betur fer
Sem betur fer eru þó nokkuð margir sprautaðir sem hafa jafnvel misst heilsuna eftir sprauturnar búnir að fá nóg, og gengnir til liðs við okkur sem erum að berjast af alefli gegn þeim, og nú því sem kalla má hryðjuverkum gagnvart 5-11 ára börnunum sem á að fara að sprauta strax eftir áramótin.
Hvað gengur öllu þessu fólki til sem búið er að blekkja 90% þjóðarinnar í þessar sprautur og ætlar núna að hjóla í börnin sem hafa 99,9998% líkur á að lifa veikindi af?
Ekkert barn hefur látist úr pestinni hér á landi eins og sjá má, svo hvers vegna er svona "nauðsynlegt" að sprauta þau núna, og svo allt niður í sex mánaða börn seinna?
Aukaverkanirnar
Það er vitað samkvæmt erlendum rannsóknum að aðeins 1-10% aukaverkana séu tilkynntar, svo það er spurning hvort þessi skelfilegi fjöldi sem búið er að tilkynna um hér á landi sé ekki stórkostlega vantalinn.
Það er þó búið að tilkynna um 5.917 aukaverkanir, og þar af 32 andlát og 227 alvarlegar og lífsógnandi aukaverkanir eftir þessar sprautur. Margt þessa fólks er orðið öryrkjar fyrir lífstíð.
En allt er víst betra en að fá Covid er okkur sagt .... enda hefur Þórólfur sagt að það sé bara tvennt í boði, að fá Covid eða láta "bólusetja" sig.
En það er bara enn ein lygin sem búið er að standa hann að. Við skulum ekki gleyma að með "big pharma" hvatti hann alla í svínaflensusprauturnar árið 2009 sem örkumlaði nokkra unga Íslendinga, og enn fleiri erlenda.
Ekkert virtist hann læra af þeim ósköpum, hann heldur bara áfram að blekkja fólk í einhverjar hættulegar "bólusetningar".
Ítarefni
- Eru Íslendingar hlýðnir og sofandi sauðir upp til hópa?
- Allt er gert til að breiða yfir sannleikann
- Sagan endalausa - þetta stoppar ekkert fyrr en við segjum hingað og ekki lengra!
- Ég vil alls ekki láta "bólusetja" mig vegna þess að....
- Undarlegt að mest bólusettu þjóðirnar séu með flestu smitin núna, meira að segja ein 100% sprautuð.
- Getur maður verið veikur án þess að finna fyrir einkennum?
- Nei Sigmundur, það er akkúrat fólk eins og þú sem heldur okkur í herkví!
- Enginn myndi láta bólusetja sig eða sína ef....
- Skrítið, ef tvær sprautur virkuðu ekki, hver er þá tilgangurinn með þeirri þriðju, og það af annarri tegund?
- Hvaða rugl er þetta, er gamla fólkið ekki löngu komið með vernd?
- Svört saga "mannvinarins mikla" sem ætlar að fækka mannkyninu með bóluefnum
- Er þjóðin ekkert að vakna, ætlið þið að verða áskrifendur að "örvunar"sprautum það sem eftir er?
- Hinn skelfilegi máttur hræðslustjórnunar!
- Allt kapp lagt á að sprauta íslensku þjóðina núna, og finnskur þingmaður sem heldur þrumuræðu yfir þinginu um það sem verið sé að gera finnsku þjóðinni!
- Covid snérist aldrei um neina veiru, heldur bóluefnin segir sérfræðingur í hjartalækningum og prófessor í læknisfræði!
- Fá alvarleg tilfelli og engin dauðsföll
Að lokum langar mig að óska öllum gleðilegs nýs árs, með von um að fleiri Íslendingar vakni af þessum skipulega heilaþvotti og tilhæfulausa óttaáróðri sem er búinn að dynja yfir okkur í bráðum tvö ár núna.
Óbólusettir endurskoði sína ákvörðun sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)