Fögnum komu Trúðsins!

0618aÞær gleðifréttir bárust nú fyrir helgi að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada verður sérstakur (heiðurs?)gestur á samfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem verður haldinn í Vestmannaeyjum dagana 25. - 26. júní.

Þetta er mjög vel til fundið hjá Katrínu, enda hafa kynni þeirra verið með miklum ágætum í mörg ár.

Þessi mynd var birt á Twitter síðu hennar 4. desember árið 2019, og sýnir þau í þungum þönkum yfir einhverju alvarlegu málefni.

Eitt af þemum fundarins verður svokallaður viðnámsþróttur samfélaga - án þess að það sé útskýrt frekar, en ekki er ólíklegt að forsætisráðherra vor kynni þar glæsilega nýútkomna skýrslu sína um Vansældarhagkerfið á Íslandi.

Hann mun væntanlega koma á einkaþotu sinni, enda er tími hans dýrmætari en minn og þinn. Þess má geta að hann er vel menntaður, löngu útskrifaður úr "Young Global Leaders" skóla Klaus Schwab, sem við vitum að berst nú hörðum höndum við að bjarga mannkyninu frá loftslagsvánni, faröldrum og öðrum ógnum sem steðja að okkur - eða eru væntanlegar samkvæmt vísindalegum lestrum af vel pússuðum kristalsspákúlum þeirra.

Umsögnin um hann á heimasíðu The World Economic Forum (WEF) er afskaplega falleg og hjartnæm, og þar segir meðal annars að sýn hans fyrir Kanada sé sú að þar eigi allir að hafa sömu tækifæri í lífinu.

Enda er hann dýrkaður og dáður í heimalandinu.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af öðru heiðursfólki sem útskrifað er úr sama skóla, og samkvæmt því sem Klaus Schwab segir sjálfur, er (sem betur fer!) búið að koma útskriftarnemunum fyrir í ríkisstjórnum margra þjóða.

Sá hinn sami sagði að heimsfaraldurinn skapaði einstakt tækifæri til að enduræsa heiminn. Við getum verið þakklát fyrir að einhverjir nenni að taka það að sér fyrir okkur.

0211b

 

Framganga Trudeau og ríkisstjórnar hans í heimsfaraldrinum ógurlega var til stakrar fyrirmyndar eins og sjá má í þessari stuttu upprifjun, og að sjálfsögðu tók hann föstum tökum öllum falsfréttunum um drápspestina ógurlegu, og kallaði fólk réttilega álhatta sem voru með einhverjar samsæriskenningar um hana.

Sömu sögu má segja um kanadíska lækna sem voru eitthvað að röfla yfir því að vera bannað að tjá sig eða rökræða um opinberu aðgerðirnar í heimsfaraldrinum. Þvílík frekja í þessu liði!

Talandi um frekju, þá fór þessi prestur út yfir öll mörk þegar hann dirfðist að halda messur í trássi við sóttvarnalögin, og var hann að sjálfsögðu handtekinn!

Eða þetta lið sem reyndi að reka blessaðan manninn úr bænum þegar hann kom í kurteisisheimsókn þangað!

Svona tók hann af festu á sóttvörnum í febrúar árið 2021

Forsætisráðherrann Justin Trudeau tilkynnti á föstudag að allir borgarar sem snúa aftur til Kanada yrðu að gangast undir nýjar ferðatakmarkanir sem myndu sjá til þess að þeir yrðu fluttir í einangrunaraðstöðu og gengjust undir Covid próf og að þeir myndu geta farið ef prófið væri neikvætt.

Ef þeir reyndust jákvæðir ætti að flytja þá á aðra ótilgreinda einangrunaraðstöðu þar sem þeir þyrftu að ljúka 14 daga sóttkví. Hann sagði einnig að stjórnvöld myndu rukka hvern ferðamenn um $2.000 til að standa straum af kostnaði af prófunum, gistingu og mat.

Sömu festu sýndu sem betur fer margir skólafélagar hans í sínum löndum, enda var jú alveg skelfilegur drápsfaraldur í gangi með lífslíkur upp á ca 99% væri maður ekki með marga undirliggjandi sjúkdóma eða hvort eð er kominn á grafarbakkann.

Þegar langþráðu bóluefnin komu loksins, þá var hann ekkert mikið að flækja málin og setti bólusetningarskyldu á opinbera starfsmenn, flug- og lestarfarþega, og þá sem störfuðu við að keyra vörur milli landa.

Að sjálfsögðu setti hann bólusetningarskyldu á sjálfan sig og lét margsprauta og bústa sig.

Fleiri starfsstéttir urðu auðvitað líka að undirgangast þessar skyldubólusetningar, og þeir sem skildu ekki nauðsyn þess að láta sprauta sig fengu eðli málssins samkvæmt að heyra það.

Líka þessi læknir sem var eitthvað að sá efasemdum í huga fólks um ágæti bólusetninganna og tala um einhverjar aukaverkanir. Hann var rekinn úr starfi sínu á bráðamóttökunni, og gott ef hann var ekki sviptur læknaleyfinu síðar.

Þeir sem litu á þetta sem harðstjórn skildu ekki að þetta snérist að sjálfsögðu einungis um að tryggja öryggi borgaranna, bjarga lífum og flýta fyrir því að koma þjóðinni út úr faraldrinum.

Það komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar óforskammaðir flutningabílstjórar mótmæltu skyldubólusetningunum og öðrum hömlunum, söfnuðust saman í tugþúsundavís og mynduðu langar raðir.

Aumingja Trudeau varð að hrökklast með fjölskylduna í felur út af þessu!

Áfallið varð líklega til þess að hann steingleymdi því blessaður að hafa skyldað fólk í sprauturnar góðu, heldur hafi hann aðeins kosið að hvetja Kanadamenn til að láta bólusetja sig.

En svo steingleymdi hann því líka að hafa sagt það, og sagði hér að skyldubólusetningarnar væru leiðin til að forðast frekari takmarkanir.

Þetta neyðarástand með flutningabílstjórana kallaði vitaskuld á setningu neyðarlaga í landinu, og frystingu á greiðslum sem safnað var til stuðnings þeim. Reyndar varð hann að bakka með neyðarlögin stuttu síðar út af einhverri óþarfa afskiptasemi í einhverjum þingmanni.

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um glæstan starfsferil Justins Trudeau forsætisráðherra Kanada. Öll hin afrekin hans væru efni í miklu lengri pistil.

Við skulum því taka því fagnandi að hann skuli heiðra okkur með komu sinni til landsins, ég er sannfærð um að hann muni geta uppfrætt norrænu forsætisráðherrana um hvernig best sé að stjórna þjóðum sínum - að forskrift Klaus Schwab leiðtoga hans, og stofnanda WEF.

Obbosí

Ég sé að ég mismælti mig í fyrirsögninni og kallaði Trudeau trúð, en einhverra hluta vegna sat það í mér, ég hlýt að hafa lesið það einhvers staðar.

Ég vona að WEF Kata vinkona hans erfi það ekki við mig.

 

 

 

 


Velsældarhagkerfið á Íslandi - Skýrsla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar afhent forsætisráðherra Íslands 14. júní 2023

Velsældarþing WHO í HörpuNú á dögunum var haldið velsældarþing í Hörpu, þar sem framkvæmdastjóri WHO í Evrópu afhenti Katrínu Jakobsdóttur þessa skýrslu formlega.

Það verður að segjast eins og er, þessi skýrsla er hrollvekjandi lesning þeim sem hafa kynnt sér rækilega hvað raunverulega býr að baki áformum ókjörnu stofnunarinnar WHO, Sameinuðu þjóðanna og annarra álíka stofnana um örlög okkar hinna.

Þ.e.a.s. okkar sem eru einskis nýt heimselítunni að þeirra mati.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að forsætisráðherra efndi til þessa velferðarhagkerfisþings núna í júní 2023 vegna þess að þrátt fyrir að meginmarkmið opinberrar stefnu um árabil hafi verið um velsæld fyrir alla, þá sé ekki almenn vitneskja um það meðal þjóðarinnar ...

Það mætti spyrja hvers vegna þjóðin hafi ekki enn neinar hugmyndir um þessar afskaplega "fögru fyrirætlanir" þeirra um velferð okkar.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá regnbogahugtakinu fléttað inn í þessi "göfugu markmið" um velsæld fyrir alla - sem þýða í raun akkúrat hið gagnstæða, eins og þeir vita sem eru búnir að kynna sér inntak þessara skelfilegu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Sjá frekar:

Fagurlega innpökkuð froða sem veldur manni hreinlega ógleði og ógeði

Rainbow model of determinants of health tailored to the Icelandic context

Og ekki síður veldur opnunarávarp Katrínar á þinginu sömu hughrifum, en þar segir hún meðal annars (í lauslegri þýðingu):

Það eru fimm ár síðan Skotland, Ísland og Nýja-Sjáland stofnuðu velferðarhagkerfisstjórnir, eða WEGo hópinn - eins og við köllum það. Síðan þá hafa Wales, Finnland og Kanada gengið í hópinn og tekið virkan þátt í starfinu.

Það er samstarfsverkefni ríkisstjórna sem hafa áhuga á að deila sérfræðiþekkingu og stefnumótun til að efla metnað til að byggja upp velferðarhagkerfi og framfarir í átt að sjálfbærnimarkmiðum SÞ.

Þess má geta að Katrín er í vinfengi við fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og harmaði brotthvarf hennar úr stjórnmálunum fyrr á þessu ári.

Í ræðunni segir hún líka að núna séu þau hálfnuð með "Agenda 2030" (áður Agenda 21), og þurfi að sýna fordæmalausa einbeitingu í að hraða aðgerðunum í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Fólk þarf nauðsynlega að kynna sér "Agenda 2030", það er hlekkur á vídeó sem fer í gegn um það hér að ofan.

Þakkarorð ...

Ég vil þakka Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands kærlega fyrir að hafa látið gera þessa skýrslu, því nú getur þjóðin séð svart á hvítu yfirstandandandi - og framtíðar aðgerðir hennar og ríkisstjórnarinnar "fyrir þjóðina".

Er ríkisstjórn Íslands að fremja landráð?

Varla er hægt að draga aðrar ályktanir en að ríkisstjórnin undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur sé með gjörðum sínum í samstarfi við WHO að fremja landráð gegn þjóð sinni, enda virðist það óhjákvæmilegt miðað við ofangreint samstarf hennar við þau að hún muni samþykkja yfirvofandi valdatöku WHO á fullveldi Íslands í heilbrigðismálum þjóðarinnar.

Fólk þarf líka nauðsynlega að kynna sér hvað það felur í sér að afsala fullveldi þjóðarinnar til aðila sem hafa aldrei verið til þess kjörnir, og hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir okkur öll.

86. kafli í almennum hegningarlögum um landráð

Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt. 

Hvað finnst ykkur, er ríkisstjórnin með þessu (búin?) að fremja landráð gegn þjóð sinni?


Hvers vegna er heimselítan svona upptekin af "transhumanisma"?

Nýbúið er að frumsýna heimildarmyndina "Final Days", sem afhjúpar áætlunina um að spilla genamengi mannsins og búa til "erfðafræðilegar viðurstyggðir".

Fyrsta skrefið í að þvinga gervi nanótækni - sjá líka hér upp á okkur mannkynið var útbreiðsla þess sem dulbúið var sem bóluefni, en er í rauninni lífefnavopn.

Þetta sannar líftæknifræðingurinn Karen Kingston með gögnum um miðbik myndarinnar.

Hún segir líka að fólk verði að skilja að vegna þess að við höfum aldrei vitað af þessari illsku, þá sé núna verið að telja okkur trú um að hún sé góð fyrir okkur.

Þetta er samkvæmt plani sem löngu var ákveðið, og hrint í framkvæmd í þessum svokallaða "heimsfaraldri" í ársbyrjun 2020 þar sem magnaður var upp sturlaður ótti mannkynsins gagnvart einhverri veiru.

Okkur var sagt að eina lausnin út úr honum væri glænýtt bóluefni sem verið væri að þróa á mettíma, og þannig tókst að blekkja (og í mörgum tilfellum neyða) stærstan hluta mannkynsins í þessar sprautur, og marga jafnvel í fjórar eða jafnvel fleiri.

Við erum gagnslaus að þeirra mati

Einn hugmyndasmiðanna, Yuval Noah Harari sem er hátt settur í The World Economic Forum (WEF), segir að þessi tækni muni framleiða gagnslausan hóp fólks (þetta má sjá hann segja í myndinni) - semsagt gagnslausan elítunni.

Þessi illu plön heimselítunnar ganga líka út á það að fækka mannkyninu niður í "ásættanlegan fjölda", eins og ég hef fjallað um og fært sannanir fyrir í mörgum bloggum undanfarin tvö ár.

Hún er svo hrædd við dauðann - enda margir meðlimir hennar gamlir menn eins og Klaus Schwab, George Soros, Anthony Fauci, Henry Kissinger, Ted Turner og fleiri, og vilja að öllum líkindum að þessi nýja tækni geri þá ódauðlega.

En hvað er "transhumanismi"?

Sú trú eða kenning að mannkynið geti þróast út fyrir núverandi líkamlegar og andlegar takmarkanir, sérstaklega með vísindum og tækni.

Lausleg þýðing:

Heimspekileg og vísindaleg hreyfing sem hvetur til notkunar núverandi og nýrrar tækni - eins og erfðatækni, að frysta látna einstaklinga þar til lækning finnst við banameini þeirra (cryonics), gervigreind (AI) og nanótækni - til að auka getu og bæta ástand mannsins (áherslan er mín).

Transhumanistar sjá fyrir sér framtíð þar sem ábyrg beiting slíkrar tækni (áherslan er mín) geri mönnum kleift að hægja á, snúa við eða útrýma öldrunarferlinu, til að ná samsvarandi aukningu á lífslengd mannsins og efla vitsmunalega og skynræna getu mannsins. Hreyfingin leggur til að menn með aukna getu muni þróast yfir í endurbætta tegund (áherslan er mín) sem fer yfir mannkynið - "endurbættar manneskjur".

Sjá Britannica.com

Nú endurtek ég það sem Karen Kingston segir, að fólk verði að skilja að vegna þess að við höfum aldrei vitað af þessari illsku, þá sé núna verið að telja okkur trú um að hún sé góð fyrir okkur.

Horfið fyrst á viðtal sem tekið var við einn framleiðanda heimildarmyndarinnar "Final Days". Þetta eru trúaðir menn og þeir vitna meðal annars í sköpun Guðs sem þessir menn séu að eyðileggja núna!

Þetta eru þeir sömu og gerðu heimildarmyndina "Died Suddenly" sem fjallar um það sem mætti kalla faraldur skyndilegra dauðsfalla í heiminum eftir sprautuherferðir Covid "bóluefnanna".

Þess má geta að við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af fjölgun dauðsfalla hér á landi, og reyndar höfum við stundum slegið þar met árin 2022 og 2023, enda vel "bólusett" þjóð.

Karen Kingston

Karen Kingston er læknaráðgjafi og líftæknifræðingur með 25 ára reynslu. Hún er alþjóðlega viðurkennd sem sérfræðingur í skaðlegum líffræðilegum áhrifum af völdum mRNA genabreytingartækninnar.

Vefsíður hennar:

Yuval Noah Harari, meðlimur WEF og einn æðsti ráðgjafi Klaus Schwab

Þessi maður er tákn illskunnar og þykir honum ekkert eðlilegra en að tjá sig um álit sitt á þeim sem ekki tilheyra heimselítunni, ekki frekar en "mannvinurinn" Bill Gates sem hefur rætt við heimsleiðtoga um að það sé tími kominn til að byrja að tala um "dauðanefndir" (<== Hér má sjá meira efni um Harari), sem dæmi venjulegt löghlýðið fólk til dauða fyrir það eitt að vera einskis nýtt elítunni.

Hér má sjá Harari og Klaus Schwab meðal annars útskýra "transhumaninsma", og Endurræsinguna miklu - The Great Reset.

Spennandi framtíð fyrir okkur - eða einhver framtíð sem manneskjur?

Sjáið til, ýmsar alþjóðlegar stofnanir eins og WHO, SÞ og WEF sem við höldum að vinni fyrir okkur mannkynið, eru að gera akkúrat hið gagnstæða - og alltaf undir því fagra yfirskini að verið sé að bjarga okkur, frá smitsjúkdómum, hungri, "loftslagsvánni" og Guð má vita hverju öðru.

Þetta má allt finna ef fólk nennir að leita sér upplýsinga.

Eins og fram kemur í myndinni, þá unnu þjóðir heims saman í "heimsfaraldrinum" og sprautuhernaðinum, þar með talið Ísland.

Nú er WHO að reyna valdatöku á heilbrigðismálum heimsins, sem þýðir að stofnunin geti hvenær sem henni dettur í hug lýst yfir einhverri vá sem þurfi að "vernda okkur gegn", og hafi þar með vald til að skella heiminum í lás og jafnvel neyða okkur með lögregluvaldi í einhverjar sprautur, segi hún að upp sé kominn nýr smitfaraldur.

Því miður gera allt of fáir sér grein fyrir því skaðræði sem íslensk stjórnvöld munu leiða yfir þjóðina ef þau skrifa undir þennan samning.

Til að sjá umfjöllun um þennan samning á mannamáli er gott að horfa á Meet Your New World Government: The World Health Organization Pandemic Treaty

Djöfulleg illska gegn mannkyninu

0602

Ef heimildamyndin "Final Days" sannar ekki fyrir ykkur illan ásetning viti firrtrar elítu sem vill okkur allt illt og stefnir að alheimsstjórn, þá skuluð þið ekki bregðast hissa við þegar búið verður að svipta ykkur öllu, enda er planið að við munum "ekkert eiga og vera hamingjusöm" árið 2030.

Ykkar er valið.

Þið gætuð til dæmis spurt heiðursorðuhafann Þórólf hvers vegna hann sagði að það væru bara tveir kosti í boði, að láta "bólusetja" sig eða fá Covid, og hvers vegna hann var yfirleitt að fylgja tilmælum WHO.

Eða Ölmu landlækni - líka heiðursorðuhafa hvernig það geti staðist að öll umframdauðsföllin á síðasta ári mætti skrifa á Covid, þegar stærstur hluti þjóðarinnar á að vera kominn með "vörn" gegn þessari "ægilegu drápspest".

Eða Guðrúnu Aspelund arftaka Þórólfs sem jarmar sömu möntru um "heimsfaraldurinn" og er enn að hvetja fólk í þessar bannsettu eitursprautur.

Það er löngu orðið augljóst að íslenskur almenningur bregst ekki við ranglæti fyrr en það er orðið allt of seint fyrir flesta, við þurfum ekki að leita lengra en til síðasta hruns til að sjá það.

Nú eru verðbólga og vextir í hæstu hæðum, haldið þið að það sé eitthvað náttúrulögmál, en ekki mannanna verk?

Skiljið þið ekki að það eru þeir ríku og ofurríku sem græða á því? Enda er það planið!

Hvað er það í þjóðarsál Íslendinga sem gerir hana svona hlýðna gagnvart yfirvaldinu? Er það vegna þess að hún horfir bara á RÚV, sem fjallar ALDREI um þessi mál?

Erum við núna að upplifa síðustu daga (Final Days) okkar sem manneskjur, er núna búið að breyta genamengi mannkynsins til frambúðar með þessum lífefnavopnum - til að "endurbæta" okkur að þeirra skapi?

Það er engin leið að segja til um það á þessari stundu, en skaðinn er þó þegar skeður fyrir skelfilegan fjölda fólks sem lést - og fólk er enn að látast í kjölfar eitursprautanna, sumt úr hraðvaxandi krabbameinum sem óhugnanleg aukning hefur orðið á undanfarin tvö ár.

Illskan er svo sannarlega raunveruleg, en henni er pakkað inn í svo fallegar og aðlaðandi umbúðir að við föttum það ekki, enda er okkur ekki ætlað að gera það.

 

 

 

 

 


Opið bréf til ráðamanna varðandi yfirvofandi valdatöku WHO á fullveldi Íslands í heilbrigðismálum

Allt of fáir gera sér grein fyrir því skaðræði sem íslensk stjórnvöld eru að öllum líkindum að leiða yfir þjóðina, en það er afsal á stjórn heilbrigðismála landsins til WHO, sem mun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir okkur og þær þjóðir sem munu líka skrifa undir.

Hér neðar má sjá mikið magn gagna því til sönnunar.

Viðbót:

Þess má geta að annar fundur aðildaþjóða WHO stendur yfir í Genf núna síðustu vikuna í maí, þar sem fáar þjóðir virðast andmæla ráðgerðu breytingunum, ekki íslensku fulltrúarnir frekar en aðrir.

Á þessari síðu má hala niður lista sem sýnir alla þátttakendurna þ.m.t. hverjir sitja þarna fyrir hönd Íslands.

Viðbót endar.

Í dag er þeim sent neðangreint opið bréf þar sem þau eru vöruð við að fremja slíkt landráð.

Ágætu ráðamenn,

Mannréttindasamtökin MÍN LEIÐ – MITT VAL vilja ítreka áskorun sína sem send var til eftirtalinna aðila með stefnuvottum frá Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. maí 2022 varðandi yfirvofandi valdatöku einkahlutafélagsins WHO á fullveldi Íslands í heilbrigðismálum.

  1. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands
  2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands
  3. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
  4. Sigurður Ingi Jóhannsson innanríkisráðherra
  5. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra

Sjá nánar:

https://mittval.is/mannrettindasamtokin-min-leid-mitt-val-berjast-gegn-valdatoku-einkahlutafelagsins-who-a-fullveldi-islands-i-heilbrigdismalum/

Ykkur er hér með bent á að allar aðgerðir til að stuðla að stofnun, breytingum, framlagningu og/eða samþykktum samninga eða sáttmála, sem reyna að sniðganga, grafa undan og/eða skaða fullveldi Íslenska lýðveldisins, eins og sett er fram í stjórnarskránni, og/eða framselja þessa heimild, að öllu leyti eða að hluta, til erlendra ríkja eða annarra aðila, eru brot á stjórnarskrá Íslands.

Þátttaka í slíkum aðgerðum er talin landráð og einstaklingar sem fundnir eru sekir um brot geta átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi í samræmi við íslensk lög. Þið eruð eindregið hvött til að stöðva allar frekari tilraunir sem passa við þessa lýsingu með tilliti til breytinga á Alþjóða heilbrigðissáttmálanum skv. í 12. kafla, liðum 2., 3. og 5. sem lagðar voru til og/eða til skoðunar á 75. Alþjóðaþingi WHO í Genf dagana 22.-29. maí 2022.

VIÐAUKI I:

Bendum jafnframt á eftirfarandi greinar í almennum hegningarlögum:

  1. kafli. Landráð.
    86. gr.

Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

XI kafli. Brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess.
98. gr.

Veki maður eða stýri uppreisn í þeim tilgangi að breyta stjórnskipun ríkisins, þá varðar það fangelsi, ekki skemur en 3 ár eða ævilangt.

Hver, sem tekur þátt í þess konar uppreisn, svo og hver sá, sem sekur gerist um verknað, er miðar að því að breyta stjórnskipuninni á ólögmætan hátt, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.

Genfarsáttmálinn

Að gefnu tilefni viljum við einnig minna ykkur á að Ísland hefur ávallt verið friðarríki og skal vera hlutlaus þjóð í hernaði, enda herlaus þjóð.

https://www.icrc.org/en/doc/war-and-law/treaties-customary-law/geneva-conventions/overview-geneva-conventions.htm

https://www.un.org/en/genocideprevention/documents/atrocity-crimes/Doc.33_GC-IV-EN.pdf

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands

Í viðtali 1. nóvember árið 2018 sagði forsætisráðherra eftirfarandi:

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé vilji til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og að hún sé á þeirri skoðun að Ísland eigi að ganga úr NATO samstarfinu. Þetta kemur fram í vefmiðlinum Expressen í dag en þar er vitnað í Katrínu “það er álit mitt að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, þar ríkir ekki raunverulega miðlæg stefna um skatta og ríkisfjármál og þetta er frekar laust i reipunum“, segir Katrín. Þá kemur fram í viðtalinu að Katrín vilji Ísland úr NATO “ég myndi persónulega vilja sjá að Ísland tæki það skref að ganga úr NATO“,segir Katrín.

https://utvarpsaga.is/segir-island-ekki-vilja-ganga-i-esb-og-vill-ad-island-gangi-ur-nato/

Það skýtur því skökku við að sama ár gengur hún til liðs við The World Economic Forum sem “Agenda Contributor”, sem eru meðal annars samstarfsaðilar NATO. Þetta sætir furðu og vekur upp spurningar um hvort það fallist undir 86. gr. X kafla um Landráð.

https://www.weforum.org/agenda/authors/katrin-jakobsdottir

Heimildir:

 

Virðingarfyllst,

Stjórn mannréttindasamtakanna MÍN LEIÐ – MITT VAL

 

 

 

 

 

 

 

 


Út á hvað gengur fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna?

Það er meiri illska í gangi í heiminum í dag en flesta getur órað fyrir, enda er henni yfirleitt pakkað inn í afskaplega fallegar umbúðir.

Og þá aðallega þær að verið sé að bjarga heiminum, loftslaginu og mannkyninu.

Þannig er fjallað um "þessar umbúðir" í meginstraums ruslmiðlunum sem eru margir hverjir í eigu og/eða fjármagnaðir af sömu öflum og vilja restina af mannkyninu illt og eru að fækka því niður í "ásættanlegan fjölda".

Íslenskir fjölmiðlar eru þar ekki undanskildir, með örfáum undantekningum fjárhagslega óháðra fjölmiðla.

Það er spilað á okkur eins og fiðlur í gegnum tónlist, kvikmyndir, frægt fólk, stórstjörnur, samfélagsmiðla, leitarvélar, "fréttir" og annað slíkt, og það sem verra er, einnig í gegnum barnaefni.

"Réttu" hughrifin eru sköpuð með vísindalegri innrætingu og heilaþvotti, og okkur er sagt frá því sem koma skal í því sem við höldum vera afþreyingarefni, og við þannig smám saman vanin við það.

Og okkur er kennt að vera með opinn hug og vera umburðarlynd gagnvart ýmsum minnihlutahópum eins og samkynhneigðum og transfólki, annars erum við úthrópuð og kölluð öllum illum nöfnum.

Þessi illska á sér einnig stað hér á Íslandi, enda virðast ráðamenn hafa selt sjálfstæði og sjálfræði okkar úr landi.

Fyrir peninga, frama, aukin völd? Ég veit það ekki - og vil ekki vita, enda "skortir mig" siðferði landráðafólks.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ)

UN-stonewall-LGBTHér á Íslandi er verið að innleiða þessi heimsmarkmið, sem ég hef fjallað um eða minnst á í nokkrum bloggum. Allt sem þar er lofað, þýðir akkúrat hið gagnstæða, sem sjá má ef kafað er ofan í þau.

Skjalið sem þessi skjámynd er af má hala niður hér, og meiri upplýsingar um þessi "LGBT Inclusion and the Sustainable Development Goals" má lesa á þessari síðu Stonewall.co.uk, sem rekin er af breskum hagsmunasamtökum, og hvernig þau skilgreina þessi markmið.

Stjórnarformaður þeirra er Iain Anderson, og hann er "Agenda contributor" hjá WEF, rétt eins og forsætisráðherra okkar, Katrín Jakobsdóttir.

Það skýrir að öllum líkindum hvers vegna þeir hafa meiri upplýsingar um heimsmarkmiðin en við hin, enda tengjast þessi illu öfl öll hvert öðru.

Eins og sjá má á myndinni, þá fjallar það um heimsmarkmið fjögur.

Það vekur óneitanlega athygli mína í hversu mörgum heimsmarkmiðum SÞ réttindi LGBT fólks eru nefnd í þessu skjali, eða í sjö af sautján.

Í heimsmarkmiði fjögur er meðal annars lögð rík áhersla á þjálfun kennara og ráðgjafa um hvernig bregðast eigi af næmni gagnvart LGBT nemendum og nemendum sem séu að efast um kynhneigð sína og/eða kynvitund.

Svipað og verið er að gera hér á landi með því að fela Samtökunum 78 að sjá um hinseginfræðslu skólabarna!

Það hlýtur - og ætti að vekja furðu og reiði fólks að SÞ leggi svona mikla áherslu á réttindi eins hóps fólks umfram aðra - svona bak við tjöldin, eins og mætti kannski ætla.

En þetta er allt með ráðum gert, ef fólk er ekki enn farið að átta sig á því, í samvinnu við WHO og ýmsa milljarðamæringa sem eru á bak við þetta LGBTQ og Transgender agenda og hafa gefið hundruðir milljóna US dollara til málefnisins.

Það er áhugavert að bera saman opinbera lýsingu SÞ á fjórða heimsmarkmiðinu og þessu hér fyrir ofan, þar sem LGBT sést ekki nefnt á nafn í fljótu bragði, heldur aðeins hin afskaplega fallegu og göfugu markmið um menntun fyrir alla.

Undarlegt, er það ekki? Nei í rauninni ekki, þetta er bara smá sýnidæmi af því hvað felst raunverulega í sérhverju þessara sautján heimsmarkmiða.

Þarna kemur Ísland við sögu!

Í Frakklandi

0513aÍ þessu vídeói sem er frá árinu 2021 segir meðal annars að orðin "móðir" og "faðir" verði bönnuð á eyðublöðum í skólum, því þeir eigi að vera kyn"hlutlausir" til að koma í veg fyrir mismunun gegn samkynhneigðum foreldrum.

Á eyðublöðum sem varði börn eigi þaðan í frá að vera talað um "foreldri 1" og "foreldri 2".

Athugið, og látið ykkur ekki bregða en þarna er líka fjallað um konur sem við höldum að séu konur en séu raunverulega karlmenn. Ég hef séð og lesið heilmikið efni um þetta en tek ekki afstöðu til þess hérna hvort þetta sé rétt eða ekki.

Vil þó benda á að transkonur séu miklu fjölmennari og hafa lengur verið til en okkur órar fyrir.

Sameinuðu þjóðirnar í verki

Hér má sjá mynd af japanskri dragdrottningu, og SÞ í verki eins og stendur á myndinni. Þykir ykkur hún aðlaðandi? Reyndar er búið að fjarlægja hana af vefsíðu þeirra, rétt eins og "leiðbeiningar" WHO um hvernig standa eigi að kynfræðslu ungra barna. Sjá meira um það hér.

Dragdrottningar hafa víða um heim verið notaðar til að lesa hinsegin sögur fyrir börn allt niður í þriggja ára, líka að minnsta kosti á einum stað á Íslandi, eða bókasafni Kópavogs.

Foreldrar í Kópavogi (og víðar?) mættu spyrja sig um tilganginn með því.

UN-tokyo-drag-queen

Hvers vegna er þessi ríka áhersla lögð á hinsegin málefni?

Þessi LGBTIQ innræting er partur af því sem kallað er Agenda 2030, hin nýja heimsskipan (New World Order), dulbúin sem göfug sjálfbærnimarkmið heiminum til bjargar.

Og hún er látin byrja strax á ungum börnum í gegnum skólana, samkvæmt skelfilegu plani.

Kynruglingur og kynjasnúningur er notaður til að splundra ímyndinni um karla og konur, þau einu tvö líffræðilegu kyn sem til eru og geta eignast börn saman. Dæmi um það er tilraun til "útþurrkunar konunnar".

Annað dæmi um það eru orð Willums heilbrigðisráðherra Íslands á dögunum þegar hann talaði um leghafa, ekki konur. Það er sorglegt að það hafi ekki vakið meiri viðbrögð og reiði á Alþingi en raun ber vitni, að minnsta kosti opinberlega. Eða þá í samfélaginu!

Sorgleg þróun á Íslandi

0513b

Erum við ekkert að hugsa?

Þess spyr Guðrún Bergmann í frábæru útvarpsviðtali sem tekið var við hana á dögunum, þar sem hún talar meðal annars um að lýðræðið á Íslandi sé að hverfa, þessi heimsmarkmið SÞ, og ýmis mál sem ég hef einmitt fjallað um í síðustu bloggunum mínum og reyndar undanfarin tvö ár líka.

Hún er einstaklega vel lesin og fróð um heimsmálin, og ég hvet alla að hlusta á þetta viðtal.

En hvert er endatakmarkið?

Það er "transhumanism", sú trú eða kenning að mannkynið geti þróast út fyrir núverandi líkamlegar og andlegar takmarkanir, sérstaklega með vísindum og tækni eins og erfðatækni, nanótækni og gervigreind.

Sem þýðir á einföldu máli að við munum ekki lengur verða til sem mennskar manneskjur, heldur sambland af manneskjum og tölvum.

Vantrúaðir geta fundið allt um þetta á vefsíðum The World Economic Forum (WEF), og á netinu, enda fara svona viti firrtir illvirkjar ekkert dult með fyrirætlanir sínar.

Ítarefni:

Nýtt - Sannleikurinn um Sameinuðu þjóðirnar:

Myrkraverk Sameinuðu þjóðanna – Heimildarmynd um spillingu og glæpi í nafni mannúðar

Sameinuðu þjóðirnar útfæra Dagskrá 2030 með meintum „sjálfbærnimarkmiðum“ sem fávísir stjórnmálamenn hafa kokgleypt víða um heim. Þetta alheimsverkefni miðar að því að gjörbreyta öllum þáttum mannlegs lífs: mataræði, kynhegðun, fjölskyldumálum, atvinnuháttum, efnahagsmálum, heilbrigðismálun, menntun…allt sem varðar líf venjulegs fólks!

Að eigin sögn mun þessi endurræsing lífsins binda endi á fátækt, hungur, ójöfnuð, veikindi og annað slæmt. Fyrrverandi framkvæmdastjóri sem starfaði hjá SÞ í tvo áratugi segir aðra sögu. Hann útskýrir, að Sameinuðu þjóðunum er í dag stjórnað af glæpamönnum sem nota stofnunina og völd hennar til að auðga sjálfa sig og hneppa mannkynið í þrældóm. 

Sjá heimildarmyndina hér.

 

 

 


Að umbera allt er uppskrift að hörmungum - og ákall til foreldra skólabarna!

Að umbera allt er uppskrift að hörmungum sagði maður að nafni Stephen Hilton meðal annars í vídeói sem þið sjáið hér neðst.

Þessi orð hans urðu mér hugleikin, því erum orðin svo vön því að eiga að fagna fjölbreytileika mannlífsins og vera umburðarlynd gagnvart minnihlutahópum eins og t.d. samkynhneigðum, semsagt, að vera fordómalaus.

Það höfum við svo sannarlega verið og þykir flestum sem betur fer eðlilegt að styðja við mannréttindabaráttu samkynhneigðs fólks, sem hefur fært þeim sjálfsögð réttindi sem þau höfðu ekki áður.

0505cEn nú er okkur sagt að að kynin séu mörg og alls konar, líffræðileg og félagsleg og núna getur fólk einhvers staðar skilgreint sig sem einhver af tugum "kynja" eins og sjá má skjámynd af hér.

Reyndar virðist skilgreiningum á fjölda og kynja ekki bera saman á þessari síðu og þessari, og það vekur athygli mína hversu ólíkar "tegundir" kynjanna eru á milli þessara tveggja síðna.

Kannski má finna enn fleiri "kyn" og enn meiri fjölbreytileika annars staðar. Reyndar veit ég ekki hvað mörg "kyn" fyrirfinnast hér á landi.

Foreldrar, nú er mikil hætta á ferðum!

Á þessum skjámyndum má sjá sláandi ummæli foreldra og einnar ömmu um reynslu og upplifun barna þeirra af þessari "fræðslu".

Þið verðið að smella á myndirnar til að sjá þær betur.

0508j

0508k

 

 

 

 

 

 

Nú er þessi vægast sagt vafasama "kyn- og kynjafræðsla" komin inn í að minnsta kosti í einhverja skóla hér á Íslandi, og hefur valdið sumum börnum angist og vanlíðan.

Ég er ekki viss um að margir foreldrar hafi hugmynd um hvers konar "kynfræðslu" börn þeirra eru að fá, allt niður í leikskólabörn, hvað þá hverjir sjái hugsanlega um þessa "fræðslu".

Margir foreldrar hafa orðið fyrir áfalli við að komast að hverju verið er að troða inn í kollana á börnunum þeirra, eins og sjá má á þessum myndum.

Ég þekki eina konu sem á barn í Smáraskóla sem bað um að barn hennar þyrfti ekki að sitja undir þessari "fræðslu", en var synjað um það.

Sjáið hlekki á skrif mín um þessi mál og önnur nátengd hér neðst á síðunni.

Ég skora á alla foreldra og/eða foreldrafélög að spyrja skólastjórnendur sinna barna um hverjir séu að veita börnunum þeirra kynfræðslu, og krefjast að fá að sjá námsefnið ef það eru Samtökin 78 sem sjá um hana - og fá fyrir það háar fjárhæðir.

Þið verðið að gera þetta sjálf því engir aðrir munu gera þetta fyrir ykkur!

Ég er ein fjögurra kvenna sem fóru á dögunum upp í Smáraskóla til að spyrjast fyrir um plaköt með kynfræðslu fyrir börn sem héngu þar á veggjum skólans, og hverjir sæju um kynfræðslu þar. Reyndust það vera Samtökin 78.

Arndís Hauksdóttir prestur er ein okkar og var hún í frábæru og  fróðlegu útvarpsviðtali í gær um kynfræðslu barna sem gengur of langt. Þið þurfið að hlusta á það og skoða plakötin sem eru sýnd þar með gagnrýnum augum.

Prófið jafnvel að ímynda ykkur hvernig þessi plaköt litu út ef raunveruleg börn og fólk hefðu verið notuð sem fyrirsætur.

Uppfærsla:

Til áréttingar, þá eru þessi plaköt á vegum Reykjavíkurborgar, en ekki Samtakanna 78 (eins og ég fjallaði um í eldra bloggi um kynfræðslu barna).

Þau segjast ekki sjá um almenna kynfræðslu í skólum, heldur aðeins hinseginfræðslu. Þetta segja þau meðal annars í athugasemd við útvarpsviðtalið sem ég vitnaði í hér ofar.

En hér má sjá fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ:

Fræðsla Samtakanna ’78 er vönduð hinseginfræðsla, byggir á gagnreyndum aðferðum, nýjustu rannsóknum, og fer fram í góðu samráði við hinsegin fólk. Samkvæmt samningi sveitarfélagsins við samtökin verður veitt fræðsla um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Markmið fræðslunnar er fyrst og fremst að veita þekkingu á hinsegin málefnum. (Áherslan er mín)

Nú virðast samtökin ekki segja alveg satt og rétt frá í athugasemdinni miðað við þessa fréttatilkynningu.

Það mætti spyrja hvort fræðsla um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks flokkist ekki undir kynfræðslu, sem færi betur í höndum fagfólks eins og skólahjúkrunarfræðinga?

Það virðist liggja einhver leyndarhjúpur yfir kennslugögnum samtakanna, og foreldri í Smáraskóla sem ég spurði, hefur ekki fengið að sjá þau.

Margir foreldrar eru afar ósáttir yfir því að hagsmunasamtök hafi verið fengin til að sjá um fræðslu fyrir börnin þeirra, og sum hafi komið heim með brenglaðar hugmyndir um eigin kyn, ótta og vanlíðan.

Svona "fræðsla" á ekkert erindi til ungra barna.

Endir uppfærslu.

Helga Dögg Sverrisdóttir kennari

Vil ég líka sérstaklega benda á blogg Helgu Daggar Sverrisdóttur kennara, sem var kölluð á teppið af rétttrúnaðar skólastjórnendum Akureyrarbæjar fyrir að fá birta grein í Morgunblaðinu þar sem hún spyr hvort Samtökin 78 gerist brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga með þessari "kynfræðslu" sinni.

Rekur hún þar þá sögu og birtir mikinn fróðleik, sérstaklega varðandi þennan stórskaðlega transaktívisma sem verið er að lauma inn námsefni barnanna okkar.

Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði flotta grein um tjáningarfrelsi kennara (Helgu Daggar). Undir henni má meðal annars sjá athugasemdir tveggja bálreiðra transkvenna sem því miður misskilja málið hrapallega, og ráðast með fordómafullum hætti að höfundinum.

Það mætti halda að sumum eigi að leyfast að "vera með fordóma", ekki öðrum.

Og það má greinilega ekki hafa skoðanir á eða áhyggjur af "kynfræðslu" Samtakanna 78, það teljast greinilega fordómar.

Þeim virtist fyrirmunað að skilja að þetta er umræða sem á fullkomlega rétt á sér, sérstaklega þar sem hún varðar börnin okkar! Og þessi frekja þeirra er málsstað transfólks svo sannarlega ekki til framdráttar.

Verður þetta nýja "normið" sem við eigum að umbera og sætta okkur við - í nafni "fjölbreytileikans"?

Svari hver fyrir sig, og ég segi nei, kynin eru bara tvö, karl er karlkyns og kona er kvenkyns, og það eru bara konur sem geta gengið með og fætt börn.

0415a

Eru réttindi transfólks meiri en foreldra?

Hvað eru margir trans einstaklingar hér á landi? Enginn amast við því að fullorðið fólk fari í kynleiðréttingu, en þessi svokallaða "kynja- og transfræðsla" Samtakanna 78 er ekki boðleg, hún er stórhættuleg ungum sálum!

Og eins og ég segi í titlinum, að umbera allt er uppskrift að hörmungum. Við eigum ekki að umbera þetta eða sýna því einhvern "skilning". Og það hefur ekkert að gera með að fagna einhverjum fjölbreytileika.

Þessi "kynfræðsla" sem er núna er verið að innleiða hér á landi er nátengd öðrum pervertisma, eða barnagirnd og barnaníði, en með þessari svokölluðu "kynfræðslu", að kenna börnum meðal annars að fróa sér og vera kynverur, er verið að undirbúa þau til þess að verða "móttækileg" fyrir barnaníðingum og öðrum óþverrum.

Þessi skelfilega þróun er komin lengra í Hollandi en hér á landi, eins og sjá má af því sem þessi hollenska móðir segir, en hún á dóttur í leikskóla.

Nú vilja SÞ og WHO lögleiða afglæpavæðingu kynlífs með börnum, enda sé annað brot á mannréttindum barnaníðinga, og segja meðal annars að börn eigi að eiga bólfélaga. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér hvaða hryllilegu afleiðingar geta orðið af þessu fyrir börn!

"Minor Attracted Persons" ?!?!?!! A Flag & Parade Now???

Athugið: YouTube er búið að fjarlægja þetta vídeó - sem betur fer, en hér er hlekkur á umfjöllun um það annars staðar frá, og hér er önnur.

Í þessu vídeói sjást meðal annars ummæli og réttlæting tveggja einstaklinga á barnagirnd og barnaníði, og útskýring á "The Pedo Flag", barnaníðsfánanum.

Annar þeirra er kona sem kynnir sig sem löggiltan fagráðgjafa og kynlífsráðgjafa og segist þarna vilja tala um fólk sem laðist að börnum, eða "Minor Attracted Persons" (MAP).

Að þeir séu líklega svívirtasta fólkið í menningu þeirra, og að flestir séu með rangar hugmyndir um þá - án þess að vita raunverulega mikið um þá.

Þessar hugmyndir valdi skaða hjá þessum þegar jaðarsetta hópi fólks. Hún vilji frekar tala um fólk sem laðist að börnum en "barnaníðinga" (gæsalappirnar eru hennar) því barnaníð hafi breyst frá því að vera einhver greining, í móðgun og dómharðar ásakanir gegn þessu fólki sem særi það og valdi því skaða.

Svo heldur hún áfram að verja þessar skoðanir sínar eitthvað lengur ...

Er þetta bara eitthvað fordómaraus í mér?

Klárlega að mati sums fólks, en í mínum huga er þetta allt annað en það,  andstyggð á hryllingi sem er að eiga sér stað núna og ég vil vara fólk við, og þá sérstaklega foreldra ungra barna.

Kæru foreldrar, þið getið - og verðið að stöðva þetta!

Nátengt efni:

 

 

 

 


Hæstvirtu leghafar og legleysingjar á Alþingi!

Af stakri virðingu við ykkur og öll 72 kynin sem komið hafa fram í dagsljósið undanfarin ár, þá ætla ég ekki að sýna ykkur þá vanvirðingu að uppnefna ykkur karla eða konur.

Af stakri virðingu við börnin mín líka - og til að móðga hvorki þau né öll hin kynin, þá mun ég hér eftir hugsa og tala um þau sem leghafana mína og legleysingjann minn.

En það er svo margt sem mig langar að þakka ykkur fyrir!

Strákur eða stelpaSjáið til, ólán mitt er að vera svo gömul að hafa ekki vitað þegar ég var að ala börnin mín upp að ég væri að innræta þeim þá villutrú að þau væru kven- og karlkyns.

Og ósköp voru ljósmæðurnar fáfróðar í þá daga þegar þær kíktu milli fóta nýfæddra barna minna og tilkynntu mér "kynið" og klæddu þau í bleik eða blá föt.

Þær þurfa svo sannarlega á endurmenntun að halda!

Að alhæfa að barn sem fæðist með píku sé stelpa og barn sem fæðist með typpi sé strákur eru bara einhverjar kerlingabækur aftan úr fornöld!

En sem betur fer erum við orðin miklu upplýstari í dag, og við getum þakkað það að miklu leyti fjölmiðlum og samfélagsmiðlum sem standa sig frábærlega í að birta vandaðar fréttir af nýjum rannsóknum og uppgötvunum vísindafólks.

Kynfræðsla barna

Það er orðið svo langt síðan ég stóð í barnauppeldinu að á þeim tíma datt mér aldrei í hug að fræða börnin mín, úbbs afsakið, leghafana mína og legleysingjann um að þau væru kannski alls ekki það kyn sem kynfærin þeirra gæfu til kynna, eða hreinlega að þau gætu verið trans.

Þá hafði ég bara aldrei heyrt það orð!

Á þessari mynd má sjá frábært dæmi um hvernig kyn- og kynjafræðsla barna á yngsta skólastigi er orðin í dag - að minnsta kosti í sumum skólum og/eða bæjarfélögum, og ég verð að segja að glóbalistabærinn Kópavogur virðist standa sig einstaklega vel í þessum efnum.

Þökk sé ykkur kæru leghafar og legleysingjar við Austurvöllinn.

0430

Mikið vildi ég að ég hefði verið upplýstari þarna á síðustu öld, og að kynfræðslan þeirra í skólanum hefði ekki bara verið ein opna í heilsufræðibókinni.

0430bKyn- og kynjafræðsla barna, allt niður í leikskólabörn er til mikils sóma í dag. Auðvitað þurfa þau að læra að það sé bara eðlilegt að þau séu ekkert endilega það "kyn" sem þeim er sagt að þau séu.

Og það segir sig sjálft að það er nauðsynlegt að þau læri að fróa sjálfum sér kynferðislega á unga aldri.

Hér getið þið sjálf náð ykkur í þetta vandaða kynfræðsluefni barna sem kemur úr smiðju WHO og annarra velgjörðarmanna mannkynsins.

Og mikið vona ég að þessi bók sem heitir "Sex Education for 8-12 Year Olds: Kids Book for Good Parents" verði snarlega þýdd á íslensku.

Í henni kemur fram að 8-12 ára börn ættu að horfa á foreldra sína stunda kynlíf. Ég er sannfærð um að íslenskir foreldrar tækju þessari bók fagnandi.

Með alla þessa fræðslu í farteskinu, þá munu börnin okkar fara sterk og sjálfstæð út í lífið, í einhverju af kynjunum sjötíu og eitthvað.

Kæru leghafar og legleysingjar á hæstvirtu Alþingi, takk fyrir allt sem þið eruð búin að gera í þágu þjóðar ykkar!

  • Takk fyrir hvað þið fóruð afskaplega vel eftir fyrirmælum frá Alþjóðaglæpastofnuninni WHO og þeirra samverkafólks í heimsfaraldrinum ógurlega!
  • Takk fyrir að vera að innleiða þessi dásamlegu Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hér á landi.
  • Takk fyrir að vera að líka innleiða þessar öruggu 15 mínútna borgir hér á Íslandi.
  • Takk fyrir ykkar rausnarlegu baráttu við þessa skelfilegu loftslagsvá, og farið nú að banna bændum að rækta þessar síprumpandi beljur sem eru allt lifandi að drepa. Pödduát er eina vitið fyrir mannkynið í framtíðinni, það sér það hver heilvita maður!
  • Takk fyrir að vera að innleiða þetta vandaða kynfræðsluefni frá WHO.
  • Takk fyrir að hvíla yfirkeyrða kennara og fela Samtökunum 78 að sjá um kynfræðslu barnanna okkar.
  • Og já, bara takk fyrir allt hitt sem þið eruð líka að - og búin gera fyrir okkur!

Virðingarfyllst,

Kristín Þormar leghafi.

 


Útþurrkun konunnar, kynlífsvæðing ungra barna, barnaníð - og opið bréf til ráðherra Íslands og annarra er málið varðar

Núna er skipulega verið að reyna að þurrka út úr hugum fólks hvað kona er, og núna geta karlar víst allt í einu líka gert flest sem aðeins konur sem fæddar eru sem konur geta gert.

drag-queenÞað er verið að reyna að telja fólki - og sérstaklega börnum trú um að kynin séu ótal mörg, en ekki bara tvö.

Það mætti spyrja hver tilgangurinn sé með því að núna sé allt í einu verið velta því upp hvað kona sé, eins og það sé eitthvað vafamál.

Í mínum huga er það gert til þess að rugla fólk í ríminu - þá sérstaklega börn núna, og fá það til að efast um eigin dómgreind og þá óhrekjanlegu staðreynd að það eru bara til tvö kyn, kona og karl.

Þarna er hreinlega verið að gaslýsa og heilaþvo fólk til fá það til að samþykkja orðskrípi eins og fæðandi fólk, fólk með börn á brjósti, og fólk með leggöng, eða leghafa, og nú er mælt með að fólk með leggöng fari í fyrstu krabbameinsskoðun 25 ára að aldri. Að það séu víst ekki lengur bara konur sem hafa blæðingar, og þar fram eftir götunum.

Þetta virðist hafa borið allnokkurn árangur, því sumir virðast núorðið meira að0427 segja eiga erfitt með að svara þessari einföldu spurningu: "Hvað er kona?". Þessi kona hér á líka í erfiðleikum með það, enda sé hún ekki líffræðingur, bara dómari.

Meira að segja var talað um fæðandi fólk í staðinn fyrir mæður í fjárlagafrumvarpi Bidens Bandaríkjaforseta fyrir árið 2022, en það fylgir róttækri hugmyndafræði transfólks.

Það er sjálfsagt að fagna fjölbreytileika mannlífsins, svo hvernig væri líka að fagna fötluðum, ljóshærðum, sköllóttum eða kiðfættum?

Hver man ekki eftir því þegar íslenska þjóðkirkjan hoppaði á vagninn og auglýsti Jesú Krist sem skeggjaða transkonu með brjóst og varalit? Eðlilega voru skiptar skoðanir um hvort kirkjan hefði nokkuð með svona boðskap að gera.

Allt virðist vera gert til að koma í veg fyrir að frekir karlmenn sem skilgreini sig nú sem konur þótt þeir hafi fæðst - og séu kannski enn með kynfæri karlmanna, móðgist ...

Við skulum bara gera okkur grein fyrir að þetta gengur út á að smætta konur, þeirra líkama, móðurhlutverk og hreinlega líka tilvist þeirra!

Hér er fantagóð grein um þetta: We must resist the trend turning ‘women’ into ‘bodies with vaginas’.

Íhugunar vert

Hvers vegna er aldrei talað um fólk með typpi eða pung, eða fólk sem rísi hold og hafi sáðlát?

Dylan Mulvaney transstelpa

Dylan MulvaneyKarlmaður sem skilgreinir sig sem stelpu er um þessar mundir að fagna fyrstu 365 dögunum sínum "sem stelpa" og var fenginn til að auglýsa bjórtegund nýlega.

Sú auglýsingaherferð fór ekki vel í neytendur sem margir vildu ekki sjá þetta og mótmæltu kröftuglega.

Auglýsingar "hennar" á vörum fyrir konur:

Hann, sem er flatbrjósta karlmaður í gervi konu var fenginn til að auglýsa íþróttabrjóstahaldara fyrir konur, og í vídeói sem ég sá um daginn mátti sjá hann dásama ákveðna tíðatappategund, spurningin er hvort hann sé þarna að lýsa eigin reynslu af notkun þeirra.

Það hefði þá alveg mátt fylgja sögunni í hvaða líkamsop hann træði þeim.

Hér má sjá nokkur vídeó á YouTube með þessari manneskju.

Í mínum huga er það ekkert annað en móðgun og vanvirðing gagnvart konum að setja karlmann í gervi konu í það hlutverk auglýsa varning sem augljóslega nýtist engum nema líffræðilega fæddum konum.

Góðar fyrirmyndir ungu kynslóðarinnar, hvað finnst foreldrum? 

Girls with balls

Ekki veit ég hvað sú (sá?) gulhærða heitir, en sú (eða sá?) til hægri heitir greinilega Cardi B. Ég er orðin svo gömul að ég þekki ekkert til þessa fólks.

Sú til vinstri skartar flottum brjóstum sem hljóta að vera úr silikoni, en pungur - sem var karlkyns líffæri síðast þegar ég vissi slapp þarna út úr brókinni, líka hjá þeirri til vinstri sem er þarna að glenna sig framan í áhorfendur.

Ætli Cardi B sé þarna að syngja um Girl Power út frá eigin kynvitund eða sinni reynslu af því að "vera kona"?

Vonandi hafa foreldrar eftirlit með hvað börnin þeirra eru að horfa á á TikTok og álíka miðlum.

Safn sem leggur núna áherslu á kyn og jafnræði, en var áður kvennasafn

Breastfeeding man

Skjáskotið hér að ofan tók ég af fréttasíðu sem fjallaði um styttu af nöktum karlmanni í fullri stærð með brjóst, og barn nærandi sig úr þeim, og hefur hún vakið mikla athygli.

Hún stendur fyrir utan safn í Árósum í Danmörku sem áður kallaðist Women’s Museum, en núna Gender Museum, og samkvæmt vefsíðu þess er það eitt af fáum söfnum í heiminum sem leggur áherslu á kyn og jafnræði.

Þar segir meðal annars:

Framtíðarsýn safnsins er að vekja forvitni, samræður, ígrundun og þekkingu um mikilvægi kynja; fortíð, nútíð og framtíð. Kynjasafn Danmerkur sýnir menningarsögu kynjanna í víðara sjónarhorni og tekur til allra lita regnbogans.

Og ...

Margt hefur breyst í heimi kynskynjunar síðan Kvennasafnfélagið leit dagsins ljós; einnig hefur hlutverk og virkni karla breyst verulega. Á sumum sviðum hvílir menningararfurinn enn á gamaldags skiptingu kyns og hlutverka, en nútíminn gerir ráð fyrir opnari birtingu allra kynja.

Kona sem tjáir sig á Twitter segir um þetta verk að það sé "The erasure of women", sem mætti þýða sem útþurrkun eða útrýmingu kvenna.

Önnur umfjöllun um styttuna, í lauslegri þýðingu:

Stytta af manni með barn á brjósti er draumur barnaníðinga.

Er Agape ekki draumur barnaníðinga? Fullorðinn nakinn maður sem nýtur þess að setja lítið barn upp að geirvörtunni svo það geti sogið er fyrir mig ímynd þess sem barnaníðinga dreymir um.

Hún benti á að á meðan geirvartan er kynferðislega næmt svæði fyrir bæði kynin, "uppfyllir móðirin þarfir barnsins", á meðan karl sem getur ekki brjóstfætt barn "fullnægi aðeins sínum eigin".

Ég sé ekki að verið sé að leika með kynhlutverkin eins og margir aðrir gera. Ég sé misnotkun á litlu barni og mann svala fýsnum sínum. Þess vegna finnst mér það truflandi að bæði kynin og áhorfendur í dag fagna boðskapnum: Fullorðni maðurinn getur gert hvað sem hann vill við lítið barn, svo framarlega sem við köllum það Agape.

Hér segir að safnið bjóði upp á kynfræðslu fyrir börn í grunnskóla - sem virðist vera á svipuðum nótum og Samtökin 78 hafa verið fengin til að kenna íslenskum börnum núna. Þeir sem hafa kynnt sér í hverju þeirra kynfræðsla felst segja að oftar sé talað um trans en stráka eða stelpur.

Hvers vegna er verið að koma þeim hugmyndum inn hjá litlum börnum allt niður í leikskólaaldur að kynin séu alls konar og að það sé hið eðlilegasta mál að vera fædd eða fæddur í "röngu kyni" og að hægt sé að "leiðrétta það"?

Á svona "fræðsla" eitthvað erindi til ungra barna, eða svona, eða svona?

Þessi hér veltir fyrir sér tilgangi þess að kynna dragdrottningar fyrir börnum.

Hvers vegna er ekki menntað fagfólk eins og kennarar lengur fengið til að sjá um kynfræðslu barna í grunn- og leikskólum?

Ein FB vinkona mín hafði þetta að segja í gær:

Ég á 3 barnabörn à aldrinum 2-4 og eitt þeirra sagði nýlega; "èg er ekki stelpa eða stràkur, èg er ekkert." Sama barn sagði einnig; "hann er stràkur þó hann sè með píku og sè líka stelpa". Þessi innræting er komin í einhverju formi inn à leikskólana. Svona lítil börn hafa ekki líffræðilega þroskaðan framheila til að skilja svona innrætingu eða nota rökhugsun nema mjög takmarkað.

Blautur draumur barnaníðinga rætist

Í nýlegu bloggi sem ég skrifaði um hvort kynfræðsla barna á Íslandi væri á réttri vegferð, kom ég inn á þann hrylling að nú vilja SÞ og WHO lögleiða afglæpavæðingu kynlífs með börnum, enda sé annað brot á mannréttindum (barnaníðinganna). Með þessu sé verið að lögleiða barnaníð og annan hrylling gagnvart börnum.

Tengið svo saman þessa "kynfræðslu" barna þar sem verið er að kenna þeim frá unga aldri að vera kynverur, við afglæpavæðingu "kynlífs" með börnum. Þetta kallast "grooming" á ensku, sem mætti þýða sem undirbúning og tælingu.

Ný frétt, lesið þetta!: Transgender State Representative Moves To Allow “Sexual Attachment To Children” To Be Classified As Protected “Sexual Orientation”

Einnig við karlmenn sem koma "pungsveittir" fram á sviðið og þykjast vera konur.

Tengið þetta líka við þessa aðför gegn öðru af þeim tveim kynjum sem til eru, konum.

Og ungu ráðvilltu fólki sem er sagt að lausnin á vandamálum þeirra sé að skipta um kyn. Þau eru blekkt í lyfjagjafir (sem vara til æviloka), afnám brjósta og kynfæra, og mörg hver verða ófær um að eignast börn. Enda er það tilgangurinn.

Tengið þetta svo líka saman við plön SÞ, WHO, WEF og annarra illvirkja um að ná alræðisvaldi yfir heimsbyggðina, sem ég hef skrifað ótal blogg um.

Rannsóknablaðamaðurinn Matt Walsh, sem leitar svara

Horfið á þetta vídeó með honum þar sem hann útskýrir allt það sem kona er, og hvað ekki. Lokaorðin hans eru mögnuð!

Og að lokum, hér er opið bréf frá mannréttindasamtökunum Mín leið - Mitt val til ríkisstjórnar Íslands, barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar, Willum Þórs Þórssonar, starfsmanna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi, umboðsmanns barna og grunnskólakennara á Íslandi, um að stöðva þennan viðbjóð sem verið er að innleiða hér á Íslandi eins og í öðrum löndum.

 


Er kynfræðsla barna á Íslandi á réttri vegferð?

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum - en kannski þó, að umræða hefur skapast í samfélaginu um kynfræðslu og fræðslu um kynvitund barna í grunnskólum þessa lands, og sitt sýnist hverjum.

Þessar umræður má finna með leit á netinu.

Sem fullorðin manneskja, móðir og amma er ég gáttuð á þeirri kynfræðslu sem verið er að bjóða börnum upp á, í það minnsta í sumum skólum.

Ég fæ ekki betur séð en að verið sé að rugla börn í ríminu með því að afmá skilin milli kynjanna tveggja, að þau geti verið strákar þótt þau séu fædd sem stelpur, og öfugt, kenna þeim að vera kynverur á unga aldri, og að þau geti alveg skipt um kyn. Að það sé bara eðlilegt að vera trans.

0420aÁ þessari mynd má sjá kennsluefni um hvenær kynþroski byrjar, og takið eftir því að ekki er talað um kynið sem barnið fæddist í, heldur þá sem hafa eggjastokka og þá sem hafa eistu!

Þarna segir að krakkar með píku verði orðnir kynþroska þegar blæðingar byrja, og krakkar með typpi þegar sáðlát verður.

Hvað veldur því að ekki er lengur talað um stelpur og stráka, konur og karla, kvenkyn og karlkyn?

Þetta er ekkert flókið, aðeins stelpur fæðast með píku og eggjastokka, og aðeins strákar með typpi og eistu.

Líffræðilegu kynin eru bara tvö, punktur.

Hér getið þið séð meira úr þessu kynfræðsluhefti fyrir sjötta bekk.

Ég spurði dótturdætur mínar sem eru í fjórða og áttunda bekk grunnskóla um hvort kynfræðsla sé byrjuð í þeirra skóla, en þær búa í bæjarfélagi utan Reykjavíkur.

Sú yngri sagðist ekki vera farin að fá slíka kennslu, og sú eldri sagðist vera búin að einhverja fræðslu, og þá þessa hefðbundnu um kynfæri stráka og stelpna, blæðingar og slíkt, engin transfræðsla þar.

Upplifun móður

Kunningjakona mín hefur sagt mér að hún viti um eina 7 ára stúlku sem er í grunnskóla í Kópavogi sem veit ekki lengur hvað karlmaður er og spyr mömmu sína alltaf hvort fólk sé hán, kvár eða stálp.

Barn hennar í fjórða bekk er búið að læra að fornöfn fólks séu mörg og er búið að læra um 9 ný slík, og eldra systkinið er í áfalli yfir því að yngra systkinið sé búið að fá þessa fræðslu. Sama barni hefur verið kennt að það megi skipta um kyn, sé eðlilegt að kyssa sama kyn og fleira.

Sama barn (9 ára!) sagði að kennarinn hefði líka verið að tala um sjúkdóma í kynfærum karla.

Hún hefur aldrei sem foreldri fengið að vita hvað verið er að kenna börnunum hennar, og hefur hvergi fundið það í tölvupóstum frá skólanum eða inni á Mentor.

Hún hafði í rauninni ekki hugmynd um að verið væri að kenna börnunum hennar þetta fyrr en móðir 7 ára stúlkunnar benti henni á það.

Upplifun barna hennar af þessari fræðslu er að þeim þyki hún svo vandræðaleg og óþægileg að þau vilji sem minnst tala um hana heima.

Kópavogur

1111cSkólanám ofangreindra barna fer fram í Kópavogi, sem vinnur nú að innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Þess má geta að Kópavogsbær hefur látið dragdrottningu lesa hinsegin sögur fyrir börn.

Ætli "hún" sé að kenna börnunum eitthvað svona, eða svona?

Erlend dragdrottning segir að "hún" skilji ekki hvers vegna foreldrar ættu að vilja að dragdrottningar séu að lesa fyrir börnin þeirra.

Þess má líka geta að bæjarstjóri Kópavogs er "agenda contributor" hjá The World Economic Forum, sem eru að vinna að því þessi misserin að ná alræðisvaldi yfir heiminum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra okkar er það líka.

Vika6 sem Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir

Hér má sjá umfjöllun um Viku6, en í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu.

Þarna kennir ýmissa grasa, og ég hvet alla foreldra grunnskólabarna til að skoða þessa síðu vel.

Þarna er líka verið að fjalla um kynfræðsluefni ætlað 5-8 ára börnum, þar sem þeim er meðal annars kennt að þótt við fæðumst sem strákar eða stelpur, þá finnum við fyrir því innra með okkur þegar við verðum eldri hvort við séum strákur eða stelpa!

Er þarna verið að koma inn einhverjum hugmyndum hjá blessuðum börnunum strax á unga aldri?

0422a

Þessi nýja stefna í "kynfræðslu" barna er hluti af stærri áætlun, sem gengur út á að setja heimsbyggðina undir alræðisvald viti firrtra auðkýfinga, samtaka og stofnana, en ég hef bloggað um það ótal sinnum undanfarin tvö ár.

Heilbrigðisstefna til ársins 2030 samþykkt á Alþingi

Þessi heilbrigðisstefna Svandísar Svavarsdóttur var unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO), sem ég hef fjallað um í tugum blogga undanfarin tvö ár.

Heilbrigðisstefna Evrópu til ársins 2020 sem Evrópuskrifstofa
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)
birti árið 2012 byggist á ákveðnum grunngildum en
þau eru sanngirni, sjálfbærni, gæði, gagnsæi, ábyrgð,
jafnrétti kynja, virðing og réttur til að taka þátt í
ákvörðunum.

Og ...

Jafnframt var stuðst við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra
þróun.

Þessi heimsmarkmið hef ég fjallað um eða minnst á í fimm bloggum, í því fyrsta má sjá hvað raunverulega býr að baki þeirra og í því nýjasta má sjá enn skýrari táknmynd af þeim.

Ég rakst á nokkurra ára gamalt vídeó þar sem farið er yfir þessi "fögru" markmið í stuttu máli, og vakti markmið númer 5 sérstaka athygli mína.

0422

Agenda 2030 translation - New World Order disguised as Sustainable Development

Athygli vekur að þessi heilbrigðisstefna Svandísar nær til ársins 2030, þegar Sameinuðu þjóðirnar ætla að vera búnar að uppfylla "Agenda 2030", eða hina nýju heimsskipan.

Viðbót:

Ég var að rekast á þessa nýju grein, sem skýrir mjög vel út á hvað þetta Agenda 2030 gengur, þar á meðal þetta sem ég er að fjalla um núna.

It sees the family as an environment conducive to discrimination and inequality. In the 2030 Agenda, family and religion are presented as elements of conflict. Religion and family are problems, not solutions. For example, having children, spousal responsibility or generosity in marriage are not part of this new common sense. Nor do they [the promoters of the SDGs] accept that education belongs to parents. 

Íslensk stjórnvöld, landlæknir og sóttvarnalæknir fóru að miklu leyti til eftir tilmælum WHO í "heimsfaraldrinum", en stofnunin er búin að boða röð smitfaraldra næstu 10 árin, hvernig í veröldinni sem það er hægt.

WHO og Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa gefið út og sent skjöl til allra þjóða heims, leiðbeiningar handa kennurum um hvernig haga eigi kynfræðslu barna.

Þar er öllum leikskólum og grunnskólum boðið að kenna litlum börnum að byrja að fróa sér, eiga bólfélaga, nota klám á netinu og fleira.

Einnig á meðal annars að fræða 9 ára börn um fyrstu kynmök, hvernig á að upplifa kynlíf með því að nota internetið og farsíma og læra mismunandi kynlífstækni.

Hér má sjá Google þýðingu á þessum hryllingi.

0422dÞessi síða finnst ekki lengur inni á vefsíðu WHO þegar maður smellir á hlekkinn, heldur fer maður beint inn á heimasíðuna þeirra, það er semsagt búið að taka hana út af vefnum.

Þið getið þó sótt þetta skjal hér.

Lesið allt um þennan óhugnað hérna, og horfið á vídeó á vegum WHO þar sem litlum krökkum er kennt hvernig best sé að fróa sér kynferðislega þannig að þau finni fyrir sem mestum unaði.

Og hér má sjá leikföng úr kynfærum og teiknaða mynd af því hvernig eigi að sleikja typpi, ásamt annarri "kynfræðslu" fyrir börn.

Og nú vilja SÞ og fleiri lögleiða afglæpavæðingu kynlífs með börnum, enda sé annað brot á mannréttindum. Með þessu er verið að lögleiða barnaníð og annan hrylling gagnvart börnum.

Og þess má líka geta að Bill & Melinda Gates Foundation hefur gefið milljónir dollara til frjálsra félagasamtaka sem leitast við að normalísera vændi og kynvæðingu barna yngri en 10 ára.

Þessi "góðgerðarstofnun" þeirra er líka einn stærsti fjármögnunaraðili WHO, sem veitir henni gríðarlega mikil völd og áhrif.

Margt bendir til þess að í byrjað sé smám saman að innleiða þessa kennsluhætti WHO og SÞ í ýmsum sveitarfélögum hér á landi, sem að mínu mati og annarra eru stórhættulegir saklausum barnssálum.

Ég veit að ég mæli fyrir munn margra hér

  • Það er ekkert eðlilegt við að segja 9 ára börnum að þau séu kannski í "vitlausum" líkama og að það sé allt í lagi að vera trans og skipta um kyn.
  • Það er ekkert eðlilegt við það að kenna litlum börnum hvernig þau eigi að byrja að fróa sér og nota klám á netinu.
  • Eða að segja ungum börnum að þau séu kynverur.
  • Það er heldur ekki í lagi að telja börnum trú að kynin séu mörg, eins og þessi erlenda dragdrottning gerði, en "hún" var rekin úr starfi fyrir að segja 11 ára börnum að kynin væru 73.
  • Að hverra mati eru dragdrottningar taldar góðar fyrirmyndir fyrir börn?
  • Það var algjör óþarfi að troða þessum nýstárlegu kennsluháttum í stærðfræðiverkefni sem ég sá, þar samanstóð fjölskyldan af tveim mæðrum, stelpu og stálpa minnir mig. Hvað er stálpi eiginlega, eitthvað nýtt stærðfræðitákn?
  • Hvað er að því að gera verkefnið bara um hefðbundna fjölskyldu, pabba, mömmu, son og dóttur?
  • Enginn amast við því að fullorðin manneskja taki þá örugglega erfiðu ákvörðun að fara í kynleiðréttingarferli, en hún gerir það þá sem þroskuð manneskja, væntanlega að vel íhuguðu máli.
  • En að koma þessum hugmyndum inn í kollinn á ungum börnum er bara andstyggilegt, og þau hafa eðlilega engar hugmyndir um hvaða afleiðingar það getur haft fyrir þau.
  • Þau vita ekkert hvað hormónablokkerar eru sem fresta kynþroska þeirra, eða hvað þá að þeim muni standa til boða að skera af sér brjóst og kynfæri sem hluta af kynleiðréttingarferli, og að svona aðgerðir séu óafturkræfar. Eða að þau þurfi að vera á hormónalyfjum það sem eftir er ævinnar.
  • Frásagnir margs ungs fólk um reynslu þess, oft alveg hræðilega af þessum aðgerðum má finna t.d. á YouTube. Reynsla margra þeirra er sú að þeim hafi verið þrýst út í þetta ferli á viðkvæmum tímum í lífum þeirra og þau hafi ekki fengið nægjanlega góða fræðslu um kosti og galla. Margar transkonur sjá eftir að hafa látið fjarlægja kynfæri sín, og upplifa erfiðleika við þvaglát og endurteknar sýkingar á þessu svæði.
  • Þessar raddir þurfa að fá að heyrast líka.
  • Þessi líka, þetta er transkona sem segir m.a. frá því að þessar aðgerðir séu hættulegar og lækni engan - og séu milljarða business í USA.

Mig langar að benda ykkur á að lesa þetta blogg eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur sem fjallar um það að upplifa sig í röngum líkama, ég er sammála öllu því sem hún segir þar.

Samtökin 78 og 22

Hér á landi hafa Samtökin 78 fengið það hlutverk að innleiða kennsluhætti í kynfræðum inn í íslenskt skólakerfi án þess að inntak þess sé opinbert og margir sveitastjórnarmenn viti ekki hvers konar eða hvaða fræðslu þeir séu að borga fyrir.

Sjá umfjöllun og gagnrýni um það hér sem olli miklum úlfaþyt í samfélaginu, en þar viðrar höfundur áhyggjur sínar meðal annars af því hvort fræðslan gangi út á að sá vafafræjum í huga barna varðandi það kyn sem þau fæddust í.

Þetta eru spurningar og gagnrýni sem eiga fyllilega rétt á sér, ég efast ekkert um að Samtökin 78 séu að vinna heilshugar eftir eigin sannfæringu, spurningin er bara hvort hún eigi nokkuð erindi til barnanna okkar.

Samtökin 22 sem eru hagsmunasamtök samkynhneigðra taka í sama streng og segja hér annars:

Allir vita að aðeins eru til tvö líffræðilegt kyn. Þau sjást í móðurkviði og/eða við fæðingu og er ekki ,,úthlutað”. Við vitum að hugmyndafræði kynjafræðinga eru gervivísindi og ógn við samkynhneigða. Einnig teljum við að þessi hugmyndafræði sé ruglingsleg og hættuleg börnum.

Þau segja einnig að transumræðan eigi ekkert skylt við réttindabaráttu samkynheigðra.

Þau munu aldrei troða sér í skólana, það eina sem þau vilji sé að börnum sé kennt að fjölskylduformið er fjölbreytt og að sumt fólk laðast að sama kyni.

Þetta tek ég heils hugar undir, þetta er bara sjálfsögð og eðlileg fræðsla.

Öll barátta fyrir eðlilegu og mannsæmandi lífi á fullkomlega rétt á sér því við fæðumst jú alls konar, gagnkynhneigð, samkynhneigð, líkamlega og/eða andlega fötluð, sem er ekkert sem við völdum fyrirfram, en við eigum öll að hafa sömu mannréttindi. Líka þau sem kjósa að fara í þetta ferli.

Staðreyndin að fólk þurfi að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum er bara sorgleg. Það er þó aldrei réttlætanlegt að reyna að innræta einhverjum "sannleika" einhvers hóps upp á annað fólk, og hvað þá börnum.

Hér er Facebook síða Samtakanna 22, þar sem kynnast má þeim og þeirra málstað betur.

Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að allt ofannefnt er runnið undan rifjum illra afla, og eitt af markmiðum þeirra er að jaðarsetja fjölskylduna. Þetta er enn ein aðferð þeirra til að stuðla að "nauðsynlegri" fækkun mannkynsins.

Ég ætla að minna ykkur á að heilbrigðisstefnan fyrir Ísland var gerð í samvinnu við WHO (sem er að stórum hluta til fjármagnað af Bill & Melinda Gates Foundation).

Þetta kynjarugl með börn eru bara enn ein tilmælin sem koma frá WHO - sem við fylgjum svo gjarnan eins og sjá mátti í Covid þegar Þórólfur réttlætti ýmis höft og skerðingar, þetta voru bara tilmæli frá WHO sagði hann.

Þið sem eruð foreldrar eða afar og ömmur grunnskólabarna, vitið þið í hverju kynfræðsla barnanna ykkar felst? Væruð þið sátt við að þau fengju svona fræðslu?

 

 

 

 

 


Flest sem okkur var sagt voru lygar sem margir féllu fyrir, og nú sitja mörg ykkar uppi með afleiðingarnar.

Við erum öll löngu orðin hundleið á öllu varðandi "heimsfaraldurinn" og viljum helst bara horfa framávið og halda áfram með líf okkar.

En hvað með langtímaafleiðingar á heilsu og líf fólks af "bólusetningunum" sem stærstur hluti þjóðarinnar fór í - sumir margoft, og enn er verið að hvetja fólk til að fara í?

Þetta er það sem mig langar að fjalla um, því það er eitthvað sem snertir okkur öll á einn eða annan máta. Meira um það hér neðar.

Nýjar "ógnir" teknar við

Aðrar og nýjar "ógnir" steðja víst að mannkyninu núna að loknum "heimsfaraldrinum". Sú nýjasta er "loftslagsváin", en verið er að koma á alheimsstjórn undir því fagra yfirskini að verið sé að gera heiminn að betri stað fyrir okkur öll.

Skýrt dæmi um það eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, sem út af fyrir sig væru hið besta mál ef raunverulegu markmiðin bakvið fagurgalann væru ekki þessi nýja heimsskipan sem verið er að innleiða núna, þar sem okkur er ætlað að enda í 15 mínútna fangelsisborgum, fá úthlutaða rafræna "peninga" sem gefa stjórnvöldum fullkomna stjórn á neyslu okkar og eftirlit með okkur, og éta pöddur.

Líka hér á Íslandi, enda eru íslensk stjórnvöld að vinna að þessum vægast sagt óhugnanlegu markmiðum bak við tjöldin.

Hér er hrollvekjandi teiknimynd sem sýnir framtíðina sem mögulega bíður okkar.

En fyrst þarf að fækka mannkyninu niður í "ásættanlegan fjölda", sem hefur tekist alveg "ljómandi vel" með genabreytandi líftæknilyfjum sem voru hönnuð til þess að skaða og drepa, og hörmulegum afleiðingum vegna þess að heiminum var skellt í lás hvað eftir annað, sem var víst gert til að "vernda okkur".

Á neðri myndinni má sjá þessi illu plön sem eru þegar farin að taka á sig mynd og raungerast, en þið sjáið aldrei neinar umfjallanir um þetta í þessum íslensku meginstraums ruslmiðlum sem flytja bara "fréttir" sem fylgja einum leyfðum málstað. Leita þarf til óspilltra miðla til þess.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Langtímaafleiðingar vegna eitursprautanna

Öll dýrin sem voru notuð í tilraunaskyni til að prófa nýju líftæknitilraunalyfin drápust, meðal annars úr ónæmissjúkdómum, blóðsýkingu og/eða hjartabilun, ekki endilega strax, heldur mánuðum seinna.

En það vakti samt ekki upp neinar spurningar um öryggi þessara líftæknilyfja hjá eftirlitsaðilum, og var neyðarleyfi veitt á notkun þeirra þrátt fyrir að Pfizer hafi vitað strax í nóvember 2020 að þau veittu ekki þessa marglofuðu vörn.

Á sama tíma voru margreynd og örugg lyf eins og þetta hérna bönnuð, þannig voru þessi neyðarleyfi veitt á sviksamlegan hátt.

Allt sem okkur var sagt um virkni, gæði og öryggi þessara tilraunalyfja var haugalygi, það er ekki hægt að flýta hefðbundinni margra ára þróun nýrra lyfja niður í nokkra mánuði og segja að þau séu eina leiðin til að koma heimsbyggðinni út úr einhverjum faraldri.

"Faraldri" sem var lygi frá fyrsta degi.

Man einhver eftir Thalidomide lyfinu skelfilega sem barnshafandi konum var gefið fyrir rúmlega hálfri öld? Í ljósi þess hefði aldrei átt að blekkja verðandi mæður í þessar eitursprautur, frekar en aðra.

Varnaðarorð okkar voru flest, ef ekki öll rétt

Mörg okkar sem erum lengi búin að reyna að vara fólk við sprautunum höfum þurft að upplifa háðsglósur, dónaskap, reiði, vinamissi og jafnvel útskúfun úr fjölskyldum okkar.

Það hefði aldrei getað gerst nema vegna þess að skipulega var búið til andóf gegn okkur af þeim sem stýrðu sprautuherferðinni - með dyggum stuðningi fjölmiðlanna, "sællar minningar", og þar var Kári nokkur $tefánsson framarlega í flokki.

Nú erum við að horfa upp á afleiðingarnar af "bólusetningunum" á fólkinu í okkar nærumhverfi og ástvinum, því miður. Það er ekki gaman að þurfa að segja að við höfðum rétt fyrir okkur allan tímann.

"Samsæriskenningarnar" eru bara að rætast ein af annarri þessi misserin.

Margir sem fengu sér eina eða fleiri eitursprautur eru núna að upplifa alls konar nýtilkomin veikindi, heilsubresti, skert ónæmiskerfi og jafnvel ofurkrabbamein, og fólk verður bráðkvatt, oft á besta aldri.

Og athugið, þetta er að gerast jafnvel löngu eftir að fólk fékk sér eina eða fleiri sprautur - rétt eins og hjá tilraunadýrunum.

0415f

2605

0415g
Er ekki kominn tími til að tengja?

En þar sem jafnvel langur tími er liðinn eftir sprauturnar, er fólk ekki að tengja nýja sjúkdóma og veikindi við hugsanlegan sprautuskaða, sem sést vel á því að fáir virðast hafa séð í gegnum lygarnar í Ölmu nýlega þegar hún sagði að 400 manns hefðu dáið í fyrra úr Covid.

Það er með ólíkindum hvað fáir virðast hafa sett spurningamerki við þetta, bara trúað þessu því það kom frá yfirvaldi - því það lýgur aldrei, er það nokkuð?

En hvernig ætti það að geta staðist að svona margir hafi látist úr Covid þrátt fyrir að hafa jafnvel fengið margfaldar "varnir" gegn því?

Og nýr sóttvarnalæknir, arftaki Þórólfs heiðursorðuhafa studdi við þessar lygar í viðtali stuttu síðar.

Met sem ekki er hægt að hreykja sér af

Við "státum af" Evrópumetum nokkra mánuði 2022 og janúar 2023 í umfram dauðsföllum, eins og sjá má á þessari mynd.

0416

Aldrei hefur tekist að búa til árangursrík "bóluefni" sem prófuð hafa verið á tilraunadýrum gegn kórónavírusum, ekki frekar en þessi sem eru þau allra skaðlegustu sem nokkurn tímann hafa verið búin til. Þetta eru mRNA líftæknilyf en ekki hefðbundin bóluefni eins og við höfum þekkt þau hingað til.

Rangnefnið "bóluefni" var notað til að blekkja okkur, enda er þetta bara pólitík í læknisleik.

"Hvers vegna ég trúi ekki að það hafi nokkurn tíma verið Covid vírus"

Eins og ég segi alltaf, ég get ekki vitað mikið fyrir víst. Ég á ekki afrit af handritinu af þessu, mesta glæp sögunnar. En hvað sem Covid er í raun og veru þá trúi ég ekki að það sem kallað var inflúensa hafi horfið á þægilegan hátt snemma árs 2020. Það er önnur lygi. Það er það sem þeir gera. Það er allt sem þeir gera.

Dr. Michael Yeadon 22. mars 2023

Hugsanleg framtíð fyrir marga, sem verða núna að horfast í augu við það

Sumt fólk byrjaði að þjást af skelfilegum aukaverkunum og jafnvel lést strax eða fljótlega eftir sprauturnar, en allt var skipulega þaggað niður hér á landi, eins og ég hef margoft skrifað um áður.

Við munum því miður þurfa að horfa upp á áframhaldandi afleiðingarnar á heilsu og líf fólks næstu árin og áratugina, skyndileg og ótímabær dauðsföll, ófrjósemiandvana fæðingar og burðarmálsdauða, rétt eins og í hinum löndunum sem eru eins mikið sprautuð og íslenska þjóðin.

Krabbameinum mun fjölga um 52,1% hér á landi á næstu áratugum að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins. Aðaláhættuþátturinn á því að fá krabbamein er það að eldast segir hún, en við þetta má bæta að meinafræðingar eins og þessi hér er búinn að sjá skelfilega aukningu hraðvaxandi og oft ólæknanlegra krabbameina í kjölfar eitursprautanna.

Þetta er kannski enn ein yfirhylmingin á afleiðingum eitursprautanna, enda er ýmislegt gert að gera til að reyna að fela þær.

Að blekkja og/eða þvinga stóran hluta mannkynsins í þessar eitursprautur er stærsti glæpur sem framinn hefur verið gagnvart mannkyninu hingað til, enda var tilgangurinn með þeim að fækka okkur.

Að horfast í augu við staðreyndir, þótt erfiðar séu

Það er löngu kominn tími til þess að "bólusettir" Íslendingar fari að horfast í augu við þessar skelfilegu staðreyndir um eitursprauturnar, og að hugsanlega sé búið að skerða lífsgæði þeirra til frambúðar, hafi þeir ekki verið svo heppnir að lenda í saltvatns tilraunahópnum.

Þið voruð blekkt og heilaþvegin með stöðugum og vel skipulögðum óttaáróðri sem þið vonandi innst inni gerið ykkur grein fyrir í dag. Þið eruð saklaus fórnarlömb aðfarar viti firrtrar elítu gegn restinni af mannkyninu, sem hefur verið í undirbúningi áratugum saman.

Vonandi munu einhverjir finna sama hugrekki og Pascal Najadi sem hefur höfðað einkamál gegn Pfizer vegna óafturkræfs skaða sem hann hlaut af "bóluefninu" þeirra.

Allt sem ég hef sagt hér getið þið fundið sjálf á netinu, þó ekki á hinu ritskoðaða Google sem er þátttakandi í þessum hryllilegustu glæpum sem framdir hafa verið gegn mannkyninu.

Napur sannleikurinn er óðum að komast upp á yfirborðið, þökk sé heiðarlegu fólki um heim allan sem hefur jafnvel lagt líf sín og störf að veði til að færa okkur hann.

Tilgangur minn með þessum skrifum er alls ekki að reyna að hræða fólk, en það er löngu kominn tími til að Íslendingar fari að vakna eins og aðrar þjóðir, horfast í augu sannleikann og gera sér grein fyrir hvaða framtíð okkur er ætluð - án þess að við höfum nokkuð um það að segja.

Það er bara nú eða aldrei, svo einfalt er það.

Aldrei í fréttum í íslenskum ruslmiðlum:

 

 

 

 

 

 

#kristínþormar #kthormar #kristinthormar #blog # mbl #covid #greinar #bóluefni #tilraunaefni #mannréttindi #glæpur_gegn_mannkyni #stöðvum_Sáttmála_WHO #aukaverkanir #verndum #börnin #stoptheshots #StöðvumWHO #stöðvumsprauturnar

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband